Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993----------— 27
Jóhanna Jóhannes
dóttír — Minning
Fædd 12. desember 1896
Dáin 13. maí 1993
Elskuleg amma okkar lést 13.
maí síðastliðinn 96 ára gömul. Hún
bar aldurinn vel, var em og virtist
nokkuð heilsuhraust, svo að við
áttum alveg eins von á því að hún
næði 100 ára aldri. Þegar talað
var um að henni yrði haldin herleg
veisla brosti hún í kampinn og
sagðist mundu mæta. En svo veikt-
ist hún skyndilega, var lögð inn á
sjúkrahús og reyndist haldin ill-
kynja sjúkdómi, sem ekkert varð
ráðið við. Viku síðar var hún dáin.
Hún fæddist á Bakkabæ í Fróð-
árhreppi 12. desember 1896 og
ólst þar upp. Foreldrar hennar
voru Jóhannes Bjamason og Anna
Sigurðardóttir. Amma var næstelst
sjö systkina. Elst var Sigurborg,
svo kom amma Jóhanna, næstur
var Ágúst, þá Valdís, síðan Soffía,
Ámi var sjötti í röðinni og Bjarni
var þeirra yngstur. Þijú systkin-
anna, Ágúst, Árni og Soffía, em
enn á lífi háöldruð. Amma giftist
afa okkar, Guðmundi Óskari Olafs-
syni, sjómanni frá Ólafsvík, 22.
nóv. 1920. Fyrstu hjúskaparárin
bjuggu þau í Ólafsvík, en fluttust
í bæinn 1928. Þau áttu heima víða
í Reykjavík til ársins 1942, en flutt-
ust þá í nýtt parhús sem þau
byggðu í Miðtúni 66 í samvinnu
við systur afa og eiginmann henn-
ar. Áfi stundaði sjóinn og amma
var heima að gæta bús og barna,
en þau eignuðust fimm börn á 13
áram. Þau eru: Björn Jóhanns, f.
1921, skipstjóri og síðar fiskmats-
maður, d. 1981, maki Sigríður
Ólafsdóttir; Sigurður Kristófer f.
1925, stýrimaður og síðar kennari
við Fiskvinnsluskólann, maki Sig-
ríður Guðmundsdóttir; Karl Ólafur,
f. 1926, flugvélstjóri, d. 1980,
maki Guðlaug Magnúsdóttir, d.
1971; Nanna Dísa, f. 1929, hús-
móðir, maki Halldór Geir Lúðvíks-
son; og Jórunn Jóna, f. 1934, skrif-
stofumaður, maki Kristinn Þór-
hallsson. Barnabörnin eru tíu og
barnabarnabörnin á þriðja tug. Það
var mikið áfall fýrir ömmu þegar
afi dó um aldur fram haustið 1955
eftir skamma sjúkdómslegu. Þá
kom sér vel hvað systkinin hafa
alltaf verið til fyrirmyndar um
samheldni. Fjölskylduboðin þeirra
á jóladag og heita súkkulaðið
hennar ömmu voru órjúfanleg
heild, sem lifir áfram í minning-
unni. Bærist tal að pólitík í góðra
vina hópi hvein í ömmu þegar hall-
að var á kratana. Hún var alla tíð
mikil Alþýðuflokksmanneskja.
Upp úr 1960 minnkaði hún við
sig, fluttist úr Miðtúninu og keypti
litla íbúð í Hátúni 4. Hún fór út á
vinnumarkaðinn og vann við ræst-
ingar til sjötugs. Gegn vilja sínum
varð hún að hætta fyrir aldurs
sakir og taldi sig ekkert gefa yngra
fólki eftir. Um svipað leyti kynnt-
ist hún miklum ágætismanni,
Skarphéðni Vémundssyni. Þau
ferðuðust saman mörg sumur vítt
og breitt um landið með tjald, við-
legubúnað og veiðistöng. Veiði-
ferðimar að Apavatni urðu ófáar
og eftirminnilegar og hún vílaði
ekki fyrir sér að sofa í tjaldi kom-
in hátt á áttræðisaldur. Þau Skarp-
héðinn bjuggu saman í 15 ár eða
þar til hann lést á gamlaárskvöld
árið 1979. Sorgin knúði aftur dyra
rétt rúmum mánuði síðar þegar
Karl sonur hannar varð bráðkvadd-
ur og að ári varð elsti sonurinn,
Björn, einnig bráðkvaddur við
skyldustörf. Amma hafði góða lund
og sterkt hjarta og bar harm sinn
í hljóði. Níræð hætti hún að búa
ein og fluttist á Hrafnistu í Hafnar-
firði. Hún var ánægð með dvölina
þar og var starfsfólkinu þakklát
fyrir góða aðhlynningu. Varla leið
sá dagur að eitthvert barnannar
hennar liti ekki inn auk þess sem
þau töluðu daglega við hana í síma.
Milli hennar og Soffíu systur henn-
ar var einnig einstaklega gott sam-
band og er missir hennar og ann-
arra ástvina mikill. í tómarúminu
sem myndast er það styrkur að
eiga fallegar minningar um elsku-
lega og góða ömmu. Við þökkum
henni fyrir allt og allt. Megi hún
hvíla í Guðs friði.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson)
Lúðvík, Guðríður og Jóhanna.
Minning
Sæmundur Jónsson fv.
bóndi á Bessastöðum
Fæddur 28. nóvember 1915
Dáinn 13. maí 1993
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast Sæmundar föðurbróður
míns örfáum þakkarorðum, en
hann lést að heimili sínu 13. maí
síðastliðinn á sjötugasta og áttunda
aldursári.
Kynni mín af Sæmundi hófust
er ég var svo lánsamur að fara til
hans og hans góðu konu Mínervu
í sveit er ég var sjö ára og sátu
þau uppi með mig næstu átta sum-
ur. Fyrstu sumrin gerði maður nú
lítið annað en að þvælast fyrir enda
þótt alltaf hefði maður einhver
verkefni og héldi sjálfur innst inni
að maður gerði heilmikið gagn auk
þess sem þessi fyrstu sumur voru
notuð til að kenna manni ýmsa
mannasiði svo sem að borða góðan
mat. Öll sú tilsögn og kennsla sem
maður varð aðnjótandi hjá þessum
indælu hjónum á þessum árum var
ávallt framreidd þannig að ein-
hvern veginn síaðist hún inn í mann
og allt í rólegheitunum.
Ég kem í Bessastaði upp úr
1960. Þá er vélvæðingin að ryðja
sér til rúms, en þó var ég svo hepp-
inn að sjá rétt í endann á vinnu
án véla þar sem hesturinn og
mannshöndin léku aðalhlutverkið
Tryggvi Héðinsson
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól.
Að fótskor Guðs, að lambsins dýrðar stól
og setjast loks á silfurbláa tjörn
og syngja fyrir lítil englabðrn.
(Davíð Stefánsson)
Svo fljótt lauk hinn ungi maður
Tiyggvi Héðinsson sínu flugi og
settist á silfurtjörnina fögru, en
hann lést tæpra nítján ára gam-
all, sunnudagskvöldið 16. maí.
Eftir glæsilegt flug um storma-
sama slóð. Glæstara ungmenni að
gáfum og gæðum er vandratað
á. Svo vel var hann af Guði gerð-
ur, greindur, styrkur, iðinn og
vandvirkur, allra manna hugljúfí.
Það er missir að slíkum manni.
Öll höfum við verkefni að vinna
hér á jörð og til þess ætlaður mis-
langur tími. Tryggvi vann mikið á
skömmum tíma og tók út sinn
þroska fyrr en margur. Við sem í
kringum hann lifðum minnumst
hans með gleði, þar sem fögur
fyrirmynd hans geymist allt til
hinsta dags. Hvíl í friði og gleði,
frændi.
Föðursystkini og fjölskyldur.
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
og varð manni snemma ljóst hvílík
erfiðisvinna það hefur verið fyrir
bændur á þessum tímum, enda bar
frændi minn þess glögg merki um
mikla vinnu þar sem 3/5 hlutar
starfsævi hans með orfið, hrífuna,
dugnaðarkonu og krakkana sína.
Við Halla og dætur okkar þökk-
um samveruna og umhyggjuna,
sérstaklega vil ég þakka uppeldið.
Mína mín, megi Guð styrkja þig í
þinni sorg. Guð blessi börn þeirra,
tengdabörn, barnabörn og barna-
barnabörn.
Blessuð sé minning Sæmundar
Jónssonar.
Löngum við mér lífið hló,
lék á strengi snjalla.
Sætast jafnan syngur þó
sumarið upp til flalla.
Er mig dreymir okkar vegi,
um mig streymir sælan mesta,
honum gleymir hjartað eigi
honum geymi ég allt það bezta.
(Jón Jónsson Skagfírðingur)
Kristinn Valtýsson.
Btömostqfa
Fríðfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opíð öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
Inga Þórbjörg Svav-
arsdóttir - Minning
í augum þínum sá ég fegri sýnir
en sólhvít orð og tónar geta lýst, -
svo mildir voru móðurdraumar þínir,
þó marga þeirra hafi frostið níst.
Sem hetja barst þú harmana og sárin,
huggaðir aðra - brostir gegnum tárin,
viðkvæm í lund, en viljasterk.
Þau bregða um þig ljóma liðnu árin.
Nú lofa þig - þin eigin verk.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Inga Þórbjörg Svavarsdóttir
fæddist 11. júní 1938 á Akureyri.
Foreldrar hennar vora Helga Ingi-
marsdóttir, sem lifir dóttur sína, og
Svavar Helgason, verksmiðjustjóri
hjá Smjörlíkisgerð KEA. Hann lést
fyrir nokkrum áram. Tvær systur
átti Inga, Valborgu og Agnesi, sem
'búsettar eru á Akureyri.
Kynni okkar Ingu hófust í æsku,
fyrst í Bamaskóla Akureyrar. Bekk-
urinn var samheldinn, og einn vetur-
inn stofnaði Júdit Jónbjömsdóttir,
kennari og skátaforingi, ljósálfa-
flokk með stúlkunum í bekknum.
Var þetta upphafi ævilangrar veru
hennar í skátastarfi. Við vinkonur
munum söngkvöld í Gunnarshólma
og víðar, þar sem hún sat með gítar-
inn, spilaði og söng. Ógleymanlegar
eru útilegur í Vaglaskógi og Sigríð-
arstaðaskógi. Hún unni útiveru og
var hrókur alls fagnaðar.
Eftir bamapróf fóram við í Gsgn-
fræðaskóla Akureyrar, eftir það fór
Inga í húsmæðraskóla á Laugalandi
í Eyjafírði. Hún var afburðanáms-
kona. Hún giftist Guðmundi Þor-
steinssyni, verkstjóra og organista.
Þau stofnuðu heimili í Vanabyggð
lOd á Akureyri. Þangað var gott
að koma.
Þrjá indæla syni eignuðust þau,
Ingimar, Ármann Helga og Svavar
Þór. Ingimar færði henni sólargeisl-
ann Loga, sem líf hennar snerist
um síðustu árin. Hennar heitasta
ósk var að geta fylgst með udp-
vexti hans. Hún ljómaði, þegar
myndirnar vora sýndar, sem hún
dró fram úr skúfunni við rúmið er
komið var í heimsókn. Synir henn-
ar, tengdadætur og ástkær eigin-
maður stunduðu hana af alúð í veik-
indum hennar, sem urðu bæði löng
og ströng.
Elsku vinkona, margar eru minn-
ingarnar sem við geymum og of
langt er upp að telja. Með þessum
fátæklegu línum viljum við þakka
þér trygga vináttu og samvera. Biðj-
um við algóðan Guð að blessa þína
góðu fjölskyldu. Vertu svo Guði fal-
in, þökk fyrir allt.
Þínar vinkonur,
Heba og GuðnyT
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför
ELÍNAR SNÆBJÖRNSDÓTTUR,
Bústaðavegi 105.
Guðbrandur Vigfusson,
Guðrún Guðbrandsdóttir, Guttormur Þormar.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BIRGIR KRISTJÁNSSON
frá Dalvík,
Fálkagötu 14,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Hvalneskirkju miðvikudaginn 26. maí
kl. 14.00.
Björg Þórisdóttir,
Jórunn Birgisdóttir, Kristján Birgisson,
Guðlaug Birgisdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐMUNDA JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1 b,
Kópavogi,
verður jarðsungin þriðjudaginn 25. maí kl. 13.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Jóhann Óskarsson, Erna Guðiaugsdóttir,
Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir, Hörður Gfslason,
Sjöfn Oskarsdóttir,
Kristján Pétur Ingimundarson, Jóhanna Axelsdóttir,
Þorsteinn Ingimundarson, Álfdís Gunnarsdóttir,
Inga Ólöf Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Líkkistuvinnustofa Lijvindar Arnasonar
Utf ara f jón uslo
lt
I íllistusinícli
Vesturhlíð 3 ♦ Sími: 13485 ♦ Davíð Osvaldsson Heimasími: 39723