Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 KYIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga gamanmyndina Groundhog Day, Daginn langa, með Bill Murray 1 aðalhlutverki. Mynd þessi hefur hlotið feikigóða dóma og er af mörgum gagnrýnendum talin ein besta gamanmynda síðari ára. Stórfréttin SJÓNVARPSMAÐUR- INN Phil Connors, sem Bill Murphy leikur, er sendur til Punxsutawn- ey í Pennsylvaníu ásamt l'.vikmyndatöku- manni og upptökustjór- anum Ritu, sem Andie Mac Dowell leikur, til að fylgjast með því hvar skuggi múrmeldýrsins falli þegar það skríður úr híðinu. mynd Steve Sonderberghs, Sex, lies and videotape frá 1989, og fyrir það hlutverk hlaut hún meðal annars til- nefningu til Golden Globe- verðlauna. Síðan hefur hún m.a. leikið í Green Card á móti Gerard Depardieu og The Object of Beauty á móti John Malkovich. Andie var þekkt og vel launuð fyrirsæta þegar hún hafði fyrst kynni af kvikmyndaleik í Tarzan- myndinni um Graystoke- lávarð sem Christophe Lam- bert lék. Eins og fleiri stjörn- um sást henni bregða fyrir i mynd Roberts Altmans, The Player, og nýlega hefur hún lokið við leik í nýrri mynd Altmans, Short Cuts, og einnig í myndinni Ruby Cairo þar sem hún leikur á móti Liam Neeson. GROUNDHOG Day, Dag múrmelsdýrsins, ber upp á kyndilmessu, 2. febrúar. Þá er haft fyr- ir satt í Ameríku að múrmeldýr, sem eru amer- íska útgáfan af broddgöltum, vakni af dvala og skríði úr híði sínu. Sjái múrmeldýrið skugg- ann sinn þegar það lítur dagsljósið snýr það við og leggur sig aftur. Þá segir þjóðtrúin að enn séu sex vikur eftir af vetri. Komi dýrið alla leið út er vorið komið. Myndin Groundhog Day eða Dagurinn langi fjallar um sjónvarps- manninn Phil Connors (Bill Murray). Hann er veðurfréttamaður á sjónvarpsstöð. Fjórða árið í röð er hann gerður út af örkinni til að fylgj- ast með þessum merkisdegi í alþýðuveðurfræð- um frá háborg þeirra vísinda í Bandaríkjunum, smábænum Punxsutawney í Pennsylvaníu- fylki. Af óljósum og óútskýrðum ástæðum lend- ir Phil í því meðan á ferðinni stendur að festast í tíma. Hjá honum er alltaf dagur múrmeldýrs- ins. Þannig verður það þangað til Phil tekst á við sjálfan sig og breytir sér úr sjálflægum montrassi í almennilegan mann. * . Það tekur Phil langan tíma að sjá að sér og gera það sem hann þarf að gera til að losna undan hin- um endalausa degi múrmel- dýrsins, Punxsutawney, og því að flytja sömu fréttina dag eftir dag. Áður en að því kemur lendir hann í ýms- um ævintýrum og Phil er fljótur að gera sér grein fyr- ir að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Alltaf með hreint borð Kosturinn við þá aðstöðu sem Phil er kominn í er sá - frá hans bæjardyrum séð - að hann þarf ekki að taka afieiðingunum af gerðum sínum. Það er alveg sama hvað hann lætur eftir sér að gera, hvaða áhættu hann kýs að taka, og í hvaða ótrúlegu ævintýrum hann lendir, alltaf byijar hann með hreint borð næsta-dag. Hins vegar kem- ur að því að jafnvel náungi eins og Phil er búinn að skemmta sér nóg. Manneskjan sem getur leyst Phil undan því helvíti sem dagur múrmeldýrsins verður honum smám saman er Rita Hanson, upptöku- stjórinn hans, sem leikin er af Andie MacDowell. Phil nýtur umtalsverðrar kven- hylli meðal heimasætanna í Punxsutawney en eftir því Ekki ást við fyrstu sýn PHIL Connors er með sjálfan sig á heilanum. Ritu Hanson finnst ekki mikið til hans koma ekki í fyrstu og honum er hjartanlega sama. sem hann upplifir sama dag- inn oftar heillast hann meira og meira af uppfökustjóran- um sínum sem viil hins vegar ekkert hafa með hann að gera. Phil fer að temja sjálf- an sig og þegar það hefur tekist þannig að Rita vilji líta við honum losnar hann undan degi múrmeldýrsins og getur haldið áfram að lifa. Þetta er sjötta kvikmyndin sem Harold Ramis gerir í samvinnu við Bill Murray. Ýmist hefur Ramis verið í hlutverki leikara, leikstjóra, handritshöfundar eða fram- leiðanda, gjarnan í tveimur eða fleiri þessara hlutverka í hverri mynd. Þekktastar mynda hans með Murray til þessa eru Ghostbusters- myndirnar tvær en hinar eru Stripes, Meatballs og Cadd- yskach. Ramis skapaði sér nafn við lok 7. áratugarins sem meðlimur í National Lampoon hópnum, ásamt John Belushi, Gilda Radner, Chevy Chase, Bill Murray og eldri bróður Bills, Brian Do- yle-Murrray, sem leikur einnig í Groundhog Day. Fyrsta stórvirki Ramis var handritið að einni þekktustu gamanmynd allra tíma, Nat- ional Lampoon’s Animal Ho- use, þar sem John heitinn Belushi var í aðalhlutverki. Eins og fyrr sagði er Bill Murray óumdeilanlega stjarna Dagsins langa en í hinu eiginlega titilhlutverki myndarinnar — ef miðað er við hið enska heiti hennar — er þó 10 kg múrmeldýr að nafni Scooter. Kvenhetja myndarinnar er eins og fyrr sagði Rita Hanson, leikin af Andie MacDowell. Andie sló eftirminnilega í gegn í kvik- Á morgun kemur aftur dagurínn í dag Enn einn úr Laugardagsgenginu ÞVÍ HEFUR verið spáð í sumum erlendum tíma- ritum að þegar frá líði muni Groundhog Day, Dagurinn langi, teljast tíl klassískra gaman- mynda og að ástæðan fyrir því sé að hluta góð útfærsla á fyndinni sögu en þó einkum og sér í lagi frábær leikur Bills Murrays. Til þessa hafa bíógestír nokkuð skipst í tvö horn hvað varðar viðhorf til Bills Murrays; sumir hafa dýrkað hann en aðrir þola hann ekki. Talið er víst að eftir Daginn langa margfaldist fyrr- nefndi hópurinn en sá síðarnefndi látí verulega á sjá. íslenskir aðdáendur Bills Murrays eiga góða daga um þessar mundir því auk Ground- hog Day gefur að líta kappann í Háskólabíói í myndinni Mad Dog and Glory, eða Bófinn, stúlk- an og löggan, þar sem Murray leikur á móti Robert De Niro og Uma Thurman. Ódrepandi ÞAÐ ER sama hvaða vitleysu Phil Connors tekur upp á meðan hann situr fastur í Deginum langa. Alltaf mun hann vakna sem nýr maður að morgni. Bill Murray á eitt sameig- inlegt með flestum ef ekki öllum bandarískum gamanleikurum sem eitt- hvað hefur kveðið að síðast- liðna áratugi..Eins og John Belushi, Dan Aykroyd, Steve Martin, Chevy Chase, Martin Short, Eddie Murphy og hvað þeir allir heita, lék hann um árabil í sjónvarpsþáttun- um frægu Saturday Night Live. Murray er fæddur í Chicago og eftir framhalds- skólanám gerðist hann árið 1969 meðlimur í leikhóp þar í borg, sem heitir Second City Theatre. Þar naut hann góðs af bróður sínum Brian Doyle-Murphy og kynnum hans við Harold Ramis og fleiri. 1974 stofnaði Bill Murray, ásamt fólki á borð við Harold Ramis, John Bel- ushi og Gildu Radner hinn sögufræga Nationai Lampo- on-hóp, sem fyrst um sinn lét einkum að sér kveða í útvarpi. Saturday Night Live Árið 1976, á öðru starfs- ári hinna frægu sjónvarps- þátta NBC-stöðvarinnar, Saturday Night Live, bauðst Bill Murray að leysa Chevy Chase af hólmi og nýtti það tækifæri til iiins ýtrasta. Næstu þrjú árin skapaði hann þar marga karaktera sem síðan hafa notið álíka hylli meðal bandarískra sjón- varpsáhorfenda og Ragnar Reykás og Kristján Ólafsson meðal íslenskra. Fyrsta kvikmyndin sem Murray lék í var gaman- mynd gerð árið 1979. Sú hét Meatballs og Jeikstjóri var Ivan Reitman. í Caddyshack (1980) var'National Lampo- on-hópurinn enn á ferðinni en ekki fer miklum sögum af myndinni Where the Buff- alo Roam, sem gerð var sama ár. Murray vann enn á ný með Reitman og Harold Ramis í í Stripes (1981). Til þessa eru þekktustu myndir Murrays Ghostbusters- myndirnar (1984 og 1989) sem enn eru í hópi mest sóttu kvikmynda sögunnar vest- anhafs. Eins og nafnið gefur til kynna var myndin Raz- or’s Edge (1984) ekki bein- línis á léttari nótunum en auk þess að leika í henni átti Bill Murray þátt í gerð handritsins. Sama ár lék hann í Nothing Lasts forever (1984). Margir muna eftir Bill Murray í nútímaútfærslu á Jólaævintýri Dickens í myndinni Scrooged (1988), þar sem hann lék saman- saumaðan sjónvarpsstjóra sem verður nýr maður á jóla- nótt, en í myndinni Tootsie (1982) var Murray hins veg- ar í skugga Dustins Hoff- mans og ekki er víst að margir tengi hann við þá mynd þar sem hann lék meðleigjanda Hoffmans. Þá var hann eftirminnileg- ur í hlutverki masókista sem settist í stólinn hjá kvala- sjúka tannlækninum sem Steve Martin lék í nýjustu útgáfunni af Litlu hryllings- búðinni (1986). í myndinni What About Bob? (1991) lék hann geð- sjúkling,sem gerir geðlækn- inum Richard Dreyfuss lífíð leitt og í Quick Change (1990) var hann í senn trúð- ur, bankaræningi og unnusti Geena Davis. Enn sem komið er hefur Murray ekki verið tilnefndur til Óskarsverðlauna, og ekki hlotið önnur af eftirsóttustu verðlaunum bransang en Emmy-verðlaun fyrir fram- lag sitt til handrita Saturday Night Live þáttanna. Margir telja að erfitt verði að ganga fram hjá honum eftir frammistöðuna í Deginum langa og þótt Óskarsverð- launaathöfnin sé nýlega búin eru sumir þegar farnir að gæla við að Bill Murray muni eiga erindi á þá næstu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.