Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Menningararfur á brunaútsölu eftir Ragnhildi Vigfúsdóttur Söfn ber sjaldan á góma í um- ræðu um íslenska menningarpóli- tík. Engin heildarstefna hefur ver- ið mótuð um íslensk minjasöfn. Söfn hafa verið stofnuð nánast handahófskennt víða um land og framtíð þeirra og framgangur fyrst og fremst oltið á áhugasömum brautryðjendum. Það hefur verið undir úthaldi og þrautseigju þess- ara hugsjónamanna komið hvemig til hefur tekist. Ráðamenn hampa menningararfi okkar í orði en ekki á borði og söfn hafa aldrei notið sömu fyrirgreiðslu og önnur menn- ingarstarfsemi. Söfn hafa aldrei verið forgangsverkefni stjórn- valda. Söfnin eru hornreka í menntamálaráðuneytinu og fy'ár- hagsvandi og áhugaleysi stjórn- valda háir starfsemi þeirra. Ef söfn endurspegla ástandið í menningar- málum þjóðarinnar þurfa íslend- ingar að gera átak í menningar- málum sínum. Brunanum í Kópavogi, þegar bátaskýli Þjóðminjasafnsins brann, mætti líkja við brunanum í Kaup- mannahöfn forðum þegar hluti handritanna varð eldi að bráð. Lík- lega þykir mörgum tekið hér full djúpt í árinni því hvað eiga nokkr- ar bátkænur, hálfónýtar að auki, sameiginlegt með handritunum? Fyrir mörgum eru handritin hinn eini og sanni meginarfur. Forn- minjar hafa aldrei notið sömu virð- ingar og bókmenntaarfurinn og söfnin, sem geyma þann arf, þar af leiðandi ekki heldur.-Oft er sagt að Þjóðminjasafnið sé lykill okkar að fortíðinni. Hlutverk safna er m.a. að safna og halda til haga minjum horfínnar menningar. Það er því óneitanlega hálf kaldrana- legt að bömin sem landið eiga að erfa og þar með þá gripi sem söfn- in hafa valið að bjarga frá gleymsku, skuli gera sér lítið fyrir og kveikja í hluta menningararfs- ins. Bruninn vakti mikinn óhug með- al almennings, enda alvarlegt mál að flestir bátar Þjóðminjasafnsins heyra nú sögunni til. Sú staðreynd að í bátaskýlinu, sem hýsti ómetan- legar menningarminjar, var hvorki viðvörunarkerfí né slökkvikerfi vakti undrun margra. Öryggisbún- aði safna ‘er víða ábótavant enda eru öryggiskerfi dýr og knappar fjárveitingar safna leyfa sjaldan slíkan munað. Dýr öryggisút- búnaður er sumum stórum söfnum ofraun, hvað þá öllum litlu söfnun- um sem eru rekin meira og minna af sjálfboðaliðum. Guðmundur Magnússon, settur Þjóðminjavörð- ur, segir í viðtali við Morgunblaðið laugardaginn 24. apríl 1933, „að spurning væri hvort slíkt kerfí hefðu miklu breytt gagnvart jaf- neinbeittum ásetningi og sá sem kveikt hefði þennan eld hefði sýnt með því að bijóta sér leið inn á lóðina og síðan inn í skýlið“. í út- varpsþætti sama dag töluðu Björn G. Björnsson, forstöðumaður Sjó- minjasafns Islands, og fréttamaður á sömu nótunum. Þeir veltu því m.a. fyrir sér hvort brennuvargur gengi laus sem hefur illar bifur á íslenskri menningu. Hafði kannski sá hinn sami kveikt í vinnustofu Vilhjálms Knudsens og báta- geymslu Þjóðminjasafnsins? Það er fátt neyðarlegra en úrelt- ar fréttir. Þegar hugleiðingar Guð- mundar og Björns um brennuvarg- inn voru bornar á borð fyrir alþjóð- var búið að segja frá því í frétta- tímum Ríkisútvarpsins að fikt tveggja drengja með eld hefði vald- ið brunanum. Eftir að ljóst var að börn kveiktu í menningararfínum af óvitaskap, en ekki sálsjúkur brennuvargur, kvað við nýjan tón. Þjóðminjasafnið sem hafði átt sam- úð þjóðarinnar óskipta, var nú af mörgum sakað um eindæma trassaskap. Þó svo að skýlið væri læst og á afgirtu svæði kom í ljós að börn höfðu leikið sér þar dag- lega í hálfan mánuð og átt „greið- an aðgang“ að bátasafninu. Skyndilega var ábyrgðin öll safns- ins því ekki er hægt að kalla börn til ábyrgðar (þó tólf ára séu og ættu að vita betur). Og ábyrgð nágrannanna er að sjálfsögðu eng- in þó þeir horfðu á leik barnanna á afgirtu svæði. Létu þeir lögreglu, foreldra barnanna eða þjóðminja- vörð vita af athæfi þeirra? Liggur sökin ekki alvegi eins hjá stjórn- völdum sem hafa hunsað árlegar beiðnir safnsins um aukna íjárveit- ingu til að ráða bót á óhentugu húsnæði þess? Geymslumál í ólestri á öllum söfnum Það færir okkur ekki bátana aftur að benda á einhvem söku- dólg. Og því miður er það stað- reynd að geymslumál eru víða í ólestri á söfnum. Haustið 1989 hlaut ég styrk úr Vísindasjóði til að gera úttekt á menningarsögu- legum söfnum. Þá heimsótti ég rúmlega fímmtíu söfn um allt land, ræddi við safnverði, skoðaði sýn- ingar, vinnuaðstöðu og geymslur. Spurningunni hvort geymslumái væru viðunandi svöruðu flestir safnverðir neitandi. Líklega er eins farið með geymslur og óhreinu börnin hennar Evu sem Guð mátti Ragnhildur Vigfúsdóttir „Bruninn í Kópavogi er víti til varnaðar. Söfnin verða að taka öryggis- mál sín — og þar með geymslumál — föstum tökum, því tími „ófull- nægjandi lausna“ er lið- inn. “ ekki sjá forðum. Á einu safni voru skýr fyrirmæli um að ekki mætti sýna mér verstu geymsluna og á öðru var starfsfólk í nokkra daga að laga til áður en mér og aðstoðar- manni mínum var hleypt inn! í skýrslu sem ég vann fyrir Þjóðminj- aráð 1991 segir m.a. um geymslur: Geymslumál eru í ólestri á öllum söfnum. Geymslur eru nær alls staðar í húsnæði sem eru allsendis ófullnægjandi og viðkomandi safni til skammar. Reyndar státa sumir sig af því að þurfa enga geymslu því allir safngripir séu til sýnis, en flest söfn þyldu talsverða grisjun. Sum söfn hafa enga geymslu og viða verður safnvörður að taka muni heim til sín og geyma þar. Annars staðar eru geymslur langt frá safni, oft er erfitt að komast í þær og enn erfiðara að koma mun- um inn og út úr geymslu. Fátt er um sérhannaðar geymslur og víða liggja gripir hreinlega undir skemmdum í óeinangruðum, of heitum eða of köldum geymslum og jafnvel lekum. Þar sem byggt hefur verið yfír söfn hefur lítil áhersla verið lögð á geymslur. Sýn- ir þetta e.t.v. skilningsleysi manna að halda að hægt sé — og jafnvel að eigi — að sýna alla gripi safns- ins. Það hlýtur að eiga að vera forgangsmál hjá öllum söfnum að koma geymslumálum sínum í lag, enda er ástand víða þannig að það er vítavert að taka á móti fleiri safngripum á meðan gripir liggja hreinlega undir skemmdum í geymslum safnsins. Bátageymsla Þjóðminjasafnsins var ekki ein af þessum geymslum, enda var hún ný, reist yfir báta sem flestir hefðu orðið eyðileggingu að bráð ef Þjóðminjasafnið hefði ekki bjargað þeim. Þessi geymsla er lík- lega það besta sem menn töldu hægt að gera innan ramma þess fjárhags sem safnið hafði. Á síð- ustu árum hafa nokkur söfn gert skurk í að koma geymslumálum sínum í betra horf. En betur má ef duga skal. Bruninn í Kópavogi er víti til varnaðar. Söfnin verða að taka öryggismál sín — og þar með geymslumál — föstum tökum, því tími „ófullnægjandi lausna" er liðinn. En góðar geymslur og viðun- andi öryggisútbúnaður kosta pen- inga. Því ríður á að stjórnvöld axli ábyrgð á menningararfinum sem er því miður ekki alltaf hólpinn þó hann sé kominn á safn. Höfundur er safn- og sagnfræðingur Samkeppnislög 1993 eftirMagna Guðmundsson I ágústmánuði síðstliðnum skrif- aði ég í Morgunblaðið „Nokkrar athugsemdir við nýlegt lagafrum- varp“, þeirra á meðal frumvarp til samkeppnislaga (12. ágúst). Það frumvarp er nú orðið að lögum með samþykkt Alþingis 25. febrúar sl. Þessi Samkeppnislög, eins og fyrri lög um verðlag o.fl., eru að danskri fyrirmynd. Fer vel á því, enda eru Danir brautryðjendur á þessu sviði. Enn hafa íslenzkir laga- Ritstjóri Starf ritstjóra Tímarits Máls og menningar er laust til umsóknar. Starfiö er veittfrá miðju sumri, ífyrsta skipti til eins árs. Pað felur í sér að ritstýra efni í tímaritið og annast framleiðslu þess. Krafist er góðrar íslenskukunnáttu og þekkingar á bókmenntum. Staðan er skilgreind sem hálft starf og launakjör svipuð og hjá dósentum við Háskóla íslands. Til greina kemur fullt starf, með því að auka við ritstjórnarvinnu á bókaútgáfu Máls og menningar; einnig er hugsanlegt að ráðnir verði tveir ritstjórar að tímarilinu. Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og menntun sendist til Máls og menningar, Laugavegi 18, Reykjavík, merktar „ritstjórnarstarf', fyrir 15. maí nœstkomandi. Mál ÍMl og menning smiðir þó vikið talsvert af leið — og ekki til bóta. Þannig er bannregla innleidd að nokkru. Danir, er sömdu ný sam- keppnislög 1989, halda enn fast við sína matsreglu. Hún gerir samruna fyrirtækja eða samkomulag þeirra á milli tilkynningaskyld, en ekki óheimil. Það reynist betur í smáríkj- um, þegar samvinna og/eða verka- skipting milli fyrirtækja getur verið nauðsynleg til að nýta kosti fjölda- framleiðslu. Danmörk er smáríki og ísland nánast dvergríki. Annað, sem hæpið mátti teljast í frumvarginu, var ákvæði þess efn- is, að VSÍ og ASÍ skyldu tilnefna tvo af fimm meðlimum samkeppnis- ráðs. Þetta var þó leiðrétt í 6. grein laganna, sem mælir svo fyrir, að meðlimir séu „óháðir fyrirtækjum eða samtökum, sem lögin taka til“. Hins vegar verður ekki betur séð en að viðskiptaráðherra hafi sjálfur brotið lagagreinina, þegar hann skipaði framkvæmdastjóra VSI í samkeppnisráð. Ekki vel af stað farið. Dönsku samkeppnislögin telja 23 lagagreinar, en hin íslenzku tvöfalt fleiri. Lög þurfa að vera skýr og gagnorð. Málalengingar flækja hlutina. Samkeppnislögin íslenzku fjalla í nánast hverri grein um samkeppni og hindrun hennar. Verðlag er varla nefnt, enda þótt meginmarkmið með öllum slíkum lögum sé einmitt að stuðla að hóflegu verðlagi. En samkeppni gerir það ekki alltaf. Hún getur meira að segja leitt til verðhækkana. Svo er t.d. þegar fyrirtæki auglýsa öfluglega og leggja í aðra dýra sölustarfsemi, sem eykur kostnað og þar með vöruverð. Danir sjá við vanda af þessu tagi með grein 13 í sínum lögum. Hún kveður svo á um, að samkeppnisráð megi beinlínis takmarka verð vöru eða þjónustu allt að 2 ár í senn, ef það er hærra en gilda myndi í virkri samkeppni tiltekinna fyrir- tækja eða fyrirtækjahóps. Ekkert sambærilegt ákvæði er að fínna í íslenzku lögunum, nema ýjað sé að þessu í grein 17. Tvö grundvallarskilyrði eru fyrir því, að samkeppnislög geti komið að gagni: Hið fyrra er full upplýs- ingaskylda fyrirtækja að kröfu samkeppnisráðs. Fyrir því er séð í lögunum. Hið seinna er ótvíræð heimild samkeppnisráðs til beinnar verð-íhlutunar, ef þurfa þykir. Fyr- ir því er ekki séð í lögunum. — Ekki er ég meðmæltur allsherjar verðstöðvun, enda er hún gangslít- il, nema strangs aðhalds sé gætt í ríkisfjármálum og peningastjórn. Lögin heimila slíka verðstöðvun, ef neyðarástand skapast af völdum Magni Guðmundsson „Ekki verður betur séð en að viðskiptaráð- herra hafi sjálfur brot- ið lagagreinina, þegar hann skipaði fram- kvæmdastjóra VSI í samkeppnisráð. “ náttúruhamfara eða styijaldar og þá til 3ja mánaða aðeins! Höfundur er doktor í hagfræði. Samkoma í Norræna húsinu ÍSLENSK-Tékkóslóvíska félagið heldur samkomu í Norræna hús- inu laugardaginn 1. maí kl. 16 í tilefni af Islandsheimsókn for- manns íslandsdeildar Norræna félagsins í Prag, Lidmilu Nemcovu og eiginmanns hennar, Václavs Nemec. Þar mun Lidmila kynna verk tékkneska myndhöggvarans Sindel- ars. Kynninguna nefnir hún Jarð- fræði í ljósi listarinnar og fer hún fram á ensku. Brynhildur Ingvars- dóttir og Ása Briem leika saman á flautu og píanó. Þuríður Baxter, mezzósópran, syngur við undirleik Viera Gulazfiová og Pavel Mana- sek. Kristján Árnason les ljós eftir Nezval í þýðingu Hannesar Sigfús- sonar og Václav Nemec leikur verk eftir Smetana á píanó. Að dagskrá lokinni munu þau hjón Lidmila og Václav svara fyrir- spurnum samkomugesta sem kynnu að æskja nánari upplýsinga um land þeirra og þjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.