Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakurh.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Stjórnsýslulög og
réttaröryggi
Frumvarp til stjórnsýslulaga
var lögfest á Alþingi í vik-
unni. Þetta var þriðja frum-
varpið þessa efnis, sem komið
hefur fram á þingi síðastliðin
sex ár. Hin tvö fyrri dagaði
uppi í meðförum þingsins, þrátt
fyrir að fyrri ríkisstjórn hafi
haft samþykkt stjórnsýslulög-
gjafar á stefnuskrá sinni, eins
og sú sem nú situr. Sömu sögu
er að segja um þingsályktun-
artillögur um undirbúning
stjórnsýslulaga og laga um
upplýsingaskyldu stjórnvalda,
sem komið hafa fram á Alþingi
allt frá árinu 1969. Aldrei hef-
ur orðið úr lagasetningu. Heild-
stæða stjórnsýslulöggjöf, sem
í mörgum nágrannalöndum
okkar, til dæmis Svíþjóð, á sér
langa hefð, hefur því algerlega
vantað hér á landi. Fyrir vikið
byggist íslenzkur stjórnarfars-
réttur að miklu leyti á óskráð-
um reglum.
Þetta hefur skapað óviðun-
andi ástand. Þar sem skýrar
reglur um meðferð opinberra
mála hefur vantað, hafa al-
mennir borgarar, sem þurft
hafa að leita til handhafa
stjórnsýsluvalds, til dæmis
ráðuneyta og stofnana ríkis og
sveitarfélaga, eða eru á ein-
hvern hátt aðilar að málum sem
þar eru til meðferðar, ekki
þekkt rétt sinn sem skyldi.
Margir hafa þurft að eiga í
samskiptum við stjórnvöld
vegna til dæmis skattamála,
forræðismála eða leyfísveitinga
og þekkja þennan vanda af eig-
in raun. Almennar reglur hefur
vantað um málshraða, svör við
erindum og fyrirspurnum, rétt
manna til aðgangs að upplýs-
ingum um mál sín hjá stjórn-
völdum, um vanhæfi embættis-
manna til að koma að af-
greiðslu mála, um rétt manna
til að andmæla málsmeðferð
stjórnvalds eða skjóta máli til
æðra stjórnvalds og um skyldu
stjórnvalda til að rökstyðja
ákvarðanir sínar. Þetta hefur
að sjálfsögðu rýrt réttaröryggi
almennings gagnvart stjórn-
völdum, ekkí sízt þar sem ríkis-
valdið hefur á undanförnum
áratugum þanizt hratt út og
fjallar um fleiri svið mannlegs
lífs en áður. Skortur á skýrum
reglum hefur hins vegar einnig
verið starfsmönnum stjórnsýsl-
unnar til óhagræðis og ekki
létt þeim störfin.
Stofnun embættis umboðs-
manns Alþingis árið 1988 hefur
bætt réttaröryggi borgaranna
gagnvart stjórnsýslunni nokk-
uð. Hver sá, sem telur stjórn-
völd hafa beitt sig rangindum,
getur kvartað til umboðs-
manns. Það sýnir ef til vill bezt
vandann í stjórnsýslunni að frá
því að embætti umboðsmanns
tók til starfa á miðju ári 1988
og til síðustu mánaðamóta bár-
ust honum 789 kvartanir og
hefur kvörtunum farið fjölg-
andi ár frá ári. Umboðsmaður
hefur oft gagnrýnt stjórnsýslu-
hætti, meðal annars reglur
ráðuneyta um svör við erindum.
Jafnvel erindum umboðsmanns
sjálfs hefur verið svarað seint
eða ekki! Umboðsmaður Al-
þingis hefur hvatt til þess að
almenn stjórnsýslulöggjöf verði
sett, og raunar var frumvarp
til slíkrar löggjafar til umfjöll-
unar á þinginu 1986-1987 um
leið og frumvarp um embætti
umboðsmanns. Það hlaut hins
vegar einhverra hluta vegna
ekki afgreiðslu.
í hinum nýju lögum, sem
Alþingi hefur nú samþykkt, er
kveðið á um hæfi starfsmanna
stjórnsýslunnar eða nefndar-
manna í stjórnsýslunefndum til
að koma að meðferð máls. I
þeim eru reglur um skyldu
stjórnvalda til að leiðbeina þeim
er til þeirra leita, málshraða,
fullnægjandi rannsókn máls
áður en ákvörðun er tekin, and-
mælarétt og upplýsingarétt,
rökstuðning ákvarðana og
heimild til að kæra stjórnsýslu-
ákvörðun til æðra stjómvalds,
svo eitthvað sé nefnt. Með sam-
þykkt stjómsýslulaganna em
með óyggjandi hætti festar í
lög ýmsar þær óskráðu reglur,
sem gilt hafa hingað til í ís-
lenzkri stjómsýslu. Að laga-
setningunni er því mikil og
nauðsynleg réttarbót fyrir hinn
almenna borgara, jafnframt því
sem skýrar reglur auðvelda
starfsmönnum stjórnsýslunnar
störfin. Að mati fjármálaráðu-
neytisins er samþykkt fmm-
varpsins fremur til sparnaðar
í stjómsýslunni en kostnaðar-
auka, vegna aukins aðhalds að
stjórnvöldum og formfastari
ákvarðana. Einnig spara skýrar
reglur borgurunum bæði fé og
fyrirhöfn.
Það er því full ástæða til að
fagna lögfestingu stjórnsýslu-
laganna. Hins vegar þarf að
tryggja að þau verði ekki að-
eins birt í Stjórnartíðindunum,
heldur gangist forsætisráðu-
neytið fyrir rækilegri kynningu
á þeim meðal almennings.
Þekkingu borgaranna á réttar-
stöðu sinni gagnvart hinu opin-
bera er ábótavant, og brýnt er
að úr því verði bætt um leið
og réttarstaða almennings
styrkist.
Sævar Sigurðsson skipslóóri á Sæbergi AK sem sökk á Faxaflóa
Morgunblaðið/Karsten Kristinsson
Skipbrotsmennirnir
MENNIRNIR sem komust af þegar Sæberg AK fórst. F.v. Sigurður Jónsson, Sævar Sigurðsson skip-
sljóri og Kristinn Hjartarson.
Sáum aðeins til þeirra
tveggja í stutta stund
Örlög félaga
okkar ofar-
lega í huga
- segir Sigurður Jóns-
son um vistina í gúm-
björgunarbátnum
SIGURÐUR Jónsson, bróðurson-
ur Sævars Sigurðssonar og Grét-
ars Sigurðssonar, hafði ekki verið
lengi til sjós þegar hið hörmulega
sjóslys varð í Faxaflóa aðfaranótt
sl. miðvikudags. Hann er tvítugur
að aldri og hafði verið á Sæbergi
frá því í marsbyijun, en áður
hafði hann verið til sjós í einn
mánuð sl. haust.
„Ég var aftur á og sá ekki þegar
fyllan kom en ég fann það. Ég fann
þegar báturinn fór að hallast og sá
þá að Grétar var að skera á tein-
ana. Ég sneri við og fór í það að
reyna að losa björgunarbátinn aftur
á. Um leið og mér tókst að losa
hann hallaðist báturinn það mikið
að ég missti björgunarbátinn frá
mér út í sjó. Þá fór ég á bakborðssíð-
una og náði að kasta björgunarhring
til Grétars Sigurðssonar, sem var
kominn í sjóinn. Hann náði honum
og fór í hann. Síðan heyrði ég Sæv-
ar kalla í okkur að koma, svo ég fór
upp á stýrishús og náði að stökkva
í bátinn þaðan á eftir Kristni," sagði
Sigurður.
Ekki minnst á félagana
SÆVAR Sigurðsson, skipsljóri á Sæbergi AK sem sökk norðvestur
af Garðskaga aðfaranótt sl. miðvikudags, reyndi að synda í sjónum
með uppblásinn björgunarbát til bróður síns, Grétars Sigurðssonar,
og skipsfélaga síns Grétars Lýðssonar. Þeir eru nú taldir af. Bátur-
inn sökk afar snögglega eftir að fylla koma á bátinn og skipverjum
vannst ekki tími til að klæðast björgunarflotgöllum.
„Við fórum á sjó um kl. fimm á
þriðjudagsmorgun til að draga. Við
vorum komnir á miðin um kl. hálf-
átta og byijuðum þá strax að draga.
Það var íeiðindaveður um morgun-
inn en svo lagaðist það. Svo byrjaði
að kula aftur seinnipartinn. Við
vorum að klára að draga þegar
fýlla kemur á bátinn inn um lúg-
una,“ sagði Sævar.
Enginn í flotgalla
Hann sagði að allir hefðu verið
út á dekki þegar þetta gerðist en
enginn hefði verið í flotgalla. Björg-
unarflotgallar voru um borð í bátn-
um en það vannst enginn tími fýrir
mennina að klæðast þeim. „Án þess
að ég viti þá held ég að enginn
hafi leitt hugann að þeim, því þetta
gerðist svo fljótt,“ sagði Sævar.
Báturinn fylltist ekki en hann
hallaðist það mikið að það flaut
yfir lúguopið og bættist stöðugt
meiri sjór í bátinn og sökk hann á
augabragði. „Við reyndum að skera
á teinana og taka netarúlluna inn
og loka lúgunni. En það sullaðist
alltaf meira og meira inn í bátinn
og það vannst ekki tími til þess.“
Synti með björgunarbátinn
Hann sagði að skipveijamir fjór-
ir hefðu allir verið aftur á bátnum,
en hann sjálfur við stýrishúsið.
Bróðir hans, Grétar Sigurðsson, og
Grétar Lýðsson, hefðu reynt að
koma öðmm björgunarbátnum sem
staðsettur var aftur á bátnum í
gagnið. Sigurður Jónsson, bróður-
sonur Sævars, og Kristinn Hjartar-
son náðu hins vegar að komast að
stýrishúsinu og í fremri björgunar-
bátinn.
Upp úr kl. 20 vom þremenning-
arnir komnir í björgunarbátinn.
„Við náðum bara ekki til hinna. Það
var sárt að sjá á eftir þeim. Ég
synti með björgunarbátinn aftur
með bátnum í átt til þeirra en svo
gafst ég bara upp og var dreginn
inn í björgunarbátinn. Svo reyndum
við að róa á móti vindinum þótt við
vissum að það væri alveg tilgangs-
laust. Það var aðeins í stutta stund
sem við sáum til þeirra," sagði
Sævar.
Hann sagði að þeir hefðu skipst
á að gá til skipaferða úr björgunar-
bátnum, en þeir hefðu ekki orðið
vonlitlir um að þeim yrði bjargað.
Þeir skutu strax upp neyðarblysum,
en geymdu eitt og skutu á loft þeg-
ar þeir sáu til ferða Freyju GK, sem
bjargaði mönnunum um kl. 2 að-
faranótt miðvikudags.
Hann sagði að þetta hefði gerst
í einu vetfangi. Hann sagði að Sæv-
ar hefði reynt að synda í átt að bróð-
ur sínum og Grétari Lýðssyni, en
ekki tekist það. „Við drógum hann
um borð og reyndum síðan að róa
í átt til þeirra. Það gekk ekki held-
ur, svo við skutum upp blysi og
komum neyðarsendinum í gang.
Vistin í björgunarbátnum var allt í
lagi, þannig lagað. Örlög félaga okk-
ar voru okkur ofarlega í huga, en
það var ekkert rætt um það í bátn-
um. Við ákváðum bara að koma
okkur í poka og ausa bátinn. Svo
ræddum við um að geyma aðra neyð-
arsólina, þar til við værum vissir um
að hún sæist, því við höfðum þegar
skotið hinni upp. Svo var bara rætt
um hvenær við gætum búist við því
að okkur yrði bjargað, en við bjugg-
umst ekki við því fyrr en seinnipart
nætur, því við vorum búnir að gefa
upp komutíma um miðnætti. Það var
mikið ánægjuefni þegar við sáum til
Freyjunnar og skutum þá strax upp
sólinni og neyðarblysi á eftir.“
Erlend fjárfestíng á Islandi
814 milljónir króna í fyrrar
Að langstærstum hluta framlag Alusuisse til Islenska álfélagsins
FJÁRFESTING erlendra aðila í
atvinnurekstri á Islandi á síðasta
ári var 814 milljónir króna. Þessi
fjárfesting var að langmestu leyti
framlag Alusuisse til dótturfyrir-
tækis síns, íslenzka álfélagsins,
en einnig fjárféstu erlendir aðilar
fyrir 100 milljónir í almennum
iðnaði og tæpar 200 milljónir í
verzlun og þjónustu. Hluti þess
fjár er eiginfjárloforð og greiðsla
kom ekki öll til á árinu. Þetta kom
fram í fyrirspumatíma á Alþingi
í gær. Einnig kom fram að fjár-
festingar Islendinga erlendis
námu 541 milljón í fyrra.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gerði fyrir-
spurn til viðskiptaráðherra, bæði um
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Yerður miðstöð heilsu-
verndar og forvarna
FRUMVARP til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu, sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi, gerir ráð fyrir breyttu hlutverki Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur, þ.e. að hún hafi umsjón með heilsuverndarstarfi í land-
inu og annist forvarnarstarf.
í frumvarpinu, sem lagt er fram
af heilbrigðisráðherra, er í fýrsta
lagi gert ráð fyrir, að Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur hafi umsjón með
heilsuverndarstarfi í landinu, sam-
ræmi starfið og annist þróun þess,
rannsóknir og kennslu. Þá á Heilsu-
verndarstöðin að annast tiltekna
þætti heilsugæslu og heilsuvernd í
Reykjavíkurlæknishéraði og Reykja-
neslæknishéraði samkvæmt sam-
komulagi við stjórnir heilsugæslu-
stöðva í þeim héruðum og að fengnu
samþykki ráðherra. Loks er gert ráð
fyrir að Heilsuvemdarstöðin annist
forvarnarstarf og hýsi ýmsa opinbera
starfsemi á því sviði, t.d. Manneldis-
ráð, Áfengisvarnaráð, Tóbaksvarna-
nefnd, Landsnefnd um alnæmisvarn-
ir og tannheilsumál.
erlenda fjárfestingu hér á landi og
fjárfestingu íslendinga í erlendum
atvinnurekstri.
Lítill arður affj árfestingum
í svari Jóns Baldvins Hanni-
balssonar utanríkisráðherra, sem
varð fyrir svörum í fjarveru Jóns
Sigurðssonar viðskiptaráðherra, kom
fram að reynslan væri sú, að „áhugi
erlendra aðila á því að fjárfesta í
íslenzku atvinnulífi er sáralítill, þver-
öfugt við það, sem margir íslending-
ar virðast halda sjálfir". Jón Baldvin
sagði að þetta mætti væntanlega
rekja til lítils arðs af slíkum fjárfest-
ingum. Erlendar fjárfestingar mætti
að langmestu leyti rekja til íslenzka
álfélagsins og Jámblendifélagsins,
auk þess sem útlendingar hefðu sýnt
nokkurn áhuga á fiskeldi en slæmt
gengi greinarinnar bundið enda á
þann áhuga. Útlendingum væri
bannað að fjárfesta í atvinnurekstri
sem tengdist beint tveimur helztu
auðlindum landsins, fiskimiðum og
orkulindum. Lykilatriði væri að
skapa atvinnulífínu hér skilyrði, sem
drægju erlenda flárfesta að.
Fjárfesting Islendinga erlendis
541 milljón
í svari Jóns Baldvins við fyrir-
spum Einars K. Guðfínnssonar um
fjárfestingu íslendinga erlendis kom
fram að hún hefði verið 541 milljón
Bygginganefnd leyfir fram-
kvæmdir við Elliðaárbrú
BYGGINGANEFND samþykkti í gær að Ieyfa framkvæmdir við bygg-
ingu brúar yfir Elliðaár, en fyrir síðustu helgi voru framkvæmdirnar
stöðvaðar, þar sem vegagerðin hafði ekki sótt um leyfi til bygginga-
nefndar. Vegagerðin taldi sér það ekki skylt, en í bréfi til bygginga-
nefndar á miðvikudag kom fram, að vegagerðin myndi sækja um leyfi
fyrir frekari framkvæmdum.
Gunnar Sigurðsson, byggingafull-
trúi í Reykjavík, sagði að meðan
fýrri úrskurðum félagsmálaráðu-
neytisins hefði ekki verið hnekkt,
þ.e. að sækja bæri um leyfi fyrir
brúarframkvæmdum til viðkomandi
bygginganefndar, þá hlyti bygginga-
nefndin í Reykjavík að fara eftir
þeim. „Vegamálastjóri óskaði eftir
að stöðvun framkvæmda yrði aflétt
þar til umsögn ríkislögmanns lægi
fyrir, eða til vara, að vegagerðin
myndi sækja um leyfi til bygginga-
nefndar fyrir framkvæmdunum,"
sagði Gunnar Sigurðsson. „Umsögn
ríkislögmanns hefur ekki borist og á
meðan hljótum við að fara að úr-
skurði félagsmálaráðuneytisins,
bæði frá 1980 og 1988.“
Niðurstaða fundar bygginga-
nefndar í gær var því samþykkt bók-
unar með 5 samhljóða atkvæðum.
Þar segir: „Bygginganefnd getur,
með hliðsjón af umsögn vegamála-
stjóra, fallist á að haldið verði áfram
framkvæmdum við brúna, enda verði
lagðir fyrir næsta fund nefndarinnar
fullnægjandi uppdrættir. Sérstök
grein skal gerð fyrir handriði á
brúnni, með tilliti til öryggis."
króna á árinu 1992. Hún fólst í fast-
eignakaupum, íjárfestingu í atvinnu-
rekstri og kaupum á erlendum mark-
aðsverðbréfum. Atvinnufyrirtæki
ljárfestu fyrir 206 milljónir, fjár-
málastofnanir að meðtöldum lífeyris-
sjóðum fyrir 146 milljónir og ein-
staklingar fyrir 189 milljónir. Til
fjárfestingar fjármálastofnana telj-
ast öll verðbréfakaup, þótt þau séu
gerð fyrir hönd einstaklinga.
Framhaldsskól-
inn í Reykholti
Lærdóms-
maraþon
NEMENDUR framhaldsskól-
ans í Reykholti risu árla úr.
rekkju og hófu svokallað lær-
dómsmaraþon kl. 7.45 i morg-
un. Maraþoninu lýkur kl. 7.45.
í fyrramálið og leggja nem-
endur m.a. stund á almennt
nám, sund, eróbikk, söng og
ræðuhöld á meðan á því
stendur.
Nathan Ríkharðssson, nem-
andi í skólanum, sagði að skóla-
vistinni yrði lokað á meðan á
maraþoninu stæði. Hann sagði
að nemendur færu í tíma eins-
og venjulega eða lærðu í af-
mörkuðu rými fram eftir degi
en þegar skóladeginum lyki tæki
við nám í greinum eins og sundi,
eróbikk, söng, ræðuhöldum o.fl.
Þríþættur tilgangur
Aðspurður sagði Nathan að
tilgangurinn með maraþoninu
væri þríþættur, að kynna skól-
ann, styrkja nemendafélagið
með áheitum og læra fyrir vor-
próf. Hann sagði að allir ættu
að hagnast á maraþoninu.
„Krakkamir læra fyrir prófín,
kennaramir fá að kenna og skól-
inn fær auglýsingu."
Boðið er upp á tveggja ára
framhaldsnám í skólanum.
Luiz Orlando C. Gelio, sendiherra Brasilíu á íslandi, um framtíð regnskóganna við Amazón
Þurfum aðstoð frá auðugum
rflgum til að stöðva eyðinguna
Aukin tengsl
LUIZ Orlando C.
Gelio sendiherra vill
auka viðskipti og
menningartengsl
þjóðanna. Hann legg-
ur til að efnt verði til
íslenskrar kvik-
myndaviku í Brasilíu.
Morgunblaðið/Kristinn
BRASILÍUMENN teþ’a að þjóðir heims hafi
ekki verið sjálfum sér samkvæmar í gagn-
rýni sinni á eyðingu regnskóganna við Amaz-
ónfljótið. „Fyrir tveim árum samþykktu sjö
helstu iðnríki heims ályktun þar sem sagði
að eyðing regnskóganna væri alþjóðlegt
vandamál. Við tökum fyllilega undir þetta
sjónarmið núna og éyðum, þrátt fyrir efna-
hagsvanda okkar, miklu fé í að sporna við
eyðingunni. Við notum flugvélar og gervi-
hnetti til eftirlits, höfum reyndar náð svo
langt að við höldum að minnsta kosti í horf-
inu. En svæðið sem um ræðir er á stærð við
alla Evrópu vestan Rússlands og mjög stijál-
býlt. Verkefnið er svo stórt að við ráðum
einfaldlega ekki við það einir en nú bregður
svo við að þegar við biðjum um aðstoð vill
umheimurinn ekki opna pyngjuna. Þetta
sárnar okkur mjög og við vonum að breyting
verði á,“ segir sendiherra Brasilíu, Luiz
Orlando C. Gelio, sem staddur er hér á landi.
Gelio, sem er að nokkru af ítölskum upp-
runa, er sendiherra lands síns í Noregi og á
íslandi. Hann hefur aðsetur í Ósló, tók við starf-
inu fyrir fáeinum mánuðum en var áður sendi-
herra í Bólivíu og Perú. Sendiherrann hefur átt
viðræður um samskipti landanna við íslenska
ráðmenn og telur að íslendingar geti selt Brasil-
íumönnum tækniþekkingu og aðra kunnáttu á
sviði sjávarútvegs; þar séu landar hans aftar-
lega á merinni. Einnig telur hann nauðsyn að
auka menningarleg samskipti, varpar m.a. fram
þeirri hugmynd að efnt verði til íslenskrar kvik-
myndaviku í Brasilíu.
Sambúð kynþátta
Brasilíumenn eru um 150 milljónir og því ein
af fímm eða sex stærstu þjóðum heims. Fólks-
fjölgun hefur verið meiri en í flestum öðrum
ríkjum en fer nú minnkandi, 30- 40% íbúanna
eru blökkumenn og múlattar, misskipting auðs
er gríðarleg og félagsleg vandamál í milljóna-
borgunum skera í augun. Sendiherrann er
spurður hvort kynþáttamisrétti sé ríkjandi. „Nei
það fínnst mér ekki hægt að segja. Lög gegn
slíku athæfí eru mjög ströng, fólk getur hafnað
í fangelsi fyrir að bijóta þau. Hins vegar voru
svertingjar upprunalega þrælar og síðar lág-
launafólk, þeir gjalda þess en hafa þó í mörgum
tilvikum getað unnið sig upp.“
—En aðeins einn af nær 30 ríkisstjórum
sambandsríkisins er blökkumaður og sumir
segja að Brasilíumenn séu einfaldlega klókari
að dylja kynþáttamisréttið en aðrir ...
„Einn er blökkumaður en svo eru nokkrir
múlattar, við erum ekki mjög uppteknir af húð-
litnum í Brasilíu. Auðvitað eru sumir hvítir ekk-
ert hrifnir af blöndun. Reyndar held ég að sá
hugsunarháttur sé algengastur í suðurhéruðun-
um, þar býr mikið af fólki af þýskum uppruna,
annars staðar ber lítið á þessu. Ég ætla ekkert
að bera á móti því að við séum snjallari í að
fela vandann, það getur verið. En það er að
minnsta kosti ljóst að nær allir Brasilíumenn
skammast sín fyrir að láta í ljós kynþáttafor-
dóma á opinskáan hátt.
Félagslegur vandi okkar stafar fyrst og
fremst af því að breytingin úr landbúnaðarsam-
félagi í borgasamfélag hefur að mestu orðið á
aðeins 15-20 árum. Nú búa nær 70% Brasilíu-
manna í borgum og það hefur ekki tekist að
byggja upp nauðsynlega þjónustu í takt við fjölg-
unina í borgunum. Meirihluti kvenna er i launa-
störfum og þess vegna ganga fjölmargir ung-
lingar og börn sjálfala, glæpamenn þjálfa þau
oft upp í ránum og öðrum óknyttum.
Skuldabagginn
„Við erum með þyngri bagga erlendra skulda
en nokkur önnur þjóð og það er engin miskunn
sýnd þegar kemur að afborgunum. Óðaverð-
bólga og önnur óáran í efnahagslífinu valda því
einnig að erfítt hefur reynst að koma skikkan
á ríkisfjármálin. Herforingjastjórnin sem áður
réð, sundraði flokkakerfinu og þess vegna hefur
ekki tekist að koma á nógu traustu stjómarfari
enn þá“.
Gelio er spurður um samstarf við Bandaríkin
og fyrirhugað Fríverslunarsvæði Norður-Amer-
íku (NAFTA). Hann segir Brasilíumenn óttast
að NAFTA verði þeim ekki til framdráttar,
Mexíkómenn geti framvegis orðið mun erfíðari
keppinautar á Bandaríkjamarkaði. Þeim muni
einnig veitast auðveldara að laða að sér fjár-
festa þar sem fyrirtæki utan NAFTA-svæðisins
muni reyna að nota Mexíkó sem stökkpall inn
á bandaríska markaðinn.
Brengluð mynd
Sendiherrann telur að fréttir fjölmiðla á Vest-
urlöndum dragi oft upp brenglaða mynd af lönd-
um Rómönsku Ameríku. Sjónir fjölmiðla beinist
t.d. mikið að fíkniefnavandanum í nágrannaríki
Brasilíumanna, Kólumbíu. Sjaldnar sé minnst á
að þrátt fyrir þræiatök og hryðjuverk fíkniefna-
barónanna síðustu árin hafi Kólumbíu tekist að
halda uppi lýðræðisskipulagi og jafnframt hafi
þar verið geysihröð efnahagsþróun í mörg ár.
„En það liggur víst í eðli fjölmiðla að einblína
á skakkaföllin og þýðir lítið að kvarta yfir slíku,“
segir Gelio.
Viðtal: Kristján Jónsson.