Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
M;(H iiiS'oT .n^ ;-;íjo/.(i n’r-;0'.| iohqí/.—
Um módemisma í ís-
lenskum bókmenntum
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Örn Ólafsson: Kóralforspil hafs-
ins. (300 bls.) Skjaldborg 1992.
Markmið þessa verks er að bera
saman einkenni módemra íslenskra
verka og „komast að því hvort þar
sé sameiginlegur þráður, og einkum
hvort um sé að ræða innlenda hefð.“
Þótt höfundur ætli sér ekki að vinna
hér tæmandi rannsókn má ljóst vera
að viðfangsefnið er geysivíðfeðmt og
300 bls. bók mætti því þykja eðlileg-
ur afrakstur slíkrar vinnu. Samt má
spyija hvort efnismörkun verksins
sé viðunandi miðað við markmið.
Sundurlaus aðföng
Framsetning bókarinnar er óþarf-
lega glundroðakennd og stíllinn lang-
orður. Þótt víða sé komið við verður
ekki annað ályktað en skila hefði
mátt mun markvissar unnu verki;
það hefði átt skilið að vera styttra.
í formála kemur fram að höfund-
ur hefur notað ritdóma úr eigin fór-
um og aðrar greinar ótæpilega: „En
þetta þróaðist svo áfram, og gleypti
í sig ýmsar greinar mínar og ritdóma
frá undanförnum árurn." Það er
sama hversu góður ritdómur er, um
hann gildir sú meginregla að hann
er vitnisburður um tiltekið verk út
frá þess eigin forsendum og verður
illa felldur inn í heildarsamræmi ann-
ars verks sem samið er í sérstökum
tilgangi. Það er óraunhæft að ætla
að gefa ósamstæðum ritdómum nýtt
líf í samhengi sem þeir voru ekki
skrifaðir fyrir. I þessu samhengi má
nefna sem dæmi umfjöllun um skáld-
skap Gyrðis Elíassonar (bls.
159-163). Greint er frá þremur ljóða-
bókum skáldsins og einna lengst er
dvalið við Bak við Maríuglerið. Lítið
er um beina túlkun heldur aðallega
greint frá myndmáli í verkum Gyrðis
og helstu hugrenningatengsl rakin
sem vakna við lestur Ijóðanna. Allt
er þetta of ómarkvisst til þess að
Operettu-
tónleikar
á Húsavík
NEMENDUR Nataliu Chow við
Tónlistarskóla Húsavíkur, ásamt
söngsveitinni NA 12 efna til tón-
leika nk. sunnudag 2. maí klukkan
17 í sal Borgarhólsskóla á Húsa-
vík.
Nemendumir ætla að flytja Óper-
ettuna Mikadó eftir Gilbert og Sulli-
van. Aðalsöngvarar verða Berglind
Magnúsdóttir, Einir Bjömsson, Ei-
ríkur Jóhannsson, Elísabet Hauge,
Guðfinna Sverrisdóttir, Matthildur
Rós Haraldsdóttir, Ríkharður Hjart-
arson, Sighvatur Ámason. Stjóm-
andi Natalia Chow og undirleikari
Helgi Pétursson og Natalia Chow.
eiga heima í þessu verki, umíjöllunin
of almenn. Túlkunin á ljóðum Gyrðis
ristir dýpst í þessum orðum sem eiga
við eitt ljóðanna í Maríuglerinu:
„Eins og eðlilegt er um svo martrað-
arkennt verk, þá er framvinda þess
ekki rökleg, og ekki sjáanlegt neitt
kerfi í því. Verkið minnir öllu heldur
á tónverk, þar eru endurtekin stef,
stundum ríkir áköf spenna, stundum
ró, en jafnan sama tóntegund, ef svo
mætti segja, það er kvíðaþrungið
hugarástand."
Hvað er módernismi?
Umræðan um módernisma hefur
verið lifandi hér á landi í yfir tvo
áratugi. Samt er erfitt að sjá að hún
hafi skilað eins miklu og í hana hef-
ur verið eytt. Hugtakið reynist hált
til skilgreiningar, bæði efnislega og
sögulega.
Öm rekur mæta vel umræðuna
um módemisma hér á landi. Ólafur
Jónsson skilgreindi módemismann
út frá viðhorfs- forsendum, um væri
að ræða „áraun nútíðar-mannsins",
lífsfírringu hans og gildiskreppu.
Fríða Sigurðardóttir og sérstaklega
Eysteinn Þorvaldsson hafa lagt mik-
ilsverða hluti til umræðunnar. Þau
byggja bæði á skilgreiningu Ingem-
ars Álgulin á módemisma þar sem
hann leggur til grundvallar pósiti-
vískar forsendur fyrir skilgreining-
unni. Til þess að ljóð teljist módemt
þarf það að hafa að minnsta kosti
tvö af eftirtöldum einkennum: 1)
bragfrelsi, 2) hnitmiðun, 3) sjálf-
stæðar myndir. Aigulin heldur því
fram að til þess að ljóð geti talist
módernt þurfi það að fela í sér tvennt
af þessum þremur atriðum. (Það er
svo aftur umhugsunarvert hvað gef-
ur Algulin ástæðu til þess að setja
fram svo hnífskarpa reglu sem
minnir meira á kökuuppskrift en fag-
urfræðilega skilgreiningu.) Örn vitn-
ar í skilgreiningar annarra erlendra
fræðimanna á módemisma, m.a. til
orða Bradbury og McFarlane sem
telja módernisma vera uppreisn gegn
sögulegu viðhorfi, hann hafni því að
sjá mannlífið sem sögulega framrás.
Af þessari örstuttu lýsingu á
mismunandi skilgreiningu manna á
módernisma má ljóst vera að hugtak-
ið er vægast sagt svífandi. Um leið
hlýtur fræðileg rannsókn á módem-
isma í íslenskum bókmenntum bæði
að vera erfið og umdeild, sama þótt
rannsakandinn vinni hana af kost-
gæfni.
Öm er sér greinilega vel meðvit-
aður um þennan vanda. I umfjöllun
sinni bendir hann á takmarkanir
manna í skilgreiningu á módernisma.
Honum fínnst t.d. hin þrönga skil-
greining Algulins einkennileg og skil-
greining Ólafs of almenn til að stand-
ast og er sá sem þetta ritar honum
sammála. Hvað stendur þá eftir
hjá Emi Ólafssyni sem samnefnari
módernisma í íslenskum bókmennt-
um? Skilgreining hans á módernisma
er mun einfaldari en þeirra sem hann
vitnar til. Samkvæmt Emi er það
fyrst og fremst samhengisleysið og
brotakennd framsetningin sem skipt-
ir sköpum. Alveg eins og það er rétt
að fullyrða að ljóð, ort í fijálsu formi,
Gaurag'angnr eftir Ólaf
Hauk Símonarson fær
mikið lof í Danmörku
FYRIR nokkru kom skáldsaga Ólafs Hauks Símonarsonar Gauragang-
ur út í Danmörku á vegum bókaútgáfunnar Amanda. Erik Skyum-Niels-
en þýddi söguna. Á dönsku heitir hún Tumult og af blaðafregnum
má ráða að hún hefur hlotið einróma lof danskra gagnrýnenda sem
líkja sögu Ólafs Hauks við margt það besta sem skrifað hefur verið
um unglinga í bókmenntum heimsins.
í Politiken fjallar Gorm Rasmuss- líka að framtíð hans sé bjartari."
Gagnrýnandi Jyllands Posten, Pre-
ben Meulengracht Sorensen, fer
einnig lofsamlegum orðum um
Gauragang og segir: „Þessi íslenska
skáldsaga er eins og fossaflóð at-
burða og svipmynda. Fyndin,
skemmtileg, stórkarlaleg og hríf-
andi. Fyrstu persónu frásögnin hefur
yfir sér hinn harðsoðna stíl, mynd-
mál sem iðar og blómstra. Himinninn
er svartur eins og bakið á Grace
Jones og á því sindra glitrandi gim-
steinar... Slík saga hefur oft verið
skrifuð, en hér verður hún á nýjan
leik fersk og stórbrotin. Það er varla
hægt að lofa þýðandann, Erik Skyum
Nielsen, nógsamlega. Þýðingin er
sannkallað afrek og sver sig í ætt
við frumtextann, jafn hressileg og
litrík og hann.“
en um söguna og segir m.a.: „Ormur
Óðinsson, söguhetjan, er ávallt
staddur annað hvort í helvíti eða í
sjöunda himni, aldrei á jörðinni, en
samt tekst honum að skilja þar eftir
djúp spor. Lesandinn hrífst með,
gjörsamlega heillaður finnur hann
aftur hríslast um sig þann frumkraft
sem einkennir dýrategundina á sautj-
ánda ári. Ef þú ert í þeim stóra hópi
sem dró andann gegnum bækur eins
og The Catcher in the Rye eftir J.D.
Salinger eða De uanstændige eftir
Leif Panduro, þá muntu hafa mikla
ánægju af þessari löngu skáldsögu
sem miðlar á sama hátt og þessi tvö
sígildu skáldverk innlifaðri ást á við-
fangsefni og persónum ... En í Ormi
býr mun meiri berserkur en í sögu-
hetjum þeirra Panduros og Salingers
og þess vegna ímyndar maður sér
Námstefna um tónlistar- og
hljóðfærakennslu í Lyon
ÁRIÐ 1968 voru stofnuð í Sviss alþjóðasamtök um tónlistarkennslu á
uppeldisfræðilegum grunni, kennd við Edgar Willems, sem var mikill
frumkvöðull á þessu sviði. Willems, sem var belgískur að ætt og upp-
runa, en starfaði lengst af í Sviss, setti fram kenningar og leiðbeining-
ar um hvernig ætti að gera tónlistarkennslu aðgengilegri og eðlilegri.
Ekki síst hafa kenningar hans um tónlistaruppeldi ungra barna þótt
mjög athyglisverðar.
Samtök þessi eru 25 ára um þess-
ar mundir og gangast af því tilefni
fyrir námstefnu fyrir tónlistar- og
hljóðfærakennara og annað áhuga-
fólk um tónlist í Lyon, dagana
10.-16. júlí.
Námstefnan er haldin í samvinnu
við Frakklandsdeild EPTA (Evrópu-
sambands píanókennara), sem heldur
þannig upp á tíu ára afmæli sitt.
Námstefnunni er skipt í námshópa,
þar sem fjallað er um ýmsa þætti
tónlistaruppeldis, einstök hljóðfæri,
kórstjóm og ýmis form tónlistar,
þótt tónlistarkennsla ungra barna
skipi stærst rúm. Samtímis mun
EPTA halda „masterclass" í túlkun
píanótónlistar, þar sem ýmsir þekkt-
ir listamenn verða meðal leiðbein-
enda, svo sem Edith Picht-Axenfeld,
Sebastien Benda, Elza Kolodin o.fl.
Sá sem stendur fyrir þessu er sviss-
neski tónlistarfrömuðurinn Jaques
Chapuis, sem er formaður beggja
samtakanna.
Ennfremur verða haldnir tónleik-
ar, tengdir námstefnunni, á hveiju
kvöldi og kennir þar margra grasa.
Þeir sem áhuga hafa á þessari
námstefnu geta sett sig í samband
við AIEM Willems et EPTA France,
23 Rue de Comet, F-69290 St Genis
les Ollieres, Lyon, Frakklandi.
(Fréttatilkynning)
Örn Ólafsson
sé ekki endilega módernt þá virðist
mér hitt jafn rangt að gera rökleysi
og tætta merkingu að kjamaatriði í
skilgreiningu á módernisma - hvort
sem er í íslenskum bókmenntum eða
erlendum. í almennri umfjöllun um
módernisma hefði verið við hæfi að
nefna eina merkilegustu tilraun
seinni ára til þess að draga saman
skilgreiningu á módernisma, „The
Concept of Modernism" eftir Ástráð
Eysteinsson.
Skilgreining Arnar á módemisma
gengur að mínu mati ekki upp. Án
þess að þessi blekberi telji sig þess
umkominn að draga upp enn eina
myndina af módernisma getur hann
samt ekki ályktað annað en að hér
hafi hugtaki verið gefin of almenn
og grunn skilgreining til þess það
geti haft nothæft gildi. Drögum upp
líkingu: hvers virði er það t.d. að
nefna allt blátt í veröldinni „HIÐ
BLÁA“ og gera litinn að ráðandi
eiginleika hluta hvort sem þeir nefn-
ast himinn eða málning frá Hörpu?
Með þessu er ekki sagt að Örn gangi
þvert á skilgreiningu fræðimanna á
módernisma, heldur er skilgreining
hans afdráttarlausari og skýrari en
annarra - en um leið mun falivaltari.
Falskur rammi
I samræmi við þetta verður að
álykta að rammi bókarinnar sé
óraunhæfur og ályktanir um hvort
einstök bókmenntaverk séu módern
eða ekki dregnar af veikum forsend-
um. En jafnvel þótt menn væru sam-
mála forsendum Arnar fyrir skil-
greiningu á módernisma hangir stór
spuming í loftinu: Hvað með það?
Hvaða sannindum skilar það lesand-
anum sú fullyrðing að Sorg Jóhanns
Siguijónssonar sé módernt verk en
Söknuður Jóhanns Jónssonar ekki?
Eykur þetta eitthvað við skilning
ljóðanna? Afhjúpast við þennan
stimpil áður ókunnur leyndardómur
ljóðanna? Ég er hræddur um ekki.
Það eina sem kynni að staðfestast
er að flokkunarkerfið „módemt -
ekki módernt", eins og Öm setur það
fram, gengur upp. (Þó er ég ósam-
mála Erni þegar hann telur ríkja
röklegt samhengi í Söknuði en set
þennan skilning ekki fyrir mig þar
sem hann eykur engu við skilning
ljóðsins). Með þessu er ekki sagt
að þessi bók hafi verið best óskrifuð.
Fjarri því. Stundum þéttist stíllinn
og umfjöllunin verður hnitmiðuð.
Dæmi eru um býsna góða úttekt á
tilteknum bókmenntaverkum án þess
að módemismi þeirra sé viðfangs-
efni. í 16. kafla fjallar höfundur
gagnort á átta blaðsíðum um sjö rit-
höfunda sem rituðu skáldsögur á
sjötta áratugnum. Fremst í kaflanum
segir Örn að „lítið [sé] um módern-
isma hjá þeim flestum“, eyðir síðan
dálitlu púðri í að andæfa þeim sem
hafa haldið öðra frarh. Sem betur fer
er hann hér ekki rígbundinn af yfir-
lýstum tilgangi verksins heldur gerir
almenna úttekt á þessum bók-
menntaverkum sem hann telur ein-
mitt ekki módem.
Lokaályktun Arnar um íslenska
bókmenntasköpun, jafnt móderníska
sem aðra, er að hún lúti ekki fyrst
og fremst innri þróun heldur sé hún
hluti heimsbókmenntanna á hveijum
tíma. Undir þetta er vel hægt að
taka en það er ekki Kóralforspil hafs-
ins sem sannfærir þennan lesanda
um slík sannindi.
Trompetleikari
kveður sér hljóðs
__________Jass____________
Guðjón Guðmundsson
Jazzkvartett Reykjavíkur hóf
Wayne Shorter dagskrána í Sig-
uijónssafni sl. miðvikudagskvöld
á tilvitnun Shorters í Opinberun-
arbókina, Harmagedón þar sem
úrslitaorrusta afla hins góða og
illa fer fram. Tilvitnunin er í
fönkdúr og þar kvaddi sér hljóðs
með eftirminnilegum hætti efni-
legur trompetleikari ættaður af
Suðurnesjum, Veigar Margeirs-
son. Sigurður Flosason altósaxa-
fón og Veigar léku upphafsstefið
einraddað og var strax auðheyrt
að hann hefur sterkan og hreinan
tón. I einleikskaflanum sem á eft-
ir fylgdi kom einnig í ljós að hann
er áræðinn og frumlegur, þótt
samfelluna hafi vantað og sólóin
verið dálítið bútuð niður í takta.
Auk þeirra léku Eyþór Gunn-
arsson flygill, Tómas R. Einarsson
kontrabassa og Einar Valur
Scheving trommur, en verkin
samdi Shorter á árunum 1961-
1970. Tómas var með tónmagnara
tengdan bassanum og var alveg
mátulega framarlega, en píanóið
drukknaði dálítið í trommunum
og hefði mátt magna það líka.
Lög Shorter frá þessu tímabili
eru mikið samin. Ballaðan Infant
Eyes er aðeins í tveimur köflum,
með framandlega fallegri laglínu
sem endurtekin er fjórum sinnum.
Sigurður er tæknilegur saxafón-
leikari og blés Infant Eyes með
flaututónum á altóinn.
Húsfyllir var á Wayne Shorter
dagskránni. Þetta er í annað sinn
á árinu sem Sigurður Flosason
stendur fyrir dagskrá helgaðri
bandariskum jasstónskáldum, sú
fyrri var helguð Dizzy Gillespie
og lék þá breski trompetleikarinn
Guy Barker með Jazzkvartett
Reykjavíkur. Dagskrár Sigurðar
og Jazzkvartettsins er það mark-
verðasta sem er að gerast í jass-
lífi landsmanna, þar koma saman
helstu jassleikarar landsins með
velæft prógram og vekja upp end-
urnýjaðan áhuga á ýmsum tíma-
bilum jasssögunnar.