Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 31
í ATVINNURAD- CX3 SMÁAUGLÝSINGAR Leikskólar Reykjavíkurborgar Yfirfóstra Óskum að ráða yfirfóstru í leikskólann Steinahlíð. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 33280. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Sölustarf - snyrtivörur Heildsölufyrirtæki með þekkt snyrtivöruum- boð óskar eftir að ráða sölumann. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirfarandi: | ★ Vera snyrtifræðingur með góða þekkingu á snyrtivörum. ★ Hafa góða söluhæfileika. ★ Góða enskukunnáttu. ★ Áreiðanleika. ★ Geta unnið sjálfstætt. ★ Reglusemi. Umsækjendur sendi umsókn ásamt með- mælum (Ijósriti) og upplýsingar um aldur og fyrri störf til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 29. maí merkta: „Reyklaus vinnustaður - , 14413“. Borgarnesbær Tæknideild Óskum að ráða forstöðumann tæknideildar hjá Borgarnesbæ. ) Starfssvið: Skipulagning og stjórnun verk- legra framkvæmda. Umsjón með hönnun. Stjórnun tæknideildar og áhaldahúss. Eftirlit með framkvæmdum. Við leitum að byggingaverkfræðingi/bygg- ingatæknifræðingi, a.m.k. 2ja - 3ja ára starfsreynsla æskileg. Áhersla er lögð á fag- lega þekkingu og góða samskiptahæfileika. Búseta: Skilyrði fyrir ráðningu í starfið er að viðkomandi sé eða verði búsettur í Borgarnesi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Tæknideild 117“, fyrir 1. júní nk. Haevangurhf I Skeifunni 19 1 Reykjavík Q Sími 813666 Róðningarþjónusta 1 Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir Tískuvöruverslun Tískuvöruverslun óskar eftir að ráða til starfa snyrtilega, röska og vana stúlku. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir með upplýsing- um um fyrri störf óskast sendar til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „L-100“ fyrir 25. júní nk. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkrun- arfræðingum til starfa frá ca 20. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Frí aðra hvora helgi. Unnið á kvöld- og morgunvöktum. Gott og ódýrt húsnæði í boði. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í símum 95-12329 og 95-12920. Heimilisaðstoð Er sjúkraliði. Tek að mér að vera hjá fólki á daginn, kvöldin og næturlangt ef þörf er á, t.d. leysa aðstandendur af, bæði hjá sjúku fólki, öldruðu og þroskaheftu. Áhugasamir vinsamlegast sendi upplýsingar til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „H - 4722“, fyrir 27/5. Lausstörf Bókhalds- og skrifstofustarf hjá bílaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Umsjón með öllu bók- haldi fyrirtækisins (RÁÐ) ásamt almennum skrifstofustörfum. Góð enskukunnátta skil- yrði og reynsla af störfum í ferðaþjónustu æskileg. Vinnutími frá kl. 8-13. Framtíðarstarf. Mötuneytisstarf hjá fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur. Vinnutími er frá kl. 10-14, en viðkomandi þarf að geta unnið allan daginn þegar á þarf að halda vegna orlofa og veik- inda. Framtíðarstarf. Sölustarf hjá traustu og rótgrónu fyrirtæki í Reykjavík sem m.a. flytur inn bílavarahluti. Auk reynslu af sölustörfum þurfa umsækj- endur að hafa þekkingu á varahlutum í bif- reiðir. Framtíðarstarf. Símavarsla hjá opinberri stofnun. Auk síma- vörslu mun viðkomandi vinna við vélritun og ritvinnslu. Kunnátta í einu Norðurlandamáli nauðsynleg. Vinnutími frá kl. 8.20 - 12. Starf til áramóta 1993 - 1994. Umsóknarfrestur vegna ofangreindra starfa er til og með 26. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavördustig 7a - 707 Reykjavlk - Sími 621355 Sundkennari óskast Suridkennari óskast til að vera með sund- námskeið á Suðureyri nú í byrjun júní. Upplýsingar gefa sveitarstjóri í síma 94-6122, skólastjóri í síma 94-6129 og form. skólanefndar í síma 94-6250. Kennarar Kennara vantar að Heppuskóla, Höfn. Aðalkennslugreinar eru enska í 8.-10. bekk og almenn kennsla í 7. bekk. Upplýsingar í síma 97-81142 eða 97-81148. Skólastjóri. Heilsustofnun NLFÍ, Staða sérfræðings Staða sérfræðings við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi sé sérfræðingur í orku- og endurhæfingalækningum, taugalækningum, gigtlækningum, öldrunarlækningum eða al- mennum lyflækningum en það er þó ekki skilyrði. í Heilsustofnun NLFÍ fer fram virk sérhæfð endurhæfing og meðferð, bæði einstaklings- bundin og í hópum. Auk þess kemur fólk sér til hvfldar, hressingar og til að taka á ýmsum heilsuvanda, þar sem megináhersla er lögð á líkamsrækt, fræðslu og hollt mataræði í anda náttúrulækningastefnunnar. Þar eru 160 rúm. Þar starfa 3 læknar, 5 sjúkraþjálfar- ar, 7 sjúkranuddarar, 2 íþróttafræðingar, næringarfræðingur, sálfræðingur auk sér- hæfðra aðstoðarmanna og hjúkrunarfólks. Við bjóðum upp á spennandi starf og góða starfsaðstöðu í fallegu og friðsælu umhverfi. Starfið býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman lækni. Umsóknir sendist yfirlækni, Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10, 810 Hveragerði, og er umsóknarfrestur til 1. júlí nk. Staðan veitist frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Guðmundur Björnsson, yfirlæknir, í síma 98-30300 eða 98-30378.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.