Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 17 Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefánsstyrknum úthlutað ÞÓRIR Guðjónsson formaður Félags bókagerðarmanna afhendir Gylfa Gröndal rithöfundi (t.v.) Stefánsstyrkinn á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí sl. í húsakynnum Félags bóka- gerðarmanna á Hverfisgötu 21. Styrkinn hlaut Gylfi til að safna saman í bók ljóðum um verkalýðsbaráttuna á íslandi og hefur þegar verið gerður útgáfusamningur við bókaútgáfuna Forlagið. Stefánsstyrkurinn er kenndur við Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Styrk- inn veita í sameiningu Félag bókagerðarmanna og Menningar- og fræðslusamband alþýðu og nemur hann 230 þúsund kr. Styrkn- um er úthlutað á hveiju ári og að þessu sinni bárust fimmtán umsóknir. Tveir fulltrúar frá hvorum aðila ákveða hver hlýtur styrk. Deilur um undir- búning samræmdra prófa grunnskóla ÁGREININGUR var milli Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála og kennara um hvernig standa skyldi að samn- ingu og undirbúningi samræmdu grunnskólaprófanna sem nú er nýlokið. Einnig komu upp deilur um launagreiðslur til þeirra sem sömdu prófin. Ágreiningsmálin leystust og voru prófin svipuð að gerð og undanfarin ár, að stærðfræðiprófinu undanteknu. Samkvæmt ákvörðun mennta- málaráðherra í haust fékk Rann- sóknarstofnun uppeldis- og menntamála það hlutverk að sjá um undirbúning og samningu sam- ræmdu prófanna en menntamála- ráðuneytið hafði áður haft þetta verkefni með höndum. Ráðinn var sérstakur yfirmaður samræmdra prófa hjá stofnuninni og prófa- nefndir til að sjá um samræmdu prófin, sem að mestu leyti voru skipaðar sama fólki og áður hafði undirbúið prófin á vegum mennta- málaráðuneytisins. í grein sem Birna Sigurjónsdótt- ir, formaður skólamálaráðs Kenna- rasambands íslands, skrifar í fé- lagsblað Bandalags kennarafélag- anna kemur fram, að hvað eftir annað hafi komið upp ágreiningur milli yfirmanns samræmdra prófa og kennara í prófanefndum um hvernig staðið skyldi að samningu prófanna, og hvert væri verksvið yfirmannsins og nefndanna. Engir skriflegir samningar Birna sagði við Morgunblaðið, að kennarar í prófanefndunum hefðu talið sig vera ráðna til að semja próf í tiltekinni grein, en yfirmaður samræmdu prófanna hefði talið að prófanefndirnar væru ráðnar til að semja úrval spurninga sem hann gæti raðað saman. Einn- ig hefði verið ágreiningur milli þessara aðila um launagreiðslur þar sem ekki hefðu verið gerðir skriflegir samningar um vinnu prófanefndanna. Þá sagði Birna, að um tíma hefði litið svo út að samræmdu prófin yrðu ekki byggð upp á svipaðan hátt og verið hefur undanfarin ár, eins og skólunum hefði þó verið tilkynnt um í haust og þeir miðað starf sitt við. „Um þetta stóðu átökin að hluta til, þegar kennar- arnir í prófanefndunum vildu tryggja að prófin sem færu út væru eins og áður og eins og þau sem nemendurnir voru að undirbúa sig undir. Því var síðan afstýrt að prófunum yrði breytt og prófin voru með svipuðu sniði og nemend- urnir höfðu reiknað með,“ sagði Birna. Ágreiningsmál leyst Þórólfur Þórlindsson forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála sagði það rétt, að komið hefði upp ágreining- ur um launamál kennara. Sá ágreiningur hefði verið leystur. Hins vegar sagðist Þórólfur ekki kannast við að af hálfu stofnunar- innar hafi annað staðið til en að prófin yrðu í öðrum farvegi en undanfarin ár. „Það er minn skiln- ingur, að prófanefndirnar sem semja prófin hafi síðasta orðið um það hvernig prófin skuli líta út og þannig var það í þessu tilfelli. Hitt er svo annað mál, að það hafa verið skiptar skoðanir um sam- ræmd próf, hlutverk þeirra og gildi. Prófín eru aldrei samin af einum manni, heldur í hópvinnu, og það er eðlilegt að ekki séu allir sammála í hópvinnu og að upp komi atriði sem þarf að ræða frek- ar. Aðalatriðið er að þau ágrein- ingsatriði leysist eins og best má verða. Við sendum út könnun til kennara í þessum greinum sem prófað er í, þar sem þeim gefst tækifæri til að segja sínar skoðan- ir á prófunum og hlutverki þeirra,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að ekki hefðu borist kærur eða kvartanir vegna sam- ræmdu prófanna nú. Tvöfalt límband Nýtt farkort býður auk- in fríðindi og þjónustu Morgunblaðið/JI Visa-ísland hefur m.a. gert samning við Budget-bílaleiguna sem rekur 3.800 skrifstofur í 110 löndum og er þriðja stærsta bílaleigu- fyrirtæki heims. Hér handsala þeir Einar S. Einarsson, framkvæmda- sljóri Visa-íslands, og John Larsen, einn framkvæmdastjóra Bud- get, samninginn. Greiðslukortafyrirtækið Visa- Island hefur gert samninga um fríðindi, afslátt og sérþjónustu við ýmsa þjónustuaðila, bæði inn- anlands og utan fyrir farklúbbs- félaga sína, en far- og gullkorts- hafar njóta sjálfkrafa aðildar að Farklúbbi Visa. Þá hefur Visa- Island opnað sérstaka þjónustu- miðstöð í húsakynnum sínum á Höfðabakka 9 til að veita klúbb- félögum margvíslegar upplýs- ingar og fyrirgreiðslu. Starfsfólk mun jafnframt annast pantanir á gistingu og bílaleigubílum fyrir korthafa sé þess óskað. Handhöfum farkorta munu standa til boða sérstakar ferðaupplýsingar, hótelbæklingar og leiðarlýsingar á vinsælum ferðaslóðum Islendinga, m.a. um Mið-Evrópu. Þá hefur verið unnið að samningum um fríðindi og afsláttarkjör fyrir far- og gullkorts- hafa á sólarströndum Portúgals, Spánar og Flórída, auk afsláttar hjá hótelum og fyrirtækjum í Kaup- mannahöfn, London, Lúxemborg og París. Samstarfsslit við FÍF Að sögn Einars S. Einarssonar, framkvæmdastjóra greiðslukortafyr- irtækisins Visa-ísland, er hér á ferð- inni ný og endurbætt útgáfa af far- korti, alþjóðlegu ferða- og fríðinda- korti banka og sparisjóða. „Ráðist var í nýju útgáfuna í framhaldi af því að ákveðið var að slíta samstarfi við Félag íslenskra ferðaskrifstofa, sem ekki hafði gefið nógu góða raun.“ Eldri farkortum verður öllum skipt út nú í vor og verður korthöfum þá afhent um leið ítarlegt þjónustu- rit, auk vasabæklings, þar sem fram koma helstu þjónustustaðir og af- sláttarkjör. Að sögn Einars fylgir fjölbreyttur þjónustupakki nýju farkortunum, svo sem ódýrar utanlandsferðir ársfjórð- ungslega til eftirsóttra staða og í tengslum við tónlistar- eða íþrótta- viðburði erlendis, þar á meðal árleg ferð til Vínar og Búdapest og önnur til Baltimore og Flórída. Tryggingafríðindi hafa verið aukin með þrenns konar tafatryggingum; forfalla-, ferðatafa- og samgöngu- tryggingum. Að öðru leyti veitir far- kort ýmsa aðra tryggingavemd. Sem dæmi má nefna 6,5 milljóna kr. ferðaslysatryggingu, 1,6 milljóna kr. sjúkratryggingu, 130 þúsunda kr. farangurstryggingu og fleira. Þess má að lokum geta að árgjald fyrir farkort er nú 3.800 kr. Auka- gjald fyrir kort með mynd er 250 kr. Laugardagsblaði Morgunblaðsins, 15. maí nk., fylgir blaðauki sem heitir Stangaveiði. í þessu blaði verður greint frá ýmsu því sem viðkemur stangaveiðinni í sumar, fjallað um flugur og fluguhnýtingar, aðferðir og útbúnað veiðimanna, öryggisbúnað, vatnaveiði, sjóstangaveiði og veiði í ólíkum ám, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður fjallað um stangaveiðisýningu sem haldin verður 15.-23. maí nk. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 10. maí. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréf 69 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.