Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
29
Litlu munaði að illa færi þegar eldur kviknaði í mannlausu húsi
Sótti föður sinn
sem slökkti eldinn
Eldurinn logaði rétt við þrjá gaskúta
Ása sýnir
í Gallerí
AUraHanda
ÁSA Ólafsdóttir myndlistarmað-
ur opnar sýningu á verkum sín-
um í Gallerí AllraHanda í Gróf-
argili á morgun, laugardaginn
1. maí kl. 15.
Á sýningunni mun Ása sýna
myndvefr.að en hún er ein af fremstu
veflistamönnum þjóðarinnar.
Ása stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands á árunum
1969 til 1973 og við Konstintustri-
skolan Göteborgs Universitet í
Gautaborg frá 1976 til 1978. Eftir
það bjó hún í nokkur ár og starfaði
í Svíþjóð.
Landið og sagan
Sýningin í Gallerí AllraHanda er
tíunda einkasýning Ásu, en hún hef-
ur haldið sýningar bæði hér heima
og erlendis auk þess að taka þátt í
fjölda samsýninga á undanförnum
árum. Þótt Ása hafi fengist við fleiri
greinar myndlistar hefur hún eink-
um helgað veflistinni krafta sína og
er landslag ásamt eigin tilfmningum
einatt yrkisefni hennar. Ása hefur
einnig sótt efni í sögu þjóðarinnar
• •• s ^ ^ ^ og túlkað í verkum sínum.
M]olkursamlagKEA skilaðium 34 mxlljonumí hagnað i fyrra
MINNSTU munaði að illa
færi er eldur kviknaði í
mannlausu íbúðarhúsi á
Grenivík um miðjan dag á
miðvikudag.
Það var um klukkan fjögur
að Hermann Daði Hermannsson
kom heim út skólanum að hann
fann sterka brunalykt í húsinu
og sá fljótt að reyk lagði úr
geymslu inn af eldhúsi. Hermann
opnaði dyrnar og gaus þá á
móti honum mikill reykur og sá
hann að eldur logaði í einhverju,
líklega rafmagnstæki.
Hermann Daði stökk þegar
af stað og sótti föður sinn sem
var við vinnu í u.þ.b. fimm
hundruð metra fjarlægð frá hús-
inu. Honum tókst að slökkva eld-
inn með handslökkvitæki.
Gaskútar
Þarna hefði getað farið illa
því þarna er allt úr timbri, bæði
hillur og skilrúm, auk þess sem
uppi í efstu hillu voru þrír ga-
skútar frá gasgrilli. Ekki þarf
að fjölyrða um hvemig farið
hefði ef Hermann Daði hefði
farið að slóra eitthvað á heimleið-
inni úr skólanum. Ekki er ýkja
langt síðan slíkir gaskútar ollu
miklu tjóni á Eskifirði. Aldrei
verður heldur nægilega brýnt
fyrir fólki að geyma ekki slík
gashylki í íbúðum.
Haukur
HERMANN Daði sýndi
snarræði þegar reykinn
lagði á móti honum úr
geymslunni og náði í föð-
ur sinn, sem slökkti eld-
inn. Á myndinni hér að
ofan sést að sót hylur
allt í geymslunni, en í
hillum standa m.a. þrír
gaskútar.
næstkomandi.
_^ j ^ ^ (Fréttatilkynning)
Afkoman batnaoi pratt tyrir véisieðarog
samdrátt á innlagðri mjólk vaxtarrækt
Ná þarf meiri sparnaði til að mæta hagræðingarkröfum og vöruverðslækkun
Meira skyr
REKSTRARHAGNAÐUR
Mjólkursamlags Kaupfélags Ey-
firðinga nam 33,7 milljónum
króna á síðasta ári. Aðalfundur
samlagsins var haldinn á mið-
vikudagskvöld.
í máli Þórarins E. Sveinssonar
mjólkursamlagsstjóra kom fram að
samlagið hefði tekið á móti rúmlega
19,9 milljónum lítra af mjólk á liðnu
ári og væri það um 2,5% samdrátt-
ur frá fyrra ári, en í lítrum talið
er magnminnkunin tæplega 528
þúsund lítrar. Á síðustu tveimur
árum nemur samdráttur á innveg-
inni mjólk um tveimur milljónum
lítra.
Félag verslunar- og skrifstofufólks
Krafist að gengið
verði til samninga
Að mestu voru unnar sömu vörur
úr mjólkinni, en Þórarinn sagði að
sú neyslubreyting héldi áfram, að
sala léttmjólkur og undanrennu
eykst á kostnað mjólkur. Þá varð
áfram verulegur samdráttur í jóg-
úrtsölu, en sala á skyri jókst um
rúm 9%.
„Rekstur Mjólkursamlagsins var
viðunandi á árinu. Þrátt fyrir sam-
drátt í innlagðri mjólk tókst að
bæta afkomuna,“ sagði Þórarinn.
„Vonandi minnkar mjólkurfram-
leiðslan ekki verulega frá því sem
nú er. Það er samt ljóst að litlar
ef nokkrar verðhækkanir fást á
þessu ári,“ bætti hann við og ítrek-
aði að ná þyrfti meiri sparnaði til
að hægt verði að mæta þeim hag-
ræðingarkröfum og vöruverðslækk-
un sem samið hefði verið um við
mjólkuriðnaðinn.
1,8 milljarðar í telqur
Rekstrartekjur samlagsins voru
tæplega 1,8 milljarðar á síðasta ári
og rekstrargjöldin um 1,6 milljarð-
ar. Fyrir fjármagnsliði var hagnað-
ur af rekstrinum 147,4 milljónir,
en um 102 milljónir voru greiddar
í fjármagnsgjöld.
Heildarskuldir samlagsins nema
613 milljónum króna, þar af eru
skammtímaskuldir um 480 milljón-
ir. Eignir fyrirtækisins eru metnar
á rösklega 1,5 milljarð króna.
KJARTAN Guðbrandsson ný-
krýndur íslandsmeistari í vaxtar-
rækt mun sýna siguratriði sitt í
Sjallanum annað kvöld, laugar-
dagskvöld.
Koma Kjartans tengist íslands-
mótinu í vélsleðaakstri sem fram fer
í Hlíðarfjalli um helgina, en tímarit-
ið 3T er styrktaraðili íslandsmót-
anna í vélsleðaakstri og vaxtarrækt.
Á meðal keppenda í Hlíðarfjalli
eru allir bestu vélsleðaökumenn
iandsins, m.a. Akureyringarnir Finn-
ur Aðalbjörnsson, Arnar Valsteins-
son og Gunnar Hákonarson, sem
verið hafa ósigrandi í fjallaralli, einni
grein af fjórum í íslandsmótinu, en
auk þess er keppt í spyrnu, brauta-
keppni og snjókrassi, vinsælli grein
meðal áhorfenda.
Búist er við fjölda áhorfenda af
höfuðborgarsvæðinu og gisting
stendur til boða á Skíðastöðum í
Hlíðarfjalli.
STAÐAN í samningamálunum
var mikið rædd á aðalfundi
Félags verslunar- og skrifstofu-
fólks á Akureyri sem haldinn
var á miðvikudagskvöld og
fram kom mikil óánægja með
þá stöðu sem upp er kominn.
í ályktun sem samþykkt var á
fundinum er lýst furðu á þeirri
Hádegis-
tónleikar
BJÖRN Steinar Sólbergsson,
organisti Akureyrarkirkju,
heldur hádegistónleika í kirkj-
unni á morgun, laugardaginn
1. maí, kl. 12. Á efnisskrá eru
verk tengd páskum eftir Jo-
hann Sebastian Bach og Franz
List. Eftir tónleikana verður
boðið upp á léttan hádegisverð
í safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
afstöðu VSÍ og VMF að neita að
ganga til samninga við ASÍ þrátt
fyrir afstöðu Dagsbrúnar og gerir
fundurinn þá kröfu að gengið verði
til samninga nú þegar.
Byijunarreitur
„Við erum kominn á byrjunar-
reitinn aftur og fólk er mjög
óánægt, okkar taxtar eru ekki til
að hrópa húrra fyrir og það er
búið að rýra þá enn frekar. Nú
eru menn hræddir um láglauna-
bætur og orlofsuppbót, þannig að
það er mikið í húfi,“ sagði Jóna
Steinbergsdóttir formaður félags-
ins og bætti við að mikilvægt
væri að knýja fram samninga hið
fyrsta.
Um 100 félagsmenn í Félagi
verslunar- og skrifstofufólks á
Akureyri eru á atvinnuleysisbót-
um, sem er með því mesta sem
þekkst hefur hjá félaginu, en hæst
fór atvinnuleysistalan upp í 112
manns fyrir um einum mánuði.
„Þetta er mjög slæmt ástand, en
auðvitað eru menn alltaf að vona
að framundan sé bjartari tíð,“
sagði Jóna.
Þriðja kirkjulistavikan
KIRKJULISTAVIKA hefst í Akureyrarkirlqu á sunnudag, 2.
maí, en efnt er til kirkjulistaviku annað hvort ár og er þetta í
þriðja sinn sem hún er haldin í Akureyrarkirkju. Listviðburðir
af margvíslegu tagi verða á dagskrá auk fjölbreytilegs helgihalds.
Kirkjulistavika verður sett við
fjölskyldumessu í kirkjunni á
morgun, sunnudaginn 2. maí kl.
11, en að henni lokinni verður
opnuð í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju sýning á kirkjumun-
um á vegum Minjasafnsins á Ak-
ureyri og Þjóðminjasafns íslands.
Sýndir verða munir eftir feðgana
frá Naustum, Hallgrím Jónsson
og Jón Hallgrímsson, en þeir
máluðu kirkjur og kirkjugripi, þar
á meðal altaristöflur.
Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur tónleika í Akureyrarkirkju
kl. 17 á sunnudaginn þar sem
m.a. verður flutt sinfónía nr. 4
eftir Mendelssohn, stjórnandi
verður Páll P. Pálsson.
Frumflutt tónverk
Aftansöngur verður í Minja-
safnskirkju kl. 18 á mánudag og
þar syngur 16 manna Kammerkór
Akureyrarkirkju undir stjórn
Björns Steinars Sólbergssonar.
Um kvöldið, heldur Blásarakvint-
ett Reykjavíkur tónleika í Akur-
eyrarkirkju á vegum Tónlistarfé-
lags Akureyrarkirkju. Frumflutt
verður tónverk eftir Jón Hlöðver
Áskelsson tónskáld sem hann
samdi sérstaklega fyrir kirkju-
listavikuna, en það er samið fýrir
tréblásarakvintett og sópran við
ljóð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar,
en auk þess verða flutt verk frá
síðari hluta 19. aldar og nútíma-
verk. Margrét Bóasdóttir sópran-
söngkona syngur með Blásarak-
vintett Reykjavíkur.
Hallgrímur
Leikfélag Akureyrar flytur
dagskrá í tali og tónum um ævi-
feril og skáldskap Hallgríms Pét-
urssonar sem Signý Pálsdóttir tók
saman, en Kór Akureyrarkirkju
og Jón Þorsteinsson tenór taka
þátt í þessari uppfærslu með leik-
félaginu. Dagskráin um Hallgrím
verður sýnd í Akureyrarkirkju á
þriðjudags- og miðvikudagskvöld.
Annan laugardag, 8. maí verð-
ur haldið málþing í Safnaðarheim-
ilinu og er yfirskrift þess „Tónlist
í kirkjunni." Þar verða flutt nokk-
ur erindi um þetta efni og að
þeim loknum verða pallborðsum-
ræður.
Kirkjulistaviku lýkur sunnu-
daginn 9. maí með hátíðarmessu
í kirkjunni og síðdegis þann dag
verða lokatónleikar Kammer-
hljómsveitar Akureyrar á starfs-
árinu haldnir þar sem hljómsveitin
flytur m.a. sálumessu eftir Gabri-
el Fauré.
Kirkjulistavika er haldin í þriðja
sinn og er um að ræða sameigin-
legt átak tíu aðila.