Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 Lítiim tíl beggja handa * * eftír Arna R. Arnason Við umræður um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) á Alþingi og í fjöl- miðlum hafa oft komið fram áhyggj- ur af viðskiptahagsmunum okkar í Bandaríkjunum. Hefur verið stað- hæft að aðild að EES muni loka okkur þar inni — og banna okkur viðskipti við Bandaríkin. Ég hef kynnt mér samninginn og spurt utanríkisráðherra á Alþingi um áhrif EES á viðskipti okkar og önnur samskipti við Bandaríkin. Niðurstað- an er tvímælalaus: EES útilokar ekki að við flytjum út afurðir okkar og vörur til ríkja eða heimshluta utan þess. Við höfum allan rétt til að tryggja hagsmuni okkar með samn- ingum, um fríverslun og önnur sam- skipti við ríki utan EES, svo sem Bandaríkin, Japan og fleiri. Hagsmunir beggja vegna hafsins Bandaríkin urðu fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði íslands. Að síð- ari heimsstyijöldinni lokinni urðu þau langmikilvægasti markaður okkar fyrir útflutning sjávarafurða og inn- kaup á erlendum vörum. Upp úr styijaldarlokum tókum við þátt í stofnun Norður-Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og gerðum síðar vamarsamning við Bandaríkin. Við höfum því átt mikil viðskipti, fjöl- þætt og náið samstarf við Banda- ríkjamenn sem hefur orðið okkur til farsældar og hagsbóta. Útflutningur til Bandaríkjanna hefur minnkað og síðustu árin stund- um ekki orðið nema um 1/8 af heild- arútflutningi, en til Evrópu um 2/3 til Vi. Til þessa eru ýmsar orsakir, s.s. breytt útflutningsstarfsemi okk- ar, breyttur afli á íslandsmiðum, áhrif framboðs og eftirspumar á mörkuðum Evrópu og Bandapíkj- anna, aðild að EFTA og fríverslunar- samningur við EB. Aðstæður í milli- ríkjaviðskiptum breytast sífellt. Ekki ræður eingöngu áhugi okkar hvar við seljum afurðir, heldur efnahagur og kaupgeta, eftirspum og framboð — markaðsaðstæður. Þá getur stjómmálaástand leitt til stjórnvalds- afskipta af inn- og útflutningi, sem gerst hefur í EB. Bandaríkin geta því á ný orðið okkur enn mikilvæg- ari markaður en nú. Sökum þessa spurði ég utanríkis- ráðherra um viðskiptakjör okkar, aðgang að markaði og samskipti við Bandaríkin, í útflutningi sjávaraf- urða, annarra afurða og varnings, flutninga og þjónustu, tækniþróun og flutningi tækniþekkingar, að- gangi að menntastofnunum, rann- sókna- og vísindastarfsemi. Fram kom að við höfum ekki samning við Bandaríkin um viðskipti né þessi samskipti en fáum „bestu kjör“ í tollum og markaðsaðgangi. Ráðherra sagði að ríkisstjórnin hafi nýlega skipað starfshóp til að undirbúa við- ræður um fríverslunarsamning við Bandaríkin, en þau hafa ekki sýnt áhuga á tvíhliða samningum. Viðskiptabandalög — heimsmynd nútímans Allt frá lokum síðari heimsstyij- aldar hafa leiðtogar vestrænna ríkja leitast við að leggja grundvöll að og auka samskipti þjóða sinna og efla vitund þeirra og skilning á sameigin- legum hagsmunum. Samtök hinna sameinuðu þjóða (SÞ) voru stofnuð í stað Þjóðabandalagsins. Vestur- Evrópuríki stofnuðu Evrópuráðið og lögðu grunn að mannréttindasátt- mála og yfirþjóðlegum stofnunum sem fjalla um réttindi þegnanna og hafa vald umfram stofnanir ríkjanna. Þau efndu til samstarfs um viðskipta- frelsi I stað hafta og ríkisafskipta sem einkennt höfðu efnahagslíf Evr- ópu um aldir, stofnuðu Efnahags- bandalag Evrópu (síðar EB) 1957 og Fríversiunarsamtök Evrópu (EFTA) 1960. ísland gekk í EFTA 1970 og gerði 1972 tvíhliða fríversl- unarsamning við EB, en sjávarút- vegsþáttur hans, bókun 6, tók gildi 1976. Allt frá stofnun EB og EFTA hefur verið rætt um aukið samstarf þeirra, 1984 ákváðu ráðherrar aðild- arríkjanna að stefna að stofnun Evr- ópsks efnahagssvæðis, enda tollaað- lögun lokið með samningum hvers EFTA-ríkis við EB og 1989 ákváðu leiðtogar þeirra að hefja samninga- viðræður um EES. Samskipti pg samstarf þjóða og ríkja innan SÞ, NATO, Evrópuráðs- ins, EB, EFTA og EES er sprottið af þessum meiði aukinna samskipta þjóða sem vaxið hefur frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari. Fræ hans er vissan um, að því meiri sam- skipti sem verða með þjóðum heims þeim mun meiri líkur verða á varan- legum friði og stöðugleika í stjórn- málum og efnahagsmálum, sem verður undirstaða landvinninga á öðrum sviðum mannlegrar viðleitni og til aukinnar hagsældar. Sambærileg framvinda hefur orðið í öðrum heimshlutum. Um áratugi hafa staðið viðræður'um fjölþjóðlegt almennt samkomulag um tolla (GATT). Enn hafa ekki ræst vonir um að það verði alþjóðlegt fyrir- komulag í milliríkjaviðskiptum og sýnist langt í land. Því hafa ríki í öðrum heimshlutum einnig stofnað fríverslunarsamtök. Því má álykta að heimurinn muni í milliríkjavið- skiptum skiptast upp í fríverslunar- samtök eða tollabandalög eftir heimshlutum, en milli þeirra rísi á hinn bóginn tollamúr, höft og bönn. Við þessar aðstæður skiptir höf- uðmáli að við tryggjum okkur að- gang að mörkuðum þessara banda- laga til útflutnings, markaðssetning- ar og annarrar starfsemi svo og til innkaupa og tryggingar annarra hagsmuna. Mikilvægi NAFTA Bandaríkin, Kanada og Mexíkó hafa samið um stofnun fríverslunar- samtaka Norður-Ameríku — NAFTA. Að vísu hafa þjóðþing þeirra ekki fullgilt samninginn, og líklegt að fleiri samninga þurfi vegna að- stæðna í Mexíkó. NAFTA nær þegar við stofnun yfir mikilvæga markaði okkar í Bandaríkjunum, Kanada, sem getur orðið mikilvægt markaðsland fyrir afurðir okkar því þar eru Árni R. Árnason „Þar og í Kanada eru fyrirtæki sem geta haft hag af alþjóðlegu frí- iðnaðarsvæði við Kefla- víkurflugvöll.“ neysluvenjur áþekkar þeim sem við þekkjum, og Mexíkó. Mexíkó hefur óskað samstarfs um sjávarútveg, sem getur orðið grundvöllur til mark- aðssetningar á þekkingu, tækniþjón- ustu, þróunar veiða og hráefnismeð- ferðar, vöruþróunar og markaðs- færslu. Mexíkó ertalið eiga framund- an mikinn hagvöxt með vaxandi framleiðni, tekjum og neyslu og því álitlegt framtíðarmarkaðssvæði. Þegar hefur komið fram eindreginn vilji ríkja sunnar í álfunni fyrir aðild, og hafa nokkur þeirra sýnt áhuga á viðskiptum og samstaríT við okkur. í Bandaríkjunum eru nú jákvæð merki hagvaxtar og því ástæða til að við tryggjum okkur þar áfram bestu kjör til útflutnings fullunninna sjávarafurða og til innkaupa. Þar og í Kanada eru fyrirtæki sem geta haft hag af alþjóðlegu fríiðnaðar- svæði við Keflavíkurflugvöll, til að ljúka endanlegri gerð vöru fyrir Evr- ópumarkað og sem miðstöð birgða, flutninga og dreifingar í þeim við- skiptum. Áf þessum ástæðum hef ég spurt utanríkisráðherra á Alþingi og hvatt til þess að ríkisstjómin undirbúi við- ræður við NAFTA og lýsi vilja til að gera fríverslunarsamning sem jafnframt skapi grundvöll að víðtæk- um samskiptum um þau málefni og sameiginlega hagsmuni í milliríkja- viðskiptum, efnahagsmálum, menn- ingarmálum, tækniþróun og um- hverfismálum. Mér til ánægju voru svör hans jákvæð. Ríkisstjórn hefur hafið undirbúning viðræðna og lýst vilja til að gera slíkan samning. Tryggjum hagsmuni okkar Við íslendingar erum fámenn þjóð, búum við einhæft atvinnulíf og erum því viðkvæmir fyrir djúpum efna- hagslægðum og neikvæðum verð- sveiflum á erlendum mörkuðum. Því er okkur nauðsyn að tryggja ávallt góðan aðgang að mörkuðum þjóða bæði í austri og vestri fyiir sjávaraf- urðir og aðra framleiðslu, flutninga og aðra þjónustu og heimildir til hvers konar viðskipta á erlendri grund. Við eigum mikið undir greið- um aðgangi að nýjungum og nýsköp- un í menntun, vísindum og tækni. Okkur er brýnt að eiga aðild að sam- starfí þjóða um baráttu gegn meng- un, vemdun umhverfís, nýtingu lif- andi og lífrænna náttúruauðlinda miðað við endurnýjun þeirra, nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orku- gjafa. Okkur er afar mikilvægt að eiga góð og traust samskipti við aðrar þjóðir um hvers konar sameig- inlega hagsmuni. Það er skoðun mín að okkur sé brýnt að vinna nú þegar að samning- um um viðskipti, fríverslun, mark- aðsaðgang, rétt til starfsemi og önn- ur samskipti á sviði menntamála, umhverfismála, tækniþróunar o.fl. við Bandaríkin og fríverslunarsam- tök Norður-Ameríku, NAFTA. Ég fagna því að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hefur lagt grunn að undirbún- ingi viðræðna af okkar hálfu, lýst yfír vilja til slikrar samningsgerðar og leitað eftir viðræðum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Opið bréf í tilefni af ári aldraðra í Evrópu eftirÞóruÁ. Arnfinnsdóttur Ágæti samstarfsmaður í öldrunar- þjónustunni. Ég læt loks verða af því að stinga niður penna til að ráðgast við þig um vanda, sem hlýtur að valda þér áhyggjum engu síður en mér. Því hann snertir öldrunarþjónustuna, sem við erum bæði þátttakendur í. í hreinskilni er ég sáróánægð með þjónustuna í heild sinni og langar að vita hvort þú ert það ekki líka. Ég er óánægð vegna þess að mér virðist allt sem ég sé og heyri leiða til þeirrar döpru niðurstöðu að fáar, ef nokkrar, stofnanir, sem annast aldraða sjúka, mæta, svo fullnægj- andi geti talist, andlegum, tilfinn- ingalegum og félagslegum þörfum skjólstæðinga sinna. Alltof margir aðstandendur, til að tilviljun geti tal- ist, hafa trúað mér fyrir vonbrigðum sínum og sársauka vegna þess að þeir eru ekki sáttir Við þá þjónustu sem öldrunarstofnanir veita sjúkum ástvinum þeirra. Þeir séu þar vansæl- ir, einmana, óvirkir og jafnvel óvirt- ir. Svo er það sem sárast er að heyra, fólk er í ráðaleysi með hvert það á að snúa sér með kvartanir sínar og er jafnvel hrætt við að láta þær uppi, af ótta við undirtektir stjórnenda og ráðamanna. Sumir þessara aðstand- enda þekkja jafnvel til þriggja, fjög- urra stofnana og hafa svipaða sögu að segja af þeim öllum. „Líkamlegur aðbúnaður góður,“ segja þeir, „en ...“ Og svo kemur sagan. Annað er sláandi í frásögnum þessa fólks: Þótt það sé ósátt við þjónustuna í ÁR ALDRAÐRA í EVRÓPU 1993 heild sinni, þá fellir það góða dóma og hrósar oft mjög þjónustu ein- stakra starfsmanna sem eru þá ekk- ert endilega stjórnendur eða aðrir faglærðir starfsmenn. Þetta segir okkur að einhveiju hlýtur að vera ábótavant í menntun og þjálfun þess starfsfólks, sem ræðsttil þjónustunn- ar og veldur henni ekki betur en raun ber vitni. Það virðist engin vissa fyrir því að hún færi honum þá mann- þekkingu, viðhorf og fágun í mann- legum samskiptum sem þarf til að valda svo vandasömu og ábyrgðar- fullu starfí, sem umönnun aldraðra sjúkra er. Skýr þjónustustefna Öldrunarþjónustuna vantar öðru fremur samræmda og skýra þjón- ustustefnu, sem byggir á heildrænni þekkingu á þörfum aldraðra, heil- brigðra sem sjúkra. Hún þarf jafn- framt að ábyrgjast og tryggja að allir starfsmenn hennar hafí þessa þekkingu og kunni að útfasra hana í starfi svo viðunandi sé. í dag er að fínna fjöldann allan af sálfræði- kenningum er leitt gætu til þessarar þekkingar. Sumar þessara kenninga er svo aðgengilegar og Ijósar að skynsöm manneskja getur fljótt farið að nota þær sér til gagns án tillits til annarrar þekkingar eða skóla. Ef stjómendur öldrunarþjónustunnar gerðu öllum stofnunum sínum skylt að velja og leggja einhveija þessara kenninga til grundvallar þjónustu sinni, þá myndi það fljótt leiða til stóraukinna þjónustugæða. Þá auð- vitað að því tilskyldu að öllum starfs- mönnum verði kynnt og kennd sú kenning sem fýrir vali yrði. Kenningar Abrahams Maslows Árið 1978 var ég í Noregi við nám í hjúkrunarkennslu. Þar hófust fýrst kynni mín af kenningum bandaríska sálfræðingsins Abrahams Maslows. Nemendum voru þá kynntar ýmsar sálfræðikenningar til að leggja til grundvallar hjúkrun. Kenningar Maslows vöktu fljótt athygli mína, einkum sá hluti þeirra er fjallar um grunnþarfir mannsins, sem hann skilgreinir og flokkar á ákveðinn hátt. Maslow gerði hug- myndalíkan að þessum kenningum og á ég þar við hinn þekkta þarfapýr- amída. Fögnuður minn var því mik- ill er ég við lestur nýútkominnar amerískrar kennslubókar komst að því að höfundamir notuðu þarfa- kenningar Maslow sem grunn að Þóra Á. Arnfinnsdóttir „Því auk þess að vera auðskildar, þá eru þær sífelld áminning þess að maðurinn er ein samræmd heild líkama og sálar, sem ávallt ber að umgangast sem slík- an.“ kennslu sinni. Þetta var árið 1982, þá var ég starfandi við Nýja hjúkrun- arskólann, sem um árabil annaðist sérfræðinám hjúkrunarfræðinga hér á landi. Bókin fjallaði um öldrunar- hjúkrun og hana las ég ásamt nem- endum, sem voru í öldrunarhjúkrun- arnámi 1983. Kenningar Maslows og umrædd kennslubók, færðu mér þann breytta og aukna skilning á hjúkrun, sem ég hef leitast við að efla og útfæra í starfi mínu æ síðan. Heildræn hugmyndafræði Það er vandi og algeng kvörtun þeirra, sem veita öldruðum sjúkum umönnun og hjúkrun, að mestallur tími þeirra fer í að aðstoða þá við uppfýllingu líkamlegra þarfa þeirra. Þetta þarf þó ekki að vera svo mikið áhyggjuefni ef starfsmaðurinn kann þá list að hlúa samtímis að hinum tilfínningalegu þörfum. Þ.e.a.s. kann að efla öryggiskennd, sýna virðingu, vera vinur og félagi jafnt sem þjón- ustugafí. Ein markvissasta og fljót- virkasta aðferð sem ég þekki til að kenna honum þetta, er að kenna honum að beita þarfakenningum' Maslow. Því auk þess að vera auð- skildar, þá eru þær sífelld áminning þess að maðurinn er ein samræmd heild líkama og sálar, sem ávallt ber að umgangast sem slíkan. Síðast en ekki síst felst í kenningunum mikil- vægur siðferðislegur boðskapur og ákveðin sjálfsræktarkrafa, sem við- komandi er knúinn til að sinna, eigi hann að ná góðum tökum á starfí sínu. Allir vita hvemig sameiginlegur skilningur, metnaður og markmið getur fengið sundurleitasta hóp manna til að ná aldeilis ótrúlegum árangri. Slíkan liðsanda þurfa stjórn- endur hjúkmnar- og sjúkrastofnana að skapa með starfsmönnum sínum og þann skilning að einvala lið þarf til að veita úrvals þjónustu. Að lokum Ágæti samstarfsmaður, eins og ég get um í upphafi þessa bréfs, þá er tilgangur minn að ná til þeirra ykkar, sem fínnst úrbóta þörf í öldr- unarþjónustunni og eruð tilbúin að leggja ykkar af mörkum til þess. Ég skora á ykkur ófaglærð sem faglærð að við fömm að vinna saman sem einn hópur. Við eigum að sameinast um að leita leiða til að vinna öldran- arþjónustunni þann gæðastimpil að við getum stolt og ánægð notið þess að vera starfsmenn hennar. Höfundur er geðþjúkrunarfræðingur og hjúkrunarkennari og ernú forstöðumaður dagvistar fyrir heilabilaða í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.