Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 21 Markus Wolf, fyrrverandi yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar „Njósnarmn andlitslausi“ sóttur til saka „NJÓSNARINN andlitslausi", Markus Wolf, yfirmaður leyniþjón- ustu kommúnistaríkisins Austur-Þýskalands 1953-1987, var í gær leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir landráð. Hann er m.a. sakaður um að hafa mútað fjölmörgum vestur-þýskum leyniþjónustumönn- um sem urðu „moldvörpur" hans. Wolf er fyrirmynd skáldsagna- höfundarins Johns le Carrés að sovéska njósnaranum Karla og þykir maður mikilla andstæðna. Hann naut mikillar hylli á meðal undirmanna sinna, sem þóttu hann hlýr og umhyggjusamur í fram- komu, en hann veigraði sér ekki við að láta þá níðast á einmana konum - einkum riturum — á mikilvægum skrifstofum í Bonn og höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Wolf er lýst sem hávöxnum og glæsilegum manni, veikum fyrir fögrum konum, dýrum og vönduð- um fatnaði og öðrum munaði. Leyniþjónustumenn beggja vegna Járntjaldsins fýrrverandi töldu hann snjallasta njósnaforingja kalda stríðsins. Hann gekk lengi undir nafninu „njósnarinn andlits- lausi“ þar sem vestrænar leyni- þjónustur höfðu engar myndir af honum þar til hann kom til Stokk- hólms árið 1978. Hann ferðaðist þar undir nafninu dr. Kurt Werner ásamt Christu, annarri af þremur eiginkonum sínum. Sænska leyni- þjónustan komst að því að þarna fór yfirmaður austur-þýsku leyni- þjónustunnar og náði myndum af honum á fundi með einum af helstu njósnurum hans í Vestur- Þýskalandi, þingmanninum Fri- edrich Cremer. Myndirnar urðu til þess að Cremer var sakfelldur fyrir njósnir og dæmdur í fangelsi en Wolf komst til Austur-Þýska- lands þar sem hann hafði ekki gerst brotlegur við sænsk lög. Wolf var lengi liarður stalínisti og notfærði sér veikleika manna af mikilli kænsku. Hann sýndi undirmönnum sínum hlýju og umhyggju og tryggði sér þannig hollustu þeirra. Cremer kvaðst hafa fengið mikið álit á Wolf, lýsti honum sem opnum og skarp- greindum manni, sem hefði átt jafn auðvelt með að tjá sig um bókmenntir og tónlist - og um- hyggju sína fyrir velferð þing- mannsins. Ungur stalínisti í Moskvu Faðir njósnaforingjans, Fri- edrich Wolf, var kommúnisti, þekkt leikskáld og læknir á tímum Weimarlýðveldisins. Hann lét af gyðingatrú í fyrri heimsstyijöld- inni en hélt þeim uppruna sínum leyndum eða flíkaði honum eftir því sem það hentaði honum. Mark- us Wolf lék það síðar eftir föður sínum. Wolf-fjölskyldan var rekin frá Þýskalandi á valdatíma Hitlers og hún fluttist til Sovétríkjanna. Markus var 11 ára þegar hann varð Mischa Wolf og gerðist ötull félagi í Ungu frumkvöðlunum, sem dýrkuðu Stalín þrátt fyrir hreinsanirnar á ijórða áratugnum. Margir af nágrönnum og vinum fjölskyldunnar voru handteknir á þessum tíma. Wolf varð sovéskur borgari 16 ára að aldri og gekk í kommúni- staflokkinn 19 ára. Hann gekk í skóla þriðju alþjóðasamtaka kommúnista þar sem ungir Þjóð- verjar voru búnir undir það að taka við mikilvægum embættum eftir ósigur Hitlers. Þar kynntist hann fyrstu eiginkonu sinni, Emmi Stenzel, dóttur þýsks þingmanns sem nasistar myrtu, og þau fóru saman til Berlínar árið 1945. Reuter Snjallasti njósnaforingi kalda stríðsins Markus Wolf, fyrrverandi yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar, gengur inn í dómshús í Diis- seldorf þar sem réttarhöld hófust í máli hans í gær. Wolf hefur verið ákærður fyrir landráð og margir telja hann snjallasta njósnaforingja kalda stríðsins. Með honum er þriðja kona hans, Andrea. Wolf var gerður að aðalfréttaskýr- anda útvarpsins í Berlín og sendur til starfa í austur-þýska sendiráð- inu í Moskvu. Skömmu síðar var hann færður til Efnahagsrann- sóknastofnunarinnar, sem var dul- nefni austur-þýsku leyniþjón- ustunnar á þessum tíma. Hann var síðan yfirmaður leyniþjón- ustunnar á árunum 1953 til 1987 þegar hann settist í helgan stein. „Rómeó-njósnarar“ Wolf neitaði að nota námsmenn eða áhuganjósnara við njósna- starfsemina (eins og bandaríska leyniþjónustan gerði á þessum tíma) þar sem hann taldi of mikla hættu á því að þeir yrðu staðnir að verki. Ef einhver njósnara hans var handtekinn reyndi hann allt sem hann gat til að fá hann leyst- an úr haldi og kom fram við njósn- ara sína sem prinsa þegar þeir sneru heim. Á þessum tíma voru 600 austur- þýskir njósnarar á Vesturlöndum. Wolf átti hugmyndina að því að láta nokkra þessara manna, svo- kallaða „Rómeó-njósnara“, stofna til náinna kynna við einmana kon- ur - einkum ritara - á mikilvæg- um skrifstofum í Bonn og Bruss- el. Ein þessara kvenna, Dagmar Kahlig-Scheffler, ritari á skrif- stofu Helmuts Schmidts, þáver- andi kanslara, njósnaði til að mynda fyrir Austur-Þjóðveija eftir að hafa gifst austur-þýskum njósnara. Hjónavígslan reyndist vera gabb, því það voru austur- þýskir njósnarar sem gáfu þau saman. Wolf varð fyrsti yfirmaður leyniþjónustu kommúnistaríkis sem lét af embætti sjálfviljugur. Hann áttaði sig á að kommúnism- inn í Austur-Þýskalandi gæti ekki haldið velli miklu lengur; hann gerðist allt í einu harður stuðn- ingsmaður Míkhaíls Gorbatsjovs og skrifaði metsölubók þar sem hann fordæmdi stalínismann. Þótti efni í umbótasinnaðan leiðtoga Um tíma þótti hann jafnvel koma til greina sem leiðtogi um- bótasinnaðrar kommúnistastjórn- ar í Austur-Þýskalandi. Þau áform urðu að engu þegar hann ávarp- aði rúma milljón Austur-Þjóðveija á útifundi 4. nóvember 1989 og gagnrýndi hvernig foringjar ör- yggislögreglunnar, Stasi, sem hann sagði hafa starfað „í góðri trú“, hefðu verið gerðir að „blóra- bögglum þjóðarinnar". Það þótti Austur-Þjóðveijum ekki góð ræða. Heimild: Financial Times. 200. aftak- an í Banda- ríkjimum Huntsville. Reuter. MAÐUR sem myrti unga konu að dóttur hennar ásjáandi var tekinn af lífi í Texas á fimmtudaginn síð- astliðinn. Þetta var 200. aftakan í Bandaríkjunum síðan hæstirétt- ur tók dauðarefsingu upp aftur árið 1976. Darryl Stewart, 38 ára, var úr- skurðaður látinn fimm mínútum eftir að hafa fengið banvænan skammt af lyfjum. Hann var fundinn sekur um morðið á Donna Kate Tohmas, 22 ára gamalli konu, sem myrt var árið 1980 í íbúð sinni í Houston. Vopnaður skammbyssu braust Stewart inn í íbúð Donnu, samkvæmt vitnisburði félaga hans sem var með honum er atburðurinn átti sér stað. Vitnið sagði ennfremur að Stewart hefði skipað Donnu að afklæðast og setti hana svo inn í skáp ásamt fjög- urra ára dóttur hennar. Hann skip- aði þeim seinna að koma út úr skápn- um og skaut Donnu tvisvar í höfuðið eftir að hún neitaði honum um sam- ræði og byijaði að gráta. Stewart var þriðji maðurinn sem aflífaður var á þessu ári og 57. síðan dauðarefsingar voru teknar upp í rík- inu árið 1982. Yfirvöld í Texas hafa tekið fleiri af lífi en yfirvöld í nokkru öðru ríki í Bandaríkjunum síðan dauðarefsingin var tekin upp að nýju. Sértrúarsöfnuður Davids Koresh í bænum Waco í Bandaríkjunum Reuter Sjónvarpsmynd um harmleikinn Bandaríska sjónvarpið NBC hyggst framleiða mynd um harmleikinn í Waco í Texas og verður leikarinn Timothy Daly í hlutverki Davids Koresh. Frá vinstri á myndinni eru leikararnir Heather McAdam, Daly, Susanna Thompson og Marlee Shelton, sem leika öll í mynd- inni. Lík 72 manna hafa fundist í rústum trúboðsstöðvarinnar í Waco. Talið er að 17 börn hafi týnt lífi. Bömin barin af minnsta tilefni New York. Reuter. BORN í söfnuði Davids Koresh voru barin með ár yrði þeim á ein- hver mistök, svo sem að hella óvart niður úr mjólkurglasi. Einnig var þeim refsað með hýðingu ef þau þættu ekki leggja sig nógu mikið fram við æfingar undir lokabaráttuna við hið illa, að sögn New York Times. í blaðinu er vitnað í sérfræðinga við barnaspítala sem vinna að með- ferð og endurhæfingu safnaðar- barna sem sluppu við vítislogana sem gleyptu trúboðsstöð Koresh og tugi fylgismanna hans 19. apríl sl. Börnin hafa skýrt þeim frá því að Koresh hafi fyrirskipað þeim að kalla sig föður þeirra en foreldra sína „hunda.“ Þá sögðu börnin að Koresh hefði nælt stjörnu úr plasti í barm allt niður í 11 ára gamalla stúlkna til marks um að þær hefðu meðtekið „ljósið“ og væru gjaldgengar til þess að hafa kynmök við sig, Sam- kvæmt ríkislögum í Texas teljast kynmök við stúlkur undir 17 ára aldri alvarlegur glæpur. Að sögn sérfræðinganna við barnaspítalann hafa þeir rætt við 19 safnaðarbörn af 21 sem sluppu við að lenda í vítislogunum. Eru þau á aldrinum fjögurra til 11 ára. Tvö börn voru sjö mánaða og þriggja ára og því ekki yfirheyrð. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og fulltrúar Alríkislögreglunnar (FBI) héldu því fram strax eftir áhlaupið á trúboðsstöðina 19. apríl, þar sem gerð var tilraun til að svæla fólkið út með táragasi, að kynferðisleg misnotkun barna hefði átt sér stað innan veggja stöðvarinnar. Hins vegar eru frásagnir barnanna fyrstu óyggjandi vísbendingarnar um að þær fullyrðingar hafi átt við rök að styðjast. Margir fullorðnir fylgismenn Koresh og lögmenn þeirra hafa haldið fast við það að slíkar ásakanir væni tilhæfulausar. AFI/AMMA Allt fyrir minnsta bamabamið ÞUMALÍNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.