Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 10
Þýskaland, gamla eplatré Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson TÍMARITIÐ Bjartur og frú Emilía (nr. 11, 2. h. 1993) er að mestu helgað þýðingum á Ijóðum eftir sjö þýsk skáld. Þessi skáld komu hingað til lands nýlega og lásu úr verkum sínum. Þýðend- urnir eru íslensk skáld sem gefin hafa verið út á þýsku í Ijóða- safni sem sömu þýsku skáld tóku þátt í að slípa. Ljóðskáld þýða Ijóðskáld, segir Franz Gíslason að þetta sé kallað í Þýskalandi, en hann er einn helsti forystu- maður íslensk-þýskrar bók- menntasamvinnu og hefur skilað gagnkvæmu þýðingastarfí í því sambandi. Tiltæki sem þetta hlýtur að telj- ast afar jákvætt og benda má á að ekki var vanþörf á. Helstu þýð- endur okkar hafa að vísu glímt við þýsk skáld og Þjóðverjar hafa sýnt nokkrum íslenskum skáldum áhuga (fyrir skömmu kom til dæmis út í Þýskalandi safn Ijóða eftir Stefán Hörð Grímsson). Kjafta- gangur frumsýndur GAMANLEIKRITIÐ Kjaftagang- ur eftir Neil Simon verður frum- sýnt í kvöld, föstudag, á stóra sviði Þjóðleikhússins. Þýðing og stað- færsla verksins er í höndum Þór- arins Eldjárn en Asko Sarkola leikstýrir. Lýsingu annast Ás- mundur Karlsson, Hlín Gunnars- dóttir sér um leikmynd og einnig búninga ásamt Þórunni Maríu Jónsdóttur. Höfundur lætur verkið gerast í New York en sýningin hér gerist á fallegu heimili ungs manns á Sel- tjamarnesi sem ráðherra er búin að skipa í hátt embætti. Veisla stendur fyrir dyrum en þegar fyrstu gestim- ir mæta á staðinn er greinilegt að ekki er allt með felldu. Húsráðandinn virðist flæktur í mál sem verra væri að fréttist víða. Þá getur verið gott að grípa til lyginnar og vona að allt fari á besta veg. En lygi kallar á nýja lygi og þegar loks hver einasti gestur í veislunni er flæktur í sinn eigin lygavef fer að verða tvísýnt um hvernig hægt verður að greiða úr flækjunni án þess að starfsferillinn Það verður aftur á móti að telj- ast ofrausn að birta sama ljóðið í þýðingu tveggja skálda (jafnvel fleiri). Að vísu fæst samanburður ekki ófróðlegur fyrir þá sem vilja stunda hann eða gera fræðilega úttekt á ljóðaþýðingum. Stundum, en ekki alltaf, má greina ákveðin höfundareinkenni á þýðingunum, til að mynda vissa upphafningu hjá Hannesi Sigfússyni og Baldri Ósk- arssyni og fágað tungutak daglegs máls hjá þeim Matthíasi Johannes- sen og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Aðrir þýðendur eru Franz Gíslason, Gyrðir Elíasson og Linda Vilhjálms- dóttir. Myndmál þýsku skáldanna er yfírleitt óvæntara en hjá íslending- unum. Þau em mótaðri af borgar- samfélagi þótt nokkur þeirra hafí kosið kyrrð landsbyggðarinnar. Þegar þýða skal Ijóð sem á sér litla sem enga sambærilega hefð á ís- landi kemst þýðandi í vanda. Á hann að líkja sem mest eftir frum- textanum eða fella hann inn í kunn- uglegt andrúm heimalandsins? Hér fer líklega best á eins konar málamiðlun. Tungumálið sjálft Morgunblaðið/Sverrir Í kvöld verður frumsýnt gaman- leikritið Kjaftagangur á stóra sviði Þjóðleikhússins. og ríkisstjórnin hljóti skaða af. Leikendur eru Orn Árnason, Sig- urður Siguijónsson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Bjömsdóttir, Randver Þor- láksson og Þórey Sigþórsdóttir. Leikstjórinn, Ásko Sarkola, er einn af þekktustu Jeikhúsmönnum Norð- urlanda og íslendingum að góðu kunnur því hann hefur tvívegis kom- ið hingað og leikið á listahátíð. Asko lék hlutverk Jenna, sem Sigurður Siguijónsson leikur nú, í geysivin- sælli uppfærslu Lilla Teatem á Kjaftagangi. krefst aðlögunar, en myndsköpun, myndhverfíngar þess að þurrkast ekki út og verða aðeins sléttar og felldar og án þess að vekja lesand- ann til umhugsunar. Sumar þýðinganna eru að vonum eilítið stirðlegar, aðrar líkt og frum- ort ljóð á íslensku. Hinar siðar- nefndu em að vísu fáar. Kito Lorenc (f. 1938 og því elsta skáldið) er meðal þeirra skálda sem vekja sérstaka forvitni. Hann hefur ort á sorbísku, tungu fámenns slav- nesks þjóðarbrots. í ljóðinu um sorbísku hljómplötuna er í senn sársauki og von því að dauða rödd- in lifír enn. Uppruninn, minningin um hið liðna eru áberandi í ljóðum skáldsins, til dæmis tveimur hljómmiklum ljóðum, Orðinu og Sögunni um föður minn. Þessi tvö ljóð eru myndrík. Orð- inu er líkt við jámhnetu milli tann- anna. Eftirfarandi erindi sýnir hvemig náttúran fær sitt eigið mál í ljóðinu: Þama flýja froskamir, gegnumstungnir, nýskorinn komvöllinn Krabbamir steypast til baka úr leðurblökufluginu Titra ei lengur hjörtu steinanna Myrkrið sem hún leyndist í missir öxina Jafnvel raunsæisleg mynd af föðurnum við veiðar, lýsing þess hvemig hann kastar fyrir físk krefst myndsköpunar: „...kastar snúmnni í nýtt/ spurningarmerki situr enn þegar sagar-/ blað sólar- innar heldur til viðar þegar/ stjömuspænirnir tvístrast situr skuggi/ yfír vatninu með árhringi umhverfís/ hvítan mánavið..." Johann P. Tammen (f. 1944) er líka skáld myndrænu. í Jörðin, syngjandi brauð yrkir hann: „Tákn- unum fjölgar: fyrst hríslan/ skugg- sælt skot fyrir sprota/ á skorpn- aðri jörð“. Hann persónugerir steina líkt og Kito Lorenc, talar um „harmakvein steinanna". Tammen getur í senn ort hnit- miðuð ljóð og mælsk. Riddararnir, ágiskun er eitt þeirra ljóða, mynd- ríkt og einkennilegt ljóð. Smámun- ir eða Dagarnir góðu við sjóinn er eiginlega opið ljóð, hvarflar milli hversdagslegra hluta, smámuna sem þó em ekki smámunir. Ralf Thenior (f. 1945) er meðal aðgengilegri skáldanna í hópnum. Þmmuveður í San Blas, um það hvemig regnguðinn Tlaloc eys vatni yfir þök og götur, er lifandi ljóð sem kemur til skila stemmn- Kito Lorenc Johann P. Tammen Uwe Kolbe Barbara Köhler Wolfgang Schiffer Gregor Laschen Ralf Thenior ingu regntímans. Styttri ljóðin, Kónguló og Klettaströnd, em ekki síðri. Hið fyrmefnda er gott and- svar margkveðinna tilvistarlegra spurninga: í hnífaparaskúffunni býr kónguló. Hún hefur aðsetur undir salatskeið úr plasti. Stundufn lætur hún sjá sig og athugar hvað ég sé að sælqa. Ég er ekki að hugsa um hana þegar ég tykld fram skúffunni. Þá hef ég ónáðað hana, hún kemur fóthvöt og gerir mér bilt við. Þá segi ég Kónguló - hér átt þú heima og hér á ég heima, við höfum þetta af Uwe Kolbe (f. 1957) er eitt þeirra skálda sem hafa tileinkað sér einfaldan ljóðstíl. Þýskalands- ljóð hans, Gönguferð í Túbingen, er meðal athyglisverðari ljóða hans. Forvitnilegt er að bera saman þýð- ingar Ijóðsins. Báðar em þær full- gildar, en sýna mismunandi aðferð- ir. Fyrri þýðingin er að hluta hátt- bundin, hin síðari nútímalegri. Ekki er alveg ljóst hvernig á að skilja þetta ljóð um föðurlandið sem líkt er við gamalt eplatré „niður- hoggins stofns"; skírskotar það til skiptingar Þýskalands í austur og vestur eða örlaga þjóðarinnar yfir- leitt? Barbara Köhler (f. 1959), eina konan í hópnum, yrkir á einföldu máli og er beinskeytt í ljóðum sín- um. Bláa undrið hennar er dæmi um vel heppnaða stöku, mynd sem gengur upp. Efasemdir um mann- lega tilveru og umbúðir samfélags- ins sækja að henni og hún speglar þankagang sinn á skorinorðan nú- tímalegan hátt. Ljóð Wolfgangs Schiffers (f. 1946) þykja mér læsileg og geð- þekk. Schiffer stefnir hinu undur- samlega, óvænta gegn hversdags- leika (eða öfugt) sem ekki verður þó þrúgandi í Ijóðum hans. Atvik daglega lífsins kalla fram viðbrögð sem tjáð eru í skáldskap, yfírleitt af hófsemi. Gregor Laschen (f. 1941) er líka skáld stemmninga þar sem náttúr- an leikur stórt hlutverk. Tré, strendur og árstíðir öðlast líf í ljóð- unum. Nokkur þeirra sækja yrkis- efni til Skagen, landslags og mann- lífs þar. í ljóðum Laschens er frá- sögn, en ekki á kostnað ljóðrænna eiginleika. Niðurstaðan hlýtur að verða sú að kynning þessara þýsku skálda auki bókmenntatengsl landanna, víkki sjónhring lesenda og skálda. Ritgerð Einars Heimissonar, Um raunsæi og ýkjur í þýskum bók- menntum aldamótaáranna, gerir ágætlega grein fyrir lítt kunnum þáttum þýska bókmennta. Hjálmar Sveinsson setur lesendur inn í þýska bókmenntaumræðu sam- tímans með In memoriam - vestur- þýskar bókmenntir sem alveg eins hefði mátt kalla minningu austur- þýskra bókmennta. Aftast í Bjarti og frú Emilíu er höfundatal. Það flokkast víst undir smámunasemi að fetta fíngur út í slíka upplýsingamiðlun. En svo dæmi séu tekin er það að mínum dómi furðulega komist að orði, jafnvel móðgandi fyrir Ralf Theni- or, að segja að allt frá árinu 1977 hafi hann verið duglegur við að senda frá sér skáldverk. Um Hann- es Sigfússon segir að hann sé eitt af atómskáldunum „sem komu fram í upphafí sjötta áratugarins". Það er rétt að þetta gildir um flest atómskáldanna, en Hannes Sigfús- son kom eins og fleiri atómskáld fram á fímmta áratugnum og gaf út fyrstu bók sína, Dymbilvöku, 1949. Sagt er að Baldur Óskarsson hafí fæðst í Hafnarfírði og Matthí- as Johannessen í Reykjavík. Hvar hin íslensku skáldin eru fædd stendur ekkert um svo að þau hljóta að hafa fæðst á mjög óvissum stöð- um eða vera mótfallin því að láta átthagabinda sig. Eitt verka Helga Þorgils Friðjónssonar. Listkynning Pennans Myndlist Bragi Asgeirsson Allir myndlistarmenn vita að rit- fangaverslunin Penninn hefur lengi selt listmálaravörur í miklu úrvali og hafa notfært sér þá þjón- ustu í dijúgum mæli. í sambandi við 60 ára afmæli fyrirtækisins, hafa núverandi eig- endur þess viljað koma til móts við þennan hóp viðskiptavina sinna, og í þeim tilgangi stofnuðu þeir Listasjóð Pennans á sl. ári og veittu sérstök verðlaun í desember síðast- liðnum. Og nú hafa þeir bætt um betur og eru komnir með listkynn- ingu á jarðhæð bækistöðvanna í Hallarmúla 2, þar sem húsgagna- deildin hefur aðsetur. Hvort tveggja er lofsvert fram- tak og tíðkast víða ytra ásamt dijúgri fyrirgreiðslu til handa gömlum og grónum viðskiptavin- um. Minnist ég þess, er ég bjó í Róm fyrir margt löngu, að ég versl- aði í listavörubúð sem eldri kona átti og var hún stöðugt að bjóða mér fleiri og meiri afslátt á litum og lérefti og allt upp í 30%, og mun það ekki óalgengt þar suð- urfrá, gott ef fólkið býður manni ekki í mat eða út fyrir borgina um helgar! Slíkar listkynningar eru á þann veg til fyrirmyndar, að þær standa yfír í heilan mánuð og það er prýði- lega staðið að þessari. Geta forvitnir viðskiptavinir allra deilda verslunarinnar, svo og gestir og gangandi gert sér ferð niður í kjallara, hvílt augun og gert sálinni gott við skoðun lista- verka í framtíðinni ef verkast vill. Það er Helgi Þorgils Friðjónsson sem sýnir þarna fyrstur manna, en hann er einn af nafnkenndustu málurum yngri kynslóðarinnar, og var m.a. valinn sem fulltrúi íslands á Tvíæringinn í Feneyjum 1990. Helgi er líka einn af þeim dug- mestu við að markaðssetja list sína hérlendis, sem er ekkert verra og ill nauðsyn á seinni tímum. Rýmið, sem er innst í kjallaran- um, er hæfílega stórt og þannig sýnir Helgi 8 málverk og þar af nokkur stór. Helgi er dijúgur málari, en að þessu sinni þykja mér hin minni verk sæta mestum tíðindum og hann virðist vera að vinna sig að einhveiju leyti burt frá þeim ein- kennilega stíl sem hann hefur til- einkað sér. Stfl sem einkennist af goðsagnakenndri tákn- og dul- hyggju og furðulegri blöndu af sakleysi og holdlegri skírskotun. Það er eins og annars heims verur séu stignar niður úr sölum himin- ranns til að gamna sér við jarð- nesk fyrirbæri. Að sumu leyti geta þessar fígurur draumaheima minnt á belgíska málarann Paul Delvaux (f. 1897), en mun frekar á nær óþekktan amerískan málara Jared French að nafni (1905-1988). French þessi málaði á árunum 1941-42 myndir sem minna slá- andi á hina starandi líkamninga Helga Þorgils í dag, en annars eru þeir um margt ólíkir málarar, en fagleg skilgreiningin á inntaki list- ar þeirra er mjög svipuð sbr. grein eftir málarann og lausblaðamann- inn Nancy Grimes, „French’s Sym- bolic Figuration", American Art, nóvember 1992. Þannig endurtekur listasagan sig. FÓLK OG LAND Listakonan Sigrún Eldjám hefur víða komið við, því hún málar, myndlýsir, vinnur í grafík, teiknar, hefur skrifað tólf bamabækur Og myndskreytt um leið. Sigrún hefur haldið bæði smáár sem stórar einkasýningar og nú er ein hinna stærri í gangi í Lista- skála alþýðu, auk þess sem sér- staklega er lögð áhersla á mynd- verk hennar í listhúsinu Fold við Austurstræti. Allt em þetta nýjar og nýlegar myndir, sú elsta er máluð 1991, en hinar nýjustu á þessu ári. Það er hið jákvæða og bemska við tilveruna sem er viðfangsefni Sigrúnar, þannig þætti manni frá- leitt að hún færi að mála jarðarfar- ir eða fólk við dánarbeðinn. Einnig er hún blessunarlega laus við að velta hlutunum of mikið fyrir sér, en vill heldur koma fólki á óvart með einhveiju undirfurðulegu í mannheimi og í bland við þjóðsög- urnar. Að því leyti er hún skáld, að hún ýkir og umbreytir og býr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.