Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORG.UNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 ÁREITNI „Aðdáandi“ Helenu Bonham-Carter hlýtur dóm Enska kvikmyndaleikkonan Helena Bonham-Carter, sem síðast lét að sér kveða í hinni margverðlaunuðu kvikmynd „Howards End“ hefur í fimm ár mátt þola ásókn truflaðs aðdá- anda, Skota að nafni Andrew Parquharson. Hann reyndi á þol- rifin, en gekk loks of langt og hefur nú hlotið dóm fyrir áreitnina. í vitnaleiðslum og lögreglu- skýrslum kom fram að Farquhar- son sá Bonham-Carter fyrst í kvik- mynd fyrir fimm árum og hreifst svo af henni að hann flutti búferl- um frá heimili sínu í Skotlandi og fluttist í íbúð nærri heimili Bon- ham-Carter í Lundúnum. Þá þegar hófust endalausar bréfaskriftir og símhringingar, en leikkonan lét eins og ekkert væri, því í fyrstu virtist maðurinn meinleysingi. Hann smáfærði sig upp á skaftið og var áður en yfir lauk farinn að lýsa því hvernig hann hygðist fyrr eða síðar fullnægja leikkon- unni kýnferðislega og fór Bon- ham-Carter þá að viðra málið við lögreglu. Upp úr sauð fyrir nokkru er vinurinn tók upp á því að banka upp á hjá Bonham-Carter til að tjá henni hversu stórkostleg hún hafi verið í nýlegum sjónvarps- þætti og lauma nokkrum ástarorð- um með í leiðinni. Hún lét þá loks verða af því að kæra Farquhar- son. Dómurinn sem féll kvað á um að Farquharson skyldi láta Bonham-Carter algerlega í friði. Ekki hringja, ekki skrifa, ekki banka upp á. Dómarinn teiknaði hring utan um heimili Bonham-Carter á götukorti og rétti Farquharson með þeim orðum að ef hann færi inn fyr- ir hringinn færi hann umsvifa- laust í steininn í tvö ár. Helena Bonham-Carter STJÖRNUR SKÁK Staðan íhuguð Morgunblaðið/Silli A Anýafstöðu skákþingi á Húsa- (t.h.) og Matthías Kjeld, 14 ára, vík hlaut Gylfi Þórhallsson einbeittir að tafli. Eftir langa setu titilinn Skákmeistari Norðlend- og miklar vangaveltur endaði sú inga 1993. Hér sitja þeir Gylfi skák með jafntefli. McCartney- hjónin vilja ekkert úr skinni Bítillinn Paul McCartney er sagður svo ákafur dýravinur að hann þolir ekki fólk sem geng- ur í fötum úr leðri. Þetta gengur svo langt að þjónustufólk hans má ekki ganga í neinu sem fram- leitt er úr skinni, ekki einu sinni vera með slík belti eða skó. Þá er ekki heldur vel séð að vinirnir noti leður- og skinnflíkur og vei þeim vini sem á krókódílaveski, hann er ekki líklegur til að falla í náðina aftur. Þau hjónin, Linda og Paul, hafa ekki heldur bragðað kjöt í mörg ár og hafa valið sér lifnaðarhætti grænmetisæta. Þá hafa hundar þeirra aldrei fengið kjöt og munu aldrei bragða það, svo Iengi sem þeir eru í eigu hjónanna. FYRIRSÆTA Línda Evangelista tekin saman við Kyle MacLachlan Ein hæstlaunaða fyrirsæta heims, Linda Evangelista, hefur sagt skilið við mann sinn, Gerald Marie, og tekið saman við leikarann Kyle MacLachlan, en hann lék Cooper í myndinni „Twin Peaks“. Linda trónir á fyrirsætu- toppnum ásamt Cindy Crawford og segir sagan að þær vinni sér inn að minnsta kosti 600 þúsund krónur á dag. Það fór þó fyrir brjóstið á mörgum þegar dagblað nokkurt hafði eftir Lindu, að hún nennti ekki á fætur á morgnana til að koma sér til vinnu fyrir minna en 600 þúsund krónur. Hefur þessi setning heyrst víða síðan og haft er eftir Lindu, að hún skilji ekkert í fólki að taka þetta svona nærri sér og að því sé illa við haná vegna yfirlýsingar- innar. Kyle hafði verið í sambúð með Lara Flynn Boyle, en kornið sem fyllti mælinn í sambúðarerfiðleik- um þeirra var þegar Lara kyssti leikarann Luke Perry — sem ís- lendingar þekkja úr þáttunum Beverly Hills 90210 — á opinber- um vettvangi. Viðbrögð Laru voru þau, að hún lýsti því strax yfir að Kyle væri hvort sem er hund- leiðinlegur heimafyrir og að hann vildi alltaf vera heima. Kyle MacLachlan og Linda eru farin að slá sér upp. Linda Evangelista Linda og Paul McCartney fá sér grænmetisham- borgara, því kjöt er á bannlista hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.