Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 10
Prófin aö batna eftir Elínu Pólmadóttur í grunnskólum landsins er lokið samræmdum prófum, sem frá 1977 hafa farið fram um land allt við skólalok. Mismörg þó, aldrei færri en 1989 en nú aftur í fjórum greinum, íslensku, reikningi, dönsku og ensku. 3.900 nemendur 10. bekkjar um land allt gengu undir samræmd próf á þessu vori. Að undanförnu hafa verið uppi umræður og deilur um samræmd próf, hvort þau eigi rétt á sér, hvort eigi að fjölga þeim og þá hvernig. Notkun samræmdra prófa virðist vera að aukast fylgi þótt skoðanir kennara séu skiptar. Nefnd um mótun menntastefnu á vegum menntamálaráðuneytisins legg- ur til í áfangaskýrslu að samræmdar mælingar á frammistöðu nemenda í grunnskólum verði efldar sam- hliða skólamati og samræmd próf í völdum greinum lögð fyrir í lok 4. bekkjar og 7. bekkjar grunnskóla til viðbót- ar við 10. bekkjarprófin. Samræmdu prófin nýafstöðnu fara fram á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og mennta mála og þótt þau væru nú í svipuðum farvegi og undanfar ið má marka þar ákveðnar vísbendingar til breytinga. Til samræmis við það voru sendir samtímis út spurningalist- ar til allra kennara í viðkomandi greinum um mat þeirra á prófunum sem nú voru lögð fyrir og hvern- ig þau ættu að verða 1994. Málið varðar flesta landsmenn. Og til að fræðast um hvað er á ferð ræddum við stuttlega annars vegar við Sigríði Önnu Þórðar- dóttur formann nefndarinnar um mótun menntastefnu og hins vegar við Einar Guðmundsson, sérfræðing hjá Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála. „Ég er tiltölulega ánægður með hvernig til tókst með samræmdu prófin nú. Það hafa verið gerðar nokkrar breytingar, en engu verið bylt,“ sagði Einar Guðmundsson hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, en hann var einmitt byijaður að skoða mat kennar- anna á prófunum núna eins og þau komu fram í spurningalistum til þeirra samhliða prófunum. Svörun var góð og þar mátti m.a. sjá að 79% þeirra telja prófið núna í stærðfræði betra en í fyrra. Það gladdi þá sem að prófunum stóðu. „Það er sterk vísbending til okk- ar um að okkur hafi tekist bærilega og að aukið samstarf við kennar- ana hafi gefist vel,“ sagði hann. En það er einmitt kjarninn i við- leitni til að draga fleiri grunnskólakennara meira inn í prófgerðina. Aður en lengra er haldið spyij- um við Einar hvort hann telji samræmd lokapróf við alla skóla nauðsynleg. Hann svarar því til að vilji menn hafa sundurgreindar og sam- ræmdar upplýsingar um stöðu nemenda til dæmis fyrir viðtöku- skóla þá séu próf af þessu tagi nánast nauðsynleg. Grundvallar- spurningin sé þó ekki hvort prófin séu alls staðar nauðsynleg heldur hvers lags upplýsingum menn leita eftir. Samræmd próf við lok grunnskóla séu sameiginlegt námsmat til að afla upplýsinga fyrir fræðslukerfið og fyrir við- tökuskólann til að fá hugmynd um nýjan nemanda. Og ekki má gleyma að prófin geta verið mikil- væg fyrir nemendur til að vita hvernig þeir standa, segir hann. Samræmd próf geti líka verið miklvæg annars staðar á skólaferl- inu. Eiginleikar prófanna á neðri stigum þurfa þó ekki að vera eins og á efri stigum. Þar gætu þau þá verið meira markbundin, þ.e. væri ætlað að sýna hve vel hefði tekist til við að ná tilteknum náms- markmiðum. Einar segir að samræmdu próf- unum við lok grunnskólans hafi oft verið ætlað mjög fjölþætt hlut- Morgunblaðið/Kristinn Einar Guðmundsson Viðtal við Einar Guðmundsson verk: að bera saman námsárangur á milli ára, skóla eða fræðsluum- dæma, að taka ákvörðun um fram- haldsnám nemenda og flokka þá eftir námskunnáttu, að álykta um ágæti eða áhrif mismunandi kennsluhátta á námsárangur nem- enda og álykta um hvort náms- markmiðum skólastarfsins hafi verið náð. En til að þau geti gegnt því margþætta hlutverki þurfi eins og hingað til að tryggja að færir kennarar taki þátt í að semja próf- in. En einnig þarf að breyta nokk: uð vinnulagi við gerð þeirra. I fyrsta lagi þarf að nýta þekkingu úr svonefndri próffræði, þannig að tryggð sé nákvæmni og að próf- in mæli örugglega það sem þeim er ætlað að mæla. Það sé alvar- legt mál ef svo er ekki. Vantar skýr markmið Einar kvaðst líka fylgjandi því sem hefur verið nefnt samræmd könnunarpróf, en Bima Siguijóns- dóttir, formaður skólamálaráðs Kennarasambands Islands, hefur í grein bent á þá leið að leggja fyrir þessi samræmdu könnunar- próf í skólunum í stað samræmdu prófanna. En þar segir Einar að gildi þetta sama. Ef á að finna hvort einhver markmið hafi náðst þarf að vita nákvæmlega hver þau eru. Aðalmarkmið grunnskóla eru of almenn og þyrfti þá að tiltaka sameiginleg undirmarkmið. Þar sé mikið verk óunnið. Sama eigi ekki síður við um lokaprófin. Þar þurfi að fara fram mikil vinna í sam- bandi við markmiðsgerð. Einar kvaðst leggja mikla áherslu á að lokaprófin verði vel marksett, svo hægt sé að álykta út frá niðurstöðum hvað nemendur kunna og hvað ekki. Það hafi ekki verið svo. Prófin hafi hvorki verið markbundin né staðalbundin. „Til- gangur prófanna þarf að vera skýr. Áður en þau eru samin þarf að vera alveg ljóst hver tilgangur- inn er. Það er fræðsluyfirvalda.að skýrgreina það. Þegar við vitum hvers konar próf á að búa til, þá getum við farið að semja þau,“ sagði Einar og bætti við að albest væri ef hægt væri á einu kunn- áttuprófi að sameina eiginleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.