Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 Landbúnaðar- ráðuneytið Innflutning- ur ákartöfl- umí júní Landbúnaðarráðuneytið hefur ákveðið að heimila innflutning á kartöflum mánuðina júní til ág- úst, en birgðir af íslenskum kart- öflum fara nú ört minnkandi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verður ekki um kvóta á innflutningnum að ræða fyrst um sinn. Áætluð neysla á kartöflum er á bilinu 500 til 600 tonn á mánuði. í lok júní mun ráðuneytið kanna hvernig að innflutningnum hefur verið staðið og skoða hvort grípa þurfi til einhverra takmarkana á innflutningnum. Áskilur ráðuneytið sér allan rétt til þess að grípa í taumana eða jafnvel stöðva inn- flutningin ef í ljós kemur að ein- hveijir aðilar sem að innflutningn- um standa hafa safnað óeðlilega miklum birgðum. Morgunblaðið/Ólafur Sigurgeirsson Glóðað í snjókomu HANN gekk á með éljum á meðan félagar í Kattaklúbbnum glóð- uðu kjöt í gíg Skjaldbreiðar. Aldrei fleiri ÞÁTTTAKENDUR í fjölskyldudegi Kattaklúbbsins hafa aldrei verið fleiri, eða 200 manns á 170 snjósleðum. Grillveisla í Skjaldbreið KATTAKLÚBBURINN, félag „Arctic cat“ vélsleðaeigenda, og Bifreiðar og landbún- aðarvélar héldu fjölskyldudag í þriðja skipti 1. maí sl. Fjölskyldudagurinn var haldinn á hálend- inu að þessu sinni, nánar tiltekið upp af Þingvöllum. Hápunktur dagsins var grill- veisla sem haldin var í gíg Skjaldbreiðar. Þátttakendur voru fleiri en nokkru sinni, rúmlega 200 á 170 sleðum. Veður var með þokkalegasta móti, vindur hægur og af og til sást til sólar. Endrum og eins gekk þó á með éljum. Þess var gætt að umgengni væri með besta móti og undir kvöld héldu allir til síns heima, saddir og sælir. f VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 5. MAI YFIRLIT: Milli fslands og Græniands er nærri kyrrstæð 980 mb lægð sem fer að grynnast í kvöld. Yfir Bretlandseyjum er 1.034 mb hæð. SPÁ: Um landið vestanvert verður allhvöss eða hvöss suðvestanátt með storméljum í nótt en sunnan stinningskaldi eða allhvasst og slydduél á morgun. Um landið noröaustanvert verður allhvöss suðvestanátt fram- undir hádegi á morgun, en síðan stinningskaldi og víðast léttskýjað. Suöaustanlands verður allhvöss suðvestanátt í nótt og í fyrramálið en síðan kaldi eða stinningskaldi. Þar verða skúrir eða slydduél. Austan til á landinu mun kólna í veðri en vestanlands breytist hiti lítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestlæg átt, rigning eða siydda um sunn- an- og vestanvert iandið en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti 2 tii 7 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg suðvestlæg átt. Þoku- súld og svalt með suður- og vesturströndinni en léttskýjaö og hlýtt á Norður- og Austurlandi. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 890600. o & A m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. / / / * / * * * * • Á * 10° Hitastig f f f f f * / / * / * * * * * V V V v Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Lítilsháttar hálka er á Hellisheiði, annars er góð færð á vegum í ná- grenni Rvíkur og greiðfært um Suðurland til Austurlands og eru vegir þar víast vel færir. Á Snæfellsnesi er hólka á Fróðárheiði og Kerlingar- skarði en að öðru leyti er þar vei fært og greiðfært er f Dali og í Reyk- hólasveit. Fært er frá Brjánslæk um Kleifaheiði til Patreksfjarðar en ófært um Háldán til Bíldudals. Greiðfært er um Holtavörðuheiði til Hólmavikur en Steingrímsfjarðarheiði er ófær vegna óveöurs. Á norðanverðum Vest- fjörðum eru vegir víðast vel færir á láglendi en á heiðum er skafrenning- ur. Á Norður- og Norðausturlandi eru vegir víðast greiðfærir og fært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og þá er vormokst- ur hafinn á Hellisheiði eystri. Víða um land eru sérstakar þungatakmark- anir á vegum vegna aurbleytu. Upþlýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hitl veAur 9 skýjað 3 snjóél Bergen Helsinki 15 skýjað Kaupmannahöfn 12 hálfskýjað Narssarssuaq +9 Nuuk Oslú Stokkhólmur Þórshöfn +11 léttekýjað 7 rigníng 15 téttskýjað 9 súld Algarve 17 alskýjað Amsterdam 15 léttskýjað Barcelona 19 mistur Berlín 1« léttskýjað Chicago 16 þokumóða Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 16 léttskýjað Glasgow 1 11 skýjað Hamborg 11 skýjað London 15 skýjað LosAngeles 14 iéttskýjað Lúxemborg vantar Madrid 13 léttskýjað Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vanter NewYork 11 þoka Orlando 22 léttskýjað Parfs 16 skýjað Madeira 18 skýjað Rém 19 léttskýjað Vín 16 skýjað Washington 16 þokumóða Wfnnípeg 4 léttskýjað * :V V íDAG kl. 12.00 Heímitd: Veðurstofa istands (Byggt ó veðurspá kl. 16.16 í gœr) Mánaðarúthald á biálönguveiðum á Franshól Aflaverðmætið 200 millj. króna AFLAVERÐMÆTI íslenskra togara á blálöngumiðunum í marsmánuði reyndist vera um 200 milljónir króna. Veiðamar hófust 7. mars og þeim lauk í byijun apríl en alls veiddu íslensku togaranir hátt í 2.000 tonn af blálöngu á þessu svæði rétt við 200 mílna mörkin á Reykjanes- hrygg. Togarar Sjólastöðvarinnar í Hafn- arfirði, Haraldur Kristjánsson og Sjóli, veiddu 915 tonn af blálöngu upp úr sjó sem gerir 315 tonn af unnum afla. Helgi Kristjánsson, út- gerðarstjóri Sjólastöðvarinnar, segir að aflaverðmætið hafi verið rúmlega 64 milljónir króna. Togarinn Venus fékk um 200 tonn en aðrir togarar sem reyndu fyrir sér á Franshól, Ýmir, Órfirisey, Breki og Höfrungur III, voru með um eða undir lOO .tonn af unnum afla. Að sögn Helga Kristjánssonar hefur verðið fyrir blálönguna verið ágætt en fiskurinn hafí reynst þung- ur í sölu þar sem hann veiðist svo til allur á sama tíma, það er í mars- mánuði, og því komi mikið magn á markaðinn í einu. Hægt hefði verið að ná meiri fiski ef menn hefðu byrjað fyrr en franskir togarar voru búnir að vera á svæðinu um nokk- urn tíma áður en íslensku togararn- ir hófu veiðar þar. Góð búbót „Það er óhætt að segja að blálang- an hafí reynst okkur góð búbót því hún var utan kvóta,“ segir Helgi. „Við munum örugglega sækja í hana aftur á næsta ári og reiknum þá með að byqa fyrr,“ sagði Helgi. Sjólastöðin fær nú um helming afla síns í tegundum utan kvóta og á síðasta ári var utankvótaafli út- gerðarinnar um þriðjungur af heild- araflaverðmætinu, eða 150 millj. kr. Eftir blálönguskotið fóru Harald- ur og Sjóli á úthafskarfaveiðar en þær eru einnig utan kvóta. Báðir eru búnir að landa úr fyrsta túrnum, Sjóli 345 tonnum af unnum karfa á Japansmarkað að verðmæti um 36 milljónir króna og Haraldur 235 tonnum að verðmæti um 24 milljón- ir króna. Samstarf Tölvusamskipta hf. og Microsoft Yfirmaður Micro- soft kynnti skjá- faxið á ráðstefnu Á RÁÐSTEFNU bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft í Washington í fyrradag um OLE 2.0 forritið, kynnti framkvæmdastjóri kerfisdeild- ar fyrirtækisins, Paul Maritz, íslenska hugbúnaðinn Skjáfax frá Tölvu- samskiptum hf. Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Tölvusamskipta, segir að varla sé hægt að hugsa sér betri auglýsingu fyrir hugbúnaðinn. Skjáfax gerir notendum kleift að taka á móti og senda föx beint frá tölvuskjá og eru notendur þess orðn- ir vel á íjórða þúsund. Skjáfaxið var notað sem sýnidæmi um notkun OLE 2.0 á ráðstefnunni í Washington. Ráðstefnan var mikilvægur hluti af kynningarátaki Microsoft á OLE 2.0 og hana sóttu um eitt þúsund gestir, einkum fulltrúar hugbúnað- arfyrirtækja, sérfræðingar og blaða- menn. Ráðstefnunni lýkur í dag. Sýnt á 52 skjám í upphafserindi ráðstefnunnar í gær sem flutt var af Paul Maritz, framkvæmdastjóra kerfisdeildar Microsoft, var hið íslenska Skjáfax í sviðsljósinu ásamt Microsoft Word og Microsoft Excel. Hann notaði engin önnur forrit í kynningu sinni á OLE 2.0. Að sögn Frosta sagði Maritz deili á Tölvusamskiptum hf. og sýndi ráð- stefnugestum hve vel útfært OLE 2.0 væri í þessum hugbúnaði. Skjá- faxið er auk þessa til sýnis á 52 tölvuskjám á ráðstefnunni, ásamt öðrum OLE 2.0 hugbúnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.