Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 20
20_________________________ Sameinaðir keyptu nær engin hluta- bréf í fyrra RANGT var farið með í frétt af aðalfundi Sameinaðra verktaka hér í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt var: „Vakti athygli á fundinum að á síðastliðnu ári fjár- festu Sameinaðir verktakar fyrir 50 milljónir króna í öðrum hlutafé- lögum, einkum í Eimskipafélagi íslands og íslandsbanka." Hið rétta er að Sameinaðir verk- takar fjárfestu einungis fyrir 100 þúsund krónur í hlutabréfum á liðnu ári en jafnframt fór fram endurmat til hækkunar, þegar ný hlutabréf voru gefin út í íslandsbanka. Þannig hækkaði á milli áranna 1991 og 1992 eignarhluti Sameinaðra verk- taka í hlutafélögum úr 129,9 millj- ónum króna í 181,7 milljónir króna. Á aðalfundi Sameinaðra verktaka í fyrradag lagði stjóm félagsins fram tillögu um 10% arðgreiðslu og var hún samþykkt, þannig að um 220 milljónir króna verða á næstunni greiddar út til hluthafa. -----♦--------- íslandsmót í samkvæm- isdönsum um helgina ÍSLANDSMEISTARAMÓT í sam- kvæmisdönsum verður haldið helgina 1. og 2. maí nk. í Laug- ardalshöllinni. Dansráð Islands sér um framkvæmd keppninnar. Þetta verður áttunda árið sem þessi keppni fer fram. Mótið hefst laugardaginn 1. maí kl. 11 en kl. 14 verður setningarat- höfn með innmarsi. Keppt verður í suður-amerískum- og standard-döns- um í grunnsporum. Riðlar verða 3 í öllum aldurshópum. Um 500 danspör hafa látið skrá sig og koma þau frá 10 dansskólum víðs vegar af landinu. Sú nýbreytni verður höfð í ár að sérstakur dömuriðill verður í fjórum aldurshópum. Einnig verður keppt í 2 dönsum með fijálsri aðferð i fjórum aldurshópum. Dómarar verða 5 talsins, 2 íslensk- ir og 3 erlendir. Forsala miða hefst 30. apríl í anddyri Laugardalshallar og stendur frá kl. 17 til 19. Miða- sala verður jafnframt báða keppnis- dagana frá kl. 9. Húsið opnar kl. 10. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Þrír gripn- ir með þýfi VAKTMAÐUR á athafnasvæði Skeljungs í Skerjafirði varð var við ferðir unglings um svæðið í fyrrinótt. Unglingurinn lagði á flótta og henti frá sér útvarps- tækjum sem reyndust vera þýfi. Vaktmaðurinn sá að unglingurinn komst undan ásamt tveimur féiögum sínum á rauðum bíl og hafði sam- band við lögreglu. Skömmu síðar stöðvaði lögreglan bílinn. í þann mund sem unglingamir komu á lög- reglustöðina kom þangað fólk og til- kynnti þjófnað út tveimur bílum. Þýfið reyndist í fómm piltana. Tveir piltanna voru vistaðir í fangageymslum en einn þeirra var undir 16 ára aldri og var reynt að fá hann vistaðan hjá unglir.gaheimil- inu í Efstasundi en það reyndist ekki unnt þar sem heimilið var fullsetið. Varð hann því einnig að gista fanga- geymslur. Að sögn Ómars Smára Ármanns- son aðstoðaryfirlögregluþjóns kveða vinnureglur lögreglunnar á um að unglingar undir 16 ára aldri séu ekki vistaðir í fangageymslum og þeim þykir miður að sú staða þurfi að koma upp. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Globus telur samanburð á korninu óeðlilegan GLOBUS hf., sem verið hefur aðalinnflytjandi á sáðkorni und- anfarin ár, hefur látið rækta sér- staklega veðurþolin afbrigði byggs í Noregi og Svíþjóð. Magn- ús Ingþórsson í búvéladeild Glob- us segir að ekki sé eðlilegt að bera saman verð á þessu sér- ræktaða korni og korni sem hægt sé að fá á almennum mark- aði á Norðurlöndunum, eins og kombændur sem sjálfir flytja inn sáðkornið gera í frétt í Morgun- blaðinu. Magnús segir að það komi ekki ljós fyrr en haust, þegar uppskeran verður komin í hús, hvaða sáðkom sé ódýrast miðað við gæði. Magnús sagði að korn af sér- ræktuðum _ stofnum fyrir lítinn markað á íslandi væri dýrara en kom sem hægt væri að fá á almenn- um markaði, til dæmis í Noregi. Það væri hins vegar uppskeran sem skipti máli og rannsóknir sýndu að menn væru mun öruggari með upp- skeru, sérstaklega í köldum sumr- um og þegar slæm veður kæmu síðari hluta sumars, ef þeir notuðu sérræktuðu stofnana. Hætta væri á að uppskeran færi forgörðum þegar notað væri bygg af almenn- um markaði í Noregi, enda sagði Magnús að þeir sem væru í for- svari fyrir innflutning bændanna hefðu sjálfir keypt sérræktað sáð- korn af Globus. Fyrirtækið hefði þegar selt allar sínar birðir, þrátt fyrir innflutning bændanna. VR hefur óskað formlega eftir viðræðum við vinnuveitendur Endurskoðun kröfugerð- Flugleiðir reyklaust fyrirtæki frá 1. september Stefnt að heilnæmu vinnuumhverfi Morgunblaðið/Kristinn í SAMSTARFSHÓPI um heilnæmt vinnuumhverfi hjá Flugleiðum eru (f.v.) Már Gunnarsson, Halldóra Arnórsdóttir, Una Eyþórsdóttir, Margrét H. Hauksdóttir, Sigríður Bragadóttir, Mekkín Bjarnadóttir, Gunnar Ólafsson, Þorgeir Haraldsson, Örn Geirsson, Björgvin Hannesson og Ólafur Ólafsson. Guðrún Birgisdóttir var fjarstödd á fyrsta fundinum. Ætlunin er að fulltrúarnir taki við ábendingum frá starfsfólki í sínum deildum og beri þær upp á fundi nefndarinnar sem velji úr hugmyndum. Heilbrigðissjónarmiðð að baki ákvörðuninni TÓLF manna samstarfshópur starfsmanna Flugleiða um heilnæmt vinnuumhverfi kom saman til fyrsta fundar síns í gær. Verkefni hópsins er að annast undirbúning að því að fyrirtækið verði reyk- Iaust 1. september. Már Gunnarsson, starfsmannastjóri, segir að heilbrigðissjónarmið Iiggi að baki markmiði um reyklausan vinnu- stað og verði stefnt að því með jákvæðni. Til fundarins komu auk fulltrú- anna þau Þorvarður Ömólfsson og Ingileif Ólafsdóttir frá Krabba- meinsfélagi íslands og Helgi Guð- bergsson frá Tóbaksvarnarnefnd en þessir aðilar hafa boðist til að aðstoða við að gera fyrirtækið reyklaust. Már segir að ekki hafí endanlega verið ákveðið hvaða leið verði farin en fyrst og fremst verði þó lögð áhersla á fræðslu. Hún fari fram á vinnustað og í vinnu- tíma þannig að allir starfsmenn ættu að verða varir við hana. Andar góðu Már sagði að ekki væri ástæða til að ætla annað en markmiðið 'næðist með góðu. „Okkur fínnst anda góðu til átaksins,“ sagði hann aðspurður um hvað reyking- armönnum í fyrirtækinu fyndist um tiltækið. „Annars hugsa ég að sum- ir reykingarmannanna hugsi enn sem svo að það sé svo langt þang- að til að fyrirtækið verði reyklaust að það sé hægt að reykja mikið í millitíðinni," bætti hann við og sagði að markmiðið um reyklausan vinnustað 1. september héldist í hendur við markmið um reykleysi í Evrópuflugi Flugleiða frá og með sama degi. Engin athvörf fyrir reykinga- menn verða í fyrirtækinu eftir 1. september. ar félagsms nú undirbúin VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur skrifaði Vinnuveitenda- sambandi Islands og Vinnumálasambandi samvinnufélaganna bréf í gær þar sem óskað var eftir viðræðum um kjarasamning í samræmi við samþykkt félagsfundar VR á miðvikudag. í dag verður fundur í fulltrúaráði starfsgreina innan VR þar sem end- urskoðun kröfugerðar félagsins verður rædd. Magnús L. Sveinsson formaður VR sagði Ijóst, að úr því félagið væri ekki lengur í samfloti í almennum kjarasamningum yrði að laga nýja kröfugerð að þörfum VR-félaga. Vinnuveitendasamband íslands hefur lýst því yfir að það vilji gera samning til áramóta eftir að viðræð- um um langtímasamning hefur verið slitið. Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Landssambands iðnverka- fólks sagði að fulltrúar aðildarfélaga sambandsins myndu koma saman eftir helgina til að ræða stöðuna í samningamálunum. Hann sagði að sér litist ekki nægilega vel á hug- myndir VSÍ um samning til ára- móta, þar sem iðnverkafólk hefði einkum horft á þær kjarabætur sem fólust í tilboði ríkisstjórnarinnar, en það tilboð var miðað við samning án launabreytinga til nær tveggja ára. V erkfallsheimild Á aðalfundi Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur á miðviku- dagskvöld var samþykkt að heimila stjórn og- trúnaðarráði félagsins að boða til verkfalls náist ekki samning- ar. Á sama fundi var skorað á stjórn félagsins að leita eftir viðræðum við vinnuveitendur á Suðurnesjum, heist í samráði við önnur verkalýðsfélög á svæðinu. Fyrsti samráðsfundur verkalýðs- félaganna var haldinn í gær. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja, sagði að staðan væri óljós, bæði hvað varðaði samningsmöguleika og kröfur verkalýðsfélaganna sem yrði að endurskoða í ljósi þess að ríkið yrði ekki aðili að samningunum. Morgunblaðið/Kristinn Útvarp Bessastaðir VÍMUVARNADAGUR Lionshreyfingarinnar er á morgun, laugardag, og af því tilefni verður útvarpað efni sem nememendur í Álftanesskóla hafa undanfarna daga verið að undirbúa til útsendingar í íþróttamiðstöð Bessastaðahrepps. Þar hafa staðið yfir upptökur á efni eftir nemend- urna sjálfa sem fjallar um vímuefnavandamál. Dagskráin hefst í kvöld kl. 20, en síðan hefst formleg dagskrá kl. 10 í fyrramálið og stendur hún fram eftir degi. Nemendunum var boðið til samstarfs vegna vímu- varnadagsins og flytja börn og unglingar allt niður í átta ára aldur verkefni sem þau unnu, en einnig flytja 13-16 ára nemendur í Garða- skóla sem verða með hluta af dagskránni. Á myndinni sjást nemendur úr Álftanesskóla þegar upptökur stóðu yfír í íþróttamiðstöðinni í gær. Tölvusamskipti á sýningu í boði Microsoft Gæti opnað markaði í N orður-Amerí ku MICROSOFT Inc. í Bandarikjunum hefur boðið Tölvusamskiptum hf. að taka þátt í Windows World, stærstu tölvusýningu Bandaríkjanna, til að kynna íslenska hugbúnaðarframleiðslu fyrirtækisins, svonefnt Skjáfax. Sýningin er hluti af Comdex Spring og er ráðgert að meira en 100 þúsund gestir sæki hana. Nýlega bauð Microsoft Tölvusam- skiptum til samstarfs við OLE 2.0 deild Microsoft. Tekist hefur að tengja Skjáfaxið við OLE 2.0 og er það þar með orðinn fyrsti faxhug- búnaðurinn sem styður þessa nýju tækni. Þá valdi bandaríski faxkorta- framleiðeandinn GammaLink Inc. nýlega Tölvusamskipti hf. til sam- starfs og var það eitt af sex hugbún- aðarfyrirtækjum sem urðu fyrir val- inu og eina hugbúnaðarfyrirtækið utan Bandaríkjanna. Frosti Siguijónsson fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Tölvu- samskipta hf. segir að fyrirtækið hafi flutt Skjáfax út til allra helstu markaða annarra en Norður-Amer- íku fram að þessu, en sýningin geti orðið mikilvægur þáttur í því að opna fyrirtækinu markaði. Fyrirtæk- ið hyggst hefja markaðsátak í Norð- ur-Ámeríku í næsta mánuði. Notendur skjáfax eru vel á fjórða þúsund í um 150 fyrirtækjum víða um heim en meðal notenda eru Shell, Reuters, Citibank og fleiri al- þjóðleg fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.