Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR- 5. MAÍ 1993 Kynslóðirnar sem umbyltu Islandi eftir Krisiján Benediktsson Evrópuráðið og Evrópubandalagið hafa valið árið 1993 sem sérstakt ár aldraðra. Það" er vissulega þarft og verðugt verkefni að leiða hugann að þessum fjölmenna aldurshópi, sem vaxið hefur svo mjög síðustu árin, og gera sér grein fyrir stöðu hans í því hraðfleyga og tæknivædda þjóðfélagi sem við lifum í. Hækkun á meðalaldri hefur gert það að verkum m.a. að fjölgað hefur mjög í eistu aldurshópunum hér á landi siðustu árin og áratugina. Jafn- framt hafa orðið augljósari þeir þættir í samfélagi okkar sem einkum snerta þessa aldurshópa. Að vissu leyti má kalla það sérþarfir sem einkum lúta að heilsugæslu, fjár- hagslegri afkomu og húsnæði þótt allir þurfa að vísu á þessu að halda á hvaða aldursskeiði sem þeir eru. Að sjálfsögðu hefur aldrað fólk á öllum tímum þurft aðstoð og að- hlynningu og húsnæði að búa í. Þær breytingar sem orðið hafa í þjóðfé- lagi okkar í seinni tíð hafa hins veg- ar verið eldra fólki að ýmsu leyti óhagstæðar. Það er ekki lengur pláss fyrir gamalt fólk á bamaheimilum. Það á varla lengur heima meðal barna sinna og bamabama. Tlmi stórfyölskyldunnar er liðinn. Oft hættir fólki til, þegar rætt er um þau sérmálefni sem ellinni fylgja, að líta á hina öldmðu sem hóp frem- ur en marga sjálfstæða einstaklinga með mikla lífsreynslu, fastmótaðar skoðanir og margbreytilegar óskir og venjur sem mótast hafa á löngum lífsferli. Einnig er það svo að þeim sem yngri eru hættir til að líta á ellina sem eitthvað órafjarlægt en samt óumflýjanlegt. Allavega eitt- hvað sem best sé að fresta í lengstu lög að hugsa um. Eitt. er þó víst. Ellin kemur. Og samfara henni mikl- ar breytingar hjá flestum. Mörgu eldra fólki reynast elliárin erfið. Því gengur illa að sætta sig við að vera ekki lengur burðarás þjóðfélagsins og mitt í hringiðu at- hafna og starfa. Ýmsir verða ein- mana, hafa áhyggjur, eru auralitlir og margskonar ellikrankleiki sækir að. Margt er þó hægt að gera til úrbóta og vissulega hefur margt verið gert á seinni árum til hagsbóta fyrir aldraða að frumkvæði opin- þerra aðila. En eldri borgarar sjálfír geta líka gert margt og hafa vissu- lega gert til að stytta stundir og auka ánægju elliáranna. Skal nú víkja að þeim þætti. Félag eldri borgara Ég mun sérstaklega hér á eftir gera grein fyrir starfsemi Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- Veri: 149.400 kr. m/vsk.l UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN grenni. Félagið er ungt, tæpra sjö ára, en eigi að síður eitt fjölmennt- asta-félag landsins með rúmlega sex þúsund félaga sem árgjald greiða. Tekjur þess eru einkum árgjöld fé- lagsmanna og styrkur frá Reykja- víkurborg. Félagar geta þeir orðið sem náð hafa sextíu ára aldri en meginþorri félagsmanna er kominn á ellilífeyrisaldur. Við þau mörk verða hjá flestum afdrifarík tímamót í lífinu, einkum hjá þeim sem ekki hafa nein sérstök áhugamál eða verkefni til að hverfa að. Tengslin við stéttarfélagið rofna og fólk sakn- ar oft á tíðum bæði vinnustaðarins og vinnufélaganna. Það myndast eins konar tómarúm í sálinni og ein- manakennd sem verkar lamandi á heilsu og lífsgleði sem er þó frum- skilyrði þægilegra efri ára. Margir eru svo forsjálir að búa sig á skipulegan hátt undir starfslok- in og þær breytingar sem þeim eru samfara. Því miður er það samt ekki svo með alla. Æskilegt væri að starfslok gætu verið í áföngum, þannig að hægt væri að draga úr vinnu eftir því sem færni minnkaði. Slíkt er aðeins gerlegt í litlum mæli og í sérstökum tilvikum eins og nú Hagsmunir eldri borgara BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI672444 TELEFAX6725 BO Tuff-Tuff Samvkæmt könnun bama- og fjölskyldu- blaða á Norðudöndum á blevjllbuillin fá IUFF-TUFF buxurnar lang besta dóma ásamt BUMKINS - allt í eitt bleyjunni - „sem allir eru aá tola um“. Einkaumboö og dreifing: ÞUMALINA, Leifsgötu 32, sími 12136, fax 626536. Kristján Benediktsson Hlutverk Félags eldri borgara er að gæta hagsmuna eldra fólks í hvívetna meðal annars með því: Að leitast við að hafa áhrif á laga- setningu og ákvarðanir sem varða hagsmuni aldraðra með viðræðum og samningum við stjórnvöld. Að vinna að úrbótum í húsnæðis- málum aldraðra, byggja upp félags- heimili og vinnuaðstöðu fyrir ýmis konar starfsemi og koma á fót vinnu- miðlun fyrir eldra fólk sem getur og óskar að miðla öðrum af reynsiu sinni og þekkingu. Að skapá aðstöðu fyrir hvers kon- ar tómstundastarfsemi, skipuleggja námskeið, hópvinnu, skemmtanir og stuðla að líkamsþjálfun og útivist. Skal nú vikið að þessum þremur meginþáttum I starfsemi félagsins og leitast við að skýra hvernig að þeim er reynt að vinna. „Og þessi stóri hópur er síður en svo áhrifa- laus, vilji hann beita afli sínu. Og hann býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Hann getur líka litið sem heild með velþóknun á ævistarfið. Það er hann sem átt hefur stærsta þáttinn í þeim framförum og breytingum sem orðið hafa í þjóðlífi okkar á þessari öld.“ Óhætt er að segja að í seinni tíð hafi starfsemi félagsins í vaxandi mæli beinst að því að gæta hags- muna aldraðs fólks gagnvart ríkis- valdinu, leitast við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda með viðræð- um og samningum. Þessi hagsmuna- barátta hefur beinst að því að veija þau réttindi sem áunnist hafa og fram til þessa verið talin sanngjörn og eðlileg. Gerðar hafa verið fjöl- margar samþykktir í stjóm og á fundum félagsins um þessi efni og sendar ráðamönnum auk beinna við- ræðna við ráðherra. Óhætt er að segja að nokkur árangur hafí orðið þótt meiri hefði hann mátt vera. Stórfelldar aðhaldsaðgerðir í heil- brigðismálum bitna meira á öldruðu fólki en öðmm einfaldlega vegna þess að eldra fólk þarf meira að leita til lækna og sjúkrastofnana en aðrir og meira á meðulum að halda. Ekki má gleyma, að þótt velflestir í þeim hópi séu fjárhagslega vel settir, eru hinir margir sem'ekkert hafa um- fram daglegar nauðsynjar og eru því vanbúnir að taka á sig aukinn kostnað vegna meðala og læknis- þjónustu. Koma þarf í veg fyrir að samdrátt- ur í þjóðarbúskapnum sé látinn bitna svo harkalega á velferðarkerfinu. Vissir þættir þess a.m.k. verða að vera utan slíkra sveiflna í hagkerf- inu. Húsnæði Ferðalög eru snar þáttur í starfsemi FEB. Á myndinni er ferðahóp- ur á Þingvöllum að haustlagi. sem fylgt hefur verið í húsnæðismál- um aldraðra hin síðari ár. Félag eldri borgara hefur beitt sér fyrir byggingu sérhannaðra íbúða sem félagsmenn hafa átt kost á að kaupa. Þannig hafa verið reistar 72 íbúðir á Grandavegi 47, 46 íbúðir í Hraunbæ 103 og 64 íbúðir á Skúla- götu 40, 40a og 40b. íbúðir þessar hafa félagið reist í samvinnu við Byggingarfélags Gunnars og Gylfa. Allar eru þær með forkaupsréttará- kvæði til handa félaginu og þing- lýstri kvöð um að þær megi einung- is nýta fyrir aldraða. í öllum húsun- um er fullkomið eldvarna- og örygg- iskerfi og tvær eða þijár lyftur í hveiju þeirra. Tvö húsanna eru í tengslum við sérstaka þjónustumið- stöð sem borgin rekur. Auk þeirra þriggja bygginga sem nefndar hafa verið eru að rísa á vegum félagsins tvær 13 hæða blokkir við Arskóga í Suður-Mjódd. Þar eru 100 búðir sem tilbúnar verða á þessu ári. Þeir sem kaupa þessar íbúðir eiga flestir íbúð fyrir. Gamla íbúðin er þá seld til að fjármagna þá nýju. í mörgum tilfellum er fólk að minnka við sig húsnæði. Börnin eru flutt að heiman og gömlu hjónin sitja ein eftir í alltof stóru og oft óhentugu húsnæði. Félagsstarf Samfélag okkar hefur breyst á ótrúlega skömmum tíma eins og al- kunna er. Við lifum í raun í stöðluðu þjóðfélagi með mikilli sérhæfingu. Einkenni þéttbýlisfjölskyldunnar er að báðir foreldrarnir vinna utan heimilis og börnin eru annað tveggja í dagvistun eða skólum. Aldrað fólk fellur illa inn í slíkt lífsmynstur heim- ilanna. Við þessar aðstæður er án efa best fyrir alla aðila að eldra fólk- ið búi út af fyrir sig í íbúðum sem því henta og þar sem fyrir hendi er pftirlit og hægt að veita aðstoð ef með þarf. Þetta er í raun sú stefna Aðalstarfsemi Félags eldri borg- ara fer fram í Risinu sem svo er kallað, en það er 4. hæðin í húsinu Hverfisgata 105. Þarna er rúmgóð hæð með tveimur sölum og nokkrum minni herbergjum ásamt öðru til- heyrandi húsnæði. Þetta húsnæði á félagið ásamt Reykjavíkurborg. Þarna fer fram fjölþætt starfsemi alla daga vikunnar frá morgni til miðnættis. Auk þess leigir félagið sal í Sigtúni 3 til dansleikjahalds öll sunnudagskvöld. Innan félagsins starfa fjórar deild- ir sem allar eru með sérstakar stjórn- ir og skipuleggja starfsemi sína að mestu sjálfar, hver á sínu sviði. Þar er um að ræða Bridgedeild, en spilað er 4 daga vikunnar auk félagsvistar á sunnudögum. Þá er leikdeild (Snúður & Snælda) sem stendur árlega fyrir námskeið- um í framsögn og hefur tekið til sýningar tvö leikrit síðustu tvö árin. Söngdeild starfrækir 50 manna kór sem æfir tvisvar í viku yfir vetr- armánuðina og kemur oft fram á samkomum félagsins og við önnur tækifæri. Að lokum er svo Byggingardeild sem hefur umsjón með bygginga- málum félagsins. Gönguhópur . (Göngu-Hrólfar) hittist í Risinu hvern laugardags- morgun og gengur um borgina og nágrennL Oftast eru þátttakendur 40-60. Á eftir er svo komið í Risið og hellt upp á könnuna. Dansað er í Risinu á þriðjudags- kvöldum og annan hvern föstudag. Þá er Sigvaldi með danskennslu á laugardögum og leikfimi er tvisvar í viku. Auk þeirrar starfsemi sem að framan er getið hefur félagið beitt sér fyrirJkynningu á íslendingasög- um og skáldum og rithöfundum og verkum þeirra. Hafa verið fengnir hinir færustu menn sem völ er á til að annast þessar kynningar. Mun láta nærri að búið sé að kynna 50 íslensk skáld og rithöfunda á vegum félagsins. Þá eiga félagsmenn kost á ókeyp- is lögfræðiaðstoð hjá félaginu svo og fræðslu um tryggingamál. Ekki má gleyma ferðaþættinum. Á hveiju sumri eru farnar nokkrar hópferðir hér innanlands og til út- landa á öllum árstímum. Mjög hag- stæðir samningar hafa náðist við Flugleiðir og ferðaskrifstofur um þær ferðir, enda mikið notaðar. Vonandi gefur þessi upptalning nokkra mynd af hinum félagslega þætti í starfseminni — þeim þætti sem félagarnir sjálfír annast og móta sér og öðrum til ánægju. Lokaorð Hópur aldraðra er stór og vex ört. í Reykjavík eru um 12 þúsund sem náð hafa 67 ára aldri. Þessi stóri hópur er vissulega misjafnlega á vegi staddur bæði félagslega, efna- lega og að því er heilsufar varðar. Hann á það sameiginlegt að hafa lokið starfsdegi sínum og geta með velþóknun eða vanþóknun eftir at- vikum, fylgst með hvernig afkom- endumir deila og drottna í þjóðfélag- inu. Hann er ekki kröfuhópur en vill ekki láta ganga á rétt sinn. Og þessi stóri hópur er síður en svo áhrifalaus, vilji hann beita afli sínu. Og hann býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Hann getur líka Iitið sem heild með velþóknun á ævistarfíð. Það er hann sem átt hefur stærsta þáttinn í þeim framförum og breyt- ingum sem orðið hafa í þjóðlífi okk- ar á þessari öld. Kynslóð sem slíku hefur áorkað getur verið stolt af verkum sínum og upplitsdjörf. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. * Bæklingur Iþrótta- og tómstundaráðs sendur út Sumarstarf í Reykjavík 1993 BÆKLINGURINN Sumarstarf í Reykjavík fyrir börn og unglinga 1993 er kominn út og er honum dreift til allra aldurshópa í skól- um Reykjavíkurborgar. í bæklingnum er að finna upplýsingar um framboð félaga og borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga í sumar. í bæklingnum er sumarstarf Iþrótta- og tómstundaráðs kynnt, þ.á.m. leikja- og ævintýranámskeið í félagsmiðstöðvum og hverfum, sumarstarf fyrir fatlaða, sundnám- skeið, siglingar í Nauthólsvík, reið- skóli og útivist í Víðidal. Þá er kynnt önnur starfsemi Reykjavíkurborgar í sumar, s.s. starfsvellir, skólagarðar, gæsluvellir, Vinnuskóli Reykjavíkur, Brúðubíllinn og Húsdýragarðurinn. Einnig er fjall- að um sumarbúðir sem börnum og unglingum gefst kostur að sækja. Þar er um að ræða sumarbúðir KFUM og KFUK, Hlíðardalsskóla, Reiðskólann að Hrauni og Sumar- búðir skáta. fleira. Þá er fjallað um starfsemi átta félagsmiðstöðva í Reykjavík og sértaklega fjallað um sumarnámske- ið fyrir nýbúa, þ.e. börn og unglinga sem eiga annað foreldri eða bæði eriend. Námskeiðið er sniðið að þörf- um þeirra sem ekki tala íslensku nógu vel til þess að geta nýtt sér það almenna sumarstarf sem í boði er. Úrval námskeiða Fjölmörg námskeið verða í boði í sumar og má þar nefna knattspyrnu- skóla, knattspyrnuæfingar, golf, kar- ate, borðtennis, íþróttir fatlaðra, enskuskóla, félag frimerkjasafnara, skáta, Rauða kross íslands, og margt Útgjöld þátttakenda vegna starfs- þáttanna eru mjög mismunandi, en foreldrar sem hug hafa á að hagnýta sér framboð borgarinnar og félag- anna fyrir börn sín eru hvattir til þess að draga ekki innritun_ þeirra. Útgefandi bæklingsins er íþrótta- og tómstundaráð. i I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.