Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 32
If^o\/a íán&pmi m _ NCBWECISCnil Lana BröýtnB BJorske »drov& MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Opið mót Sörla Skyggnstinní FIPO reglurnar Sjö kepptu í úrslitum fimmgangs en þar sigraði Atli á Reyni, næst komu Hulda og Stefnir, Guðmundur og Brimir, Sveinn og Andri, Sigurður og Hilda, Daníel og Spænir og Sigurbjörn og Vídalín. Úrslit urðu annars sem hér segir: Tölt 1. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 7,39. 2. Elsa Magnúsdóttir á Kolbaki frá Húsey, 7,11. 3. Atli Guðmundsson á Þráni frá Gunnarsholti, 6,72. 4. Sveinn Jónsson á Hljómi frá Torfu- nesi, 6,61. 5. Trausti Þór Guðmundsson á Hrímu, 6,22. 6. Guðni Jónsson á Svarti frá Sól- heimatungu. Fjórgangur 1. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 6,90. 2. Atli Guðmundsson á Þráni frá Gunnarsholti, 6,60. 3. Sveinn Ragnarsson á Koli frá Vallanesi, 6,53. 4. Sveinn Jónsson á Hljómi frá Torfu- nesi, 6,37. 5. Barbara Meyer á Háfeta frá Egils- staðakoti, 6,30. 6. Adolf Snæbjörnsson á Glókolli frá Hjaltastaðahvammi, 6,27. Fimmgangur 1. Atli Guðmundsson á Reyni frá Hólum, 6,62. 2. Hulda Gústafsdóttir á Stefni frá Tunguhálsi, 6,24. 3. Guðmundur Einarsson á Brimi frá Hrafnhólum, 6,09. 4. Sveinn Jónsson á Andra frá Steðja, Hestar Valdimar Kristinsson Öllum sem fylgjast grannt með keppni í hestaíþróttum og þar með töldum gæðingakeppnum og kappreiðum virðist ljóst að mikil uppstokkun muni eiga sér stað í uppbyggingu móta og ií keppnisforms á næstu árum. Eitt af því sem virðist blasa við er að alþjóðlegu reglurnar FIPO verði innleiddar að meira eða minna leyti. Sörlamenn í Hafnarfirði virðast vel meðvit- aðir um þessa þróun sem í vændum er og buðu því upp á opið íþróttamót um helgina þar sem keppt var eftir þessum reglum. Einnig er keppt eftir þessum regl- um á heimsmeistaramótum svo þama gafst heimsmeistaramóts kandídötum gott tækifæri á að æfa sig fyrir átökin í næsta mán- uði. FIPO reglurnar eru nokkuð frábrugðnar íslensku reglunum og má þar nefna að leyfðar eru 300 gramma þungar hófhlífar í stað 250, röðun gangtegunda í for- keppni er fijáls og vægi hæga töltsins í töltkeppninni er ekki tvö- faldað eins og hér er gert. Þá fær keppandi í sjötta sæti úr B-úrslit- um að taka þátt í A-úrslitum sem gerir það að verkum að keppendur þar verða sex. Á mótinu hjá Sörla gerðist það hins vegar að í fimm- gangi urðu tveir keppendur jafnir í fimmta og sjötta sæti þannig að sá sjöundi kom inn í A-úrslitin og er þá orðinn þröngt setinn Svarf- aðardalur og annríki hjá dóm- urum. í úrslitunum var ekki raðað í sæti heldur fékk hver keppandi sína einkunn á sama hátt og í forkeppninni. Samkvæmt áður- nefndum reglum var aðeins keppt í fullorðinsflokki og einungis kepp- endum sextán ára og eldri heimil þátttaka. Nokkrar breytingar urðu á röð í A-úrslitum á mótum, í fjórgangi höfðu ailir keppendur sætaskipti nema Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi en þeir voru í sér- flokki bæði í tölti og fjórgangi. Atli Guðmundsson á Þráni frá Gunnarsholti vann sig upp í 2. sæti úr 3., Sveinn Ragnarsson vann sig upp úr 5. til 6, sæti í 3. sæti, Sveinn Jónsson á Hljómi féll úr 2. sæti í 4. Barbara Meyer á Háfeta féll úr 4. sæti í það 5. Adolf Snæbjörnsson var í 5. til 6. sæti en hafnaði í því 6. í töltinu héldu Elsa Magnúsdóttir á Kolbaki og Sigurbjörn 1. og 2. sæti en Atli vann sig upp í það 3. Sveinn Jónsson vann sig upp í fjórða sæti og Trausti Þór féll úr 3. sæti í 5. sætið. í fimmgangi hélt Atli á Reyni 1. sætinu, Hulda Gústafs- dóttir á Stefni vann sig upp í 2. sæti og Guðmundur Einarsson féll í 3. sætið, Sveinn Jónsson hélt 4. sætinu á Andra, Sigurður Matthí- asson á Hildu vann sig upp í 5. sætið, Daníel Jónsson hafnaði í 6. sæti en Sigurbirni Bárðarsyni tókst ekki að láta Vídalín brokka og hlaut að launum 7. sætið. Ágætir tímar náðust í 250 metra skeiðinu enda kominn úr- tökuskjálfti í marga skeiðknapana. Fjórir náðu tíma undir 23 sek. og í aukaspretti náðust einnig góðir tímar. Aðeins voru farnir tveir sprettir eins og íslenskar reglur segja til um en með réttu hefði átt að fara fjóra spretti eins og segir í FIPO reglunum og hefði verið spennandi að sjá hvað þá hefði gerst því margir þessara þrautþjálfuðu vekringa bæta sig oft þegar farnir eru svo margir sprettir á einu móti. Þótt margt gott megi finna í FIPO reglunum má reikna með sumt muni standa í íslendingum að taka upp, svo sem eins og þyngri fótabúnað en margir hest- arnir á mótinu í Hafnarfirði virt- ust þunglamalegir í hreyfingum. Þá má setja spurningamerki við einkunnagjöf í úrslitum því þótt það komi sánngjarnara út fyrir keppendur þá er það mun óað- gengilegra fyrir áhorfendur. Þá eru margir ósáttir við að 6. hestur B-úrslita komi inn í A-úrslit. Slíkt fyrirkomulag hleypir spennu í B- úrslitin sem annars eru steindauð og spennulaus. Það er ýmislegt sem þarf að skoða áður en við gleypum þessar reglur hráar eins og sagt er. Framtak Sörlamanna að bjóða upp á þessa keppni er lofsverð og veitir mörgum betri innsýn inn í FIPO reglurnar. Sveinn Jónsson varð stigahæstur keppenda á Andra frá Steðja, Sig- urbjörn Bárðarson á Oddi sigraði í íslenskri tvíkeppni og Atli Guð- mundsson á Reyni sigraði í skeiðt- víkeppni. HATTIP BAGERI nii»n» na »lii«w»ii Á 10 MÍN. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauöiö er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. bag rmm °AG Eri WhedJ Íeuheit i?stk:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.