Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
31
um. Námskeiðið er 120 bóklegar og
130 verklegar kennslustundir.
Slökkviliðsmaður III
Eftir að hafa unnið sem slökkvi-
liðsmaður II í minnst 28 mánuði
sækja menn lokanámskeið sem
slökkviliðsmaður. Markmiðið er að
eftir námskeiðið séu þeir fullnuma
sem sjúkraflutningsmenn og slökkvi-
liðsmenn. Sem sjúkraflutningsmenn
sækja þeir námskeið á neyðarbíl.
Geta stjómað fyrsta dælubíl og þeim
tækjum er hann er búinn, stjómað
ranabifreið bæði niðri og úr körfu,
kunna skil á eiturefnum og geta
notað eiturefna-hlífðarbúninga,
kunna skil á björgunarverkfærum
og björgun úr bílflökum, hafa fengið
fræðslu um ýmsa sérstaka bmna svo
og um elda í skipum, olíustöðvum,
sílóbmnum, geislavirkum efnum í
stýringum og laser. Námskeiðið er
90 bóklegar og 90 verklegar kennslu-
stundir.
Eins og fram kemur tekur þetta
nám minnst 44 mánuði (3 ár og 8
mán.). Alls hafa menn þá sótt 257
bóklegar og 253 verklegar kennslu-
stundir (samt. 402), á skipulögðum
námskeiðum. Að auki fá þeir starfs-
reynslu í útköllum og á vöktum taka
þeir ákveðnar æfingar á hveiju ári.
Okkar ágætu viðsemjendur hafa
það fyrir sér að til að öðlast viður-
kenningu þurfi að læra fagið eins
og háskólamenn af bók eða eins og
þeir segja: Allt í skólann, strax við
tímamark ráðningar. Þéssi fullyrðing
á sér ekki lagastoð.
Sumar starfsstéttir em því miður
þannig úr garði gerðar að þetta er
bara ekki framkvæmanlegt, s.s. lög-
reglumenn, slökkviliðsmenn o.fl.
(nema náttúrlega með milljónakostn-
aði), þjálfun verður að koma sam-
hliða námi og með vönum mönnum.
Sem íbúi Reykjavíkur vildi ég ekki
fá þjónustu af hendi slökkviliðs-
manns, sjúkraflutningsmanns, lög-
reglumanns eða læknis sem aðeins
hefði lært sitt fag í skóla án hinnar
faglegu reynslu undir umsjón sér
reyndari manns.
Borgarráðsmenn, takið ykkur nú
saman í andlitinu, víkið frá mistökum
embættismannanna og lítið raunhæft
á málið.
Höfundur er aðstoðarvarðstjóri í
Slökkviliði Reykjavíkur.
Böðull og blindar stúlkur
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó:
Jennifer 8. Leikstjóri og hand-
ritshöfundurr Bruce Robinson.
Aðalleikendur Andy Garcia,
Uma Thurman, Lance Henriks-
en, Kathy Bake, John
Malkovich. Bandarísk. Para-
mount 1992.
Myndir um fjöldamorðingja (því
er verið að nota oðskrípið raðmoð-
ingi?) eru í tísku eftir að Hannibal
Lecter kom mönnum á bragðið.
Sú nýjasta er Jennifer 8. og segir
frá leit lögreglumannsins Garcia
að morðingja sem skilið hefur eftir
sig átta lík, allt blindra kvenna, í
blóðugri slóð sinni. Myndin geist
um haust og vetur í bænum Eu-
reka í Norður-Kaliforníu, það er
kalt og hryssingslegt og rannsókn-
inni miðar ekkert áfram.
En þegar Garcia er settur í ann-
að verkefni ásamt félaga sínum
(Henrikson), kemst hann á sporið.
En ekki tekst betur til en svo að
Henrriksen er drepinn og Garcia
grunaður um morðið af saksóknar-
anum Malkovich. Nú eru góð ráð
dýr. Garcia fær örskamman gálga-
frest til að hreinsa af sér sökina
og hafa uppá morðingjanum og
allt bendir til að næsta fómarlamb-
ið verði hin blinda Thurman, vin-
kona Garcia.
Það er engin spurning að mun
meiri notkun skæra um miðbikið
hefði gert Jennifer 8. að mikið
betri mynd. Þarna verður vont
spennufall og lengdin fer gjörsam-
lega úr böndum. Versti óvinur
spennumynda er langdregni sem
nóg er af hér. Myndin byijar eink-
ar vel í byljandi vatnsveðri á ösku-
haugum Eurekaborgar, innanum
rotnandi líkamsleifar og annan
úrgang. Lokakaflinn heldur áhorf-
andanum einnig vel við efnið, sem
þó er oftast í gruggugra lagi. En
það er engin ný bóla í myndum
af þessari gerð og kemur minna
að sök. Miðkaflinn er höfuðverkur-
inn, þar glutrast þenslan niður,
áherslan lögð á lítt áhugavert sam-
band Garcia og Thurman, blindrar
tónlistarkonu og agnúar sögunnar
verða berskjaldaðir í hægagangin-
um. Garcia stendur sig þokkalega,
hættir þó til að ofleika, hvort sem
það skrifast á hann eða leikstjór-
ann. Thurman gaufar í gegnum
þetta hlutvek sitt einsog önnur en
Lance Henriksen, sem við þekkjum
úr tugum rullna manndrápara og
annarra óberma, fær hér eitt sitt
langbesta hlutverk á langri leið og
skilar því sómasamlega. Malkovich
lífgar uppá myndina um sinn en
svo er að sjá sem leikstjórinn og
handritshöfundurinn Robinson
hafi álitið sig vea með gullmola í
höndunum sem ekki mætti hreyfa
við með klippingum. Það er mikill
misskilningur.
I heljar-
greipum
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Helvakinn III: Helvíti á jörðu
(„Hellraiser III: Hell on Earth“).
Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri:
Anthony Hickox. Aðalhlutverk:
Terry Farrell, Doug Bradley,
Paula Marshall og Kevin Bern-
hardt.
Breski hrollvekjuhöfundurinn
Clive Barker kom fram með ein-
hveija frumlegustu hrollvekju sem
völ var á við lok hins arma áratug-
ar unglingahryllingsins árið 1987.
Hún hét Helvakinn og þótt hún
væri talsvert blóðug var hún mun
skárri og alvörugefnari en léttu
unglingaskrækirnir, sem ein-
kenndu allan síðasta áratug.
Helvakinn hefur spunnið af sér
framhaldsmyndaröð sem ekki sér
fyrir endann á og hefur númer
þijú verið frumsýnd í Stjörnubíói.
Sögusviðið hefur verið flutt frá
Bretlandi til Bandaríkjanna og
þótt myndin sé ágætlega gerð
tæknilega er leikurinn sérstaklega
bagalegur og handritið klént.
Fátt er eftir úr fyrri myndunum
nema hin skuggalega undirheima-
vera Nálarhausinn, sem sloppið
hefur frá helvíti, og dularfulli
kubburinn sem geymir farveg til
kölska. Nálarhausinn er fastur inní
listaverki í upphafi myndarinnar.
Listaverkið kaupir ungur skemmti-
staðaeigandi, sem leysir Nálar-
hausinn úr prísundinni og sá tekur
þegar að breyta umhverfi sínu í
helvíti á jörð. Ung fréttakona
kemst yfir dularfulla kubbinn og
brátt hefst barátta uppá líf og
dauða á milli hennar og verunnar
frá helvíti; hún reynir að gabba
hann í kubbinn, hann reynir hvað
hann getur að losa sig við vanda-
málið.
Skotið er inní frásögnina ferða-
lögum ungu konunnar yfir í aðrar
víddir þar sem látinn faðir hennar
kemur við sögu og draugur úr fyrri
heimsstyijöldinni, sem reynist vera
Nálarhausinn áður en kölski kló-
festi hann, en þessar tilraunir til
að búa til melódramatík falla um
sjálfar sig. Allar myndirnar hafa
reitt sig á blóðug brelluatriði til
að byggja upp hroll og skelfingu
og það er aðalatriðið hér en rauði
þráðurinn er óttinn við ævarandi
kvalræði í helvíti, slíku sem Nálar-
hausinn hefur mjög kynnst af eig-
in raun. Þriðju myndinni, í leik-
stjórn Anthony Hickox, tekst alltof
sjaldan að skapa úr því eitthvað
annað en meiningarlaust
húmbúkk.
Sá hlær
best...
Flissi læknir („Dr. Giggles").
Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri:
Manny Cato. Aðalhlutverk:
Larry Drake.
í hrollvekjunni Flissa lækni er
gert út á ótta manns við ferðir til
læknisins á hinn ódýrasta máta.
Geðsjúklingur, sem ætíð hefur
dreymt um að verða læknir, slepp-
ur af geðsjúkrahúsi og heldur í
heimabæ sinn þar sem læknirinn
faðir hans framdi ófá morð áður
en hann var drepinn af bæjarbúum,
og tekur að hefna hans. Sonurinn,
sem kallast Flissi læknir, klæðir
sig í hvítan slopp og heldur í vitjan-
ir með Iæknatösku fulla af morð-
tólum.
Flissi læknir flokkast undir hin-
ar þreytandi unglingahrollvekjur
sem gerðar eru af sáralitlu viti en
eru þeim mun blóðugri og ósmekk-
legri. Undarleg gamansemi er afar
einkennandi fyrir þessar myndir
og hefur þau áhrif að draga úr
hryllingnum, sem þó er reynt að
mynda með talsverðri fyrirhöfn.
Unglingarnir, en mynd eins og
Flissi læknir höfðar ekki til neinna
annarra, virðast vilja hafa skopið
með svo úr verður nk. gamanhroll-
vekja, sem auðvitað er hvorki fugl
né fiskur.
Þannig er Flissi læknir óskap-
legur grínisti í aðra röndina. Um
leið og hann kálar fórnarlömbum
sínum hefur hann einhvern heimil-
islæknafrasann á takteinum og
hann myrðir á „spaugilegan“ hátt
með læknatólum sínum. I einu atr-
iðinu notar hann munnhitamæli
af stærri og beittari gerðinni og
til að fullkomna grínið bætir leik-
stjórinn, Manny Cato, við skoti þar
sem maður sér út um munninn á
fórnarlambinu.
Þetta er skaup sem höfðar til
áhorfenda á lægsta plani. Ætlast
er til að þeir skemmti sér yfír af-
káralegum drápum. Annars hefur
Flissi læknir alla slæmu galla B-
myndarinnar; lélegan leik, leik-
stjórn og handrit. Hún er best
geymd á myndbandaleigum þang-
að sem henni er sjálfsagt ætlað
að fara frá upphafi. Larry Drake
(einfeldingurinn í Lagakrókum) er
i titilhlutverkinu og þótt hann sé
talsvert voldugur fer grínið alveg
með hann.
I
I
I
I
I
i
I
Á Short möguleika?
Skák
Margeir Pétursson
LJÓST er nú orðið að á
hausti komanda fari fram tvö
einvígi þar sem teflt verður um
heimsmeistaratitil. Annars veg-
ar á milli núverandi heims-
meistara, Gary Kasparovs, og
áskoranda hans. Nigels Shorts,
í London á þeirra eigin vegum
og hins vegar á vegum Alþjóða-
skáksambandsins FIDE, á milli
þeirra Karpovs og Timmans.
Athyglin hlýtur fyrst og fremst
að beinast að einvígi Kasparovs
og Shorts, en fari svo að heims-
meistarinn sýni þá yfirburði
sem vænst er þá gæti farið svo
að þeir Karpov og Timman
myndu stela senunni.
Nigel Short hefur aðeins einu
sinni náð að leggja Kasparov að
velli í skák með fullum umhugsun-
artíma. Það var í einni af fyrstu
viðureignum þeirra í Brussel
1986,. en síðan hefur Short haft
lítið að segja í heimsmeistarann,
náð einstaka jafntefli.
Lykill að óvæntri velgengni
Short gegn Kasparov er að að
hann komi með nýtt og öflugt
vopn gegn geysilega traustu byrj-
anakerfi heimsmeistarans í Sikil-
eyjarvörn. I fyrstu tveimur ein-
vígjunum gegn Kasparov tókst
Karpov þetta einmitt ekki og fór
svo að hann gafst upp á að reyna
að klekkja á Sikileyjarvöminni og
hætti að beita kóngspeðsbyijun í
fyrsta leik.
Short er jafn sannfærður
kóngspeðsmaður og Bobby Fisch-
er var á sínum tíma, en upp á
síðkastið hefur hann lítið haft að
gera í Sikileyjarvörn heimsmeist-
arans. Það var svo gott dæmi um
fræðilega uppgjöf þegar hann hóf
skák sína gegn Kasparov á heims-
bikarmótinu í Skellefteá 1989
með drottningarpeðsbyrjun. Það
er ljóst að Short verður að lyfta
grettistaki í undirbúningi sínum.
Við skulum líta á síðustu viður-
eign þeirra Kasparovs á Evrópu-
meistaramóti landsliða í Debrecen
um í vetur. Þar varð einmitt Sikil-
eyjarvörn upp á teningnum og
Short komst ekkert áfram. Staðan
virtist þá jafnteflisleg en 21. leik-
ur Kasparovs opinberaði hans
mikla stöðuskilning. Það er fróð-
legt að skoða þá stöðu og átta
sig á því smám saman hversu
miklu betri svarta staðan er. Nið-
urstaðan varð svo afar sannfær-
andi sigur heimsmeistarans á
svart:
Hvítt: Nigel Short
Svart: Gary Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5 2. Rf3 — d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 -
a6 6. f4 - e6 7. Df3 - Db6 8.
a3 - Rc6
Auðvitað ekki 8. — Dxd4?? 9.
Be3.
9. Rb3 — Dc7 10. Bd3 — g6 11.
0-0 - Bg7 12. Bd2
Hér hefur áður verið leikið 12.
Be3.
12. - 0-0 13. Rdl - e5! 14. Re3
- exf4 15. Dxf4 - Be6 16. Dh4
- Dd8 17. Hael - Rd7! 18.
Dxd8 - Haxd8 19. Ra5?!
Hvítur biskup verður utan-
gátta á a5 í framhaldinu.
19. - Rxa5 20. Bxa5 - Hc8 21.
c3 - Bh6!
• b c d • l g h
22. Rd5 - Bxd5 23. exd5 - Re5
24. Be2 - Bd2! 25. Hdl - Be3+
26. Khl - f5 27. g3 - g5! 28.
Bb4 - Hf6 29. b3 - f4 30. gxf4
— gxf4 31. c4?
Short verst linkulega. Nauð-
synlegt var 31. Bf3.
31. - f3 32. Bxf3 - Rxf3 33.
Bxd6 - Hxd6 34. Hxf3 - Bh6
35. Hel - Hg6 36. He4 - b5
37. c5? — Hxc5 og Short gafst
upp. 37. leikur hans flýtti fyrir
úrslitunum, en honum hlýtur að
hafa yfírsést að eftir 38. Hc8h—
Kg7 39. Hc7+ sleppur svartur
auðveldlega út úr þráskákum með
39. - Kh8! 40. Hc8+ - Hg8.
Skákþing íslands
Keppni í áskorenda- og opnum
flokki á Skákþingi íslands fór
fram um páskana. í áskorenda-
flokknum er teflt um tvö sæti í
landsliðsflokki, en keppni í honum
fer fram næsta haust. Undanfarin
ár hefur landsliðsflokkurinn verið
mjög öflugur og ungir og efnileg-
ir skákmenn hafa fengið þar gott
tækifæri til að spreyta sig. Eftir
breytingu á reglum Alþjóðaskák-
sambandsins hefur undanfarin ár
verið mögulegt að vinna áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli í
landsliðsflokknum. Það tókst
þremur ungum skákmönnum árið
1990 og árið eftir var flokkurinn
svo öflugur að möguleiki gafst á
að vinna til áfanga að stórmeistar-
atitli.
Það vekur því mikla furðu að
aðeins tveir af 40 stigahæstu
skákmönnum landsins tóku þátt
í áskorendaflokknum. Sama hefur
reyndar verið upp á teningnum
undanfarin ár.
Einhverjir hafa líklega ekki átt
heimangengt, en samt virðist
þetta lýsa metnaðarskorti eða þá
því að of margir skákmenn geri
ráð fyrir að fá sæti á stigum eða
verði valdir í boðssæti Skáksam-
bandsstjórnarinnar. Það virðist
sýnt að vegur áskorendaflokksins
muni ekki vaxa fyrr en þessum
frísætum fækkar.
Haukur Angantýsson, alþjóð-
legur meistari, bar höfuð og herð-
ar yfir keppinauta sína í áskor-
endaflokknum og vann öruggan
sigur. Tefla verður einvígi um
hitt sætið í landsliðsflokki.
Áskorendaflokkur:
1. Haukur Angantýsson 8 v.
2-3. Tómas Björnsson og Arin-
björn Gunnarsson 6V2 v.
4-5. Arnar E. Gunnarsson og
Ólafur B. Þórsson 6 v.
6-10. Magnús Örn Úlfarsson, Jón
Viktor Gunnarsson, Krist-
ján Eðvarðsson, Sigurbjörn
Björnsson og Guðmundur
Daðason 5V2 v.
11-12. Bragi Þorfinnsson og Hall-
dór Pálsson 5 v.
Opinn flokkur
1. Siguijón Birgisson 7V2 v.
2. Oddur Ingimarsson 7 v.
3. Halldór Garðarsson 6V2 v.
4-5. Guðmundurl. Jóhannsson
og Gunnar Nikulásson 6 v.
6-7. Haraldur Haraldsson og
Atli Antonsson 5V2 v.
8-11. Kjartan Guðmundsson,
Davíð Ingimarsson, Guð-
mundur Sverrir Jónsson og
Sindri Guðjónsson 5 v.
Skákþing Kópavogs
Úrslit í efsta flokki á Skák-
þingi Kópavogs 1993 urðu þessi:
1. Hrannar Baldursson 6 v.
af 7 mögulegum
2. Eggert Isólfsson 5V2 v.
3-4. Páll Agnar Þórarinsson 4V2
v.
3- 4. Haraldur Baldursson 4V2 v.
5. Svavar Guðni Svavarsson
3 v.
6. Einar Hjalti Jensson 2 v.
7. Gunnar Örn Haraldsson
1V2 9/l6,5/,6
7/8,5/,6 Vi 5/16 »/l6 Vz Va »/l6 1/,6 PA 3/,6
V\e VÍ6 s/g%]A3A3Á65/\69/í6 3/,6
V2 Vfe 3Á6 3Ae 3/a Va V3 9/,615/,6
Skákþing Garðabæjar
Úrslit á Skákþingi
Gárðabæjar
1993 urðu nokkuð óvænt.
Róbert
Harðarson var langstiga-
hæsti
keppandinn en þurfti samt
að
deila efsta sætinu með Jóni
Þóri
Bergþórssyni. Röð efstu
manna:
1-2. Róbert Harðarson 6V2 v.
af 7 mögulegum
1-2. Jón Þór Bergþórsson 6V2 v.
3. Matthías Kjeld 4‘/2 v.
4- 5. Jóhann Ragnarsson 4 v.
4-5. Bjöm Jónsson 4 v.
6-8. Einar K. Einarsson 3V2 v.
6—8. Baldvin Gíslason 3V2 v.
6-8. Gunnlaugur Þorgeirsson
3V2 v.