Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 fl'II0A(1'J14M U8 CHGAJÍIMUUli Emkavæðing kynnt á fundum um landið Framkvæmdanefndin um einkavæðingu mun á næstu dögum halda fundi þar sem stefna og störf ríkisstjórnarinnar varðandi einkavæðingu verða kynnt. Verð- ur fundað á sjö stöðum víðs vegar um landið að þessu sinni. Fyrsti fundurinn verður á mánu- daginn í Félagsbæ í Borgarnesi og hefst kann klukkan 20. Á þriðjudag- inn kl. 20 verður haldinn fundur á Hótel KEA á Akureyri, á fimmtudag- inn á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og hefst hann klukkan 20.30. Þá verður fundur á Hótel Selfossi miðvikudaginn 2. júní kl. 20, á Hótel Borg þriðjudaginn 8. júní kl. 20 og á Hótel Kefiavík fimmtudaginn 10. júní kl. 20. Loks verður fundur í sal Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 15. júní kl. 20. Að sögn Hreins Loftssonar, for- manns framkvæmdanefndarinnar, er verkefni þessara funda, að koma á framfæri til almennings upplýsingum um markmið og tilgang einkavæð- ingar, árangurinn frám til þessa og hvað standi til á næstunni. „Nokkuð hefur borið á því að reynt sé að drepa umræðunni um einka- væðingu á dreif með því að heim- færa nánast allar vangaveltur ólíkra aðila um einkavæðingu þama undir. Einkavæðingaráform ríkisstjórnar- innar eru hins vegar afmörkuð og skýr og taka mið af faglegu mati á því hvað er eðlilegt og rétt að fram- kvæma miðað við núverandi stöðu mála. Meginmálið er að einkavæðing er tæki en ekki trúarsetning," sagði Hreinn. Lions-hreyfingin heldur umdæmisþing ÞRÍTUGASTA og áttunda umdæmisþing Lions-hreyfingarinnar var haldið um helgina. Dagskrá þingsins er með fjölbreyttara móti og munu félagar ræða verkefni sem liggja fyrir. Haldinn verður sérstak- ur embættismannaskóli fyrir væntanlega stjórnendur Lions-klúbb- anna, auk þriggja námsstefna um alþjóðaverkefnið Baráttan gegn blindu, alþjóðamál og önnur mál sem varða innri mál klúbbanna. Þingsetningin á föstudag var með sérstökum hætti því þar spiiuðu fjög- ur ungmennanna átta sem valin voru frá íslandi í hljómsveitina Orkester Norden fyrr á árinu. í vetur var ungu tónlistarfólki á aldrinum 15-25 ára boðið að sækja um þátt- töku í hljómsveitinni. Alls bárust 415 umsóknir frá sex löndum, þar af 28 frá íslandi. Urðu átta Islendingar fyrir valinu og mun Lions-hreyfingin styrkja þá til þátttökunnar. Á næsta ári verður sérstakt átak hér á landi vegna alþjóðaverkefnis- ins Baráttan gegn blindu, „Sigth first“, og er markmiðið að safna 130 milljónum Bandaríkjadala fyrir 1. júlí 1994 svo beijast megi gegn blindu í heiminum. Talið er að 40 milljónir manna í heiminum séu blindir en hægt sé að lækna 40% þeirra. Vestmannaeyjar Hrefna Eggertsdóttir og Elísabet F. Eiríksdóttir. Tónleikar á Ólafsfirði ELÍSABET F. Eiríksdóttir, sópran, og Hrefna Eggertsdóttir, píanó- leikari, halda tónleika í Tjarnarborg á Ólafsfirði miðvikudagskvöld- ið 26. maí nk. kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög og operuaríur. Elísabet Iauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1980. Hún hefur komið fram sem einsöngv- ari með ýmsum kórum og hljómsveit- um svo sem Sinfóníuhljómsveit ís- lands og íslensku hljómsveitinni. El- ísabet hefur sungið ýmis óperuhlut- verk m.a. Amelíu í Grímudansleik eftir Verdi og Toscu í samnefndri óperu eftir Puccini. Hún starfar nú sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík. Hrefna Eggertsdóttir lauk einleik- araprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1976. Hún stundaði fram- haldsnám við Tónlistarskólann í Vín til ársins 1981. Hrefna hefur víða komið fram sem píanóleikari bæði sem meðleikari söngvara og í kam- mermúsík. Hún starfar nú við Tón- listarskólann í Kópavogi og Tónlist- arskólann í Reykjavík. (Fréttatilkynning) Morgunblaðio/KAX Urvals styrkþegar ISLENSKU flytjendurnir sem valdir voru í Orkester Norden. F.v. Halldór ísak Gylfason fagottleikari, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleik- ari, Hrafnkell Örri Egilsson sellóleikari, Vigdís Másdóttir sem leikur á lágfiðlu, Stefán Ragnar Höskuldsson sellóleikari og Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari, en þau fjögur síðasttöldu léku við setningu þingsins. Á myndina vantar Eydísi Sigríði Úlfarsdóttur frá Akur- eyri sem leikur á lágfiðlu. Landsþing* Landsbjargar Vestmannaeyum. LANDSBJÖRG, landssamband björgunarsveita, hélt ársþing sitt í Vestmannaeyjum um helgina. Þingið er fyrsta ársþing sam- bandsins eftir stofnþingið á síð- asta ári. Þingið var sett á föstu- dagsmorgun og í máli manna kom fram að fyrsta starfsárið hefði leitt í ljós að með stofnun Lands- bjargar hafi verið stigið skref til góðs. Þingfulltrúar komu flestir til Eyja á fimmtudag og á fimmtudagskvöld var varðeldur með tilheyrandi söng og gleði í Heijólfsdal. Á föstudag voru almenn þingstörf og á laugar- dag lauk þinginu með kosningu stjórnar og lokahófi um borð í Her- jólfí. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þingfulltrúar við setningu þings Landsbjargar í Eyjum. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. fnmhjólp Almenn samkoma verður í dag í félagsmiöstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42, kl. 16.00. Mikill söngur. Ræðumaður Þórir Haraldsson ráðgjafi. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Sunnudagaskólabörn sýna leikritið Himinninn. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. VEGURIIM Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamkoma kl. 11.00. Barnakirkja, ungbarnastarf, fræðsla o.fl. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir! „Jesús lifir, Halleluja" Munið bibliulestur sr. Halldórs S. Gröndal miðvikudag kl. 18.00. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Skoski sönnunarmiðillinn Mary Armour býður upp á einkafundi á vegum félagsins. Enn eru nokkrir tímar lausir. Tímapantanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Hjálpræðisherinn f dag kl. 11.00 fjölskyldusam- koma. Kl. 19.30 bæn. Kl. 20.00 hjálpræðissamkoma, Ingibjörg og Óskar Jónsson. Allir velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í dag kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. Bænaskóli kl. 18. auglýsingar Auðbrekka 2 . Kópavoqur Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Samkoma með Hillhjónunum frá Bandaríkjunum kl. 20.30. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30. Rev. Hill frá Bandaríkjunum predikar. SÍK, KFUM/KFUK v/Holtaveg Hátíðarsamkoma í kvöld kl. 20.30 í nýjum aðalstöövum KFUM og KFUK við Holtaveg. Samkoman er í tilefni af að þann 25. maí nk. eru liðin 125 ár frá fæðingu Sr. Friðriks Friðriksson- ar, stofnanda félaganna. Flutt verða erindi um sr. Friörik og störf hans, m.a. flytur Ástráð- ur Sigursteindórsson erindi um köllun hans. Kór og einsöngvar- ar flytja sálma og söngva eftir sr. Friðrik og lesið veröur úr verkum hans. Hugleiðingu hefur sr. Sigurður Pálsson. Veitingar verða í samkomulok. Allir eru velkomnir á sam- komuna! UTIVIST Hallveigarstíg 1 • simi 614330 Dagsferðir sunnud. 23. maí Kl. 10.30: Skólagangan, loka- áfangi, og Skógfellaleið. Kl. 10.30: Fuglskoðun - Hafnar- berg. Vegna veðurs féll niður ferðin sem átti að vera 20. maí sl. og er hún því aftur á dagskrá. Brottför í ofangreindar ferðir er frá BSÍ bensínsölu, stansað við Fitjanesti í Njarðvík kl. 11.15. Verð kr. 1200/1300. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd full- / oröinna. Kl. 11.00: íþróttir fyrir alla - hjólreiðaferð. I samvinnu við (slenska fjallahjólaklúbbinn verð- ur efnt til hjólreiðaferðar á sunnudag. Brottför kl. 11.00 frá hesthúeun- um við Bústaðaveg (Fák). Hjólað verður eftir Elliðaárdalnum inn í Heiömörk og lýkur ferðinni kl. 14.00 í Laugardal. Ferðir um hvítasunnu: 1. Öræfajökull: Gengin verður Sandfellsleið á jökul- inn. 2. Skaftafell - Öræfasveit: Skipulagðar göngu- og skoðunarferðir. Gist í húsi/tjaldi að Bölta í Skafta- felli. 3. Básar við Þórsmörk: Gönguferðir með fararstjóra um Þórsmörkina og Goða- landið. Góð gistiaðstaða í vel útbúnum skála. Dagsferðir um hvítasunnu: Sunnud. 30. maí kl. 10.30: 3. áfangi í fjallasyrpu - Víf ilsfell. Mánud. 31. mai kl. 10.30: Svínaskarð - gömul þjóðleið. Útivist. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Opið hús f Mörkinni 6, mánudaginn 24. maí kl. 20.30. Hvítasunnuferðir kynntar, fararstjórar gefa upp- lýsingar! Allir með í gönguferð á Göngu- degi Fl sunnudaginn 23. maf kl. 11 og kl. 13. Kl. 11.00 Heiðmörk - Búrfell - Kaldársel (3 klst.) Gengið frá Heiðmerkurreit Ferðafélagsins um suðurhluta Heiðmerkur að Kolhól, Búrfellsgjá í Valabóli. Kl. 13. Fjölskyldugangan í Vala- ból (1-1'/! klst.). Gengið frá Kaldárseli umhverfis Vala- hnúka að Valabóli. Hóparnir hittast við Valaból (Músarhelli), þiggja léttar veitingar og taka lagið með gítarundirleik. Sann- kölluð fjölskyldustemmning - skemmtileg gönguferð í fallegu umhverfi. Munið að gönguferð er besta heilsubótin fyrir fólk á öllum aldri. Brottför verður frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6, (stansað v/kirkju- garðinn í Hafnarfiröi). Verð að- eins kr. 300,- og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. í fjölskyldu- gönguna kl. 13.00 geta allir þátt- takendur komið á eigin bílum í Kaldársel (næg bllastæði). Allir þátttakendur fá Göngudags- merki. Hvitasunnuferðir F( 28.-31. maí: 1. Snæfellsnes-Snæfellsjök- ull. Gist i svefnpokaplássi að Görðum í Staðarsveit. 2. Öræfajökull-Skaftafell. Gangan á Öræfajökul tekur um 14 klst. Gist I svefnpokaplássi og tjöldum. 3. Skaftafell-Öræfasveit. Gengið um þjóðgarðinn. Gist i svefnpokaplássi og tjöldum. 4. Þórsmörk. Gist I Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. Brottför í ferðirnar er kl. 20.00. Farmiðasala á ' skrifstofunni, Mörkinni 6. 5. 29.-31. maí. Brottför kl. 8.00. Fimmvörðuháls-Þórs- mörk. Ekið að Skógum og geng- ið þaðan yfir til Þörsmerkur. Þriðjudaginn 25. maí að kvöldi sér Ferðafélagið um fjórar hverfagöngur í Reykjavik, sem hefjast kl. 20 og taka um 1 klst. hver, í samvinnu við „íþróttir fyrir alla“ (heilsuvika). Þriðjudaginn 26. maí kl. 20. Mosfell í Mosfellsdal. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.