Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 25 Mario Segni sækist eft- ir fylgi úr öllum áttum Róm. The Daily Telegraph. ALLSHERJAR uppstokkun á ítölskum stjórnmálum virðist vera í uppsiglingu eftir að Mario Scg-ni, sem var í forystu fyrir umbótasinnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í síðasta mánuði, lýsti því yfir að hann væri að mynda nýjan stjórn- málaflokk. Flokkur. Segnis ber heitið Lýðræðisbandalagið og standa helstu bandamenn hans í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni einnig að flokknum. Búist er við að næstu þingkosning- ar muni fara fram í októbermánuði og ætlar Lýðræðis- bandalagið þá að bjóða fram. Markmið flokksins er að ná til Kristilegir demókratar segja kjósenda úr öllum áttum. Hann Segni vera farin að stunda „gull- ætlar, auk almennra umbótasinna, að höfða til kjósenda græningja, kommúnista, hófsamra kommún- ista og hluta kjósenda Kristilega demókrataflokksins, sem ráðið hef- ur ríkjum í ítölskum stjórnmálum undanfarinn áratug. Það gefur því að skilja að nýi flokkurinn hefur þegar verið gagn- rýndur úr öllum áttum. gerðarlist", en hann yfirgaf flokk þeirra í síðasta mánuði. Frjálslyndir segja hann vera með „ruðning" en gamli kommúnistaflokkurinn, sem nú kennir sig raunar ekki lengur við kommúnista, segir hann vera að mótmæla en ekki benda á hverju eigi að breyta. Flokkurinn Norður- sambandið, sem berst fyrir stofnun sambandsríkis á ítalíu, hefur einnig tekið illa í stofnun Lýðræðisbanda- lagsins og segir Segni vera fulltrúa „valdastéttarinnar". Reynsluleysi Akkilesarhæll nýja flokksins er skortur á fólki með mikla reynslu af stjórnmálum. Segni virðist hins vegar gera ráð fyrir að hið gamal- gróna flokkakerfi muni liðast í sundur og honum takast að ná til sín flokkabrotum úr ýmsum áttum. Er Lýðræðisbandalagið raunar ein- ungis einn angi af þeirri þróun sem nú á sér stað. Gömlu flokkarnir eru að leysast upp og nýjar stjórnmála- hreyfmgar að myndast. Þá gera líka hinar fyrirhuguðu breytingar á kosningakerfinu, sem felast í því að taka upp einmenningskjördæmi í stað hlutfallskosningar, að stjórn- málamenn verða að hópast saman í breiðari fylkingar. Tími hinna fjol- mörgu ítölsku smáflokka líður und- ir lok með nýju kosningakerfi. Frakkar lækka vexti FRANSKI seðlabankinn iækkaði vexti í gær úr 8% í 7,75% og er þetta sjötta vaxtalækkun bankans á einum mánuði. Með vaxtalækk- ununum er ætlunin að reyna að hleypa nýju lífí í efnahaginn sem á í vök að verjast eins og víðar á Vesturlöndum. Fyrir skömmu boð- aði ný stjórn borgaraflokkanna undir forystu Edouards Balladurs skattahækkanir er mæltust illa fyrir hjá talsmönnum launþega en stjórn segir opinber útgjöld vera farin gersamlega úr böndunum og geta grafið undan efnahag þjóðar- innar. Þýski seðlabankinn dró í gær úr vonum manna um frekari vaxta- lækkanir þar í landi og hvatti þess í stað til að dregið yrði úr ríkisút- gjöldum. Umdeildur nauðgunar- dómur ÁSTRALSKUR áfrýjunardómstóll þyngdi í gær fyrri dóm í nauðgun- ar- og morðmali en annar dómari hafði í fyrra úrskurðað að ekki skyldi beita þyngstu refsingu á þeirri forsendu að sakborningur hefði fyrst barið fórnarlambið, 17 ára gamla stúlku, meðvitundar- lausa áður en hann nauðgaði henni og síðan myrti. Áfrýjunardómarinn sagðist ekki geta tekið undir það álit að nauðgunin hefði verið minna ofbeldisverk vegna meðvitundar- leysis stúlkunnar. Morðinginn hlaut 12 ára fangelsi. EINSTÖK NÝJUNG Elancyl Transdiff useur Nýjar upptökur af „samtölum tíresku kommgsfjölskyldunnar" Hafa æsifréttablöðin tekið of stórt upp í sig? London. Reuter, Tbe Daily Telefjraph. BRESK æsifréttablöð héldu í gær áfram að birta fréttir af upptökum af meintum samtölum bresku konungsfjöld- unnar. í Sun mátti lesa um samtal sem Díana prinsessa á að hafa átt við góða vinkonu sína fyrir tveimur árum, þar sem hún segir ni.a. að hjónaband sitt hafi verið einn alls- herjar látbragðsleikur. „Eg er á förum og strákarnir líka," á prinsessan m.a. að hafa sagt. I Today var að finna frétt- ir af sama samtali. Það var í fyrradag sem aftur fóru að berast fregnir af ýmis kon- ar upptökum af samtölum konungs- fjölskyldunnar. Sun fullyrti þá að leyniþjónustan MI5 hefði hlerað og tekið upp á segulband samtöl Karls ríkisarfa og Díönu prinsessu í nóv- ember, áður en þau skildu að borði og sæng.' Þessar upplýsingar er einnig að finna í bók James Whita- ker, hirðblaðamanns Daily Mirror, sem koma mun út á næstunni. Hefur hann sakað Sun um að hafa stolið upplýsingunum frá sér, en um hundrað þúsund eintök af bók hans voru geymd í vörugeymslu skammt frá Heathrowflugvelli. For- ráðamenn Sun neita því hins vegar harðlega að „heimsfréttin" eigi rætur sínar að rekja til DailyMirror. Hver hleraði? Enn hefur hins vegar enginn getað staðfest hvaðan þessar upp- tökur koma og hvort þær séu ófals- aðar. Talsmaður Buckinghamhallar sagði í gær að dagbækur hirðarinn- ar sýndu greinilega að Karl og Díana hefðu ekki verið saman þann dag sem hið meinta samtal átti að eiga sér stað. Kenneth Clarke innanríkisráð- herra sagði í fyrradag að svo virtist sem einhver væri að hlera konungs- fjölskylduna og að hann gæti vel ímyndað sér að mikinn pening væri að hafa upp úr í slíku. Hann sagði hins vegar einnig að ekkert benti til að það væri leyniþjónustan sem stæði að baki hlerununum. „Ég hef ekki hugmynd um hver er ábyrg- ur," sagði Clarke en hann og aðrir ráðherrar eru sagðir vera „100% vissir" um að MI5 komi þar hvergi nærri. Fréttir þess efnis sagði Clarke einungis vera lið í þeirri við- leitni æsifréttablaða að fylla blað- síður sínar með slúðurfréttum af konungsfjölskyldunni. Með því að tengja leyniþjónustuna við málið væri komin „afsökun" til að birta endalaus afrit af upptökum og ljós- myndir. Velta mörg af virtari dagblöðum Bretlands upp þeirri spurningu hvort að þessar nýjustu „uppljóstranir" séu ekki einfaldlega ómerkilegur stormur í vatnsglasi, eða ósannaðar fullyrðingar sem séu einungis settar fram sem liður í hinni hörðu samkeppni æsifrétta- blaðanna um hylli lesenda. Nýtt vopn sem boðar byltingu í baráttunni gegn cellulite .. .;?-: ELANCIL FALLEGUR LÍKAMIÁN CELLULITE - FETI FRAMAR - Fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum um land allt. Reuter Njósnað um komingsfjölskylduna? ELÍSABET Bretadrottning og Filipus prins ræða við bresk börn í Búdapest þar sem þau hafa verið í opinberri heimsókn. Bresk æsi- fréttablöð hafa haldið því fram að breska leyniþjónustan M-15 hafi árum saman njósnað um alla konungsfjölskylduna. Schiesser< N Æ R F Ö T Það besta næst pér! HAGKAUP KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.