Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993 Prófin aó batna mið, þá mundu fáir deila um að þau ættu að geta reiknað svona dæmi í lok grunnskólans. Vegna þess að nú er í fyrsta sinn fært að greina þetta svona í sundur getur hver sem er spurt sjálfan sig og gefið sín eigin svör, þótt aðstandendur prófanna vilji ekki tjá sig um það. Ekki er búið að vinna úr öðrum og þriðja lið spurningalistans til kennaranna sem Einar segir að þurfi að skoða nánar, enda fyrst og fremst hugsað sem vinnuplagg. En hann veit þó að ágæt svör komu þarna fram og mörg for- vitnileg gögn. „Útkoman úr þessu er mjög uppörvandi," segir hann að lokum. „En framundan er mikið starf. Og við munum halda áfram að auka samstarfið við kennarana." 100' 1 65% % 5CÚ : i | 00 . iHjll Almenn Brot 40% 54% (N } «1 > P' | 37% * * :i c*Y- ; v4! T Samlagning Frádráttur Margföldun Deiling © Rannsóknarslofnun uppcldis og menntamála 1993 Myndin sýnir hlutfall nemenda í 10. bekk á landinu öllu sem leysa rétt dæmi í samlagningu, frá- drætti, margföldun og deilingu almennra brota á samræmdu prófi í stærðfræði vorið 1993. Dæmin eru sýnd inni f súlum. 20% n------------n Hlutfall nemenda sem leysa öll 4 dæmin rétt © Rannsóknarstofiiun uppeldis og menntamála 1993 Mat stærðfræðikennara í 10. bekk á samræmdu prófi f stærðfræði vorið 1993 saman borið við samræmt próf í stærðfræði 1992. Myndin sýnir hlutfall nemenda í 10. bekk á landinu öllu sem leysa rétt dæmi í samlagn- ingu, frádrætti, margföldun og deilingu tugabrota á samræmdu prófi í stærðfræði vor- ið 1993. Dæmin eru sýnd inni í súlum. Samræmd próf i4. og7. bekk í áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu undir formennsku Sigríðar Önnu Þórðardóttur alþingismanns er lögð áhersla á að efla mat á skólastarfi í grunn- og framhaldsskólum og veita nemendum nauðsynlegan stuðning til þess að nám þeirra beri árangur. Er þar m.a. talað um samræmdar mælingar á frammistöðu nemenda og lagt til að þær verði efldar í grunnskólum og komið á í framhalds- skóium. Samræmd próf í völdum greinum verði lögð fyrir í lok 4. bekkjar og 7. beklgar grunnskólans til viðbótar við 10. bekkjar prófin, sem nú fara fram. Sam- ræmt námsmat er ekki í framhaldsskólum landsins en bent er á að samræmd próf í völdum greinum gætu auðveldað háskól- um inntöku nemenda og gefið nemendum dýrmætar upplýsingar um stöðu sína í þeim greinum. Aætlað er að nefndin skili lokaskýrslu og frumvarpsdrögum í haust. Áfangaskýrslan var send út til umfjöllun- ar hjá samráðsaðilum og fjölmörgum öðr- um sem skólamál varða og hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð. Iskýrslunni er lögð sérstök áhersla á að efla innra eftirlit í skólum og lagt til að tekið verði upp heildarmat á mennta- kerfinu á næstu árum til að afla áreið- anlegra upplýsinga um þætti eins og innra eftirlit í skólum, skólanámsskrá, náms- árangur nemenda, umgengni nemenda og aga í skólum, kennsluhætti og áhrif þeirra á námsárangur og tengsl skóla og heimila. Til að fá nánari upplýsingar um tillögurnar um aukningu á samræmdum prófum var leitað til Sigríðar Önnu Þórðardóttur. „Við tölum um samræmd könnunarpróf við lok 4. bekkjar og 7. bekkjar samhliða hefðbundnu skólamati þannig að nemandinn, kennari og foreldrar fái skýra mynd af náms- gengi nemandans og hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana ef þörf krefur og koma nemandanum til hjálpar. Þá þarf að koma til öflugur stuðningur við þá nemendur sem standa höllum fæti í kjarnagreinum við náms- lok 7. bekkjar. Við leggjum semsagt til að námsmat á unglingastigi verði eflt til muna frá því sem nú er. En einnig þarf að koma til annað regluiegt hlutlægt námsmat sem gefur nemendum tækifæri til að fylgjast með eigin framförum á unglingastiginu. Nú eru samræmd próf aðeins við lok grunnskólans og ekkert svigrúm til að koma nemendum til aðstoðar á grundvelli niðurstaðna úr þeim ef ekki er allt með felldu í þeim greinum sem þau taka til. Gagnrýnin á samræmdu prófin, eins og þau eru nú framkvæmd, hefur verið tvennskonar. Annars vegar að þau séu ein- göngu haldin við lok grunnskóla og hins veg- ar að þau stýri of mikið kennslunni." í sjálfu sér segir Sigríður að stýring þurfi ekki að vera slæm ef skólastarfi er stýrt í þá átt sem að er stefnt. Skýr markmið og viðmiðunarstundaskrá eigi að tryggja að skólastarf stjórnist ekki um of af þeim náms- greinum sem prófað er úr á samræmdum prófum. Hægt sé að draga úr óæskilega miklum áhersium á tilteknar greinar með því að ákveða með litlum fyrirvara í hvaða náms- grein verður prófað og hvenær. Notkun samræmdra prófa segir hún að geti verið með ýmsum hætti og munur á því hvort þau eru lögð fyrir á skólaferlinu eða í lok þess.„Við leggjum áherslu á að nemandi, foreldrar og skóli hafi sem gleggsta hug- mynd um stöðu nemandans. Samræmd próf eru eingöngu hluti af matinu í skólanum. Mikilvægast er þetta daglega mat sem alitaf fer þar fram, alla daga. Matið þarf að vera bæði hlutlægt og sveigjaniegt. Ymsir þættir eru í skólastarfínu sem erfitt er að mæla, svo sem frumkvæði, gagnrýnin hugsun o.fl. Samræmd próf, sem lögð eru fyrir nemendur einu sinni á námsferlinu, eru ekki sérlega hentug til að mæla innra starf skólans. Þó má nota niðurstöður samræmdra prófa í þess- um tilgangi með því að bera saman sambæri- lega skóla í sambærilegu umhverfi. Þegar íslenskt skólastarf er skoðað rekur maður sig á hve lítið er um upplýsingar. Lít- ið er vitað um hvernig skólarnir eru og hvern- ig þeir stanaa sig. Það er svo lítið um skipu- legt mat á námsárangri. Að frátöldum sam- ræmdum prófum í lok grunnskóla fer fram lítið skipulegt mat á námsárangri eða innra starfi skóla. Þessu viljum við breyta. Við leggjum til að samræmdar mælingar verði efldar og prófagerð endurskoðuð. Meðal ann- ars þarf að skilgreina þau námsmarkmið sem ■’SI Morgunblaðið/RAX Viðtal við Sigríði Önnu Þórðardóttur prófað er úr á samræmdum prófum. Tryggt verði að kennarar af grunn- og framhalds- skólastigi taki þátt í prófagerð. Kennurum verði tryggður aðgangur að stöðluðum kunn- áttuprófum og fái einnig ráðgjöf um notkun slíkra prófa, Þessi endurskoðun er nú hafin og Rannsóknastofnun uppeldis og mennta- mála annast nú framkvæmd samræmdra prófa.“ Samræmd próf úr framhaldsskóla Eins og málum er nú háttað er ekki sam- ræmt námsrhat í framhaldsskólum landsins og Sigríður segir mikilvægt að komið verði á samræmdu námsmati í tilteknum greinum til stúdentsprófs. Sú umræða sem verið hefur undanfarið um inntökuskilyrði í háskóla hafí mótast af því. hve nemendur hafi reynst mis- jafnlega undir það búnir að takast á við há- skólanám. Samræmd próf í völdum greinum gætu auðveldað háskólum inntöku nemenda og gefið nemendum dýrmætar upplýsingar um stöðu sína í þeim greinum. Nefndin legg- ur því til að komið verði á samræmdum próf- um í lok framhaldsskólans. Er þá miðað við að nemendur geti sjálfír valið hvort þeir fara í samræmd próf. Þeir sem ætla í háskóla taka þá samræmd próf í þeim greinum sem deildin sem þeir ætla í gerir kröfur um. Sig- ríður segir að Háskólinn hafi tekið þessari tillögu fagnandi. Um leið og Nefnd um mótun menntastefnu leggur mikla áherslu á markvissa aukningu námsbrauta á sviði starfsmenntunar er lagt til að dregið verði úr námsframboði til stúd- entsprófs. Er þar m.a. átt við fælckun náms- brauta til stúdentsprófs, en skilgreindar leið- ir þar um eru nú 13. „Of mikil áhersla er á stúdentspróf hér á landi á kostnað annars framhaldsnáms, en hlutfalislega færri nem- endur stunda hér starfsmenntun en gerist í mörgum öðrum löndum." Verður þetta þá ekki viðbótar umstang, heilmikið bákn? „Nei, það tel ég fráleitt. Við höfum tals- verða reynslu af samræmdum prófum í 10. bekk. Ekki tekur nema 3-4 vikur að vinna úr þeim. Að vísu þarf góðan tíma til að semja prófin og vissulega er þetta viðbót við það sem fyrir er, en bákn verður það varla.“ Nefndin um mótun menntastefnu var skip- uð í mars á síðasta ári af Ólafi G. Einars- syni með það hlutverk að endurskoða lög um grunnskóla og framhaldsskóla. Hún skilaði í janúar sl. áfangaskýrslunni sem var send út. Hún hefur fengið fjölmargar umsagnir frá aðilum sem starfa að skólamálum. „Við höf- um fengið mjög vandaðar umsagnir og erum þakkiát fyrir hve fólk hefur lagt mikla vinnu í þær,“ segir Sigríður. Hún segir að augljóst sé af umsögnunum að margir séu mjög hlynntir samræmdum prófum. Skiptar skoð- anir séu hins vegar á útfærslu þeirra og ljóst að prófín þurfa ekki að vera sömu tegundar á öllum aldursstigum. Eitt fagfélag, Félag dönskukennara, hafi sérstaklega ályktað um nauðsyn samræmdra prófa. Þarna sé frekar um áherslumun að ræða en grundvallarmun. Kennarasamband íslands tali t.d. frekar um samræmd könnunarpróf en samræmd próf. Sigríður kveðst ekki vera í nokkrum vafa um að nota eigi samræmd próf og að mikil- vægt sé að fá þau einnig fyrr í grunnskólun- um en nú er. „Samræmd próf eru eitt af þeim tækjum sem við eigum að nota í skóla- starfi. Við eigum að nota öll tiltæk meðul til að bæta skólastarfið, jafnt samræmd próf sem annað,“ segir Sigríður. „Matið í skólan- um er mikilvægt. Og svo koma þau til viðbót- ar. í mínu kennarastarfi hefði ég ekki viljað vera án samræmdu prófanna. Þessi próf hafa tilgang og gefa miklar upplýsingar. Þau eru því mjög mikilvæg ásamt öðru skólamati. En þótt samræmd próf séu sjálfsögð og nauðsynleg í nútíma skólastarfi er það þó fyrst og síðast innra starf skólans og það eftirlit og mat sem þar fer fram sem skiptir sköpum um farsælt skólastarf," segir Sigríð- ur Anna Þórðardóttir að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.