Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
Guðmundur sagði að þetta væri
fimmta vertíð sín í röð í Sandgerði
og hefði útkoman verið ágæt. Þó
hefði hann fært sig til Ólafsvíkur
í fimm vikur í vetur þegar suðvest-
anáttimar voru sem þrálátastar og
það hefði raunar bjargað vertíðinni
hjá sér því á þeim tíma hefðu þeir
fengið 90 tonn í netin.
Rofar til
Guðmundur sagði að hann hefði
flutt suður frá Eyjafírði þegar
við hrefnuveiðum hefði verið
ákveðið en hann hefði stundað
hrefnuveiðar í áraraðir. Nú virtist
vera að rofa eitthvað til í þessum
málum og því væri ekki að leyna
að sig væri aðeins farið að klæja
í lófana. Guðmundur sagðist hafa
orðið var við að mikið væri af
hrefnu út af suðvesturströndinni
og trúlega mun meira en fyrir norð-
an land.
BB
iuuiguiiuiauiu/Djuni oiunuai
Þremur tonnum landað
Haraldsson skipstjóri á Nirði EA við löndun í
Sandgerðishöfn, en þriggja manna áhöfn er á 17 tonna bátnum.
Mikill fjöidi báta hefur verið í Sandgerðishöfn að undanförnu
Ysukropp hjá
Suðumesjabátum
Keflavík.
„VIÐ HÖFUM aðallega einbeitt okkur að ýsunni að und-
anförnu og aflinn hefur verið þokkalegur. En að öðru leyti
sýnist mér að þetta sé ákaflega svipað og fyrir páskastoppið,“
sagði Guðmundur Haraldsson skipstjóri á Nirði EA 17 sem
var að landa tæplega 3 tonnum af ýsu í Sandgerðishöfn. Afl-
inn hjá Suðurnesjabátunum hefur verið þokkalegur að undan-
förnu en talsverð hreyfing er á bátunum vegna frétta um fiski-
gengd austan við Reykjanes og í fyrradag voru um 88 bátar
í höfninni í Sandgerði en þeir hafa verið allt að 120 að undan-
förnu.
Bíll valt
100 m nið-
ur í fjöru
UNGT par slasaðist nokkuð er
fólksbíll þess fór út af veginum
í sunnanverðum Gilsfirði í fyrri-
nótt og valt 100 metra vega-
lengd niður bratta brekku. Bíll-
inn hafnaði að lokum á hjólunum
í flæðarmálinu en bæði voru þau
í bílbeltum og bjargaði það
miklu að sögn lögreglu. Piltur-
inn slapp með mar undan beltun-
um en stúlkan marðist og fót-
brotnaði.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Búðardal var tilkynnt
um slysið um klukkan 2.30 um
nóttina. Sökum aðstæðna á slys-
stað var björgunarsveit kölluð út
til aðstoðar og fór hún ásamt lög-
reglu og sjúkrabíl á slysstað. Bíll-
inn fór út af veginum við Gijótá
í Kleifahlíð. Á leiðinni niður í flæð-
armálið lenti bíllinn í snjóskafli og
er talið að það hafi dregið úr hraða
fallsins.
VEÐURHORFUR í DAG, 30. APRÍL
YFIRLIT: Milli íslands og Grænlands er 100 mb lægð sem þokast hægt
austur.
SPÁ: Norðaustan- og austankaldi á Vestfjörðum en suðlæg átt, víðast
kaldi í öðrum landshlutum. Slydduél verða sunnan og vestanlands en
léttskýjað norðaustan og austan til. Hiti verður á bilinu 2-7 stig að
deginum en víða næturfrost.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðanátt með snjókomu
eða éljum um norðanvert landið, en sunnanlands verður úrkomulítið.
Frostlaust að deginum sunnanlands, en annars 0-5 stiga frost.
HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg breytileg eða norðlæg átt. Skýjað með
köflum og sums staðar dálítil él. Svalt.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30.Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
/ / /
/ /
r r r
Rigning
Léttskýjað
* / *
* r
r * r
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjööur er 2 vindstig.^
10° Hitastig
y súid
= Þoka
rtig..
FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Víðast á landinu er nú ágæt færð og er greiðfært um Suðurland til
Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Vel fært er um Vesturland og
í Reykhólasveit. Kieifarheiði og Hálfdán eru ófær. Þá er fært norður um
Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og áfram til ísafjarðar. Fært er um Norð-
ur- og Norðausturland og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru
fær. Víða hefur öxulþungi verið takmarkaður vegna aurbleytu og það
merkt við viðkomandi vegi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í s(ma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
•mmr* 9 t VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma hiti veöur Akureyri 5 léttskýjað Reykjavík 3 léttskýjaö
Bergen vantar
Helslnkl 13 skýjað
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Narssarssuaq +6 skýjað
Nuuk *8 snjókoma
Osló vantar
Stokkhólmur 16 léttskýjað
Þórshöfn vantar
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 26 heiðskírt
Barcelona 17 mistur
Berltn 26 léttskýjað
Chicago 14 rigning
Feneyjar 23 skýjað
Frankfurt 25 léttskýjað
Glasgow 17 heiskirt
Hamborg 18 heiðskírt
London 16 mistur
Los Angeles 14 þokumóða
Lúxemborg vantar
Madríd 13 skýjað
Malaga 17 skýjað
Mallorca 17 alskýjað
Montreal 10 skýjað
NewYork 11 heiðskírt
Orlando 16 léttskýjað
París 20 léttskýjað
Madelra 19 hálfskjýað
Róm 14 rigning
Vín 23 léttskýjað
Washington 10 heiðskírt
Winnipeg 3 súld
Reykjavík og slökkviliðsmenn
Agreiningi vís-
að til Félagsdóms
BORGARRÁÐ hefur samþykkt, í samráði við Landssam-
band slökkviliðsmanna, samhljóða tillögu þess efnis að
leggDa fyrir Félagsdóm ágreining um greiðslu félagsgjalda
slökkviliðsmanna í Reykjavík. Jafnframt er borgarráð til-
búið til að greiða allan kostnað því samfara.
í greinargerð borgarritara til
borgarráðs kemur fram, að Lands-
sambandið hafi ekki verið talið full-
nægja þeim lagaskyldum, sem til
þarf til að þeim verði staðin skil á
félagsgjöldunum. Félagsgjöldin hafi
réttilega verið greidd til Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar til
síðustu mánaðamóta, en með bréfi
í mars hafi Starfsmannafélagið ósk-
að eftir að hætt yrði að innheimta
gjöld þeirra brunavarða sem höfðu
sagt sig úr félaginu.
Félagsgjöld innheimt
Þá segir: „Eftir að tilmæli hafa
nú borist frá Landssambandinu um
innheimtu félagsgjalda þykir rétt
að fallast á þau, þannig að frá og
með næstu mánaðarmótum verði
innheimt félagsgjöld af þeim
slökkviliðsmönnum, sem sagt hafa
sig úr Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar, jafnhá og þeir áður
greiddu til Starfsmannafélagsins,
og þeim skilað til Landssambands
slökkviliðsmanna, enda andmæli
viðkomandi slökkviliðsmaður ekki
innheimtunni. Áréttað er, að hér
er ekki um innheimtu að ræða, sem
byggist á laga- eða samnings-
skyldu."
Morgunblaðið/Júlíus
Isbúð flytur vegna framkvæmda
ÍSBÚÐIN Skalli sem staðið hefur á Ingólfstorgi undanfarin ár, var
flutt yfir á Lækjartorg í fyrrakvöld. Að sögn eigandans, Jóns Magnús-
sonar, er allnokkur vinna framundan við að gera ísbúðina tilbúna til
rekstrar á ný. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að Skalli verði opnaður
á nýja staðnum nú eftir helgina. Þá hefur borgarráð samþykkt að
taka 41,2 milljón króna tilboði lægstbjóðanda Suðurverks hf. í jarð-
vinnu og lagnir vegna framkvæmda við Ingólfstorg í sumar. Tilboðið
er 94,95% af kostnaðaráætlun sem er 43,4 milljónir króna. Tvö önnur
tilboð bárust í lokuðu útboði og átti Istak hf. næst lægsta boð tæpar
44 milljónir kr. eða 101,21% af kostnaðaráætlun. Þá bauð Loftorka
hf., rúmar 46,6 milijónir, eða 107,43% af kostnaðaráætlun.