Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 96.tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Italska þingið neitar að svipta Bettino Craxi þinghelgi Fjórir ráðherrar segja sig úr stjórn Ciampis Róm. Reuter. Slökkt í manni UNGUR maður kveikti í sér fyrir framan þinghúsið í London í gær til þess að mótmæla stríðinu í Bosníu. Lögreglumenn hiupu til og slökktu í manninum sem hlaut alvarleg brun- asár. í gærkvöldi kölluðu Owen lá- varður og Cyrus Vance, leiðtoga deiluaðila í Bosníu og forseta Serbíu, Svartfjallalands, Króatíu og Júgó- slavíu til fundar í Aþenu á morgun og sunnudag til viðræðna um friðará- ætlun sína fyrir Bosníu. Sjá „Friðaráætlun SÞ rædd á ný“ á bls. 22. FJÓRIR ráðherrar sögðu sig í gærkvöldi úr ríkisstjórn Carlos Azeglios Ciampis í mótmælaskyni við þá ákvörðun neðri deildar ítalska þingsins að fella tillögu um að svipta Bettino Craxi fyrrum forsætisráðherra þinghelgi til þess að hægt yrði að sækja hann til saka fyrir meinta spillingu. Ráðherrar stjórnarinnar sóru embættis- eið í gærmorgun en í gærkvöldi blasti fátt annað en fall við sljórn- inni. Verði traustsyfirlýsing við hana ekki samþykkt á þinginu á Luigi Scalfaro forseti ekki annarra kosta völ en rjúfa þing og skipa bráðabirgðastjórn undir forystu eins af þingforsetunum er hefði það hlutverk eitt að efna tafarlaust til nýrra kosninga. Vegna atkvæðagreiðslunnar í neðri deild þingsins krafðist Repúblikana- flokkurinn þess að þing yrði rofið og boðað til nýrra kosninga. Flokk- urinn sagðist áfram myndu styðja stjórn Ciampis en Lýðræðisflokkur vinstrimanna og flokkur græningja drógu hins vegar til baka stuðning sinn við stjórnina í mótmælaskyni við ákvörðun neðri deildar þingsins. Það réð úrslitum um myndun stjórnar Ciampis að Lýðræðisflokk- ur vinstrimanna, arftaki kommún- istaflokksins, féllst á að leggja henni til þrjá menn, Vincenzo Visco skattamálaráðherra, Augusto Barbera sem átti að fara með sam- skipti við þingið í stjórninni og Luigi Berlinguer ráðherra háskóla- mála. Fjórði ráðherrann sem sagði af sér eftir nokkrar klukkustundir í embætti var Francesco Rutelli umhverfisráðherra úr flokki græn- ingja. Heiftarlegt rifrildi tveggja nýju ráðherranna á Ítalíu varð til að seinka nokkuð embættistöku stjórn- arinnar í gær en deila þeirra sner- ist um ráðherraembætti og valdsvið ráðuneyta. Nærri helmingur ráð- herranna 26 hafa ekki gegnt ráð- herraembætti áður og níu þeirra eru ekki þingmenn. Auk þess að breyta kosningalöggjöfinni verður baráttan við gífurlegan fjárlaga- halla helsta viðfangsefni stjórnar- ildis milli Barbera og Leopoldo Elia úr Kristilega demókrataflokknum. Barbera var óánægður með emb- ættið sem honum var ætlað og vildi fá það ráðuneyti, sem á að vinna að umbótum á stjómskipan og stofnunum ríkisins. Elia hafði hins vegar verið tilnefndur í það. Þá kom það einnig til, að valdsvið ráðuneyt- anna skarast en málamiðlunin var sú, að ráðherrarnir ynnu saman að breytingum á kosningalöggjöfinni. „Menn með hreinan skjöld“ ítalskur almenningur og fjölmiðl- ar fögnuðu nýju stjórninni og henni var lýst sem „pólitískum jarð- skjálfta" og algerum þáttaskilum í sögu ítalskra stjórnmála. „Allt menn með hreinan skjöld,“ sagði blaðið II Messaggero og önnur blöð spöruðu heldur ekki hástemmt lofið. Reuter De Klerk biðst afsökunar á aðskilnaðarstefmmni Höfðaborg. Reuter. innar. Það dróst í 80 mínútur, að Carlo Anzeglio Ciampi forsætisráðherra og samráðherrar hans gætu svarið embættiseiðinn vegna hávaðarifr- F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, baðst í gær afsökunar á aðskiln- aðarstefnu stjórnar hvíta minnihlutans. Sagðist hann harma þá frels- issviptingu sem blökkumenn hefðu orðið fyrir og það tilræði við mannlega reisn þeirra sem stefnan hefði reynst verða. Er þetta í fyrsta sinn sem suður-afrískur forseti iðrast opinberlega fyrir að- skilnaðarstefnuna. v. „Sæluvika“ Clintons liðin BILL CLINTON, forseti Bandaríkj- annna, og Hillary, kona hans, í Hvíta húsinu. I gær voru liðnir 100 dagar frá því hann tók við embætti og svo virðist sem vinsældir hans hafi dalað nokkuð. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun telja 69% landa hans að hann standi sig jafn vel og þeir höfðu búist við, en þetta hlutfall var 73% fyrir tveimur mánuðum. Þeim hefur líka fjölgað, sem telja hann standa sig verr í efnahagsmálunum en þeir bjuggust við, eða úr 19% í 28%. Þá kom það á óvart ; könnuninni hve mikill stuðningur var við stefnu Clint- ons í málefnum Rússlands, eða 70%. Rcuter „Það var ekki markmiðið að svipta fólk mannréttindum og valda óhamingju en það urðu samt afleiðingar aðskilnaðarstefnunnar. Þess iðrumst við sannarlega,“ sagði de Klerk á fundi með frétta- mönnum. Forsetinn sagði að aðskilnaðar- stefnan hefði komið í veg fyrir að hæfileikar blökkumanna fengju notið sín. Er hann var spurður hvort iðrun hans jafngilti afsökun- arbeiðni svaraði hann: „Einlæg iðrun gengur miklu lengra en af- sökunarbeiðni. í iðruninni felst ósk um að gæti ég farið aftur í tímann vildi ég að málin hefðu tekið aðra stefnu. Já, við biðjumst afsökun- ar,“ sagði de Klerk. De Klerk sagði í gær að hann áliti Nelson Mandela, leiðtoga Af- ríska þjóðaráðsins (ANC) hafa alla þá hæfileika til að bera sem myndu prýða góðan forseta Suður-Afríku. Hins vegar sagði hann ANC skorta reynslu til þess að fara með lands- stjórnina. Höll drottn- ingar opnuð London. Reuter. HÖLL Elísabetar Breta- drottningar í London, verður opnuð almenningi í sumar og tekjum af aðgangseyri varið til viðgerðar á Windsor-kast- ala sem skemmdist í eldsvoða í nóvember sl. Buckingham-höll hefur ekki verið opin almenningi áður. Gert er ráð fyrir að hún verði opin í tvo mánuði á ári a.m.k. næstu fímm árin. Fyrstu gestunum verður hleypt í gegnum hallar- hliðið í byijun ágúst. Leiðsögu- menn munu leiða gesti um salar- kynnin og verður aðgangseyrir átta sterlingspund fyrir mann- inn. Gert er ráð fyrir að tekjurn- ar standi undir a.m.k. 70% kostnaðar við endurreisn í Windsor. Aætlað er að viðgerðin muni kosta 30-40 millj. punda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.