Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
23
Reuter
39 fórust í sprengingn á sorphaug
ÓTTAST er að 39 manns hafi beðið bana er sprenging varð á öskuhaug-
um Umraniye-hverfisins í Istanbúl í fyrradag. Lík 26 manna höfðu fundist
í gær og 13 var enn saknað. í sprengingunni dreifðist gífurlegt magn
af rusli niður dal og færði kofaborg fátæklinga í kaf. Óttast var að frek-
ari sprengingar gætu orðið vegna gasmyndunar inni í ruslahaugnum en
í hann bætast 150 tonn af sorpi á dag. Voru jarðýtur og gröfur látnar róta
í haugnum í gær til þess að reyna að hindra það. Var myndin tekin á
haugunum í gær.
Jeltsín blæs til sóknar gegn fulltrúaþinginu
Boðar stjómlaga-
þing með þátttöku
sjálfstjórnarsvæða
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, boðaði í gær leiðtoga sjálfstjórnar-
svæða landsins til sérstaks stjórnlagaþings sem fengi það hlutverk
að setja nýja stjórnarskrá. Búist er við að andstæðingar forsetans
hafni þessum áformum því samkvæmt núverandi stjórnlögum getur
aðeins fulltrúaþingið fjallað um breytingar á stjómarskránni.
Jeltsín flutti ræðu í gær þar sem
hann gagnrýndi harðlega andstæð-
inga sína á þingi landsins og lýsti
þjóðaratkvæðinu á sunnudag sem
miklum ósigri þeirra sem vildu koma
forsetanum á kné. „Þingið þarf að
gera upp hug sinn um það hvort það
hyggst láta undan vilja fólksins eða
heyja beinlínis stríð við það.“ Forset-
inn sagði ennfremur að hann myndi
reka alla þá embættismenn sem
reyndu að hindra umbætur en minnt-
ist ekki á uppstokkun á stjórninni.
Leiðtogar afturhaldsaflanna á
þinginu hafa neitað að gefa eftir í
valdabaráttunni við forsetann en
ýmislegt bendir til þess að miðju-
menn séu nú að snúast á sveif með
Jeltsín. Andrej Golovín, yfirmaður
hreyfmgarinnar „Breyting-Ný
stefna", sagði í gær að þingið gæti
ekki lengur hundsað „þá augljósu
staðreynd að almenningur styður
umbótastefnu stjórnarinnar og hefur
lýst yfir stuðningi við forsetann“.
Þótt hreyfingin sé lítil þykir hún
áhrifamikil og skoðanir hennar end-
urspegla oft sjónarmið Borgarasam-
bandsins, sem hefur oft verið drag-
bítur á umbótum.
Nýtt þjóðaratkvæði?
Jeltsín sagði að stjórnlagaþingið
ætti að koma saman í lok maí eða
byijun júní og hvert sjálfstjórnar-
svæði fengi að senda þangað tvo
fulltrúa. Erfitt gæti reynst fyrir for-
setann að ná samkomulagi við sjálf-
stjórnarsvæðin um hvernig valda-
jafnvægið milli þeirra og miðstjórn-
arvaldsins í Moskvu eigi að verða.
Mörg sjálfstjórnarsvæðanna höfn-
uðu Jeltsín í þjóðaratkvæðinu á
sunnudag, svo sem öll héruðin norð-
an Kákasusfjalla, Tatarstan og Bas-
hkortostan, sem eru rík af olíu.
Ef fulltrúaþingið hafnar stjórn-
lagaþinginu, sem þykir líklegt, getur
Jeltsín knúið fram þjóðaratkvæði um
nýja stjórnarskrá með því að safna
milljón undirskriftum. Það gæti hins
vegar kostað hann dýrmætan tíma.
„Toto“ Riina svarar spurningu um
sambandið við Giulio Andreotti
„Þér eruð íðdfögur"
Róm. Reuter.
FYRSTU yfirheyrslur í máli gegn Salvatore „Toto“ Riina, sem
talinn er vera æðsti foringi ítölsku mafíunnar, hófust í gær í
Róm. Blaðakona komst nógu nálægt rimlabúri Riina í réttarsaln-
um og spurði hvert samband hans hefði verið við Giulio Andre-
otti, einn áhrifamesta sljórnmálamann Ítalíu eftir stríð. „Þér eruð
íðilfögur,“ svaraði Riina. Er hún
indælisveður í dag“.
Fokreiðir starfsmenn réttarins
og lögreglumenn stöðvuðu þennan
óformlega blaðamannafund er hér
var komið sögu en Riina brosti til
blaðamanna og veifaði.
Andreotti er sakaður um fjár-
málaspillingu og samstarf við maf-
íuna. Fyrrverandi liðsmenn maf-
íunnar segja að hann hafi verið
mikilvægasti tengiliður samtak-
anna við stjórnkerfið. Þeir hafa
m.a. skýrt frá fundi hans og Riina
þar sem vináttan var innsigluð með
kossi. Andreotti vísar öllum ásök-
unum á bug og segist munu
hreinsa nafn sitt. Öldungadeild
spurði á ný var svarið: „Það er
þingsins, þar sem hann á sæti,
tekur að líkindum fyrir tillögu um
að hann verði sviptur þinghelgi á
fundi sínum 12. maí.
Málaferlin snúast um morð á
þrem áhrifamönnum á Sikiley sem
Riina er talinn hafa skipað fyrir
um ásamt fleiri mafíuleiðtogum.
Vitnið heitir Gaspare Mutolo.
Reyndi Riina, sem hefur beðið um
að fá að hitta vitnin augliti til
auglitis, ákaft að koma auga á
hann í salnum en tókst ekki; Mu-
tolo sat á bekk andspænis dómar-
anum en búr Riina var við hliðar-
vegg.
Starfsmenn Evrópubankans (EBRD) í Lundúnum
Launakjörin síst betri
en hjá öðrum stofnunum
EVRÓPUBANKINN (EBRD) hefur ekki einungis haft mikinn kostn-
að af dýrri andlitslyftingu húsakynna bankans. Launakjör starfs-
fólks þykja góð og áhrifa kjarastefnu bankans hefur gætt langt
utan marmaraveggja hans. Hins vegar eru kjör starfsmanna fimm
annarra alþjóðastofnana á sviði efnahagsmála síst lakari og oftast
betri en gerist hjá EBRD.
Þegar Jacques Attali var ráðinn
bankastjóri Evrópubankans samdi
hann um 165.000 sterlingspunda,
jafnvirði 16,2 milljóna króna, árs-
iaun sér til handa. Jafngilti það
290.000 dollurum sem var umtals-
vert hærri laun en forstöðumenn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og
Alþjóðabankans þáðu en þau námu
225.000 dollurum.
Þegar Attali hafði samið svo vel
fyrir sig krafðist Michel Camdessus
forstöðumaður IMF þess að laun
sín yrðu hækkuð í 285.000 dollara
sem leiddi sjálfkrafa til þess að
Lewis Preston bankastjóri Alþjóða-
bankans fékk sömu hækkun vegna
ríkjandi hefðar um kjör yfirmanna
þessara tveggja alþjóðastofnana.
Ekki nóg með það heldur leiddu
kjarabætur toppanna tveggja til
þess að fjöldi annarra starfsmanna
þessara tveggja stofnana fékk
einnig sjálfkrafa launahækkun.
f Bandaríkjunum jafngilda
285.000 dollara skattfijáls laun til
380.000 skattlagðra launa. Eru
launakjör og fríðindi Camdessus
og Prestons því gott betri en Alans
Greenspans seðlabankastjóra
Bandaríkjanna sem þiggur 134.000
dollara árslaun.
Hagfræðingarnir með ívið
lakari kjör
Annars eru kjör starfsmanna
Evrópubankans ívið lakari en
starfsbræðra þeirra hjá alþjóða-
stofnunum. Taka má dæmi af hag-
fræðingi á fertugsaldri með að
minnsta kosti 10 ára starfsreynslu
að baki. Best eru kjör hans hjá
Efnahags- og samvinnustofnun
Evrópu (OECD) í París þar sem
hann hefur 100.000 dollara skatt-
fijálsar árstekjur. Hjá Alþjóða-
bankanum og IMF í Washington
hefur hann 80-85.000 dollara. Sé
hins vegar tekið tillit til mun hærri
framfærslukostnaðar í Frakklandi
en Bandaríkjunum er kaupmáttur
launa þessara aðila nánast sá sami.
Hagfræðingur hjá GATT í Genf
hefur um 70.000 dollara í árslaun
sem virðist minna í samanburði við
starfsbræður hans í París og Was-
hington þar sem Genf er í hópi
dýrari borga í að búa. Lægst laun
hafa hagfræðingar í þjónustu Sam-
einuðu þjóðanna (SÞ) og Evrópu-
bankans af alþjóðastofnununum
sex eða 70.000 dollara á ári, jafn-
virði 4,4 milljóna króna.
Kostnaður alþjóðastofnananna
sex á hvem starfsmann er hins
hæstur hjá Evrópubankanum eða
238.000 dollarar. Stofnkostnaður
bankans sem hóf starfsemi fyrir
tveimur árum skýrir þessa miklu
upphæð að einhveiju leyti en þrátt
fyrir það er hún tvöfalt hærri en
hjá SÞ þar sem kostnaður á starfs-
mann er 120.000 dollarar. Alþjóða-
bankinn kemur skammt á eftir
Evrópubankanum með 207.000
dollara kostnað á hvern starfs-
mann.
Þegar kemur að reglum um
ferðalög eru kjörin misjöfn. Attali
ferðast um á einkaþotu og æðstu
menn EBRD fljúga á fyrsta farrými
á langferðum. Aðrir starfsmenn
bankans verða að fljúga í almenn-
ingnum innan Vestur-Evrópu en
mega kaupa betri sæti, á öðru far-
rými af þremur, til fjarlægari staða.
Starfsmenn Alþjóðabankans
nutu þess allt þar til fyrir þremur
árum að ferðast alltaf á fyrsta far-
rými óháð fluglengd. Einn af yfir-
mönnum bankans lagði þá til að
bruðli af því tagi yrði hætt og öðl-
aðist miklar óvinsældir fýrir vikið
í röðum starfsmanna. Reglum var
breytt og mega fulltrúar bankans
einungis ferðast á fyrsta farrými
sé ferðalagið 12 stundir eða lengra;
annars verða þeir að láta sér nægja
annað farrými af þremur. Og þeir
horfa öfundaraugum til kollega
sinna hjá IMF sem enn njóta bæði
örlítið hærri launa og fá enn að
Samdi vel
Jacques Attali samdi um góð
laun sér til handa.
fljúga á fyrsta farrými. Oft eru
starfsmenn þessara tveggja stofn-
ana sendir í sameiginlegum erind-
gjörðum til annarra ríkja og ferð-
ast með sömu vél en geta þó ekki
setið saman þar sem þeir eru á
sitthvoru farrýminu. Ekki nóg með
það heldur dveljast þeir líklega á
mismunandi hótelum vegna mun
fijálslegri og rausnarlegri reglna
IMF um ferðakostnað.
Besti aðbúnaðurinn
Þegar kemur að vinnuaðstöðu
starfsfólks var hópur blaðamanna
og hagfræðinga beðinn að gefa
stofnunum sex einkunn eftir því
hvernig búið væri að starfsmönnum
á vinnustað. Allir gáfu þeir Evrópu-
bankanum hæstu einkunn en IMF
varð í öðru sæti og Alþjóðabankinn
í því þriðja. OECD og SÞ fengu
nánast falleinkunn. Hjálpaði það
ekki upp á einkunnagjöfma að hjá
OECD ríkir sú venja að séu fleiri
starfsmenn stofnunarinnar en ut-
anaðkomandi þátttakendur á til-
teknum fundi eða ráðstefnu innan
veggja stofnunarinnar verður „um-
framflöldi" starfsmanna að borga
sjálfur fyrir kaffi sem þar kann að
vera veitt.
Heimild: The Economist.
VOR '93
SYNING
HiLONAI
Einfaldur,
tæknilega fullkominn
tjaldvagn!
TRIGANO
Glæstieg bbnda iburðar og tæknilegmr fullkomnunar.
Tvö stór rúm, mjög rúmgóð setustofa, stórt ddhús með
skópum og tækjurn Stoóalbúnoður; gegnheik bk, hemlar,
3 geymsluskópar, toppgrind, vamhjól og varohjólsfesting._
ctRO
opiS laugardag kl. 10-16
sunnudagkL 13-16
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASLÓÐ 7 101 REYKJAVÍK S. 91 -621 780