Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 4
ERLENT
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
INNLENT
Kjarasamn-
ingar und-
irritaðir
Nýir kjarasamningar voru
undirritaðir aðfaranótt föstu-
dags og verða þeir í gildi til árs-
loka 1994. Engar launahækkanir
verða á samningstímabilinu en
kveðið er á um greiðslu launa-
bóta til þeirra sem höfðu heildar-
tekjur undir 80 þús. krónum á
ákveðnu viðmiðunartímabili,
með sama sniði og í eldri samn-
ingi, allt að 8.000 króna orlofs-
uppbót og að desemberuppbót
hækki í 13.000 krónur. Ríkis-
stjómin gefur fyrirheit um að
greiða niður tilteknar kjötvörur
og mjólkurvörur frá 1. júní til
áramóta þegar virðisaukaskattur
á þeim verður lækkaður í 14%
en með því er talið að verð á
kjötvöram lækki um 3‘/2-5% og
á mjólkurvöram um 8,4%. Sjó-
mannasambandið og nokkur að-
ildarfélög ASÍ undirrituðu ekki
samningana og stendur verk-
fallsboðun Flugvirkjafélags ís-
lands. Talið er að samningamir
muni kosta ríkissjóð 2,6 milljarða
króna á þessu ári.
Opinber heimsókn
Gro Harlem Brandtland for-
sætisráðherra Noregs og Ame
Olav Branátland eiginmaður
hennar komu í opinbera heim-
sókn til íslands sl. miðvikudag
og ræddu m.a. við íslenska ráða-
menn um hvalveiðar og málefni
Evrópu.
Dómur í kókaínmálinu
staðfestur
Hæstiréttur hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
um sjö ára fangelsi yfír yfír
Steini Ármanni Stefánssyni sem
handtekinn var 18. ágúst sl. eft-
ir að hafa ekið á lögreglubíl með
1,2 kg af kókaíni sem hann hafði
flutt inn frá Kólumbíu.
Nafn Búnaðarbankans tengt
alþjóðiegri vopnasölu
Við rannsókn á meintri milli-
göngu bankans um alþjóðlega
vopnasölu vildi bankaráð Búnað-
arbankans taka fram að við
rannsókn hafí komið í ljós að
árið 1992 hefði starfsmaður
bankans um tveggja mánaða
skeið tekið upp samskipti við
aðila innanlands og utan um
málefni sem féllu utan þess
starfsramma sem honum hafði
verið settur. Markaðsfulltrúi
bankans var hins vegar þeirrar
skoðunar að samskiptin við ís-
lensk-rússnesku viðskiptaskrif-
stofuna hafí fyrst og fremst snú-
ist um tilraunir til þess að reyna
að selja íslensk matvæli og ullar-
vörar, einkum og sér í lagi salt-
sfld.
Hret norðanlands og austan
Eins og Norð- og Austlending-
ar urðu áþreifanlega varir við tók
að kyngja niður snjó sl. föstu-
dag. Var hið versta veður alla
helgina, allt frá Homafírði og
vestur með Norðurlandi og einn-
ig var vonskuveður á Vestfjörð-
um. Snjókoma var víða mjög
mikil og t.d. mældist úrkoma 30
mm á Dalatanga.
ERLENT
Danir sam-
þykktu
Maastricht
DANIR samþykktu Maastricht-
samninginn um nánari samvinnu
Evrópubandalagsríkjanna í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni 18. þ.m.
með tæpum 57% atkvæða gegn
rúmlega 43%. Var þeirri niður-
stöðu vel fagnað af frammámönn-
um flestra stjórnmálaflokka í
Danmörku og þá ekki síður í höf-
uðstöðvum EB í Brassel. Úrslitin
ollu einnig miklum feginleik með-
al stjórnvalda á Norðurlöndum,
sem hafa sótt um aðild að EB,
og þykja þau auka líkur á, að
aðildin, ef um hana semst, verði
samþykkt í þjóðaratkvæða-
greiðslu þar. Svokallaðir hústöku-
menn í Kaupmannahöfn mót-
mæltu niðurstöðu kosninganna
með uppþotum og óeirðum, þeim
mestu í borginni á friðartímum,
og neyddist lögreglan til að beita
skotvopnum gegn þeim. Særðust
nokkrir skotsárum og einn lög-
reglumaður slasaðist alvarlega.
Rússar með frumkvæðið
FLEST bendir til, að áætlun
þeirra Vance og Owens og Sam-
einuðu þjóðanna um frið í Bosníu
sé endanlega
farin út um þúf-
ur og Banda-
ríkjastjóm vill,
að Evrópuríkin
hafi frumkvæðið
að nýrri lausn.
Svo virðist hins
vegar sem Rúss-
ar ætli að nýta
sér það tóma-
rúm, sem ágreiningur Bandaríkja-
stjómar og Evrópuríkjanna hefur
skapað, og hafa þeir nú forystu
um að samræma afstöðu vest-
rænna ríkja til ástandsins í Bosn-
íu. Á fímmtudag átti Andrei
Kozyrev, utanríkisráðherra
Rússlands, viðræður við Warren
Christopher, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og sagði banda-
ríska dagblaðið The New York
Times, að Bandaríkjamenn, Rúss-
ar og Evrópuríkin væra að ná
saman um áætlun, sem gerði ráð
að viðurkenna landvinninga
Serba, í bili a.m.k., en legði
áherslu á að stöðva manndrápin.
Mafíósi handtekinn
ÍTALSKA lögreglan vann mikinn
sigur sl. mánudag þegar hún
handtók annan æðsta foringja
mafíunnar, Benedetto „Nitto“
Santapaola, en hann tekinn sof-
andi í rúminu ásamt konu sinni.
Hafði hann tekið við guðföður-
hlutverkinu þegar Salvatore
„Toto“ Riina var handtekinn í
janúar. Santapaola hafði farið
huldu höfði í mörg ár en 1987
var hann dæmdur í lífstíðarfang-
elsi fyrir morðið á Dalla Chiesa,
sem sendur var til Sikileyjar til
höfuðs mafíunni.
Norðmenn veiða hval
NORSK stjómvöld ákváðu á
þriðjudag að leyfa veiðar á 296
hrefnum í sumar, þar af 136 í
vísindaskyni. Era norskir hval-
veiðimenn óánægðir með kvótann
en ýmis friðunarsamtök, til dæm-
is Alþjóðanáttúruvemdarsjóður-
inn, WWF, hafa uppi hótanir um
refsiaðgerðir gegn Norðmönnum.
Hefur sjóðurinn skorað á Banda-
ríkjastjórn að grípa til þeirra en
eins og kunnugt er hefur hún lát-
ið að þeim liggja við Islendinga,
Norðmenn og Japani.
Eru geisladiskarnir of dýrir?
Verð á geisladiskum er töluvert hærra hér á landi en í Bretlandi. Þar í landi telja menn þó að verðið
sé „óeðlilega" hátt ef miðað er við verð á geisladiskum í Bandarikjunum.
Hart deilt um hátt verð á geisladiskum í Bretlandi
Er ástæðan bann við inn-
flutningi eða hringa-
myndun og* verðsamráð?
ÞAÐ VAKTI að vonum mikla athygli þegar bresk þingnefnd, Þjóðar-
arfleifðarnefndin svokallaða, komst að þeirri niðurstöðu að verði
á geisladiskum væri haldið óeðlilega háu í Bretlandi. í Bandaríkjun-
um er sami geisladiskurinn að meðaltali um þriðjungi ódýrari en
í Bretlandi og taldi nefndin að ekkert réttlætti þann mikla mis-
mun, hvorki gengismunur né vörugæði. í raun væri um einokunar-
starfsemi plötuframleiðenda og plötubúða að að ræða og ættu fyrir-
tækin samráð um verð á geisladiskum bak við tjöldin. Hvatti Þjóðar-
arfleifðarnefndin því til að lög um birtingarétt yrðu endurskoðuð
og ákvæði þeirra rýmkuð. Eins og er standa þessi lög í vegi fyrir
að hægt sé að flytja inn ódýrari geisladiska að utan.
Ómarkviss umræða
Breska tímaritið The Economist
gerir þetta að umræðuefni í nýj-
asta hefti sínu og segir að búast
megi við að þessu máli verði vísað
til nefndar sem hefur eftirlit með
samkeppnislögum til rannsóknar.
Segir tímaritið að sú rannsókn eigi
vafalaust eftir að verða vandasöm
en nauðsynlegt sé að þetta mál
verði metið á efnislegan hátt án
þeirra stóryrtu yfirlýsinga, sem
flækt hafi umræðuna til þessa og
gert hana ómarkvissa. Þannig hafi
Gerald Kaufman, formaður Þjóðar-
arfleifðamefndarinnar, lýst yfir
eindregnum stuðningi við sjónar-
mið neytenda en síðan skilað frá
sér skýrslu uppfullri af fráleitum
röksemdum.
Svar hljóm-
plötuframleið-
enda hafi verið
flóðbylgja raka,
mjög misjafnra
að gæðum.
Þjóðararfleifðamefndin kannaði
þijá hluti. í fyrsta lagi almennt
verð geisladiska, í öðru lagi verð-
mun á geisladiskum og hljóðsnæld-
um og í þriðja lagi verðmun á
geisladiskum í Bretlandi og Banda-
ríkjunum.
Economist segir það í raun ekki
þjóna neinum tilgangi að kanna
fyrsta atriðið. Það sé ekki hægt
að einangra fyrirbæri á þennan
hátt og segja að verð þeirra sé „of
hátt“. Fyrirtæki hafi rétt á að verð-
leggja vöru sína samkvæmt því sem
markaðurinn leyfír auðvitað að því
gefnu að samkeppni ríki. Þegar
talað sé um „of hátt verð“ sé rétt
eins þegar talað sé um „óeðlilegan
hagnað" verið að gefa í skyn að
markaðurinn virki ekki.
Þá sé samanburðurinn við hljóð-
snældur ekki heldur mjög gagnleg-
ur. Þó svo að framleiðslukostnaður
geisladiska og hljóðsnældna sé
nokkum veginn sambærilegur þá
eru geisladiskar um þriðjungi dýr-
ari. Rök hljómplötuframleiðenda í
þessu máli eru að ekki sé hægt að
láta neytendur greiða sama verð
fyrir hljóðsnældumar þar sem þær
endist ekki eins lengi og hljómgæði
séu verri. Þjóðararfleifðamefndin
féllst á þessi rök en taldi að verð-
munurinn væri of mikill. Tímaritið
bendir hins vegar á að það tíðkist
á fjölmörgum sviðum að hlutir séu
verðlagðir eftir gæðum en ekki
framleiðslukostnaði. í>að sé heldur
ekki vísbending um hringamyndun,
að hægt sé að fá neytendur til að
greiða hærra verð fyrir betri vöru,
heldur hreinlega góða markaðs-
setningu.
Einokunareðli markaðarins
Það eina sem Economimst telur
í raun skipta máli í þessu sam-
bandi er þriðji liðurinn, það er verð-
munurinn í Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Heildsöluverð geisladiska
með tónlist
„stórstjarna"
(sem mynda
um 70% mark-
aðarins) í
Bandaríkjun-
um sé verulega
mikið lægra en í Bretlandi. Lög
um birtingarrétt leyfa hins vegar
rétthöfum tónlistar að leggja bann
við því að ódýrari geisladiskar séu
fluttir til Bretlands. Sex risavaxin
hljómplötufyrirtæki ráða nánast
allri sölu og þar sem þau eru öll
alþjóðleg geta þau skipt heiminum
upp í mörg minni ríkisbundin mark-
aðssvæði. Economist bendir líka á
einokunareðli tónlistarmarkaðar-
ins. Allir geisladiskar séu einstakir.
Þannig geti diskur með Bítlunum
aldrei komið í staðinn fyrir geisla-
disk með óperutónlist eða þunga-
rokki. Þetta einokunareðli markað-
arins verndar fyrirtækin frá verðs-
amkeppni þó ekki sé um hringa-
myndun að ræða.
En hvemig er þá hægt að lækka
verðið á geisladiskum? Bresku
neytendasamtökin vilja breyta upp-
runalögunum þannig að hægt verði
að flytja inn „sömu tónlistina" og
seld er í Bretlandi frá ódýrari mörk-
uðum. Hljómplötufyrirtækin telja
hins vegar að þetta myndi hafa
hrikalegar afleiðingar í för með
sér. Segja þau að ef lögunum yrði
breytt yrði til að mynda mun erfið-
ara að fylgjast með ólöglegum eft-
irlíkingum af geisladiskum og þar
að auki væri alls óvíst hversu mik-
ið verðið myndi lækka. Hljómplötu-
búðir verða að endurnýja birgðir
sínar af vinsælum plötum og disk-
um með örstuttu millibili og því sé
óvíst hvort að það borgi sig að
kaupa ódýrari diska erlendis frá
þegar tafimar vegna flutningatí-
mans eru teknar með í myndina.
Þá gæti líka farið svo, ef búðirnar
myndu þrátt fyrir allt kaupa disk-
ana að utan, að fjármagnið myndi
streyma til móðurfyrirtækjanna
utan Bretlands. Bresku útibúin
myndu því ekki hafa eins mikið
fjármagn milli handanna til að fjár-
festa í breskum tónlistarmönnum
og þau yrðu að draga úr útgáfu
sinni. Neytendur fejigju því hugs-
anlega ódýrari geisladiska, en jafn-
framt minna úrval, segja hljóm-
plötufyrirtækin.
Economist telur þó ekki miklar
líkur á að þetta muni gerast. Hafa
verði í huga að tvö af stóm hljóm-
plötufyrirtækjunum, Thom EMI og
Polydor hafi höfuðstöðvar sínar í
London og mjög ólíklegt að þau
muni hætta að fjárfesta í breskri
tónlist. Það sé líka stolt hljómplötu-
iðnaðarins að þó einungis 8% af
allri sölu í heiminum fari fram í
Bretlandi þá komi 22% allra tónlist-
arupptakna þaðan. Ekki séu það
heldur nein rök að hljómplötufyrir-
tækin hafí til þessa stundað þá iðju
að skattleggja þá sem kaupa vin-
sælustu plötumar til að geta fram-
leitt meira af efni sem örfáir kaupa.
Engin verðlækkun?
Það getur þó verið rétt hjá hljóm-
plötufyrirtækjunum að verð á
geisladiskum muni ekki lækka að
neinu ráði þó svo að innflutningur
verði leyfður, segir Economist.
Þegar borið er saman heildsöluverð
og smásöluverð í Bandaríkjunum
og Bretlandi kemur í ljós að munur-
inn á heildsöluverði og smásölu:
verði er mun meiri í Bretlandi. í
Bandaríkjunum hafa tíu stærstu
hljómplötusölufyrirtækin samtals
um 30% markaðshlutdeild og gífur-
leg samkeppni er ríkjandi. I Bret-
landi hafa hins vegar þijú stærstu
fyrirtækin 50% markaðshlutdeild
og samkeppnin er ekki mjög mikil.
Til þessa hefur lækkun á heildsölu-
verði í Bretlandi einfaldlega runnið
beint í vasa plötubúðanna og verð-
stríð hafa aldrei átt sér stað.
Það er því niðurstaða Economist
að það sem einokunarnefndin eigi
að leggja mesta aherslu á að rann-
saka séu fullyrðingar Þjóðararf-
leifðamefndarinnar um hringa-
myndun og leynilegt verðsamráð.
BAKSVIÐ