Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 31 Þýsksálu- ^ messafluttí Glerárkirkju KOR Glerárkirkju efnir til tón- leika í Glerárkirkju sunnudaginn 16. maí og hefjast þeir kl. 17. Efnisskráin er tvíþætt að þessu sinni. í fyrri hlutanum eru nokkur stutt kórverk og útsetningar eftir listamenn sem bjuggu eða búa á Akureyri, Björgvin Guðmundsson, Jakob Tryggvason, Jón Hlöðver Áskelsson, Elísabetu Geirmundsdótt- ur og Áskel Snorrason, svo og kór- verk tveggja þýskra tónskálda, Dressler og Schutz, en verkið eftir þann síðarnefnda er fyrir tvo kóra og orgel. Á seinni hluta efnisskrárinnar er Þýsk messa eftir Franz Schubert, en hann gerði tvær útgáfur af verkinu, aðra fyrir blandaðan kór og blásara- sveit en hina fyrir blandaðan kór og orgel. A tónleikunum á sunnudaginn verður messan flutt með undirleik orgels sem Hjörtur Steinbergsson leikur á. Fyrir réttum 10 árum, 8. maí 1983, flutti Kirkjukór Lögmannshlíð- arsóknar, eins og kór Glerárkirkju hét áður, þýsku messuna í nýgerðri íslenskri þýðingu Sverris Pálssonar, sem þá var einn kórfélaga. Þykir því vel við hæfi að flytja kórverkið aftur á fyrstu tónleikum kórs Glerárkirkju í nývígðri kirkjunni, 10 árum eftir frumflutning íslenska textans. ----------? ? ? Meistarar og verktakar funda á KE A AÐALFUNDUR Meistara- og verktakasambands bygginga- manna verður haldinn á Hótel KEA á morgun, laugardag, og hefst hann kl. 9.00. Þessi samtök atvinnurekenda í byggingaiðnaði voru stofnuð árið 1958 og verða því 35 ára á árinu. Ingvar Á. Guðmundsson, for- maður MVB, flytur skýrslu stjórnar og síðan taka við önnur aðalfundar- störf. í hádegisverðarhléi mun Bernharð Haraldsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, flytja erindi, en eftir hádegi verður m.a. kynning á samtökum iðnaðar- ins. Boðið verður upp á skoðunar- ferð í byggingarvörudeild KEA að þingi loknu og loks verður efnt til lokahófs um kvöldið. ¦ SAMBAND íslenskra mynd- listarmanna, SÍM, hefur ákveðið að boða til málþings um samskipti opinberra aðila við íslenska lista- menn og samtök þeirra sem ber yfirskriftina „Stjórnkerfi menn-, ingarinnar". Þingið verður á Hótel Borg (Gyllta sal), sunnudaginn 16. maí nk. kl. 10.00-17.00. Mál- þingið er öllum opið. Frummælendur á þinginu verða margir en áhersla lögð á að erindi þeirra verði stutt (10. mín.) þannig að gott svigrúm gefist til umræðna og skoðanaskipta meðal þinggesta. Meðal frummælenda verða m.a. listamenn, áhugamenn um íslenska menningu og stjórnmál, stjórnmála- menn og fulltrúar Menntamála- ráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Sú staðreynd að Iistamönnum og eða samtökum þeirra er ljóst og leynt haldið utan við alla ákvarð- anatöku varðandi mikilvæga þætti í íslensku menningarlífi hefur vakið upp spurningar um stjórnkerfi menningarinnar, áhrif stjórnmála- og embættismanna, stýringu fjár- magns, forgangsverkefni, pólitískar mannaráðningar, valddreifingu o.fl. o.fl. Nokkrar umdeildar ákvarðanir stjórnmálamanna varðandi menn- inguna má nefna, en nýleg dæmi sem vakið hafa spurningar eru m.a. þær mikiu framkvæmdir sem fyrir- Nemendur áttunda bekkjar í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði Viðurkenning fyrir kennsluforit ÁTTUNDUBEKKINGAR í Stónrtjarnaskóla bjuggu til kennslufor- rit um orku og Norðurlönd og hlutu viðurkenningu, en þau kynntu starfsmönnum Rafmagnsveitu ríkisins á Akureyri forritið í gær. Frá vinstri, Manfred Lemke, Tryggvi Aðalsteinsson og Ingólfur Árnason, þá nemendurnir Kári, Árni Brynjar, Árni, Auður, Krist- ín, Ólafur, Benjamín, Hörður, Valur og Elín Sigríður. Bjuggu til kennsluforrit um orku á Norðurlöndum KRAKKARNIR í áttunda bekk í Sljómtjarnaskóla í Ljósa- vatnsskarði __ hlutu viðurkenningu Sambands íslenskra rafveitna, SÍR, fyrir verkefni sem þau unnu i samkeppni sem bar yfirskriftina orka, æska og framtíðin. Þau brugðu sér bæjarleið í gær og kynntu starfsfólki Raf- magnsveitna ríkisins á Akureyri afrakstur vinnu sinnar, kennsluforrit um orku, sem heitir Orka og Norðurlönd. í tilefni af 90 ára afmæli raf- veiturekstrar og að 50 ár eru frá því að rafveitur landsins mynduðu með sér samband verður efnt til afmælisþings og sýningar í Há- skólabíói í haust og verður einn þáttur þess tileinkaður æskunni. Grunnskólum landsins var boðið til samstarfs, þ.e. þeim nemendum sem lærðu um rafmagn, en þeir gátu unnið að verkefni sem tengd- ist raforku og nýtingu hennar Mikil vinna Kennsluforritið heitir Orka og Norðurlönd og í því má fínna margvíslegar upplýsingar um þetta efni, m.a. á hvern hátt mis- munandi orka er framleidd, meng- un af hennar völdum, hvar hún finnst og margt fleira og einnig er greint frá hverju og einu Norð- urlandanna og hvernig orkuþörf er leyst í hverju þeirra fyrir sig. Manfred Lemke, eðlisfræði- kennari, sagði að mikil vinna hefði farið í gerð forritsins, en krakk- arnir hafa unnið að því í vetur að búa það til, viða að sér fróð- leik um orku og koma honum fyrir í kennsluforritinu. Skoða Kröflu Ingólfur Árnason rafveitustjóri sagði að nemendunum yrði boðið að kynna kennsluforritið á afmæl- isþinginu sem haldið verður í haust og eins myndi þeim á næst- unni verða boðið að skoða Kröflu- virkjun og kynnast þeirri starf- semi sem þar fer fram. hugaðar eru á Korpúlfsstöðum og hafa ýmist verið nefndar Errósafn eða listamiðstöð Reykjavíkurborg- ar. Einnig mætti nefna nokkrar ákvarðanir varðandi menningar- stofnanir ríkisins, s.s. Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, Ríkisútvarpið, Listasafn íslands, Listaháskólann og e.t.v. fleiri. Þá má einnig gera ráð fyrir að áform menntamálaráð- herra um skiptingu ráðuneytis síns í Mennta- og Menningarráðuneyti veki upp einhverjar spurningar. Það er von þingboðenda að mál- þing þetta verði til þess að skerpa meðvitund þeirra sem tengjast fs- lensku menningarlífi um samskipti listamanna og opinberra aðila, svari einhverjum spurningum og kveiki fjölmargar nýjar. (Fréttatilkynning) ¦ FRAMHALDSSKÓLANUM á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu verður slitið laugardaginn 15. maí 1993 kl. 14. Gestum og velunnurum skólans er velkomið að koma og vera við athöfnina og þiggja kaffi- veitingar í boði skólans að henni lokinni. í vetur stunduðu 120 nemendur á aldrinum 15—20 ára nám við skól- ann. Tuttugu og átta nemendur ljúka grunnskólaprófi við skólann. Nám er stundað til tveggja ára á mála- og náttúrufræðibraut. Einnig nám til fjögurra ára á ferða-, mála- og íþróttabraut. Fyrstu nemendur skólans ljúka nú fjögurra ára námi til stúdentsprófs. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ metur námið og útskrif- ar stúdentana. Allt nám og prófin sín taka þeir hins vegar heima á Laugum. Skólinn hefur verið í örum vexti frá stofnun og skólastarf gengið vel í vetur. (FréttatUkynning) Kennarar-kennarar Skólastjóra og kennara vantar til starfa vió Grunnskóla Grímseyjar. Á komandi skólaári verða 13 nemendur í skólanum áaldrinumó-12ára. Sóst er eftir að fá par til starfa. Húsnæðisfríðindi eru í boði. Upplýsingar gefur formað- ur skólanefndar, Sigrún Þorlóksdófrir, í síma 731 15. Skólanefnd Grímseyjar. ¦ /marsmánuði sl. lék Ríó-Tríóið í Naustkjallaranum. Þeir félagar hafa ákveðið að syngja um þessa og næstu helgi þar í kjallaranum og gera ráð fyrir að Islendingar m,æti til að taka lagið með þeim. Þeir syngja þjóðlög og önnur lög en einkum öll góðu gömlu Ríó-lög- in, sem svo margir kunna. Það hef- ur verið þéttsetinn bekkurinn í Naustkjallaranum, þegar þeir fé- lagar hafa verið þar og stemmning góð. Með þeim leikur á gítar Björn Thoroddsen, sem þekktari er sem djassgítarleikari. Ríó heldur upp á þrjátíu ára söngafmæli sitt á næsta ári. HÁSKÓLINIM A AKUREYRI Tími: Staður: Flytjandi: Efni: Fyrirlestur Laugardagurinn 15. maí kl. 14.00. Háskólinn á Akureyri við Þingvalla- stræti, stofa 24. Tryggvi Gíslason, skólameistari. Mól og mannshugur, hugsun og orð - um rétt mál og rangt. Öllum er heimill aógangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.