Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Fornleifafræðingar notuðu jarðsjá til að fylgjast með framkvæmdum á Arnarhóli Mannvist- arleifar á 3 stöðum MÆLINGAR með jarðsjá vegna jarðvegsframkvæmda við Arnarhól benda til að mann- vistarleifar sé ef til vill að finna á þrem stöðum. Arbæjarsafn hefur nú fornleifafræðing á staðnum sem lítur eftir því að ekkert sé eyðilagt að órannsök- uðu máli. Jarðsjármælingamar voru framkvæmdar í fyrstu viku maí- mánaðar. Nú hefur Bjami F. Ein- arsson fomieifafræðingur hjá Ár- bæjarsafni unnið úr mælingunum. Meginniðurstaða þeirra er sú að engar öruggar fomleifar komu í ljós sem ekki var vitað um fyrir mælingarnar. í skýrslu Bjama kemur þó fram að þrjú snið gefa vísbendingu um hugsanlegar mannvistarleifar, garð frá tugt- húsinu eða kofaleifar, útihús frá býlinu á Arnarhóli, og leifar kofa og garðs sunnanmegin við Amar- hólstraðimar sem em friðaðar samkvæmt þjóðminjalögum. Framkvæmdir á Arnarhóli NÝLEGA voru hafnar endurbætur á Arnarhóli og nánasta umhverfi. í byrjun maí fundust mann- vistarleifar við rannsókn á skurði fyrir neðan Arnarhól á mótum Kalkofnsvegar og Hverfisgötu. Er talið að þar séu komnir öskuhaugar tugthússins gamla sem nú er stjórnarráðshúsið. Vegna fyrirhugaðra jarðvegsframkvæmda var ákveðið að fara með jarðsjá yfir valda staði á hólnum og freista þess að finna vísbendingar um fomleifar. Geitungar áberandi í sumar ÞRÁTT fyrir mikla fækkun í stofnum skordýra og meindýra í ár vegna slæms tíðarfars er ljóst að geitungum mun ekki fækka, að sögn Erlings Ólafssonar, skor- dýrafræðins. Hann segir stofn geitunga hafi farið stækkandi hin síðustu ár og að sú þróun muni halda áfram á þessu ári. Að sögn Erlings verður það fyrst um mánaðamótin júlí/ágúst að veru- lega fari að bera á geitungunum. „Stofninn kemur mjög vel undan vetri því hvorki hefur borið á frost- hörkum né snjóþyngslum. Þetta kalda vor hefur ennfremur lítil sem engin áhrif á geitungana því þeir fara svo seint af stað,“ sagði Erling- ur. í máli hans kemur fram að bý- flugnastofninn hafi aftur á móti lið- ið fyrir hið kalda vorhret en sá sé munurinn á býflugum og geitungum að þær fyrrnefndu fari mun fyrr af stað á vorin. „Geitungar hafa alla burði til að halda áfram að fjölga sér og vera áberandi því að hér á landi eru engin dýr sem hafa þá að fæðu,“ sagði Erlingur að lokum. Litlar líkur á þorskveiðum Islendinga í Barentshafi Upplausnarástand í Rússlandi helsti þröskuldurinn EKKI eru líkur á því að íslenskir frystitogarar muni hefja veiðar á þorski í Barentshafi í bráð. Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samheija hf. á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að helsti þröskuldurinn í vegi þess að samningar um veiðiheimildir íslenskra togara í Barentshafi gætu tekist á milli íslenskra útgerðar- aðila og Rússa, væri upplausnarástand það sem ríkti í Rússlandi. Geislunarhiti sjávar mældur til að fylgj- ast með hafískomu VEÐURSTOFAN hefur að undanförnu hagnýtt sér nýja gervi- tunglatækni til að fylgjast með hafískomum, en með þeirri að- ferð er unnt að gera hafískort innan þriggja tíma frá því að örbylgjugögn berast, óháð veðri og skýjafari. Fram til þessa hef- ur verið fylgst með hafískomum með könnunarflugi. Guðjón Rúnarsson Varð fyrir bíl og lést UNGUR maður beið bana þegar hann varð fyrir bíl við afleggjarann að Munað- arnesi aðfaranótt sunnu- dags. Maðurinn var á gangi ásamt öðrum manni þegar slysið varð. Hann hét Guðjón Rúnarsson til heimilis að Súlu- kletti 6, Borgamesi. Hann var fæddur 17. nóv- ember 1974 og var því á nítj- ánda aldursári. Bjöm Erlingsson hafeðlisfræð- ingur sagði að um væri að ræða nema í gervitunglum sem skynja geislunarhita yfirborðs sjávar á vissum tíðnisviðum óháð veðri, dagsbirtu og skýjafari. Með þess- ari aðferð er unnt að fá upplýs- ingar um þéttleika íssins, yfir- borðsvindhraða yfír stóru haf- svæði og auk þess margt annað. Nákvæmari upplýsingar Bjöm Erlingsson sagði að þessi tækni væri ódýr, en upplýsingam- ar bæmst reyndar hingað frá Kanada. Merkin berast upp í gervi- tunglið SSM/I sem Bandaríkja- menn skutu á loft árið 1987. Merk- in em tekin niður í Bandaríkjunum og send sem úrvinnslugögn til Kanada og þar em þau greind í sundur. Með þessu móti má kanna þétt- leika íss, vindhraða og skýjafar yfír opnu hafí. Bjöm sagði að þetta væm nákvæmari upplýsingar en með könnunarflugi að því leyti að þær bæmst oftar og yfír stærra svæði og væm þar af leiðandi rétt- ari. Með flugi væri unnt að fá nákvæma staðsetningu ísjaðarsins en þær upplýsingar úreltust hins vegar á einum til tveimum dögum. Auk þess veitti þessi aðferð upp- lýsingar um svæði norðan og sunn- an við landið sem hafa áhrif á þróunina hér við land. Könnunarflug veita upplýsingar um takmarkað svæði svo erfitt að meta framþróunina fram í tímann á gmndvelli þeirra. Samheiji hóf á sl. hausti könnun á því hvort hægt væri að semjá við Rússa um þorskveiðiheimildir í Bar- entshafi. „Menn eru bara að spyija sjálfa sig að því hvort um einhveija möguleika sé að ræða á veiðum fyrir utan íslensku landhelgina," sagði Kristján um aðdraganda þess að Samheiji hóf að skoða þennan möguleika. Samheiji sendi menn til Rúss- lands í fyrrahaust til þess að kanna þessa möguleika. Síðar kom sjávar- útvegsráðherra Rússlands í heim- sókn til íslands, og átti þá m.a. viðræður við Samheijamenn á Ak- ureyri. í kjölfar þess buðu nokkur fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu og Ákureyrarbær þremur Rússum til Akureyrar, þar sem þeir kynntu sér starfsemi fyrirtækja í þijá mánuði. Það var Iðnþróunarfélag Eyjafjarð- ar sem skipulagði heimsókn Rúss- anna og gerðu menn sér vonir að Annað skipið, sem fannst í fyrra við Flatey, og var talið vera frá 19. öld, er nú talið vera enn eldra að sögn Guðmundar Magnússonar, þjóðminjavarðar. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hópur sér- fræðinga mundi fara í júlí til að skoða bæði skipin og reyna að bjarga lausum munum úr þeim þótt lítið væri eftir af þeim, í mesta lagi kjölurinn og viðarbútar. Önnur verkefni Þjóðminjasafns- ins í sumar verða áfram rannsóknir við Bessastaði og einnig rannsóknir á minjum við Stöng í Þjórsárdal. Vilhjálmur Öm Viihjálmsson, forn- leifafræðingur, stjómar rannsókn- inni við Stöng. Á Stöng hefur að sögn Vilhjálms fundist kirkja frá 11. til 12. öld, undir henni fannst smiðja frá því fyrir árið 1000 og í kjölfar þeirrar heimsóknar gæti myndast grundvöllur að samning- um á milli Rússa og Norðlendinga. „Það er ekki hægt að ná samn- ingum við Rússa um þessar mund- ir, það er alveg ljóst. Það er algjört upplausnarástand sem ríkir í Rúss- landi og ekki nokkur maður sem getur tekið ákvörðun um eitt eða neitt þar,“ sagði Kristján. Kristján sagði að Samheiji hefði haft fullan hug á að kanna til þraut- ar hvort það væri fært að senda frystitogara til þorskveiða í Bar- entshafí og hvort möguleiki væri að ná samningum við Rússa um slíkar veiðar, en enginn árangur hefði enn verið af þeim könnunum sem Samheiji hefði staðið fyrir. „Ég vil nú kannski ekki segja að hugmyndin um þorskveiðar í Barentshafí sé komin út af borðinu hjá okkur, en hún hefur alla vega verið lögð til hliðar um stundarsak- ir,“ sagði Kristján. frá því um landnám. Manna leitað vegna hagla- byssustuldar LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði í gærkvðldi þriggja manna sem taldir eru hafa brotist inn í geymsluhúsnæði í Breiðholtinu í gær og stolið þaðan haglabyssu. Eigandinn uppgötvaði innbrotið síðdegis og hvarf byssunnar og fékk lögreglan vísbendingar um þijá menn sem grunaðir eru um verkn- aðinn. í dag Stærsta skuta landsins__________ Eva II, stærsta skúta landsins, alls 38 fet, hefur verið sjósett 7 Clinton eignast hálfbróöur Upplýst var um helgina að Bill Clinton Bandaríkjaforseti ætti ann- an hálfbróður 22 Prestostefna____________________ Biskup íslands lagði áherslu á í ræðu á prestastefnu að þjóðkirkjan annist rekstur prestssetra 24 Leiðari Sömu umræður-sama deiluefni 24 Aimt fiwyr komkin hafen \sstz wanpi Iþróttir ► Skagamenn burstuðu Vík- inga 10:1 og hafa komið við sðgu í fjórum stærstu sigrun- um í 1. deild karla. Chicago Bulls NBA-meistari þriðja árið í röð. Sokkin 17. aldar skip við Flatey rannsökuð ÞJÓÐMINJASAFNIÐ mun í júlí senda hóp sérfræðinga til að skoða tvö skip, sem áhugakafarar fundu við Flatey síðasta sumar. Annað þessara skipa er talið vera hollenskt skip frá 17. öld. Þjóðmiiýasafn- ið mun einnig vinna við rannsóknir á Bessastöðum og Stöng í Þjórs- árdal. Árbæjarsafn mun vinna við rannsóknir í Aðalstræti og við áframhaldandi rannsóknir í Viðey. undir smiðjunni hafa fundist leifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.