Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Deilt um sorpstöð ísafirði. SORPSAMLAG Vestfjarða sem er í eign byggðarlaganna frá Dýrafirði að Súðavík bauð út í vetur kaup á búnaði og uppsetn- ingu á sorpbrennslustöð á Suð- urtanga á ísafirði. Lægsta til- boðið hljóðaði upp á 108 milljón- ir, en auk þess er áætlað að bygging og plön fyrir stöðina kosti um 48 milljónir. Boðað var til fulltrúaráðsfundar á ísafirði á miðvikudag til að taka ákvörð- un um tilboðin. En á fundinum lýstu allir fulltrúar utan ísa- fjarðar andstöðu við málið og kom fram tillaga um að hætta við byggingu stöðvarinnar. Vegna ágreiningsins var ákveð- ið að fresta afgreiðslu málsins þar til í dag, föstudag. í framhaldi af því var boðað til aukafundar í bæjarstjórn ísafjarðar í hádeginu í gær, en vegna ábending- ar um að fundurinn hefði verið ólög- lega boðaður, en hann þarf að boða með minnst sólarhrings fyrirvara, var ákveðið að boða til nýs fundar í dag. Búist er við að á fundinum komi fram tillaga um að ísafjarðarkaup- staður gangi inn í tilboðið í búnaðinn og reisi einn stöðina. Verði sú niður- staðan er enn óleyst hvar stöðin á að rísa, en mikill ágreiningur hefur verið um málið innan bæjarstjórnar og hörð mótmæli hafa komið frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi um staðsetningu sorpeyðingarstöðvar á hafnarsvæðinu. Fjöldi funda Það er því í nógu að snúast hjá verstfírskum sveitarstjórnarmönn- um í dag, því í morgun hófst aðal- fundur Orkubús Vestfjarða, í hádeg- inu verður aukafundurinn í bæj- arstjóm og klukkan fimm kemur fulltrúaráð Sorpsamlags Vestfjarða saman, þar sem líklega verður end- anlega úr því skorið hvort af sam- starfí verður. Úlfar. ♦ ♦ ♦ Flugvirkjafélagið Heimild til verkfalls- boðunar FÉLAGSFUNDUR í Flugvirkja- félagi íslands samþykkti á fundi í gær að veita sljórn og trúnaðar- ráði félagsins heimild til verk- fallsboðunar. Flugvirkjar hafa verið með lausa samninga frá áramótum og hafa nokkrir fundir farið fram með við- semjendum án þess að nokkuð hafí þokast í átt ti! samninga, að sögn Hálfdáns Hermannssonar, formanns Flugvirkjafélags íslands. I dag verð- ur haldinn fundur samninganefndar Flugvirkjafélagsins með forráða- mönnum Fiugleiða. í dag Fegurð Fegurðarsamkeppni íslands verður á Hótel íslandi í kvöld 21 Skipbrotsmenn___________________ Viðtal við skipbrotsmennina af Sæbergi AK 24 Fjúrfesting_____________________ Erlend fjárfesting á íslandi nam 814 milljónum í fyrra 25 Snarræði Piltur á Dalvík sýndi snarræði þeg- ar kviknaöi í 29 Leiðari Stjórnsýslulög og réttaröryggi 24 Kvóti á hús hefði getað breytt máJinu ÞRÖSTUR Ólafsson, annar formaður Tvíhöfðanefndarinnar, sagði á síð- asta kynningarfundi nefndarinnar, sem haldinn var á Hótel Sögu í Reykjavík í gærkvöldi, að niðurstað- an hjá Einari Guðfinnssyni hf. á Bol- ungarvík hefði getað orðið önnur ef komið hefði vertð á kerfi veiðiheim- ilda handa vinnslustöðvum í landi eins og nefndin leggur til í skýrslu sinni. Þröstur sagði að með tilkomu kvótakerfisins hefðu skip hækkað í verði en hús lækkað. Þess vegna legði Tvíhöfðanefndin til að teknar verði upp veiðiheimildir á fískvinnsluhús til þess að jafna þann mun. Þröstur sagðist telja að niðurstaðan hjá Ein- ari Guðfinnssyni hf. á Bolungarvík hefði getað orðið önnur ef þetta kerfi hefði verið komið á. Menn hefðu þá skipt kvótanum og sett hluta hans á húsin en hluta á skipin. Nú væri svo komið að hátt verð væri á skipunum en húsin í landi næstum verðlaus. Verðlækkun kvóta Vilhjálmur Egilsson, formaður Tvíhöfða- nefndarinnar af hálfu Sjálfstæðisflokks, sagð- ist giska á, að þegar því fyrirkomulagi sem Tvíhöfðanefndin stingur upp á, að bókfæra kvóta sem eign sem ekki fymist, yrði komið á, gæti varanlegur kvóti lækkað í verði um 25%. Vilhjálmur sagði að með hliðsjón af þessu hefði Tvíhöfðanefndin lagt til að gildistöku þessara tillagna yrði frestað til ársins 1996 til að menn hefðu aðlögunartíma að þeirri röskun sem slík verðlækkun ylli. Hæstaréttardómur í máli Fórnarlambsins gegn fjármálaráðherra Þröstur Ólafsson um gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík Fundað á Hótel Sögri SÍÐASTI fundurinn í fundaherferð formanna Tvíhöfðanefndarinnar um landið var haldinn á Hótel Sögu í gærkvöldi. í I I I Fjármálaráðuneyti þarf ekki að endurgreiða 108 milljónir HÆSTIRETTUR hefur kveðið upp dóm í máli Fórnarlambs- ins hf. gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Kemst Hæstirétt- ur að þeirri niðurstöðu að staðfesta beri dóm héraðsdóms í málinu sem sýknaði fjármálaráðherra af kröfum um endur- greiðslu á 108 milljón króna söluskatti Hagvirkis hf. frá árun- um 1983 og 1984. Málskostnaður fyrir Hæstarétti var felldur niður. Jóhann Bergþórsson, forsljóri Hagvirkis-Kletts, segir að líkur séu á að hætt verði við frekari málarekstur gegn Dómur Hæstaréttar rfldnu. Máli þessu var skotið til Hæsta- réttar af hálfu Hagvirkis hf. þann 11. janúar 1991. í ágúst 1992 var nafni fyrirtækisins hinsvegar breytt í Fórnarlambið hf. og mánuði síðar var það tekið til gjaldþrotaskipta. Á skiptafundi í búinu í febrúar sl. var samþykkt að heimila Hagvirki-Kletti hf. sem kröfuhafa í þrotabúinu að halda áfram rekstri málsins fyrir Hæstarétti á eigin ábyrgð og kostn- að. Viðbótarsöluskattur Málavextir eru þeir að umræddar 108 milljónir króna eru áætlaður viðbótarsöluskattur, álag og drátt- arvextir fyrir árin 1983 og 1984 sem ríkisskattanefnd úrskurðaði 1989 að fyrirtækinu bæri að greiða. Fyrir- tækið undi ekki úrskurðinum en greiddi hin álögðu gjöld í ágúst 1989 til að forða því að rekstur þess yrði stöðvaður. Forsvarsmenn Hagvirkis töldu ekki að í greiðslunni fælist viðurkenning á réttmæti álagningar- innar heldur væri greiðslan innt af hendi til að forðast óþægindi vegna rekstrarstöðvunar í kjölfar aðgerða innheimtumanns ríkissjóðs. Hagvirki höfðaði síðan mál í hér- aði gegn fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóð og gekk dómur þar fjármálaráð- herra í vil í lok ársins 1990. Fyrir- tækið byggði mál sitt á því að starf- semi Hagvirkis við húsbyggingar og mannvirkjagerð væri undanþegin skatti samkvæmt lögum um sölu- skatt. Fjármálaráðuneytið taldi svo ekki vera og féllst héraðsdómur á skilning ráðuneytisins. í dómi Hæstaréttar segir m.a. að: „í greinargerð áfrýjenda 13. apríl sl. og við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti kom fram sú málsá- stæða af hans hálfu að úrskurður ríkisskattanefndar í málinu væri haldinn þeim annmörkum að lögboð- inn rökstuðning vantaði fyrir niður- stöðum hans. Af hálfu stefnda var málsástæðu þessari mótmælt sem of seint fram kominni. Nefndri ástæðu var ekki hreyft í héraði og brestur lagaskilyrði fyrir því samkvæmt 45. gr. laga ... um Hæstarétt að hún fái nú komist að í málinu. Á hinn bóginn kemur úr- skurður ríkisskattanefndar til endur- skoðunar fyrir Hæstarétt ex officio.“ Hæstiréttur telur þann annmarka á ítarlegum úrskurði ríkisskatta- nefndar að í honum sé að mjög tak- mörkuðu leyti tekin rökstudd afstaða til gjaldskyldu áfrýjenda og þeirrar höfuðmálsástæðu hans að hann ætti að vera undanþeginn söluskatti sam- kvæmt ákvæðum laga. Hinsvegar sé í úrskurðinum að fínna ítarlega reifun á málsástæðum og rökstuðn- ingi aðila um þetta ágreiningsefni svo og skírskotun til dóms Hæsta- réttar frá árinu 1987 um svipað efni. Telur Hæstiréttur því ekki þrátt fyr- ir þennan galla á úrskurðinum að næg ástæða sé til að fella hann úr gildi. Hætt við málarekstur Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis-Kletts segir að dómurinn geti haft þau áhrif að hætt verði við annan málarekstur gegn ríkinu. Þrotabúið hafði í hyggju að stefna ríkinu vegna ágreinings um verk- uppgjör við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar og vegna aðflutningsgjalda af vinnuvélum við framkvæmdir í Helguvík. Samtals námu kröfur í þessum málum tveimur hátt í 400 milljónir króna. Jóhann segir að dómur Hæstarétt- ar sé áfall fyrir kröfuhafa í þrota- búið og hann gagnrýnir dóminn þar sem hann telur hann ekki byggðan á eðlilegum lagarökum. Hvað varðar ákvarðanir um frekari málarekstur á hendur ríkinu segir Jóhann að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir. Þeir muni fyrst ráðfæra sig við ráð- gjafa sína. Fasteignir ► Vanskil - Aðalstræti 9 - Fálka- hús verður veitingastaður - íbúð- ir í Suðurhlíðum - Leiktæki í garðinn - Skuldaaðlögun - Minnis- blað - Eigendaskipti Daglegt líf ► Toyota Carina E reynsluekið - tískulitir í útimálun í suínar - djáknanám við guðfræðideild - upp og niður jemensk fjöll - Fossavatnsgangan frá Isafirði - Kaup á bensíni á bensínstöðvum Greiðslukort not- uð í 20-30% tilvika NU er tæpt ár síðan hægt var að nota krítarkort við kaup á bensíni. Samkvæmt upplýsingum frá olíufélögunum eru í kringum 20%-30% af viðskiptum nú með kortum. Kristinn Björnsson forstjóri Skelj- ungs segir að kortanotkunin á stöðv- um þeirra sé á bilinu 17-25%. Þetta sé minna en hann átti von á en hann nefnir að Skeljungur gefur út sér- stök viðskiptakort-til bæði fyrirtækja og einstaklinga sem eru í föstum viðskiptum. Hörður Helgason aðstoðarfor- stjóri Olís segir að kortanotkun á stöðvum þeirra sé um 20% og er það mun minni notkun en hann átti von á-_ Olís er með viðskiptakort, en ein- göngu til fyrirtækja. Kolbeinn Pinnsson hjá Olíufélag- inu segir að krítarkortanotkun hjá þeim liggi nú á bilinu 25-30% af heildarviðskiptum á stöðvunum. Þetta sé töluvert meira en kortanotk- unin var í upphafí en þá nam hún um 15%. Kolbeinn segir að þeir hafi átt von á að kortanotkunin í upp- hafi næmi yfír 20%. Olíufélagið er með viðskiptakort fyrir fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.