Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 13
SgGJ aui'iA..Of
Er Björn Th. ótrúverðugur
- eða þarf hann að fá sér ný gleraugu?
eftir Þorstein
Thorarensen
Fyrir nokkru gerði Björn Th.
Björnsson mér þann „heiður" að
geta mín og Stóru Listasögu Fjölva
i erindi sem hann flutti á opinberum
vettvangi að mér skilst á vegum
Reykjavíkurborgar. Nokkuð er um
liðið, en mér bárust spurnir af orð-
um hans og er það ekki fyrr en nú,
sem mér hefur tekist að útvega
afrit af ræðunni. Þar sem Björn
Th. veitist þar ódrengilega að mér,
vildi ég mega svara fyrir mig.
Björn Th. hóf ræðu sína með
beinni tilvitnun í upphaf kafla míns
um Endurreisnina á Ítalíu:
„Árið 1401 efndi Flórensborg til
samkeppni um lágmyndir í Skím-
húsdyr, og þar með hófst Endur-
reisnaröld."
Hitt er einkennilegt að Bjöm Th.
sleppti alveg næstu setningu, sem
er svona: „Verðlaunamyndin fól þó
ekki í sér stílbyltingu." (En þessi
setning er auðvitað beinlínis sett
þarna til að undirstrika það, að sjálf
Endurreisnin var ekki hafin með
þessu íhaldssama verðlaunaverki).
í stað þess að láta þessa setningu
fylgja með fór Björn Th. að leggja
út af orðum mínum, eins og klerkur
út af guðspjalli, en því miður á
mjög svo villandi hátt, þegar hann
segir:
„Svona einfalt er það, svona guð-
dómlega einfalt. — Verði ljós og
það varð ljós. — En því miður fyrir
þau Ginu Pischel ög Þorstein Thor-
arensen, sem skrifaði þessi barns-
legu orð í Listasögu Fjölva — og
sem betur fer fyrir okkur hin, þá
er framvinda mannlegrar hugsunar
ekki alveg svona einföld, — hún er
ögn flóknari.“
Misskilningur
eða blekking?
Þessi ásökun Björns Th. að ég
einfaldi upphaf Endurreisnarinnar
á Ítalíu í Listasögu minni er „ein-
faldlega“ fráleit. Það getur hver
maður séð með því að lesa bók
mína. Á sama tíma verður það
næsta óskiljanlegt, hvernig fræð-
ingurinn getur komist að svo kolr-
angri niðurstöðu.
Það hlýtur að stafa annaðhvort
af „misskilningi“ eða „vísvitandi
blekkingu“.
1401 — upphaf nýrrar aldar
Það sem ég var einfaldlega að
segja í þessari upphafsklausu minni
var, að 15. öldin hefði byijað árið
1401, sem er almanaks-staðreynd,
alveg eins og 20. öldin byijaði auð-
vitað aldamótaárið 1901. En saman
við það blandaðist sú skemmtilega
tilviljun að borgarstjórnin í Flórens
fagnaði nýrri öld með listasam-
keppni.
Eg segi hvergi „Verði ljós og það
varð ljós.“ Ég er hræddur um að
Björn Th. sé þarna að rugla saman
bókum. Hann hlýtur að hafa lesið
þetta í Biblíunni (sem ég skrifaði
að vísu líkal).
Maður hlýtur að undrast það,
hvernig jafn fróður maður og Bjöm
Th. getur komist að svo vitlausri
niðurstöðu. Skýringin á því er þó
kannski einföld.
Hann virðist túlka setningu mína
þannig, eða ganga út frá því að ég
segi að sjálf „Endurreisnin“ hafi
byijað árið 1401, — en það gerði
ég aldrei, ég sagði ekkert annað
en að „Endurreisnaröld" hefði byij-
að á aldamótaári sínu, og á því er
auðvitað mikill munur.
Hitt er svo víst að á þessum eina
rangskilningi hvílir öll rangtúlkun
Björns Th.
Greining (Analysa)
Næst hlýt ég þá að koma að því
og velta því fyrir mér, hvort þessi
rangtúlkun Björns Th. byggist á
misskilningi eða vísvitandi blekk-
ingu. Það getur verið afar flókið
mál (eins og sjálf Endurreisnin).
Þá þyrfti helst, ef vel á að vera að
taka sálarlíf Björns Th. til rann-
sóknar, svo sem hvort hann sé sann-
sögull og réttsýnn eða öfgafullur
og einsýnn, en hér er ekki rúm til
þess, heldur skulum við halda okkur
við bókstafinn.
Ég mun þá reyna að greina (ana-
lysera), hvort hér var um að ræða
heiðarlegan misskilning eða vísvit-
andi blekkingu hjá Birni Th.
1. Þegar hann las upp setningu
mína, sagði hann enn rétt „Endur-
reisnaröld", en þegar hann lagði
út af henni gekk hann greinilega
út frá því að ég hefði verið að tala
um upphaf sjálfrar „Endurreisnar-
innar“. Þarna skolast þetta til hjá
honum á svo stuttri leið (eitthvað
5 millímetrum á vélrituðu blaði) að
það bendir fremur til að um sé að
ræða blekkingu. Auk þess ætti
maðurinn að gera sér grein fyrir,
hvað tunga hans sjálfs segir.
2. Hann sleppir viðbótarsetning-
unni: „Verðlaunamyndin fól þó ekki
í sér stílbyltingu." Þetta er einmitt
dæmigerð blekkingaraðferð, sem
kallast „að slíta úr samhengi orð
og setningar.“
Nokkrar málsbætur
Ekki lítur það vel út fyrir Björn
Th. eftir fyrstu lotu. Hvað ef hann
væri nú dreginn fyrir dóm Erlings
Gíslasonar, sem nú les svo snilldar-
lega hina frægu skáldsögu Kafka?
Komin eru strax fram tvö sönnun-
argögn um að hann beiti blekking-
um og slíkt hugsa ég að sé ekki
reglulega vænlegt fýrir trúverðug-
leika hans sem listfræðings, þar
þyrfti réttsýni og heiðarleiki að
gilda.
En kannski hefur Björn Th. eitt-
hvað sér til málsbóta. Hann er víst
nokkuð sjóndapur og því er honum
vorkunn að hafa kannski ekki séð
orðið Endurreisnar„öld“, þó hann
læsi það að vísu rétt upp. Sé það
rétt, er ég auðvitað reiðubúinn í
mannkærleika að fyrirgefa honum
þennan misskilning.
En því miður kemur það fram í
mörgu öðru, hvað Björn Th. er sorg-
lega sjóndapur. Hann sakar mig
um að lýsa uppkomu Endurreisnar-
innar barnslega sem einföldu atviki
(svona álíka og sköpun heimsins!).
Ekkert er fjær lagi, enda kemur
þessi staðhæfing algjörlega þvers-
um við grundvallarsjónarmið mín í
listfræði. í Stóru Listasögu minni
er þvert á móti leitast við meira en
nokkru sinni áður að rekja allar
rætur listastrauma og stefna og
síðan er farið nánara út í alla þætti
í Nútíma-Listasögu Fjölva, Bygg-
ingarlistasögu Fjölva og Líf og list-
flokki Fjölva um nokkra stærstu
meistarana.
Víst geta orðið tímamótaviðburð-
ir í listasögunni, eins og Óargasýn-
ingin fræga í París eða September-
sýningin hér heima. En bak við allt
býr sterkur straumur, merkileg og
langvarandi þróun, sem stöðugt
heldur áfram.
Særandi ásökun
Ásakanir Björns Th. um að ég
einfaldi upphaf ítölsku
Endurreisnar í einhveiju voðalegu
„Biggbangi" eru sérstaklega
óviðeigandi og særandi fyrir mig,
því að sjaldan hef ég farið jafn
ýtarlega í saumana. Eg gerði mér
vissulega far um að lýsa
Endurreisninni frá öllum hliðum og
í öllum blæbrigðum. í það fara um
120 blaðsíður í stóru broti með um
150 skýringarmyndum, sem allar
eru auðvitað í fegurstu litprentun.
En svo er að sjá sem Björn Th.
hafi alls ekki séð þetta, eða a.m.k.
ekki lesið það. Og má segja um það
að mikið er maðurinn sjóndapur.
Ótal tilvitnanir
Hvað viðvíkur aðeins upphafi
Endurreisnarinnar get ég vitnað í
ótal setningar úr bók minni, sem
sýna þetta:
1. „Endurreisnin stóð í stórum
dráttum í tvær aldir.“
2. „Endurreisnin var andleg
hreyfing í allri Evrópu."
3. „Endurreisnin var uppreisn
gegn flúri og hirðtískusýningu Síð-
gotneskrar listar, menn þyrsti í
hreinni form.“
4? „Samt var Gotneska öldin í
þekkingarleit og vísindarannsókn
alger forsenda þessarar nýfæðing-
ar.“
5. „Því var Endurreisnin um leið
framhald Gotneska stíls.“
6. „Sérstaklega eru þessi tengsl
sterk í málaralistinni, þar sem lit-
gleði og nákvæmnisteiknun Gotn-
eska stíls endurómar stöðugt í End-
urreisninni." (Hvar talaði ég um
Big Bang?)
7. „I Endurreisninni vaknaði gíf-
urlegur áhugi á fornbókmenntum.“
8. • „Mikilvægasta kennimerki
Endurreisnar var leit hennar og þrá
eftir manngildi."
9. „Nú vaknaði krafan um nýjan
skilning á guðdóminum og á mann-
inum sem meðtakanda trúarinnar,
að lokum snerist allt um manninn
sjálfan, sál hans, tilfinningar, gleði
og sorg, sigur hans og niðurlæg-
ingu.“
10. „Sálræn og fagurfræðileg
rannsókn, sem reynt var að um-
segja í stærðfræðigildum, einkenndi
listsköpun Endurreisnar."
11. „Nú fyrst má með fullum
rétti fara að ræða myndgerðina út
frá öllum hugsanlegum hliðum, af
því að höfundar og samtíðarmenn
voru sér þeirra meðvitandi."
Víðfeðm og
fjölbreytileg áhrif
Þannig gæti ég haldið áfram
endalaust að vitna í Listasögu mína,
til að undirstrika það sjónarmið
mitt að líta beri á hinn breiða marg-
þætta straum sem framhald af því
sem á undan var komið og lýsa
þróuninni frá öllum mögulegum
hliðum. Hér er hreint ekkert einfalt
né barnalegt, heldur verulega djúp-
skyggn lýsing á listaþróun. Sama
endurtekur sig í umfjöllun hvers
einasta listamanns sem um er get-
ið. Hvemig byggingarlistin var í
fararbroddi, en Endurreisnarstíls
gætti ekki í höggmyndalistinni fyrr
en um 1420, þegar þeir þremenn-
ingarnir sem áður tóku þátt í sam-
keppninni um Skímhúsdyrnar sam-
einuðust um mótun nýrra hug-
mynda og enn síðar í málaralist-
inni, sennilega af því að menn höfðu
engar fornar fyrirmyndir þar til að
styðjast við, en þegar að því kom
kringum 1425 gef ég þessa lýsingu:
12. „Áhrif Endu'rreisnar í mál-
aralist voru (þá) snögg og bylting-
arkennd og knúðu listamenn til
endurmats. En þau voru svo víð-
feðm, að menn gátu tæpast numið
þau í öll í einu. Þau verkuðu á mis-
jafnan hátt og úr varð ýmiskonar
Þorsteinn Thorarensen
„Mér virðist að málið
liggi hér svo beint fyr-
ir, að það geti verið öll-
um augljóst, að köpur-
yrði hans voru ekki
réttmæt og það var
ósanngjarnt af honum
að reyna að niðurlægja
mig með því áhrifavaldi
sem hann sjálfur hefur
og yfir fullum sal
áheyrenda, án þess að
ég gæti varið mig.“
blendingur, þar sem þættir eldri
stílgerða voru sífellt að gægjast í
gegn.
Margir málarar Snemm-Endur-
reisnar voru þannig beggja blands.
Allir heilluðust þeir af töfrabrögð-
um íjarhvarfs (perspektífs) og
margir af hinum rómversku byggi-
einingum í bakgrunni og dauflitun
umhverfis. Og hugsjónastefnan
gerði almenna kröfu um holdgun
og hugsæi mannsins, sem væri
færður inn í raunveru-umhverfí.
En til að ná því mátti fara ýmsar
leiðir, vísindalegar mæliaðferðir eða
láta stjórnast af sálrænum kennd-
um og hugblæ. Mjög varð misjafnt,
hvernig menn beittu ljós- og lit-
hvörfum og byggðu upp myndskip-
un, sumir fastskorðuðu stíf form,
aðrir mögnuðu þau til hreyfikennd-
ar og til að þóknast höfðingjum
gætti tilhneigingar til viðhafnar-
forma.
Þó menn slepptu (gotnesku) rósa-
görðunum, voru margir tregir að
segja skilið við skæra litun, og þó
6
I
z
3
J
□flug garðsláttu-
vél þar sem gæði,
ending og þægindi
tnyggja þér mun
fallegri flöt en
nágrannans ! *
ÞU SIÆRÐ ENW BETUR MEÐ LAWN-BOY "M'
* eöa þer til hann feer llka LAWN-BOY "M"
K>
H ÁRMLJLA 11
F— SÍMI 681500
menn leituðu að innsæju persónu-
gildi, þótti sumum óþarfi að fleygja
fyrir róða fögrum tískubúningum.
Síð-gotnesk dulúð Paólós Uccelló
(1397-1475), sem var Flórensbúi
eins og hinir, en hafði farið til Fen-
eyja og gengið á hönd litríkri heill-
un og dimmri dulúð Pisanellós og
Gentiles de Fabrianó. Þó hann yrði
gagntekinn af fjarhvarfanýjung-
inni, hélt hann áfram að lifa í síð-
gotneskum undraheimi og magnaði
hann með nýjum áherslum ljósvæg-
isins.“
Vesalings Dunganon
Ég vona að þessi síðasti kafli
geti gefíð nokkuð til kynna hve
óréttmætar ásakanir Björns Th. eru
um að ég hafí einfaldað ítölsku
endurreisnina eins og kveikt hafi
verið á peru. Mér virðist að málið
liggi hér svo beint fyrir, að það
geti verið öllum augljóst, að
köpuryrði hans voru ekki réttmæt
og það var ósanngjarnt af honum
að reyna að niðurlægja mig með
því áhrifavaldi sem hann sjálfur
hefur og yfir fullum sal áheyrenda,
án þess að ég gæti varið mig.
Mig langar ekkert til að elta ólar
eða illdeilur við nokkurn mann, ég
er fremur friðsamur, en kannski
eins og Dunganon dálítið
ófélagslyndur og sérvitur einfari,
en mér fínnst að það mætti þó
meta það við mig, að ég hafi unnið
þjóð minni sæmilegt gagn með
útgáfu stóru Listasögunnar minnar,
án þess að hafa notið nokkurra
styrkja eða fyrirgreiðslu frá einum
eða neinum.
Og ég get ekki að því gert, að
mér finnst líka þær tilvitnanir sem
ég hér hef birt úr Listasögunni,
sérstaklega sú síðasta (Nr. 12),
sýna svart á hvítu, að þú, Björn
Th., ættir bæði að biðja mig
afsökunar og kaupa þér ný
gleraugu.
Höfundur er ritliöfundur og
bókaútgefandi.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraur
Kopavogi, sími
S71800 ^
Opið sunnudaga
kl. 13 - 18.
Renault Express '92, hvítur, 5 g., ek. 15
þ. V. 790 þús. (VSK bíll).
M. Benz 190E '88, hvítur, sjálfsk., ek. 85
þ., sóllúga, driflœsingar o.fl. V. 1890 þús.
Subaru 1800 GL station 4x4 '86, blá-
sans, mjög gott eintak. V. 580 þús.
MMC Colt GLX '89, rauður, 5 g., ek. 72
þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 630 þús.
Toyota Corolla XL Liftback '88, stein-
grár, 5 g., ný uppt. vél. Gott eintak.
V. 670 þús.
Daihatsu Charade TS '92, hvítur, 3ja dyra,
ek. 10 þ. V. 660 þús. stgr.
Suzuki Swift GL '90, 5 dyra, 5 g., ek. 28
þ. V. 580 þús.
Nissan Patrol langur diesel '86, 5 g., ek.
170 þ., spil o.fl. V. 1550 þús.
MMC Lancer GLX Hlaðb. '90, sjálfsk.,
ek. 44 þ. V. 890 þús., sk. á 4 x 4 fólksbil
+ pen.
MMC Galant GLSI 4x4 '90, ek. 61 þ.,
rafm. í öllu o.fl. V. 1200 þús.
Toyota Hi-Lux Extra Cab '91, ek. 54 þ.,
35“ dekk, álfelgur, 5.71 hlutf. o.fl. V. 1790
þús.
Mazda E-2000 '89, m/skjólborðum, ek.
83 þ., ber 2 tonn, „VSK-bíll*4. V. 640 þús.