Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUÐAGUR 301 'APRÍU 1993 T Eflum vímuvarnir! Bindindismótið í Galtarlækjarskógi, ein allra stærsta úti- og fjöl- skylduhátíð á íslandi, er án efa eitt merkasta framlag ungtemplara til kynningar á vímuiausum lífsstíl. eftir Guðna R. Björnsson Ungtemplarar á íslandi fagna í dag merkum tímamótum. Þessi sjálfstæðu samtök vímulausrar æsku, sem starfa nú í 50 löndum heims, hafa lagt sitt af mörkum í baráttunni við vímuefnin síðastlið- in hálfan fjórða áratug. Æskulýðsstarf og vímuefni Aðstæður ungs fólks hafa tekið ótrúlegum breytingum á umliðnum 35 árum og of langur vegúr væri að fjalla um þær allar í stuttri blaðagrein. Það að fjalla t.d. um vímuefnaneyslu unglinga fyrr á tímum og nú væri svipað og sam- anburður á rafmagni og ekki raf- majgni. IUT starfar fyrst og fremst að grunnvömum meðal ungs fólks, frá 13 ára aldri. Meginmarkmið samtakanna er að efla vímuvamir meðal unglinga, frið og bræðralag meðal manna og þjóða. Starfið gengur út á að skapa aðstæður fyrir þá sem sjálfir velja vímulaus- an lífsstíl s.s. félags- og tómstund- aðstöðu og halda uppi fræðslu- starfsemi meðal unglinga í sam- tökunum eða á öðmm vettvangi, s.s% í skólum. Á fyrstu ámm ÍUT vom samtök- in brautryðjendur í skipulagningu æskulýðs- og tómstundastarfs og 4iöfðu forystu um stofnun samtaka um æskulýðsmál á Islandi. Fram til 1975 vom ungtemplarar eitt af öflugustu æskulýðssamtökum landsins með ótrúlega fjölbreytt og aðlaðandi tómstundastarf. Stjómun æskulýðsmála em nú að mestu í höndum ríkis og sveitar- félaga og skipulagið er með allt öðmm hætti en áður. Fijálst tóm- stundastarf er í höndum fjöl- margra aðila, s.s. íþrótta-, kirkju- og skátafélaga, og nýir áhrifavald- ar hafa komið fram allra síðustu árin, eins og fjölmiðlar, æskulýð- smiðstöðvar og bankar. Unglingar hafa úr miklu að velja í dag. Unglingurinn er áhrifagjarn og þarf að fylgja straumnum - vera eins og hinir. Enginn kemst hjá því að velja sér sjálfur svið, braut, banka eða lífsstíl og það gerist miklu fyrr en unglingar fyrri tíma hafa þurft að gera. Ekki er óalgengt að stundatafla 12 ára bams sé þéttskipuð; skólinn, skíð- in, sundið, skátastarfið, kirkju- starfið, tónlistarskólinn, sjónvarpið og vinirnir. Ekkert er eftir óráð- stafað nema blánóttin. Og mörgum verður hált á svellinu í vali á lífs- stíl, foreldrar fylgjast vart með og fyrr en varir kemur unglingurinn heim undir annarlegum áhrifum af skólaballi. Þá fyrst em málin rædd - hugsanlega! Grunnvarnir - neyðarvarnir Munurinn á gmnnvörnum og neyðarvörnum liggur í orðunum. Bæði hugtökin fjalla um forvarnir, gmnnvamir em fyrirbyggjandi en neyðarvamir era hjálparstarf. Með því að taka á málum áður en þau koma í raun upp má fyrirbyggja vandann. Lengst af hafa ungtemplarar látið tómstundastarfið duga sem fyrirbyggjandi þátt í vímuvömum, líkt og íþróttafélögin nota íþrótt- ina, kirkjan sumarstarfið og skát- amir útileguna. En áherslan breyt- ist með vaxandi umræðu um upp- eldisgildi þess starfs sem barnið tekur þátt í. Þótt barnið mitt fari í Vatnaskóg tryggir það ekki Guðs- trú síðar á ævinni. Ef bamið mitt æfir íþrótt þá er ekkert sem segir að vímuefnin séu úr myndinni. Flestir þekkja dæmi um að fram- koma og hegðun þjálfara eða kenn- ara hafa meiri áhrif á nemendur en markmið starfsins eða reglur skólans. Starfsemi ÍUT byggir á bindindi félaganna; neyslu vímu- efna er hafnað á meðan fólk er „Og mörgum verður hált á svellinu í vali á lífsstíl.“ félagsbundið, sem gerir þar með grunnvamarþátt starfsins ótvíræð- an. Að þessu leyti skera samtökin sig frá öðmm æskulýðssamtökum. En án öflugs tómstundastarfs ÍUT væri þessi ákvörðun unglings um vímulausan lífsstíl haldlítil og óspennandi. Samtökin byggja starfið nú meira meðvitað á teng- ingu þessara þátta, tómstunda og fræðslu, skemmtunar og lærdóms. Bindindismótið í Galtalækj arskógi Starfsemi ÍUT fór vel af stað og í hart nær 20 ár var oftast blóm- legt félagsstarf hjá ungtempiarafé- lögum, sem vom starfandi um allt land. Þegar mest var töldust um 1.300 virkir félagar og fjölmenn- asta mót ÍUT á þeim áram var haldið að Jaðri þar sem saman komu um 1.600 ungmenni til að skemmta sér við leik og keppni. Á þessum 35 árum hafa félags- menn tekið þátt í eða annast ótelj- andi námskeið, ráðstefnur, fundi, skemmtanir, íþróttahátíðir, ferða- lög, útilegur, kvöldvökur, fræðslu- fundi, dansleiki, útbreiðslu- og kynningarstarf, skógrækt, þing, bíaðaútgáfur, mótmælagöngur að ógleymdu bindindismótinu í Galta- lækjarskógi sem ÍUT hefur skipu- lagt og rekið síðan 1967. Að öllu starfi IUT ólöstuðu þá er bindindis- mótið í Galtalæk eitt merkasta framlag samtakanna til eflingar og kynningar á vímulausum lífsstíl. Nú stendur einmitt yfír undirbún- ingur vegna mótsins í sumar og eins og fyrr stefna samtökin að því að halda stærstu útihátíð sumars- ins. Ný samtök - ný verkefni! ÍUT er ekki fast í viðjum van- ans. Hlutverk samtakanna er sem áður af efla vímuvarir en nýjar áherslur eru nauðsynlegar. til að bytja með vora aldursmörk sam- takanna 16-25 ára en í dag eru yngstu félagarnir um fermingu. Efri aldurstakmörk em engin og helgast það af þeirri staðreynd að til að byggja upp öflugt fræðslu- starf þurfa samtökin á reynslum- iklum starfskröftum að halda. UngTemplaranafnið er komið frá rótum samtakanna. í dag eru alþjóða samtök templarar, IOGT-I (International Organisation of GoodTemplar) einungis regnhlífar- samtök þeirra sem vilja vinna að framgangi hugmyndar um vímu- lausan lífsstíl og vímuvörnum með- al þjóða. IUT hefur lagt grunn að starf- semi fræðslumiðstöðvar í vímu- vörnum í samstarfi við Vímulausa æsku- og' foreldrasamtök. Innan skamms verður þessu starfi hrint úr vör og frekari áform ÍUT til að efla vímuvarnir með öðrum aðil- um í landinu fylgja í kjölfarið. Ný og stærri félagsmiðstöð ÍUT verð- ur senn tekin í notkun og samtök- in eru að hefía útgáfu á unglinga- tímariti sem verður málsvari ungl- inga í hrað vaxandi upplýsinga- og tölvuþjóðfélagi. Lokaorð Framtíðin verður ekki umflúin og ÍUT mun í lengstu lög halda uppi heiðri þeirra ungmenna sem sýna þann kjark og dirfsku að bjóða vímunni birginn með yfirlýst- um stuðningi við vímulausan lífs- stíl. Allir þekkja vonleysið sem fylgir misnotkun vímuefna. En með opnum huga, vilja og stuðn- ingi við grannvarnir má enn efla vímuvamir og koma í veg fyrir að ástandið í vímuefnamálum varði eins óviðráðanlegt og í nágranna- löndum okkar, þar sem látið var undan þrýstingi hagsmunaaðila og gróðrasjónarmiða. Öflug fræðsl- umiðstöð, virk grasrótarhreyfíng og fagleg upplýsingamiðlun er framlag ÍUT til eflingar vímuvörn- um á þessum tímamótum. Höfundur er verkefnastjóri í grunnvömum. ------» ♦ ♦----- Opið hús og hátíðarkaffi íMÍR l.maí HÁTÍÐARKAFFI verður að venju á boðstólum í opnu husi MÍR að Vatnsstíg 10 nk. laugar- dag 1. maí á alþjóðlegum bar- áttu- og hátíðsdegi verkalýðsins. Húsið verður opnað kl. 14 og síðan opið til kl. 18. Ríkulegt hlað- borð verður í kaffistofunni, hluta- velta í anddyri og kvikmyndir sýnd- ar í bíósal sem og teiknimyndasyrp- ur. Þá verða til sýnis og sölu í hús- inu verk eftir listakonuna Alex- öndru Kjuregej, en hún er ættuð frá Jakútíu í Austur-Síberíu og hef- ur í hyggju að efna til sýningar á myndsaumsverkum sínum Þar eystra síðar í sumar. (Fréttatilkynning) SKOGARBLAMI Hepatica nobilis Blóm vikunnar Umsjón Agústa Björnsdóttir 265. þáttur Skógarblámi vex villtur víðs- vegar á norðurhveli jarðar m.a. á flestum Norðurlandanna og er þar dýrkaður og dáður fyrir fegurð og hefur þar að auki til síns ágæt- is að vera með alfyrstu vorblóm- um. Norðmenn kalla þessa vin- sælu jurt „bláveis" og hversu oft hafa ekki eftirfarandi hendingar heyrst sungnar í útvarpinu: „Hon bærer bláveis i siner hender den förste hilsen fra várens muld.“ Svíar hafa líka mikið dálæti á jurtinni og þar kallast hún blásippa. I Danmörku vex hún mest í frjórri og kalkríkri mold á eyjunum og gengur þar undir nafninu „bláa anemónan". Margir munu kannast við hið ljúfa kvæði Kaj Munks sem heimfært er upp á þessa jurt, en þar lýsir skáldið hvemig honum tókst að flytja hana úr hinni fijóu mold Lálands til hrjóstmgrar sandborinnar sléttu Vestur-Jótlands. Skógarbláminn er af sóleyjar- ætt (Ranunculaceae), náskyldur anemónum og gekk raunar áður undir nafninu Anemone hepatica. Heita má að blöð skógarblámans haldist nokkumveginn græn yfir veturinn og ný blöð fara ekki að vaxa að ráði fyrr en eftir að blómgun lýkur^og er þá mál til komið að fíarlægja gömlu blöðin. Jurtin er lágvaxin, um það bil 10 sm á hæð. Litur blómanna getur verið nokkuð breytilegur en al- gengastur skærblár og fræflarnir em hreinhvítir. Einnig em til teg- undir með hvítum (Anemone ne- morosa) og rauðleitum blómum (Anemone mbra) og í einstaka garði má fínna skógarbláma með fylltum blómum. Skógarblámi hefur verið rækt- aður hér um langt árabil en ekki náð mikilli útbreiðslu, enda ekki mjög harðgerður. Þó er vandalítið að láta hann þrífast, sé vel með hann farið og vetrarskýli á hann ekki að þurfa sé honum valinn skjólsæll staður, t.d. undir tijám eða rannum, en þannig nýtur hann sín vel. Eins og þegar hefur komið fram þarf moldin að vera fijó og kalkborin. Skógarbláma má fíölga með skiptingu sé gæti- lega að því farið og varast skal að hreyfa ungar plöntur. Oft má fínna af honum sjálfsánar plöntur sem auðvelt er að koma til. Þá hefur hann jafnan verið fáanlegur í gróðrarstöðvum á vorin. Önnur tegund af hepaticu er ungverska anemónan (Hepatica transylvanica), sem blómstrar allt að því tveim vikum fyrr en skógar- bláminn. Hún er heldur stórvaxn- ari og blómin mjög ljós. Ung- verska anemónan er enn sem komið er mjög fágæt hér en þrífst þokkalega með góðri meðferð. Hermann Lundholm Skógarblámi L » »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.