Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 48
KJÖRBÓK Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 108 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, POSTHÓLF 1665 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 71 90 SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Bandaríkin gera athugasemd við ummæli ráðherra UMMÆLI Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra í sjónvarpsfrétta- tíma nú fyrir skömmu, í þá veru að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi horft á of margar mafíukvikmyndir, hafa dregið dilk á eftir sér. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í Washington líta bandarísk stjórnvöld á þessi umrnæli sem móðgun í garð Bandaríkjaforseta og hefur verið komið á framfæri mótmælum af hálfu bandarískra sljórn- valda við íslenska utanríkisráðuneytið vegna þessara ummæla. Þorsteinn Pálsson segist engar athugasemdir hafa fengið vegna þessara ummæla sinna, en sér sé kunnugt um að bandarísk stjórn- völd hafí komið á framfæri athuga- semdum við utanríkisráðuneyti Is- —Jands. Þorsteinn telur að ummælin hafí verið „mjög saklaus og hóg- vær“ miðað við framkomu Banda- ríkjamanna í garð íslendinga. íslensk stjórnvöld fámál íslensk stjómvöld telja að hér sé um erfitt og vandræðalegt mál að ræða, og vilja sem minnst um mál- ið segja. Stefnt er að því að viðræðufund- ur íslenskra og bandarískra emb- ættismanna um framtíð og fyrir- komulag varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli fari fram hér í Reykjavík hinn 7. og 8. júní næst- komandi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins stóð til að senda nefnd embættismanna til Washing- ton þann 19. maí, en frá því var horfíð, þar sem íslensk stjómvöld mátu svör Bandaríkjamanna á þann veg, að slík sendiför þjónaði að svo stöddu engum tilgangi. Sjá bls. 23: „Móðgaði ráðherra forsetann?“ -Mannbjörg er And- vari VE-100 sökk MANNBJÖRG varð er Vest- mannaeyjabáturinn Andvari VE-100 sökk um 12 sjómílur suður af Vík í Mýrdal upp úr kl. hálfeitt í gær. Átta manna áhöfn Andvara var bjargað um borð í Smáey VE-144, sem var á veiðum skammt frá. Áhöfn Andvara sendi út neyðar- kall um kl. 12.40 í gær. Skipveijar á Gjafari VE heyrðu kallið og kl. 12.43 barst Landhelgisgæzlunni tilkynning frá Vestmannaeyjarad- íói um að báturinn væri að sökkva. Þyrlan kölluð út Þyrla Landhelgisgæzlunnar var kölluð út þegar í stað og varðskip- inu Óðni og nærstöddum bátum stefnt á staðinn, en kl. 12.51 barst tilkynning um að mennimir hefðu bjargazt um borð í Smáeyna. Ekki var ljóst í gær hvort mönn- unum hefði verið bjargað úr sjónum eða hvort þeir hefðu komizt í gúm- -bát. Smáey var á leið til Eyja með mennina af Andvara í gær, en ekki tókst að ná sambandi við bátinn. Sökk skyndilega Samkvæmt upplýsingum frá Vest- mannaradíói sökk Andvari mjög skyndilega, en ekki er vitað um or- sakir slyssins. Að sögn Veðurstofu "IJÍ1 sæmilegt veður á þessum slóðum í gær, breytilegur vindur en hægur. Andvari VE var 127 brúttólesta stálbátur, smíðaður 1983 í Póllandi, en umbyggður og stækkaður 1989. Safnar kröftum fyrir átökin Morgunblaðið/Kristinn NÚ líður að keppni sumarsins á seglskútum og þar skiptir rétt þyngd, lengd, breidd og seglastærð sköpum þegar forgjöf er reiknuð. Kæmr bámst til keppnisnefndar þess efnis að tvær aðalskútumar í einkaeign hérlend- is væra vitlaust mældar og var farið fram á endurmat. Á myndinni sést önnur skútan við Ingólfsgarð í Reykjavík þar sem verið er að vigta og mæla hana. Virðisaukaskattur á matvælum verður 14% frá áramótum Útgjöld meðalfjölskyldu lækka um 29.000 kr. á ári LÆKKUN virðisaukaskatts á matvælum í 14% frá og með næstu áramótum mun verða til þess að matarreikningur meðalfjölskyldu lækk- ar um 29.000 krónur á ári, samkvæmt upplýs- ingum frá fjármálaráðuneyti. Það svarar til 2.500 kr. lækkunar matarútgjalda á mánuði. Lækkun virðisaukaskattsins var ákveðin í tengslum við gerð kjarasamninga. Gert er ráð fyrir að útgjöld fjölskyldna til matarkaupa lækki um 5,3%, en það svarar til 1,12% lækkunar á heildarútgjöldum meðalfjölskyldunnar. Mismikil lækkun Matvörur lækka mismikið, ýmist vegna þess að hluti virðisaukaskatts á þeim er endurgreiddur nú þegar, eða vegna þess að vörugjöld verða lögð á þær til að jafna út lækkun skattsins. Þannig lækka nýmjólk, undanrenna, nýtt dilkakjöt, ýsa, lúða, saltfískur og íslenzkt grænmeti ekki, en hluti skatts á þeim hefur verið endurgreiddur þannig að svarar til 14% vsk. Gosdrykkir, sælgæti, kakó og ávaxtasafi lækka ekki heldur, þar sem skatta- lækkun verður vegin upp með vöragjaldi. Lækka allt að 8,4% Ýmsar aðrar vörur lækka um allt að 8,4%, miðað við að virðisaukaskattur á þeim sé nú 24,5% og verði 14%. Þannig lækkar nýtt svínakjöt um 5%, sem svarar til þess að kílóið af svínalundum lækki úr 1.789 kr. í 1.700 kr. (miðað við verð í Hagkaupi í gær). Hrossakjöt lækkar um 8,4% og myndi því kílóið af folaldalundum lækka úr 1.739 kr. í 1.593 kr. Kíló af reyktum laxi myndi lækka um 8,4%, úr 2.163 kr. í 1.981 kr. og kíló af harð- fiski myndi lækka jafnmikið, úr 3.228 kr. í 2.957 kr. Kílóið af brauðosti myndi, ásamt öðrum unnum mjólkurvöram, lækka um 8,4%, eða úr 799 kr. í 731 kr. Verð á kaffi- og veitingahúsum lækkar Gert er ráð fyrir að verðlag á kaffi- og veitinga- stöðum lækki um 8,4% vegna lækkunar virð- isaukaskattsins. Kaffibolli, sem kostar 150 kr., myndi því lækka í 137 kr. Skyndibitar eiga einn- ig að lækka um 8,4% og kjúklingaborgari með meðlæti, sem nú kostar 365 kr. á skyndibitastað, myndi því lækka í 334 kr. Sjá bls. 2: „Ýmsar vörur .. .“og bls. 39. AndvariVE-100 Andvari VE-100. Myndin er tekin í innsiglingunni til Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.