Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. MAI 1993 + Framhaldsskóli - móðurskóli eftír Sölva Sveinsson Nefnd um mótun menntastefnu skilaði áfangaskýrslu á útmánuð- um, og hefur hún vakið verðskuld- aða athygli, enda er það í sjálfu sér góð nýbreytni hjá stjórnskip- aðri nefnd að varpa út í þjóðlífið margvíslegum hugmyndum, sem hljóta að kalla á viðbrögð, bæði andsvör og undirtektir. Síðan á að semja frumvörp til laga. Með hæfilegri einföldun má segja, að nefndarmenn telji vanda framhaldsskólans fjórþættan: 1) Stór hópur nemenda hjakkar í sama farinu og flosnar upp frá námi án lokaprófs; 2) allt of fáir hefja nám á starfsbrautum; 3) of margir nemendur hrasa á fyrsta námsári í háskóla, og 4) iðnnámi er ábótavant í ýmsum greinum. Það er grafalvarlegt mál, að ein- ungis um 9,4% af hverjum árgangi skuli hefja starfsnám strax eftir grunnskólapróf. Miklum mun fleiri leggja stund á verknám meðal annarra þjóða, einkum þeirra sem skara fram úr í tæknilegum efnum, t.d. Þjóðverja og Japana. Vísast liggja ýmsar ástæður til þess, að unglingar flykkjast í bók- nám, og ekki er unnt að finna nokkra einhlíta skýringu. Ein ástæða er, að yfirleitt hefur ekki verið búið vel að verknámi, af því að hver nemandi kostar meira á þeim vettvangi en í bóknámi; það er tiltölulega ódýrt að búa til stúd- enta. Meiri kostnaður hefur leitt til þess, að verknámsskólar hafa að einhverju leyti staðnað og hjakkað í sama fari, og þá jafnvel dagað uppi í tæknilegu tilliti. Að sumu leyti hefur verknám ekki verið nægilega vel skilgreint, þannig að ekki hafa haldizt í hend- ur lokapróf og réttindi; þar er bæði við skóla og atvinnulíf að sakast. Loks vil ég nefna viðhorf í . þjóðfélaginu. Bóknám hefur verið í meiri metum en verknám eftir að þjóðin uppgötvaði að bókvit yrði í askana látið. Og stúdents- próf hefur þrátt fyrir allt verið góður, undirbúningur fyrir ýmis störf og æðri menntun. Nefndarmenn varpa fram mörg- „Það er grafalvarlegt mál, að einungis um 9,4% af hverjum ár- gangi skuli hefja starfs- nám strax eftir grunn- skólapróf. Miklum mun fleiri leggja stund á verknám meðal ann- arra þjóða, einkum þeirra sem skara fram úr í tæknilegum efnum, t.d. Þjóðverja og Jap- ana." um hugmyndum, sem þeir telja til bóta, m.a. að tengja innritun í framhaldsskóla í meira mæli við einkunnir í grunnskóla en verið hefur um sinn. I þessari grein ætla ég að staðnæmast við eina hugmynd nefndarmanna, um móð- urskóla. í skýrslunni segir (bls. 50): „Oft bjóða nálægir skólar upp á sama nám þó að um námsbraut- Að rugga bátnum undir sér eftír Tómas Inga Olrich Það kom fram í máli utanríkis- ráðherra íslands í ríkisútvarpinu á mánudaginn 10. maí sl. að „ef EES samningurinn og tvíhliðasamning- urinn eru orðnir hluti af íslenskum lögum þá eru það íslensk lög studd þjóðréttarlegum skuldbindingum og eru þess vegna ríkjandi umfram eldri innlend lög sem kunna að segja eitthvað annað." Þetta er eflaust rétt svo langt sem það nær. Það er hins vegar nokkuð erfitt að átta sig á því hve langt þessi orð ráðherr- ans ná. Meginmál EES samningsins er lögtekið hér á landi, og verður virkt þegar samningurinn öðlast gildi. Við þá lagasetningu var tekið fram að tiltekin ákvæði í bókunum og viðaukum skyldu hafa lagagildi eins og meginmál samningsins (þ.e. ákvæði bókunar 1 við samninginn og ákvæði 9 töluliðar VIII. viðauka og g-liðar 1. töluliðar XII. viðauka við samninginn). Með gagnályktun verður að líta svo á að ákvæði ann- arra bókana, þar með talin bókun 3, sem fjallar um innflutning á vinnsluvörum úr landbúnaðarhrá- efnum, hafi ekki verið lögtekin hér á landi. Tvíhliðasamningur um innflutn- ing á tilteknum landbúnaðarvörum, sem utanríkisráðherra gerði með nótuskiptum, hefur ekki verið lagð- ur fyrir Alþingi, en samningurinn sækir stuðning í bókun 42 með EES samningnum. Sú bókun hefur ekki verið lögtekin. Af þessu má ráða að orðalag ráðherrans er ónákvæmt. Ummæli ráðherrans hafa verið skilin svo að lagasetning sé óþörf, þar eð megin- mál EES samningsins hafi verið lögtekið hér á landi. Varpar þetta óljósu orðalag sérkennilegri birtu á það mikla löggjafarstarf, sem unnið hefur verið á Alþingi í tengslum vrö EES samninginn. í bókun 35 um framkvæmd á reglum EES er skýrt ákvæði, sem utanríkisráðherra hefur gjarnan , Tilraunum til að fá bankaafgreiðslu í Vogum haldið áfram PÁLL Jónsson, sparisjóðssl jóri í Keflavík, heldur því ranglega fram að sóst hafi verið eftir bankaútibúi í Vogum að sögn Jóns Gunnars- sonar oddvita Vatnsleysustrandarhrepps. Hins vegar segir hann að bréflega og munnlega hafi verið farið þess á leit að sett yrði upp bankaafgreiðsla á staðnum. Samkvæmt athugun á kostnaði yrði um hálft stöðugildi að ræða ásamt leigu á húsnæði. Tæki og búnaður væru þegar í eigu sparisjóðsins og vart þyrfti 300 milljóna kr. inn- lán til að standa undir þjónustunni eins og haldið hefði verið fram. Jón gerir að umræðu sinni um- og bætti við að þau ummæli spari- mæli Páls þess efnis að fá atvinnu- tækifæri séu í Vogum og flestir sem þar eigi heima vinni í Hafnarfirði, Keflavík eða á flugvellinum þannig að á daginn séu ekki aðrir í byggð- arlaginu en konur og börn. „Þessi ummæli sparisjóðsstjórans eru hon- um til mikils vansa og augljóst er að hann hefur ekki hugmynd um það sem hann er að tjá sig um. I Vogum er fjöldi góðra fyrirtækja í fjölbreyttum rekstri og hjá þessum fyrirtækjum starfar fjöldi heima- manna. Ekki er mér kunnugt um að fram hafi farið könnun á hve stór hluti vinnuafls starfar innan Voga og hve stórt hlutfall annars staðar en það er alveg ljóst að full- yrðing Páls, eins og hún er sett fram, er beinllnis röng," sagði Jón sjóðsstjórans að ekki væru nema konur og börn í byggðarlaginu yfir daginn væru óskiljanleg og helst væri hægt að draga þá álykun að hann áliti konur undirmálsborgara sem ekki þyrftu á bankaþjónustu að halda. Haldið áfram Jón kvaðst ekki trúa öðru að óreyndu en að sparisjóðsstjórinn bæðist afsökunar á órökstuddum ummælum sínum eða rökstyddi þau og skýrði ella. Hann sagði að til- raunum sveitastjórnar til að fá bankaafgreiðslu í Vogum væri ekki lokið og íbúar hlytu að velta því fyrir sér hvar bankaviðskiptum þeirra væri best borgið í ljósi þeirr- ar þjónustu sem boðið væri upp á. Tómas Ingi Olrich vitnað til í umræðum á Alþingi um meint framsal á löggjafarvaldi til stofnana Evrópubandalagsins: „... með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahags- svæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahags- svæðisins." Ljóst er að reglur Evrópubanda- lagsins eru rétthærri en réttarregl- ur hvers bandalagsríkis fyrir sig. Þáð gildir hins vegar ekki um aðild íslands að EES. Skuldbindingin, sem í EES samningnum er fólgin, er þjóðréttarlegs eðlis, og ekki víð- tækari en í öðrum þjóðréttarlegum samningum. Kemur það mjög skýrt fram í áliti þeirra fjögurra lögfræð- inga, sem utanríkisráðuneytið fékk til að fjalla um stjórnarskrána og EES samninginn. Sú álitsgerð hefur verið eitt af grundvallargógnum í málflutningi utanríkisráðherra, for- sætisráðherra, og þeirra stjórnþing- manna, sem um EES málið hafa fjallað á Alþingi, en þeirra á meðal er sá sem þetta ritar. Það^er margt verk þarfara að vinna um þessar mundir en að vekja upp efasemdir um stöðu íslenskrar löggjafar gagnvart EES samningn- um; Slíks var síst þörf nú og verður að teljast óþurftaverk, ekki síst miðað við alla þá vinnu, sem lögð hefur verið í að skýra stöðu löggjaf- ans gagnvart Evrópubandalaginu bæði á Alþingi og á öðrum vett- vangi þjóðmálaumræðunnar. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. ir sé að ræða sem lítil eftirspurn er eftir. Rekstrarleg óhagkvæmni vegna fárra nemenda hlýtur að veikja stöðu námsbrautarinnar á hverjum stað." Þetta er rétt og er raunar furðulegt, að ráðuneyti hafi ekki nú þegar tekið á slíkum málum. En hugmyndin um móður- skóla er ekki einungis góðra gjalda verð af þessum sökum. Móðurskól-. ar eiga vitaskuld að annast til- raunastarfsemi, endurmenntun og hafa forystu um skipulagningu nýs náms. Undanfarin fimm ár hefur Fjöl- brautaskólinn við Ármúla verið að þróast í þessa átt. Þar eru hlið við hlið brautir til stúdentsprófs og stuttar starfsmenntabrautir, eink- um á heilbrigðissviði. Sjúkraliða- braut er þeirra stærst, og auk grunnnámsins stendur skólinn fyr- ir endurmenntun og framhalds- námi sem er enn í mótun. Nám fyrir aðstoðarmenn tannlækna hófst fyrir þremur árum og voru hinir fyrstu brautskráðir um síð- ustu jól. Tannlæknadeild Háskóla íslands annast starfsþjálfun. Fyrstu læknaritararnir ljúka bók- legu námi nú í vor. Sú braut var skipulögð í samvinnu Félags ís- lenzkra læknaritara og ráðuneyta heilbrigðis- og menntamála. Skól- inn hefur síðan átt ánægjulega samvinnu við heilsugæzlustöðv- arnar í Reykjavík og nágrenni, rík- isspítala og Borgarspítala um starfsnám. Skólinn hefur auk þess staðið fyrir löggildingarnámskeiði fyrir læknaritara auk endurmennt- unar, og er sú starfsemi nú að komst í fastar skorður. Rekstur lyfjatæknabrautar hófst síðastliðið ár, og í haust verður lyfjatæknum boðið upp á endurmenntunarnám- skeið. Allar þessar brautir veita tiltekin lögvernduð réttindi. Fyrir- hugað er að í haust bætist við bóklegt nám fyrir nuddara, en það e'r skipulagt í samvinnu Félags ís- lenzkra nuddara, menntamála- Sölvi Sveinsson ráðuneytis og skólans. Starfsþjálf- un verður á vegum félagsins í skóla þess. Skóli af þessu tagi er heppileg rekstrareining. Nemendur eru um 700 og festa ríkir í skólastarfinu. Sífellt fleiri nemendur samþætta nám á heilbrigðisbrautum og ljúka jafnvel tveimur brautum. Margir þættir í menntun heilbrigðisstétta eru sameiginlegir og þar með næst ákveðin hagkvæmni þegar þessar brautir eru á einum stað. Þeir sem þess óska geta síðan haldið áfram til stúdentsprófs, ef hugur þeirra stendur til þess. Ýmislegt fleira er á döfinni, en ekki er tímabært að fjalla um það á þessum vettvangi. Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er því sú, að með móðurskólum næst ákveðin hagræðing, sem er öllum til góðs, einkum nemendum, auk þess sem kostnaður minnkar. Starfsmennta- náminu er gert jafnhátt undir höfði og hefðbundnu bóknámi og því lýkur með prófi sem veitir tiltekin réttindi. HSfundur er aðstoðar skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Ármúla. Tannlæknisþjónusta barna þarf að hefj- ast fyrir fæðingu eftir Olaf Höskuldsson Á sjöunda mánuði þungunar ætti sérhver móðir að leita til tannlækn- is — ekki fyrir sig heldur væntan- legt barn sitt. En hvers vegna svona snemma? Hvaða erindi getur barn í móður- kviði átt við tannlækni? Vegna þess að ekki er ráð nema í tíma sé tekið og vegna þess að eftir að barn er í heiminn komið mæðist móðirin í svo mörgu að fyrsta heimsókn hennar með barnið til tannlæknis vill oft dragast úr hömlu. Erindið er að afla sér góðrar og gagnlegrar vitneskju. Þarna kunna hálfrar klukkustundar fræðsla og leiðbein- ingar tannlæknis um notkun flúors, munnhirðu og mataræði seinna að spara bæði barni og móður vöku- nætur, tár og umtalsverða fjár- muni. Að sjálfsögðu nýtir móðirin þessa fræðslu við þau börn sem henni kunna seinna að fæðast og að jafnaði er því ekki þörf að endur- taka þessa heimsókn þótt börnin yrðu fleiri. Önnur heimsókn barns til tann- læknis er svo við hæfi þegar fram- tennurnar átta, fjórar í hvorum gómi, eru komnar eða ekki seinna en þegar barnið fyllir fyrsta árið. Hafi þá ekkert óhapp orðið þjónar sú heimsókn einkum því að árétta það sem fram fór í þeirri fyrstu. Þriðja heimsóknin má síðan bíða þar til allar 20 barnatennurn- ar, 10 í hvorum gómi, hafa birst sem að jafnaði verður á bilinu tveggja tií þríggja ára. Ekki er þá fátítt að einhverra aðgerða sé þörf hjá íslenskum börnum. Aðrar heimsóknir: Eftir þriggja ára aldur er mjög mismunandi hversu oft börn þurfa að leita tann- læknis auk þess sem þörfin breytist með árunum. Börn eru nú einu sinni svo af guði gerð að þeim er mjög mishætt við tannsjúkdómum. Eink- um stafar munurinn þð af því að þau búa við mjög mismunandi munnhirðu. Því kann Jón litli að hafa fulla þörf fyrir þrjár til fjórar heimsóknir á ári til tannlæknis en Bjarni í næsta húsi að nægja að fara sömu erinda á tólf eða jafnvel átján mánaða fresti. í þessu er var- legast að hafa ráð tannlæknisins. Almennt talað verður það þó að teljast góð og hagkvæm regla að barn vitji tannlæknis á sex mánaða fresti. Við titt og reglulegt eftirlit getur tannlæknir greint vandamálin á byrjunarstigi. Lausn þeirra verður þá barninu mun léttari ogjafnframt auðveldari fjáhag foreldrannna. Undirbúning skyldi spara: Jafnan telja mæður það eina af frumskyldum sínum að undirbúa börn sín sem best fyrir hverja nýja reynslu í lífinu. Þótt undarlegt megi virðast sýnir reynslan þó að þegar ferðinni er heitið til tannlæknis er undirbúningurinn þeim mun betri sem hann er minni. Einkum stafar þetta af því að það er ekki á allra færi að lýsa tannlækningum svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.