Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 7 Veröurhann kr.? Dregiö um tvöfaldan fyrsta vinning í dag! Fyrsta íslenzka messan í París ÍSLENZK messa var haldin í Par- ís síðastliðinn laugardag. Að sögn Péturs Einarssonar, formanns nýstofnaðs Islendingafélags í Frakklandi, var um að ræða fyrstu íslenzku messuna þar í borg að því er bezt er vitað. Sr. Jón Baldvinsson, sendiráðs- prestur í Lundúnum, messaði í Sænsku kirkjunni í París. Honum til halds og trausts kom 20 manna ís- lenzkur kór frá Lundúnum. Kórinn er undir stjórn Aagot Óskarsdóttur, en meðal kórfélaga eru Jakob Magn- ússon, menningarfulltrúi í Lundún- um, og Ragnhildur Gísladóttir söng- kona. „Félag íslendinga í Frakklandi er mjög þakklátt séra Jóni og kórnum fyrir að hafa komið hingað,“ sagði Pétur Einarsson. „Fyrir okkur sem búum hér í París eru íslenzkir menn- ingaratburðir sem þessi ógleyman- . legir.“ 9 Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Undirritun HALLDÓR Karl Hermannsson og Kristján Haraldsson orkubússtjóri við undirskrift samnings um yfirtöku Orkubús Vestfjarða á Hitaveitu Suðureyrar. Orkubú Vestfjarða yfir- tekur Hitaveitu Suðureyrar Suðureyri. ORKUBÚ Vestfjarða og Suður- eyrarhreppur hafa gert með sér samkomulag um yfirtöku þess fyrrnefnda á Hitaveitu Suður- eyrar. Samningurinn sem undir- ritaður var 30. apríl felur í sér algjöra yfirtöku orkubúsins á allri starfsemi og öllum eignum og skuldum Hitaveitu Suðureyrar frá og með 1. maí 1993. í samningunum skuldbindur orkubúið sig til þess m.a. að ganga frá öllum óloknum stofnfram- kvæmdum hitaveitunnar á Suður- eyri innan fjögurra ára. Einnig að orkuverð verði hliðstætt og annars staðar á veitusvæði orkubúsins. Þá eru ákvæði í samningnum sem tryggja Suðureyrarhreppi áfram- haldandi aðgang að affallsvatni hitaveitunnar til notkunar í Sund- laug Suðureyrarhrepps honum að kostnaðarlausu til fimm ára. Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps afsalar orkubúinu öllum rétti til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallsvatns til orkuframleiðslu í Suð- ureyrarhreppi. SALA á Beck’s bjór, sem aðeins er seldur í þrem útibúum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Reykjavík, nam samtals 77.113 lítrum fyrstu þrjá mánuði ársins, en salan á annarri þýskri bjórtegund, Holstein, sem seldur er í 21 útsölu ÁTVR, nam á sama timabili sam- tals 110.773 lítrum. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, er ekki á döfinni nýtt útboð á bjór, en í fyrrahaust kom Holstein inn sem aðai þýski bjórinn í staðinn fyrir Beck’s. Höskuldur sagði að Becks hefði í þremur verslunum hér á Reykja- á sínum tíma komið í staðinn fyrir víkursvæðinu og hann er fáanlegur Kaiser bjór, sem ekki hafi þá verið á öllum hótelum og af lager okkar, hægt að bjóða með þeim hætti sem en það hefur ekki verið rætt sér- ÁTVR óskaði eftir að fá hann. staklega að hann verði boðinn einn- „Beck’s fæst sennilega á flöskum ig í dósum,“ sagði Höskuldur. Með fyrirvara Samningurinn er gerður með fyr- irvara um samþykkt iðnaðarráð- herra og þess að um semjist milli orkubúsins og fjármálaráðherra um ákveðin uppgjörsmál. Sturla Páll Hagstætt verð Hann sagði að þýskur bjór væri fluttur inn á verði sem ÁTVR væri mjög sátt við og reyndar hefði að- eins munað hársbreidd milli Beck’s og Holstein í síðasta útboði. „Þar með er ég að segja að innflutningur- inn á Beck’s sé líka mög hagstæð- ur, en hins vegar er því ekki að leyna að þetta góða verð fengist að mínu mati alis ekki nema þessi útboðsleið væri farin.“ Lögreglan varar við hjólaþjófum ÞÓ EKKI hafi verið mikið vor í lofti í Reykjavík undanfarna daga er lögreglan farin að sinna árlegum vorverkum. Tilkynnt var um stuld á þrem- ur reiðhjólum á mánudag, en reiðhjólaþjófnaðir fylgja vorinu eins og lóan. Lögreglan býst við að tilkynningum um þjófnaði af þessu tagi eigi eftir að fjölga ört á næstu dögum og bendir fólki á að gera þjófunum erfiðara fyr- ir með því að læsa hjólunum. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Utboð á innfluttum bjór ekki á döfinni í bráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.