Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 45 YELVAKANDI FYRIRSPURN TIL VEIÐIMÁLASTJÓRA * KÆRI Velvakandi. Mig langar að fá birtar í dálki þínum spumingar til Áma Ísaks- sonar veiðimálastjóra er komu upp í huga mér eftir lestur grein- ar er hann r-itaði í Morgunblaðið 2. júní sl. undir fyrirsögninni „Netaveiðar á laxi og silungi - Réttindi og skyldur“. Spurningin er í sambandi við veiðieftirlit en í gi-ein sinni segir veiðimálastjóri m.a.: í einstaka tilfellum hafa veiðimálastjóri og hagsmunaaðilar á landsbyggð- inni sameinast um að ráða eftir- litsmann til eftirlits með sjávar- lögnum, en þá hefur þess ætíð verið gætt að viðkomandi eftir- litsmaður væri óháður hags- munaaðilum og nyti óskoraðs trausts viðkomandi lögregluyfir- valds. Hér er ég sammála veiði- málastjóra og fínnst þetta mjög eðlilegt að hafa þennan háttinn á. Nú vill svo til að mér er kunn- ugt að þessu er ekki svona farið Hrútafirði því sl. 3-4 ár hefur sami maður haft eftirlit með veiði í Hrútafjarðará og Síká ásamt því að hafa eftirlit með sjávar- lögnum í Hrútafirði. Samtímis þessu hefur hann setið í stjórn veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Því er spurning mín til veiðimálastjóra: Hvemig má þetta vera, stenst þetta miðað við tilvísun hér að framan í grein þína? Því hef ég áhuga á að vita hvort embætti veiðimálastjóra hefur haft eitthvað með ráðningu veiðieftirlitsmanns í Hrútafirði að gera. Ef ekki, getur þá veiði- málastjóri upplýst mig og aðra um það hver ræður eða skipar veiðieftirlitsmann í þessu tilfelli? Að lokum væri gaman að fá álit_ veiðimálastjóra á þessari skipan veiðieftirlits við Hrútafjarðará. Með fyrirfram þökk, Trékyllingur. TÍBET ÞEGAR íslendingar öðluðust sjálfstæði eftir þref við Dani hefði mátt ætla að skilningur þeirra á frelsi öðrum til handa hefði aukist. Aukin samvinna á ýmsum sviðum við kúgunar- stjómina í Kína ber öðra vitni. 1950 réðust herir Kínveija inn í Tíbet og eru þar enn. Leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, flúði frá Tí- bet og hefur aðsetur á Indlandi. I dag reyna kínversk stjómvöld að hefta friðarboðskap Dalais Lamas. Þeim mistókst. Við skul- um vona að þetta sé aðeins byij- unin á fullum stuðningi Vestur- velda, og raunar allra þjóða, fyr- ir frelsun Tíbet. Már Kjartansson ÁNÆGJULEGT SKREFHJÁSVR JÓN Bjömsson hringi og vildi lýsa jrfir ánægju sinni með breyt- ingar á rekstri SVR. Hann telur að þessar breytingar séu mjög jákvæðar og telur að þær muni skila sér í öflugra fyrirtæki. Með þessum breytingum er SVR breytt í fyrirtæki í takt við breytta tíma. ÞEKKIR EINHVER HITT ERINDIÐ JÓNA Vilhjálms á Skagaströnd hringdi og langaði að vita hvort einhver þekkti seinna erindi eftir- farandi kvæðis: Nú brosir sólin björt og unaðsblíð sem breytir sorg og gleði í júnídag. Nú óma gleðilögin ljúf og þýð og landið ómar af söngfuglabrag SÆTAFERÐIR FRÁ ROKKTÓNLEIK- UNUM BRUGÐUST RAGNHEIÐUR hringdi og sagð- ist tala fyrir sinn munn og ann- arra foreldra um það að illa hefði verið staðið sætaferðum eftir rokktónleika sem haldnir vora í Kaplakrika fyrir nokkra. Hún sagði að talað hefði verið um að unglingunum yrði ekið heim í strætisvögnum að hljómleiknum loknum, en það hefði hins vegar ekki staðist að öllu leyti og hún vissi til þess að fjöldinn allur af unglingum hefði þurft að ganga frá Hafnarfirði alla leið til Reykjavíkur um nóttina. Einnig vildi hún vekja athygli á því að erfitt virðist vera fyrir unglinga að verða sér úti um leigubíla á nóttunni vegna þess að bílstjórarnir vilja ekki stoppa fyrir þeim. Meira að segja lög- reglan virðist einnig vera áhuga- laus gagnvart þeim ef þeir eru ekki með neinar óspektir. Þannig getur verið mjög erfitt fyrir þorra unglinga að komast leiðar sinnar á nóttunni. Það mætti líka stundum minn- ast á í fjölmiðlum allan þann fjölda unglinga sem engin vand- ræði stafa af, í stað þess að blása alltaf upp í fréttum þegar ein- hveijir þeirra valda óspektum, því í raun og vera er það afskap- lega lítill hópur reykvískrar æsku sem er til vandræða. GÆLUDÝR Kettlingur fæst gefins FALLEG svört og hvít tólf vikna læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 615525. Köttur í óskilum LÍTIL svört og hvít læða er í óskilum í Furubyggð í Mos- fellsbæ. Hún fannst þann 16. júní sl. og er greinilega nýgotin. Upplýsingar í síma 666191 eða í Kattholti. TAPAD/FUNDIÐ Úr tapaðist í Miðbænum GUCCI-kvenúr, svart og gyllt, týndist í miðbæ Reykjavíkur 17. júní. Finnandi vinsamlega hringi í Huldu í síma 53730. Týnt úr KARLMANNSÚR, stállitað, tap- aðist annaðhvort við Álfaland eða Eyrarland. Finnandi vinsamlega hringi í Reyni í síma 39086 eða 814422. Pennavihir Franskur 23 ára piltur með áhuga á tungumálum, safnar frí- merkjum og myndböndum: Patrick Pastor, 9 Place du Guery, 63800 Cournon, France. Sænskur heimspekinemi með áhuga á tónlist og ferðalögum í óbyggðum, skrifar bréf sitt á bjag- aðri en auðskiljanlegri íslensku vill eignast pennavini og óskar eftir því að þeir skrifí honum á íslensku: Thomas Fahrenholz, Dalabergsvagen 5, 30241 Halmstad, Sweden. Frá Ghana skrifar 26 ára kona með margvísleg áhugamál: Mary Gimah, P.O. Box 997, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTINGAR Lína féll niður í minningargrein Ingu um Björgu Björnsdóttur í Morgunblaðinu 17. júní féll niður lína og raskaði það samhenginu. Málsgreinarnar, sem urðu fyrir hnjaski af þessum sökum, birtast hér að nýju: „Eftir það fór hún að lesa skáldsögur á dönsku, því að hún var mikill bókaormur, en lítið var um skáldsögur á ís- lensku þegar hún var ung. Þegar fóra að koma skáldsögur á ís- lensku, sneri hún sér að þeim, svo að dönskukunnáttuna hafði hún lít- ið sem ekkert notað í 40-50 ár, þegar hún kom til Kaupmannahafn- ar.“ Hlutaðeigendur era vinsamleg- ast beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. Ekki gjaldþrot Sigurður Arnórsson fram- kvæmdastjóri Súkkulaðiverksmiðj- unnar Lindu á Akureyri vildi koma á framfæri leiðréttingu vegna greinarinnar „Akureyri í djúpum dal“ sem birtist í síðasta sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. I greininni segir að Landsbanki Islands eigi meirihluta í Súkkulaði- verksmiðjunni Lindu eftir gjaldþrot fyrirtækisins, en hið rétta er að fyrirtækið varð ekki gjaldþrota, það gekk í gegnum greiðslustöðvun og nauðasamninga á síðasta ári. Landsbanki íslands kom að rekstri Lindu vegna uppgjörs á þeim samn- ingum. i Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.561.964 kr. upplýsingar:sImsvari 91 -681511 lukkul!na991002 Þórisstaóir Tjðld - golf - veiði Við vekjum othygli ó fjölbreyttri útivistaroðstöðu okkar ó hórisstöðum í Svinadal. Hentug fyrir einstoklinga, ættormót, vinnustaða- og vino- hópa, íþróttahópa, reiðhópa o.fl. Félagsheimili sem tekur 55 manns í sæti ó staðnum. Stutt í sundlaug og verslun (4 km). Hægt er að leigja staðinn um lengri eðo skemmri tíma. Upplýsingar í sima 93-20200 milli kl. 7.30 og 16.00. SíarfcmaHttafélag isl. iórnblendif élagsins, s*t*j*A» □ „ ...i bilinn. , 9 við brosum íuinfcfðinn Arc 591 MW/FM sterió hljómgæöi, útvarp og segulband í sama tæki. Magnari 2x7 wött. Sjálfvirkur stoppari á snældu. sjálfvirkur stoppari á snældu. Bassa og hátóna stílling. Magnari er 2x10 wött. Stafrænn gluggi sem sýnir bylgjulengd og fleirí upplýsingar. Tengi aö framan fyrir CD geislaspilara. og „skanner,, sem finnur allar rásirnar og spilar brot af hvem' þeirra - Stafrænn gluggi er sýnir bæöi bylgjulengd og klukku. Möguleiki á 4 hátölurum. Tengi fyrir CD geislaspilara. SÆTÚNI 8 ■ SÍMI 69 15 00 utvarp og segulband. Sjátfvirkur leitari og „skanner,, Magnari 2x25 wðtt. Frábær hljómgæði. Síspilun. Tenging fyrir CD geislaspilara. wött. Upplýstur stafrænn gluggi sem sýnir allar aðgerðir. Allar aðgerðir framkvæmdar með snerti-tökkum. Tenging fyrir CD geislaspilara.Slspilun. Viö bjóðum þér í heimsókn í Sœtún 8, þargeturþú hlustað ísérútbúnu hátalaraherbergi og notið þess besta sem völ er áí dag. Góðfl/f0; Fjármagn til framtiaf hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar tagÉ IÐNÞROUNARS JOÐUR Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík slmi: (91) 69 99 90 fax:62 99 92 HhinSIXHlrt NfíNNQH XS/flVtfO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.