Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993,
30
JA, RAÐHERRA
eftirHöskuld
Einarsson
Flestir muna eflaust eftir þætti í
ríkissjónvarpinu er nefndist Já, ráð-
herra. Var þar óspart gert grín að
ráðherra nokkrum er lét embættis-
menn sína spila með sig á alla kanta.
Ekki er laust við að okkur slökkviliðs-
menn gruni að eitthvað slíkt sé á
döfinni hjá pólítíkusum og embættis-
mönnum Reykjavíkurborgar varð-
andi viðurkenningu á Landssam-
bandi slökkviliðsmanna sem stéttar-
félagi slökkviliðsmanna. Pólítíkusihn
segist vera hlynntur málinu og að
það fari örugglega í gegn en embætt-
ismaðurinn segir að það komi ekki
til mála, slökkviliðsmenn uppfylli
ekki reglumar.
Forsagan
Fyrir um það bil 20 ámm stofnuðu
slökkviliðsmenn með sér landssam-
band er starfaði að félags- og hags-
munamálefnum stéttarinnar.
Slökkviliðsmenn voru eftir sem áður
hver í sínu stéttarfélagi, t.d. við hér
í Reykjavík í Starfsmannafélagi
Reykjavíkur. Eins og gefur að skilja
hefur fámenn stétt slökkviliðsmanna
átt á brattann að sækja í stóm stétt-
arfélagi þar sem að mörgum þarf
að hyggja og illmögulegt að taka
fyrir sérstakar starfsaðstæður,
menntun og hættur þær er hver
slökkviliðsmaður leggur sig í svo til
á hveijum degi. Menntun, aðstæður
og sérhæfing gerir starf þetta þann-
ig að fáir aðrir en slökkviliðsmenn
geta sett sig inn í hugsanagang og
málefni stéttarinnar.
Það var því á þeim grundvelli sem
slökkviliðsmenn ígmnduðu hvort þeir
sjálfir gætu ekki samið um kaup sín
og kjör. Enginn skyldi þó halda að
þetta hafí verið gert í einhverju fljót-
ræði eða án athugunar á lögum og
rétti, umhugsunin, umræðumar og
athugunin tók yfir nokkur ár. Leitað
var m.a til hæstaréttarlögmannsins
Ammundar Backmans sem sérhæft
hefur sig m.a. í vinnurétti og f um-
sögn hans frá 11 september 1987
segir m.a. að þáverandi landssam-
band verði að breyta lögum sínum á
nokkmm stöðum sem og að bæta í
lögin ítarlegri ákvæðum um réttindi
og skyldur. í niðurstöðu Ammundar
Backmans segir orðrétt: „Fyrst af
öllu þarf að taka þá grundvallar-
ákvörðun á þingi Landssambands
slökkviliðsmanna, að breyta eigi
sambandinu í stéttarfélag með um-
boði til að gera kjarasamninga og
fylgja kjaradeilum eftir með vinnu-
stöðvun. Til þess þarf töluverðar
lagabreytingar. í annan stað þarf að
gera mönnum ljóst að slíkur flutning-
ur á samningsrétti kann að þýða
ágreining við fyrrverandi stéttarfé-
Iög og deilu um samningsumboð.
Slík deila getur hæglega orðið nokk-
uð hörð og verður ekki til lykta leidd
nema í kjaradeilu við lausa samn-
inga. Landssamband slökkviliðs-
manna virðist vera í fullum rétti sam-
kvæmt lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna til að fara inn
á framangreinda braut og verður,
að frágengnum formsatriðum, að til-
kynna viðsemjendum sínum, eigi síð-
ar en við upphaf samningaviðræðna,
hveijir skipi samninganefndir þeirra,
sbr. 8. gr. laganna.“
Eftir rækilega skoðun var fagfé-
laginu breytt í stéttarfélag 2. maí ’92
og fyrsta þing þess haldið 19.-21.
maí sl.
Þrátt fyrir það var áfram leitað
eftir hvort ekki væri í hvívetna farið
að lögum og réttarstöðu stéttarfé-
lagsins og þá leitað til Viðars Más
Matthíassonar hæstaréttarlögmanns
með spurninguna: Fullnægir Lands-
samband slökkviliðsmanna skilyrð-
um 3. mgr. 5. gr. 1. nr. 94/1986
um kjarasamning opinberra starfs-
manna, til þess að geta talist stéttar-
félag?
Viðar Már gerir grein fyrir afstöðu
sinni á eftirfarandi hátt:
„Þau skilyrði sem sett eru í 3. tl.
5. gr. laganna, fyrir því að stéttarfé-
Iag öðlist rétt til að vera samningsað-
ili skv. lögum, er að félag taki til 7«
hluta starfsmanna sem undir lögin
heyra og eru í starfsstétt með lög-
formleg starfsréttindi, eða uppfylla
skilyrði um formlega menntun, sem
jafna má til slíkra starfsréttinda, og
að félagsmenn séu 40 eða fleiri.
í skýringum við þetta atriði, sem
fylgir frumvarpi því, sem síðar varð
að lögum nr. 94/1986, segir m.a. að
greinin taki til þeirra starfsstétta
sem
— hafa starfsréttindi sem eru
bundin í lögum eða reglugerðum.
— fagstétta, sem þurfa hliðstæða
sérhæfingu eða sérþjálfun til þeirra
starfa sem þær annast.
Af því, sem síðar segir í skýringun-
um má ráða, að með orðunum „hlið-
stæðu (námi) og sérhæfíngu" er fyrst
og fremst, en þó ekki eingöngu, ver-
ið að vísa til háskólamenntaðra
starfsmanna.
Mér er ekki kunnugt um, að á
þetta ákvæði hafi reynt sérstaklega
fyrir dómstólum, að minnsta kosti
ekki að því er þetta atriði varðar.
Sé litið til slökkviliðsmanna, og
þá eingöngu þeirra slökkviliðsmanna
sem hafa brunavamir að aðalstarfí,
hafa eftirfarandi atriði þýðingu:
Um slökkviliðsmenn gilda nú
ákvæði laga 41/1992 um brunavarn-
ir og brunamál. í II. kafla þeirra
laga er fjallað um slökkvilið og
slökkvistarf, en í þessum kafla er
ekki sérstaklega vikið að menntun
slökkviliðsmanna eða starfsréttind-
um. Hins vegar er í gildi reglugerð
nr. 197/1991, sem sett var sam-,
kvæmt eldri lögum um brunavamir
og brunamál nr.74/1982, en sam-
kvæmt lögskýringareglum gildir sú
reglugerð áfram, sbr. og 8. gr. hinna
nýju laga.
Reglugerð nr. 197/1991 heitir
„Reglugerð um menntun, réttindi og
skyldur slökkviliðsmanna". í þeirri
reglugerð, sem skv. 1. tl. 1. gr. tek-
ur m.a. til þeirra sem hafa bmna-
vamir að aðalstarfi, er í 2. gr. ijallað
um skilyrði þau, sem umsækjendur
um starf slökkviliðsmanna verða að
fullnægja. Lúta þau skilyrði bæði að
formlegri menntun sbr. 1. og 4. tl.,
svo og öðrum atriðum sbr. 2. og 3.
tl. Ekki er heimilt að víkja frá þess-
um skilyrðum þegar um er að ræða
ráðningu í aðalstarf.
I 3. gr. reglugerðarinnar er svo
fjallað um menntun og starfsþjálfun
þeirra, sem starfa sem slökkviliðs-
menn. Er þar bæði um grunnnám
að ræða og fullnaðarnám. Segir að
Höskuldur Einarsson
„Sem íbúi Reykjavíkur
vildi ég ekki fá þjónustu
af hendi slökkviliðs-
manns, sjúkraflutnings-
manns, lögreglumanns
eða læknis sem aðeins
hefði lært sitt fag í
skóla.“
slökkviliðsmenn að aðalstarfi skuli
hafa lokið grunnnámi innan eins árs
en fullnaðarnámi innan ijögurra ára
frá því þeir hófu störf.
Af ákvæðum reglugerðarinnar er
ljóst, að hér er um skyldubundið nám
að ræða, en auk þess leiðir það af
D. lið 2. gr. 1. nr. 41/1992 og skýr-
ingum við hana í lögskýringargögn-
um.
Þegar þetta er ljóst, að slökkviliðs-
menn þurfa bæði að uppfylla skilyrði
um tiltekna formlega menntun til
þess að hljóta ráðningu til starfa og
einnig til þess að fá að starfa sem
slökkviliðsmenn. Þegar litið er til
skilyrða þeirra, sem margar starfs-
stéttir þurfa að uppfylla til þess að
lögformleg starfsréttindi, t.d. ýmsar
starfsstéttir í heilbrigðisþjónustu, þá
má fullyrða að skilyrðum þeim um
menntun sem slökkviliðsmenn þurfa
að uppfylla má fyllilega jafna til
slíkra starfsréttinda.
Afstaða mín er því sú, að ef skil-
A UGL YSINGAR
HUSNÆÐI I BOÐI
Til leigu
I Stelkshölum er til leigu 3ja herbergja enda-
íbúð, björt með fallegu útsýni í austur.
Leigist til 1 árs.
Nánari upplýsingar veitir Eignamiðlunin
í síma 679090.
TILKYNNINGAR
Verkamannafélagið
Dagsbrún
DAGSBRUN
Fyrstimaí
Félagar! Fjölmennum í kröfugönguna og á
útifundinn á Lækjartorgi.
Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13.00.
Eftir útifundinn verður kaffi í boði Dagsbrún-
ar á veitingahúsinu Tveir vinir, Laugavegi 45.
Stjórn Dagsbrúnar.
OPIÐ
HÚS
Opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykja-
víkur eftir útifundinn á Lækjartorgi 1. maí í
Húsi verslunarinnar á fyrstu hæð.
Kaffiveitingar.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
I.O.O.F. 12 = 1744308V2 = 9. III
I.O.O.F. 1 = 175430872 = 9.0.*
□ Sindri 599304307 - LF.
Innanfélagsmót
skíðadeildar Ármanns í aldurs-
flokkum 13-14 ára og 15 ára
og eldri verður í Bláfjöllum laug-
ardaginn 1. maí.
Keppni í aldursflokkum 13-14
ára hefst kl. 10.00, 15 ára og
eldri kl. 12.00.
Stjórnin.
Frá Guöspeki
fólaginu
Ingótfsstraati 22.
Áskrlftarsfmi
Ganglera er
30673.
Föstudagurinn
30. apríl 1993
í kvöld kl. 21 heldur Kristján Fr.
Guðmundsson erindi „Hugrækt
frá kristnu sjónarmiði" í húsi fé-
lagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag er opið hús frá kl.
15 til kl. 17 með fræðslu og
umræðum.
Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.
auglýsingar
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Dagsferðir Ferðafélags-
ins 1. og 2. maí:
Laugardagur 1. maí kl. 10.30:
Skíðagönguferð í Innstadal.
Ekið að Kolviðarhóli og gengið
þaðan. Skemmtilegt skíða-
gönguland - nægur snjór.
Verð kr. 1.100.
Kl. 13.00 á laugardaginn verður
hellaskoðunarferð í Arnarker,
sem er í hraunbreiðunni skammt
neðan við vesturenda Hlíðar-
fjalls í Ölfusi. Nafngiftin Arnarker
er lítið notuð, í daglegu tali kall-
ast hellirinn einfaldlega Kerið,
lýsandi nafngift fyrir niðurfallið.
Þessi ferð er tilvalin skoðunar-
ferð fyrir alla fjölskylduna.
Hafið með vasaljós og húfu.
Verð kr. 1,100.
Sunnudaginn 2. maí - kl. 13.00
- verður gengin 5. áfangi f
Borgargöngunni - frá Hjalla-
enda um Búrfellsgjá að Kald-
árseli. Þessi ganga tekur um
27z til 3 klst. Verð kr. 600.
Börn fá frítt í ferðirnar I fylgd
fullorðinna.
Brottför í ferðirnar er frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmeg-
in, og Mörkinni 6.
Ath.: Miðvlkudaginn 5. maf
verður myndakvöfd í Sóknar-
salnum, Skipholti 50a, - m.a.
verða kynntar ferðir sumarsins.
Ferðafélag íslands.
yrðum um að, félagsmenn séu fleiri
en 40 og ef Landssamband slökkvi-
liðsmanna tekur til að minnsta kosti
2A starfsmanna er undir lögin heyra,
þ.e. þeirra sem vinna við slökkvistörf
eða brunavamir að aðalstarfi, geti
ekki leikið vafl á því að félagið hafí
rétt til samningsgerðar skv. 5. gr.
laganna og þannig talist stéttarfélag ,
í skilningi þeirra.“
Hvað er þá að?
Jú, 27. júlí ’92 er viðsemjendum
okkar tilkynnt um stofnun hins nýja
stéttarfélags og 8. febr. ’92 hvetjir
skipi samninganefnd þess. Framan ’
af bárust engin formleg andmæli við
lögmæti félagsstofnunar heldur kom
eingöngu fram neikvæð afstaða
gagnvart greiðslu félagsgjalda til
LSS og frá hvetjum, ekki þeim er
Arnmundur Backman lögfræðingur
hafði spáð að yrði ásteitingarsteinn-
inn, þ.e. Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar. Nei, viðskilnaðurinn við
okkar fyrri félaga þar var báðum til
sóma og enginn ágreiningur. Það var
við Reykjavíkurborg sem ágreining-
urinn varð.
Það er síðan fyrst 17. des. ’92 sem
formleg viðbrögð berast sameigin-
lega frá ríki, Samb. ísl. sveitarfélaga
og Reykjavíkurborg. Bréf þeirra er
á þá leið, að engan veginn er hægt *
að sjá að þeir ágætu menn er skrifa
undir það hafí haft fyrir því að kynna
sér lög og reglugerðir né menntunar- N
kröfur slökkviliðsmanna. í bréfínu
segir orðrétt:
I svari Landssambands slökkvi- (
liðsmanna er því m.a. haldið fram
með vísan til 2. gr. rgl. nr. 197/191,
um menntun, réttindi og skyldur
slökkviliðsmanna, að umsækjendur
um stöður slökkviliðsmanna þurfí að
uppfylla skilyrði um formlega mennt-
un til að hljóta ráðningu í starf.
Samkvæmt þessu virðist Landssam-
bandi slökkviliðsmanna telja nægjan-
legt, að viðkomandi einstaklingur
hafí lokið einhverskonar formlegri
menntun, sem vinnuveitandi telur
gilda, til þess að uppfylla áskildar
menntunarkröfur reglugerðarinnar.
Að mati vinnuveitenda geta mennt-
unarkröfur 1. og 4. tl. rgl. 197/1991
ekki talist svo sérhæfar að hægt sé
að byggja stofnun fagstéttarfélags (
slökkviliðsmanna á þeim. Að mati
vinnuveitenda þarf starfsstétt, sem
hyggst stofna fagstéttarfélag á I
grundvelli 3. tl. 5. gr. 1. nr. 94/1986,
að uppfylla skilyrði um lögformleg
starfsréttindi eða formlega sérhæfða 1
menntun sem jafna má til slíkra
starfsréttinda strax við það tíma-
mark er starf er hafið. Þegar af þess-
ari ástæðu þykir ljóst að Landssam-
band slökkviliðsmanna fullnægir
ekki skilyrðum 3. tl. 5. gr. 1. 94/1986
um kjarasamning opinberra starfs-
manna. Er því ósk félagsins um
samningsrétt sér til handa hafnað.“
Hverjar skyldu vera þessar
aumu menntunarkröfur?
Slökkviliðsmaður I
Til að uppylla kröfur þurfa um-
sækjendur að hafa lokið iðnmenntun
sem er fjögurra ára framhaldsnám
eða sambærilegri menntun er nýtist
í starfí, hafa meirapróf bifreiða-
stjóra, standast þrekpróf og vera á
aldrinum 18-28 ára. Að uppfylltum
þessum skilyrðum fara umsækjendur (
á 47 klst. námskeið er miðar að því
að gera þá hæfa til starfa á almenn-
um sjúkrabílum með vönum starfs- (
manni, vinna á skiptiborði stöðvar-
innar og vinna ýmis störf utanhúss
í eldútköllum. Námskeiðið er 47 bók-
legar og 33 verklegar kennslustund-
ir.
Slökkviliðsmaður II
Eftir að hafa unnið sem sumaraf-
leysingamaður minnst átta mánuði
sækja menn námskeið nýliða. Mark-
miðið er að eftir námskeiðið séu þeir
hæfir til að sinna neyðartilvikum í
sjúkraflutningum, aka og stjóma
dælubíl utan fyrsta dælubíls, stunda
reykköfun og vinna sem aðstoðar-
maður reykkafara. Kunna að fara
með lausa stiga, handslökkvitæki,
ýmiskonar sérhæfð handverkfæri og
kunna skil á einföldum þrýstitaps- (
reikningum, rennslisfræði, dælu-
tækni, eðli elds og helstu slökkviefn-
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á sídum Moggans! jý. (