Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 19
MOKGliNBLAÐI1) FÖSTL’DAGUR 30. ARRÍL fyþ3 19 miTSUSHIBR 0GDLF golfkerrur Flsléttar og sterkar Verð kr. 6.800,- 1 ÚTILÍFf GLÆSIBÆ. SÍMI 812922 i______________ Kirkjuvígsla á Blönduósi 1. maí Blönduósi. NÝJA kirkjan á Blönduósi verð- ur vígð laugardaginn 1. maí við hátíðlega athöfn í kirkjunni. Séra Bolli Gústavsson, vígslu- biskup á Hólum, vígir kirkjuna og prédikar en sóknarprestur- inn, séra Árni Sigurðsson, þjón- ar fyrir altari. Við vígsluna verður mikið um tónlistarflutning og má þar nefna að Sólveig Sövik, fyrrv. organisti, leikur fyrsta sálminn á orgel kirkj- unnar. Einnig sjá um tónlistarflutn- ing þau Baldvin Kr. Baldvinsson, Gréta Guðnadóttir, Rosmary Hew- lett, Skarphéðinn Einarsson, Hjálm- ar Sigurbjörnsson, Ian Wilkinson að ógleymdum kirkjukórum Blönduóss- og Skagastrandar- kirkna undir stjórn Julians Hew- letts. Guðmundur Ingi Leifsson, formaður sóknarnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ellefu ár væru liðin síðan séra Árni Sig- urðsson tók fyrstu skóflustungu að þessari nýju kirkju sem Dr. Maggi Jónsson teiknaði. Að lokinni vígslu- athöfn verður kaffí í félagsheimilinu fyrir vígslugesti og að sögn Guð- mundar I. Leifssonar eru allir vel- komnir. Jón Sig RUSLASTAMPAR akta hf. Sími 685005 Vinnsla hafin í nýrri rækjuverksmiðju Stykkishólmi. NÚ ER hafin vinnsla í rækju- verksmiðju Sigurðar Ágústs- sonar hf. í Stykkishólmi. Und- anfarin ár hefur verksmiðja þessi verið í smíðum og er hún þar sem áður var hraðfrysti- hús fyrirtækisins. Verksmiðjan hefur verið prófuð og allt ver- ið í góðu gengi. í tengslum við rækjuverksmiðj- una hefur verið sett upp fullkomin pökkunarstöð. Fyrirtækið keypti fyrir nokkru hraðfrystihús Sæ- bjargar hf. sem áður var uppbyggt af Kaupfélagi Stykkishólms og kemur það mjög að notum. Unnið hefur verið á einni vakt, en fyrirhugað er að vinna á tveim- ur vöktum, því afli berst svo mik- ill að landi. Stjórnendur fyrirtækis- ins eru mjög ánægðir með þessa framkvæmd og segja að enn geti fleiri bátar komist í viðskipti. Alls vinna nú 45 manns í verksmiðj- unni og er óhætt að segja að hún efli mjög atvinnulíf í Stykkishólmi. Þess má geta að í janúar sl. voru 60 ár síðan Sigurður Ágústs- son hóf atvinnurekstur í Stykkis- hólmi. - Arni. Morgunblaðið/Árni Helgason Fyrsta rækjan SMÁRI Axelsson og áhöfn hans á Svani SH komu með fyrsta rækjufarm- inn nú í lok apríl í nýju rækjuverksmiðjuna hjá Sigurði Ágústsyni hf. í Stykkishólmi. Fékkst sá afli um 30 mílur út af Snæfellsnesi og er rækjan talin mjög góð. Rúm 9 tonn fengust í þessum róðri og fór rækjan þegar í vinnslu. Nú fara full afköst að nást í verksmiðjunni og verða fleiri bátar þá á rækjuveiðum, svo sem Jón Freyr og Hauka- berg frá Grundarfirði og síðar bætist Þórsnes í hópinn. Landgræðslu ráðstefna á Hvolsvelli UMHVERFISNEFND Rot- ary, Rotaryklúbbur Rangæ- inga og Landgræðsla ríkis- ins boða til ráðstefnu um landgræðslumál. Einkunn- arorð ráðstefnunnar eru: Græðum ísland. Hvað get ég gert? Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 1. maí í Félags- heimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Markmið ráðstefnunnar er að efla áhuga Rotaryfélaga og annarra þjóðfélagsþegna til að leggja sitt af mörkum við end: urheimt fyrri landgæða. í fyrsta lagi með beinni þátttöku í uppgræðslustörfum og í öðru lagi með samstöðu um að hvetja stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga til að leggja fram aukið fjármagn til að varðveita og bæta landkosti. Ráðstefnan er öllum opin. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.