Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
Morgunblaðið/Þorkell
Fegurð í lóninu
Stúlkurnar 18 sem þátt taka í Fegurðarsamkeppni íslands hafa verið á ferð og flugi að undanfömu. Hér má sjá þær slappa af í Bláa lóninu.
Strangur undirbúningnr 18 fegurðardrottninga kominn á lokastig
Fegurðarsamkeppni íslands
verður á Hótel Islandi í kvöld
FEGURÐARSAMKEPPNI íslands verður haldin í kvöld, föstu-
daginti 30. apríl, á Hótel íslandi. Alls taka 18 stúlkur þátt í keppn-
inni og koma þær alls staðar að af landinu. Undirbúningur stúlkn-
anna fyrir keppnina hefur staðið í u.þ.b. mánuð, og hefur hann
aðallega verið fólginn í líkamsrækt, gönguæfingum og æfingum
fyrir sviðsframkomu á krýningarkvöldinu. Einnig hafa stúlkurn-
ar verið á námskeiðum í snyrtingu hjá Ágústu Kristjánsdóttur og
í framkomu, snyrtimennsku, kurteisi o.fl. hjá Unni Arngrímsdótt-
ur. Stúlkurnar 18 hafa einnig gert margt sér til skemmtunar
m.a. farið í Bláa Lónið, I fjömferð, á hestbak og þá buðu Snigl-
arnir þeim á rúntinn um Reykjavík á sumardaginn fyrsta.
Læknar
vara við
ofbeldis-
myndum
Á FUNDI héraðslækna með
Landlæknisembættinu og Heil-
brigðis- og trygginamálaráðu-
neytinu, sem haldinn var í
Borgartúni 6, hinn 15. og 16.
apríl sl. var eftirfarandi álykt-
un samþykkt:
„Athuganir sem gerðar hafa
verið í Kanada, Bandaríkjunum,
Suður-Afríku og íslandi, leiða í ljós
að grófu ofbeldi og manndrápum
íjölgaði til muna eftir 1970. Erfitt
er að segja fyrir um með vissu um
ástæður og margt bendir til að
aukið ofbeldi í sjónvarpi og kvik-
myndum eigi þar hluta að máli.
Héraðslæknafundur haldinn 15.
og 16. apríl 1993 beinir þeim til-
mælum til dagskrárstjóra íslenskra
sjónvarpsstöðva og eigenda mynd-
bandaleiga að sýningar, innflutn-
ingur og framboð á ofbeldismynd-
um verði takmarkaður eftir
megni.“
Undir þessa ályktun skrifa:
Ólafur Ólafsson, Olafur Hergill
Oddsson, Halldór Jónsson, Jón
Steinar Jónsson, ísleifur Halldórs-
son, Skúli G. Johnsen, Matthías
Halldórsson, Anna Björg Aradótt-
ir, Stefán Þórarinsson, Heimir
Bjamason og Ingibjörg R. Magn-
úsdóttir.
♦ ♦ ♦---
Einbúiim í Amarfirði
Aftur heim
á Laugaból
„ÉG ER að beijast við að komast
heim sem fyrst, en sem stendur
dvel ég í sjúkraskýlinu á Þing-
eyri í góðu yfirlæti," sagði Aðal-
steinn Guðmundsson, 85 ára ein-
búi á Laugabóli í Amarfirði. Bær
hans brann á föstudag og segir
hann að mikil vinna sé framund-
an og ljóst að kostnaðurinn við
endurbygginguna verði mikill.
„Ég er farinn að hugsa sterkt
heim, en á eftir að leysa ýmislegt
áður en ég get snúið þangað aft-
ur,“ sagði Aðalsteinn. „Þarna er
allt í rúst, en ég hef verið að leggja
drög að því að rétta þetta við. Það
tekur sinn tíma og veðrið þarf að
vera gott til að hægt sé að huga
að endurbyggingu. Hún kostar auð-
vitað stórfé og það er spurning
hvaðan eigi að taka það. Þarna á
ég mikið og hef þar lífstíðar- og
erfðaábúð."
Þakklæti
Aðalsteinn kvaðst vilja koma á
framfæri kveðju og þakklæti til
þeirra, sem hefðu sent sér ýmislegt
til ágætis eftir bmnann. „Margir
góðir drengir hafa hringt í mig og
vottað mér samúð sína og þeim er
ég einnig þakklátur,“ sagði Aðal-
steinn Guðmundsson.
Krýningarkvöldið verður með
glæsilegasta móti. Stúlkurnar
koma þrisvar fram, í loðfeldum
frá Eggerti feldskera, í sundbol-
um frá Conný, Eiðistorgi, og í
samkvæmisklæðnaði. Þá er boðið
upp á margt góðra skemmtiat-
riða, m.a. syngur Sigrún Hjálm-
týsdóttir nokkur lög. Daníel og
Hrefna Rósa frá Dansskóla Her-
manns Ragnars sýna suður-
ameríska dansa, fyrrverandi feg-
urðardrottningar íslands eru
kynntar í fatnaði frá CM, Lauga-
vegi, og dansinn Tilbrigði við
fegurð er á sínum stað, í ár sam-
inn af Helenu Jónsdóttur. Grísku
goðin setja svip sinn á matseðil
kvöldsins. í forrétt er sjávargull
Póseidons, ástríðusorbet, lamba-
hryggsvöðvi að hætti Dionysusar
með perlulaukssósu í aðalrétt og
ostaterta Afródítu í eftirrétt.
Seagrams vínfyrirtækið í New
York býður gestum upp á for-
drykk við innganginn. Krýning
fegurðardrottningar íslands
verður á miðnætti og þá verður
dansleikur til kl. 3.00. Sjónvarp-
að verður frá kiýningunni á Stöð
2.
Nýr titill
Fimm stúlkur úr keppninni
veljast í sæti 1.-5. en einnig
velur dómnefnd bestu ljósmynda-
fyrirsætuna ásamt ljósmyndur-
um, stúlkurnar velja sjálfar vin-
sælustu stúlkuna úr sínum hópi,
og einnig hlýtur ein stúlkan titil-
inn fallegustu fótleggimir. Síð-
astnefndi titillinn er nýr af nál-
inni; sú stúlka sem hlýtur hann
vinnur sér inn auglýsingasamn-
ing við Oroblu á Islandi.
Stúlkurnar 18 sem keppa um
þessa titla eru: Andrea Róberts-
dóttir Garðabæ, Ástrós Hjálm-
týsdóttir Reykjavík, Birna Málm-
fríður Guðmundsdóttir Hnífsdal,
Bryndís Líndal Arnbjömsdóttir
Keflavík, Brynja Xochitl Vífíls-
dóttir Kópavogi, Guðrún Rut
Hreiðarsdóttir Seltjarnamesi,
Helga Þorsteinsdóttir Hvolsvelli,
Hólmfríður Einarsdóttir Akra-
nesi, Margrét Sonja Viðarsdóttir
Akureyri, María Guðjónsdóttir
Reykjavík, Matthildur Þórarins-
dóttir Neskaupsstað, Nanna
Guðbergsdóttir Reykjavík, Ólöf
Kristín Kristjánsdóttir Reykja-
vík, Sigríður Ema Geirmunds-
dóttir Keflavík, Sigurbjörg Sig-
urðardóttir Ólafsvík, Svala Björk
Arnardóttir Garðabæ, Thelma
Guðmundsdóttir Reykjavík og
Þórunn Guðmundsdóttir Selfossi.
Sjö manna dómnefnd velur
fegurðardrottninguna úr þessum
hópi. Dómnefndina skipa: Ólafur
Laufdal veitingamaður, sem er
formaður, Sigtryggur Sigtryggs-
son fréttastjóri, Kristjana Geirs-
dóttir veitingamaður, Bryndís
Ólafsdóttir fyrirsæta, Gróa Ás-
geirsdóttir verslunarmaður, Ari
Singh stórkaupmaður og Rúnar
Júlíusson tónlistarmaður.
Veglegar gjafir
Allar stúlkurnar 18 hljóta veg-
legar gjafír og fegurðardrottn-
ingin sjálf fær m.a. loðfeld, sam-
kvæmiskjól, dragt,, myndavél,
armbandsúr, perluskartgripi og
margt fleira.
Framkvæmdastjóri keppninn-
ar er Esther Finnbogadóttir og
auk hennar hafa þær Helena
Jónsdóttir og Katrín Hafsteins-
dóttir þjálfað stúlkurnar fyrir
keppnina. Um andlitsförðun sjá
Ágústa Kristjánsd+óttir og Jór-
unn Dóra Siguijónsdóttir með
Chanel og Clarins snyrtivörum.
Landsliðið í hárgreiðslu greiðir
stúlkunum með Wella hársnyrti-
vörum, en landsliðið skipa Guð-
rún Hrönn Einarsdóttir, Björg
Óskarsdóttir, Þórdís Helgadóttir,
Lára Óskarsdóttir og Þuríður
Halldórsdóttir.
BESTU KAUPIN f LAMBAKJÖTI
Ótal möguleikar á
matreiðslu, alltaf
meyrt og gott, aðei
484% í næstu verslun