Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLADIl) FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Minning Magnús Eggertsson Fæddur 2. júní 1899 Dáinn 23. apríl 1993 Öll vitum við hið innra með okk- ur að dauði er jafn sjálfsagður og fæðing. Að brottför okkar af þessu tilverusviði er jafn eðlileg og kom- an. Að þetta er hinn eðlilegi gangur lífsins og að hverfa úr jarðneskri tilvist er máski það eina sem við eigum víst. Að við komuna á Hótel Jörð hafa örlögin ætlað okkur vissa dvöl sem óhjákvæmilega tekur enda. Samt er það svo að þegar kemur að kveðjustundinni myndast tóma- rúm í sálinni einkanlega þegar sá eða sú sem kveður hefir verið fast- ur og rótgróinn punktur í tilverunni allt frá fyrstu minningum barns og til fullorðinsára. Magnús Eggertsson frá Leirár- görðum lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 23. apríl síðastliðinn. Hann var næstelstur sex systkina, fæddur 2. júní árið 1899, sonur Eggerts Gísla- sonar og Benóníu Jónsdóttur. Eldri var Sæmundur en yngri voru Lára, Áslaug, Kláus og Gunnar. Magnús er sá ijórði úr systkinahópnum sem kveður. Öll komust systkinin vel yfir sjötugt. Kjarnafólk duglegt og vel af Guði gert til líkama og sálar. Eins og títt var á fyrstu áratug- um aldarinnar vann Magnús heim- ili foreldra sinna lengi framan af. Það gerðu reyndar öll systkinin í Vestri Leirárgörðum. Ungur stofn- aði hann til búskapar og í mörg ár var tvíbýli í Leirárgörðum þar sem þeir feðgar, Eggert Gíslason og Magnús stjórnuðu hvor sínu búinu. Þetta var farsælt samstarf. Magnús var ungur heitbundinn glæsilegri stúlku. Hún lést nokkru áður en brúðkaup þeirra skyldi standa. Mörgum árum síðar gekkst hann undir erfiða læknisaðgerð að Klepp- járnsreykjum í Borgarfirði. Þar var læknissetur og spítali og þar var einnig ljósmóðir sveitarinnar, ung glæsileg og mikilhæf kona, sem auk ljósmóðurstarfanna sinnti því vandasama hlutverki að aðstoða lækninn við skurðaðgerðir og veita þeim hjúkrun og umönnun meðan þeir voru að ná bata. Þessi kona var Saivör Jörundardóttir. Hún fæddist að Birnhöfða í Innri Akra- neshreppi, hafði dvalið á stórbúinu í Viðey og lært ljósmóðurfræði í Reykjavík. Salvör hafði, er hér var komið, misst mann sinn eftir stutta sambúð og átti þriggja ára dóttur frá því hjónabandi. Til þess af fara fljótt yfir sögu þá varð spítaladvöl Magnúsar að Kleppjárnsreykjum þeim báðum til mikillar gæfu. Þarna kynntust Magnús og Salvör og ári síðar gengu þau í hjónaband. Árið 1928 voru bílar fáséðir í Leirársveit. Það vakti því óskipta athygli í sveitinni þegar vörubíll kom öslandi upp með Leirá, ók því sem næst eftir árfarveginum, og stefndi heim að Vestri Leirárgörð- um. Þarna var Jóhannes Helgason bílstjóri á ferðinni og flutti Salvöru og dótturina Vilborgu Kristófers- dóttur, þá fjögurra ára, til síns nýja heimilis. Og vel man sá er þetta ritar og sem þá og lengi síðar dvaldi á sumrum hjá ömmu og afa í Vestri Leirárgörðum tilhlökkun og fegin- leik að fá þarna jafnöldru og leikfé- laga. í Vestri Leirárgörðum var menn- ingarheimili. ÖIl voru systkinin fé- lagslynd og tóku mikinn þátt í íþróttum og þarna var mikið lesið þegar næði gafst frá daglegum störfum. Og þama var oft glatt á hjalla og mikið sungið. í minning- unni er nánast ávallt sólskin á þess- um árum. Glitrandi ský yfir Ákra- ljalli og Skarðsheiði og tíbrá yfir landinu. En svo rigndi og ilmur úr nýslegnu túngresinu fyllti vitin — ilmur sem er ólýsanlegur en líka ógleymanlegur. Þannig var sumar- dvölin á heimili afa og ömmu og síðar á heimili Magnúsar og Salvar- ar. Magnús var góður smiður og smíðaði flest verkfæri og áhöld við- komandi búskapnum. Allt slíkt lék í höndum hans. Nokkru eftir 1930 efndu þrír nágrannar til samvinnu og reistu rafstöð sem sá bæjunum fyrir raforku til ljósa, eldunar og upphitunar. Þetta voru þeir Eggert Gíslason í Vestri Leirárgörðum, Einar Gíslason í Eystri Leirárgörð- um og Júlíus Bjarnason á Leirá. Rafstöðin var reist í landi Vestri Leirárgarða og vatn til stöðvarinnar leitt þar um túnið. Þetta var mikið mannvirki og þrekvirki að koma því upp. Það kom í hlut Magnúsar að 1936, deildarstjóri, kvæntur Sigur- laugu Helgadóttur hjúkrunarfræð- ingi, og Sveinjón Ingvar, fæddur 1944, dáinn 1993, síðast aðstoðar- hótelstjóri á Hótel Holti, eftirlifandi eiginkona hans er Valdís Hansdótt- ir. Afkomendur Önnu og Ragnars eru nú orðnir fjörutíu og þrír, flest- ir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1944 var mikið örlagaár fýrir fjölskylduna því þá skildu þau hjónin og Ánna stóð eftir með börn- in fjögur. Ragnar Þorkell kvæntist að nýju, sótti sjóinn, varð skipstjóri á fiskiskipum og gerði undir lokin út frá Reykjavík. Hann lést árið 1969. Það er af Önnu að segja, að hún átti nú við ramman reip að draga með framfærslu barna sinna og tvö þau eldri urðu að hlaupa undir bagga og leggja til heimilisins um leið og þau gátu. Anna vann ýmis verkakvennastörf, mestmegn- is við fiskvinnslu, en tók þar að auki að sér hreingerningar. Þannig liðu árin og lífsbaráttan var hörð. Snemma á sjötta áratugnum fékk Anna húsnæði á vegum borgarinnar í Höfðaborg 29 og skömmu síðar kynntist hún traustum og góðum manni frá Grindavík, Hafliða Jóns- syni trésmiði. Fyrst um sinn bjuggu þau í Höfðaborginni, en fluttust síðar á Leifsgötu 23 og giftu sig loks árið 1971. Hafliði reyndist Önnu og börnum hennar í alla staði ákaflega vel, en hann lést árið 1983. Þótt skilnaðurinn hafi verið börn- um Önnu og Ragnars þungbær, þá þótti litlum snáða að norðan það mikill kostur að geta komið til höf- uðborgarinnar og eiga þar tvær ömmur og tvo_ afa, auk ömmunnar á Akureyri. Ég man óljóst eftir Höfðaborginni, og þá einna helst að þar bjó glaðvært og samheldið fólk, og úti í bakgarðinum var lítill burstabær sem vakti óskipta at- hygli mína. Ég kvað hafa sagt við föður minn að Höfðaborgin væri flottasta húsið í Reykjavík. Á ungl- ingsárum mínum heimsótti ég ömmu og Hafliða árvisst og var þá hjá þeim á Leifsgötunni viku í senn. Um mig var búið á stofugólfinu, sælgæti veitt á hverju kvöldi og drengurinn var alsæll. Amma vildi allt fyrir mig gera og hvað eftir annað fengum við Kiddu og frænd- liðið í Ásgarðinum til að fara með okkur í Sædýrasafnið eða Eden í Hveragerði, nema hvort tveggja væri. Það voru dýrðartímar. En eftir að Hafliði dó tók að bera á sljóleika hjá ömmu og hún virtist ekki átta sig alls kostar á umhverfi sínu. í ljós kom að hún var haldin Alzheimer-sjúkdómi og hafði líklega verið um nokkurra ára skeið, en tekist að halda þvi leyndu með stuðningi Hafliða. Hún gat ekki búið öllu lengur ein og úr því fékk hún vist á Hrafnistu. Þar var vel hlúð að ömmu og eiga starfs- stúlkurnar sérstakar þakkir skilið fyrir góða umönnun. Amma var hæglát og blíð kona. Hún gerði litlar kröfur og vann sín verk í hljóði. Undir það síðasta var mjög af þessari þreyttu verkakonu dregið og ljóst að hún ætti ekki langt eftir. En amma var söm við sig og sofnaði út af, hljóðlát og góð. Niðdimm er nóttin, napur vindur hvín. Senn rénar sóttin, sofu vina mín. (Höf. óþekktur) Blessuð sé minning Önnu Mikka- línu Guðmundsdóttur. Ragnar Hólm Ragnarsson. hugsa um rafstöðina og því verki sinnti hann af stakri kostgæfni. Magnús hafði mikið yndi af góð- um hestum og átti marga slíka. Þrátt fyrir annríki við bústörfm hafði Magnús ávallt tíma til þess að liðsinna og hjálpa börnunum á heimilinu. Hann var einstaklega barngóður maður. Vilborgu stjúp- dóttur sinni gekk hann í föður stað svo á betra varð ekki kosið. Vilborg býr nú ásamt eiginmanni sínum Einari Helgasyni að Læk í Leirár- svejt. Árið 1932 fæddist þeim Magnúsi og Salvöru sonur sem skírður var Jón Kristófer. Hann býr að Mela- leiti í Melasveit ásamt eiginkonu sinni Kristjönu Höskuldsdóttur frá Vatnshorni í Skorradal. Eftir að hafa búið í tvíbýli í Vestri Leirár- görðum frá því árið 1928 keyptu þau Magnús og Salvör jörðina Mela- leiti í Melasveit árið 1945 og fluttu þangað sama ár. Þarna bjuggu þau til ársins 1971, síðari árin í félags- búi við Jón son sinn og Kristjönu. Þá var Dvalarheimilið Höfði tekið í notkun og þau Salvör og Magnús ákváðu að bregða búi og gerast þar heimilismenn. Salvör lést fyrir nokkrum árum og nú er Magnús kvaddur. Kynslóðir koma og fara. Það er lífsins gangur. Hann lifði langan dag, lengst af við góða heilsu. Minningar um hann eru ljúf- ar í huga mínum. Ég sendi Jóni og Kristjönu, Vilborgu og Einari og börnum þeirra samúðarkveðjur. Sveinn Sæmundsson. „Afi, heldurðu að þú munir lifa eftir dauðann?" Ein okkar systra bar þessa spurningu upp við afa fyrir um það bil 20 árum. „Já,“ var svarið öllum til mikillar undrunar, því í okkar huga var hann raun- hyggjan holdi klædd. „Og hvernig þá?“ var enn spurt. „í ykkur,“ var svarið. Og nú er komið að tímamótum og mér finnst sem okkur hafi verið falið ábyrgðar- mikið en ánægjulegt hlutverk. Við systur vorum svo lánsamar að fá að alast upp með afa okkar og ömmu. Æska okkar var umvafin elsku þeirra. Amma og afi voru bæði fædd á öldinni sem leið og í viðhorfum sínum til samfélagsins voru þau kynslóð sinni og uppruna trú. Afi var bóndi og umhverfissinni, löngu áður en síðarnefnda hugtakið var upp fundið. Eflaust var hann smábóndi, en han skeytti fremur um gæði en magn; falleg umgengni um land og líf auðkenndi allt hans ævistarf. Hann skildi þó ekki við land ósnortið frekar en aðrir á þessari jörð en honum var umhugað um að gæði þess glötuðust ekki. Hann leit stórframkvæmdir á landi hom- auga: „Jörðina svíður í sárin,“ varð honum oft að orði. Skilningur hans á landi, mikilvægi þess og eiginleik- um, var að sumu leyti hliðstæður því sem ég hef síðar kynnst hjá erlendum sérfræðingum. Eins og margir af hans kynslóð, velti afi uppbyggingu samfélagsins fyrir sér. Jafnréttishugsjón var hon- um eðlislæg og hann hélt henni lif- andi með gagnrýnni hugsun. Hann benti okkur á hvernig orsök getur leynst þó afleiðing sé ljós. Hvemig valdahlutföllum í'þjóðfélaginu var áður viðhaldið með aðstoð kirkju og klerka, þó síðar hafi aðrar stétt- ir og stofnanir tekið við því hlut- 33 verki. Og hvernig hjátrú og hindur- vitni geta verið lipur hjálpartæki þeirra sem um valdatauma halda. Afi áttaði sig líka á því hin síð- ari upplýsingaár, að aukið frétta- flæði færir fólki ekki endilega auk- inn sannleika. Upplýsingaveitur eru vandmeðfarin verkfæri og afi leyfði sér meira að segja að efast um sannleiksgildi heiðvirðs fréttaflutn- ings. Sjálf þurfti ég að komast til austurlanda nær til að átta mig á hinu sama. Jafnréttishyggja hans náði ekki einungis til auðs og valds. Hlut- skipti kvenna fýrr og síðar og ósanngjarnt vinnuálag þeirra var honum umhugsunarefni. Hann virti líka sjálfstæði kvenna sem augljóst var á samskiptum hans og ömmu. Afi hafði þann dýrmæta eigin- leika að sjá að öll emm við hluti af stærri heild og hver og einn hefur skyldum að sinna; að stuðla að velferð þessarar heildar. Hann hélt þannig jákvæðu lífsviðhorfi og hugsjón samhliða uppbyggilegri gagnrýni. Síðasta samtal okkar í síma fýrr á þessu ári var ekki ólíkt mörgum fyrri, rödd afa djúp og hressileg þó auðheyrt væri að við vomm austan hafs og vestan. Afi áréttaði þá skoð- un sína að fólk væri best komið þar sem það gæti lifað í sátt við um- hverfí sitt. Nú við þáttaskil fínnst mér ég ekki einungis hafa eignast ánægju- legar minningar heldur einnig mik- ið og gott veganesti. Salvör Jónsdóttir. Aðalfundur 1993 GWBSIDI Aðalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 30. apríl 1993 í matsal fyrir- tækisins að Norðurgarði, Reykiavík, og hefst fundur- inn kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar- störf skv. 18. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á ákvæðum samþykkta um boðun til hluthafafundar. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Grandi hf., Norðurgarði, 101 Reykjavík AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.93-01.11.93 12.05.93-12.11.93 kr. 58.814,90 kr. 67.221,50 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.