Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI 1993 35 Guðmimdur Bjami Baldursson — Minning Fæddur 17. janúar 1941 Dáinn 4. júní 1993 Fallinn er frá la'ngt um aldur fram minn kæri vinur og vinnufé- lagi um 23 ára skeið Bjarni Baldurs- son. Það er stórt skarð höggvið í vinahópirin þegar Bjarna vantar. Við vorum saman í skóla í Hvera- gerði þegar við vorum að alast upp. Hann var að vísu einum bekk á undan mér, enda einu ári eldri og mun lífsreyndari eða það fannst honum, þegar við vorum að riíja þessi ár upp í gamansömum tón löngu seinna á lífsleiðinni. Ég man eftir því að Bjami hafði strax mik- inn metnað til þess að gera allt sem hann tók sér fyrir hendur á prófum. í sínum bekk fannst honum hann standa sig frekar illa ef hann var númer 2 á prófi. Hann vildi vera efstur og það var hann oftast. Þessi metnaður að gera eins vel og mögu- legt er fylgdi honum til dauðadags. Eftir að skólanum lauk í Hvera- gerði fórum við hvor í sína áttina eins og gengur, en báðir fórum við til sjós og síðan í nám. Bjarni fór í vélstjóranám og ég í Stýrimanna- skólann, en Bjarni hafði alltaf mik- inn áhuga á vélum og var við þær mjög laginn. Hann hafði meðfædda hæfileika og gat gert við flest sem bilaði, ef það var ekki ónýtt. Árið 1967 var næg atvinna á Islandi, þensla var á vinnumarkaði og illa gekk yfirleitt að manna báta- flotann. Bjarni bjó þá á Akureyri ásamt sinni góðu konu, Brynju Herbertsdóttur, og bömum en þau höfðu þá verið gift í sjö ár. Ég hafði sarrrband við Bjarna og bað hann að útvega mér 2-3 menn á vertíð. Hann tók því ljúfmannlega og kannaði málið. Enginn reyndist þá á lausu sem honumn leist á svo að hann ákvaða ð koma til Þorláks- hafnar með fjölskyldu sína_ og vera eina vértíð til reynslu. Árin hér urðu 26 og hef ég oft hugsað að líklega væri þetta einhvert besta símtal sem ég hef átt þegar ég hringdi í Bjarna forðum. Eftir þessa vertíð hjá undirrituðum var Bjarni vélstjóri lengst af á ísleifi. En okk- Brynhildur Ingihjörg Jónasdóttir — Muming Mig langar til að minnast vin- konu minnar Brynhildar Ingibjarg- ar Jónasdóttur nokkrum orðum. Hún var mér alltaf mjög kær, ég kynntist henni á þeim árum sem ég nam hárgreiðslu hjá dóttur henn- ar Elsu. Mér þótti strax vænt um þessa konu og aldrei rofnaði okkar vinátta síðan. Síðast hittumst við fyrir tveimur árum þegar Elsa bauð mér á hárgreiðslusýningu. Þar var Binna þótt lasin væri orðin. Þegar ég talaði til hennar varð hún afar glöð á svipinn en gat ekki tjáð sig í orðum. Siðan fluttist ég með ijöl- skyldu minni erlendis og var að flytja á milli fylkja þegar dagar hennar voru allir, en ég náði heim að Fróni til að fylgja henni síðasta spölinn í hvarf frá sjónum okkar á þessari jörðu, en trú mín er sú að við hittumst hinum megin móðunn- ar miklu. Brynhildur tók á móti þrem yngstu sonum mínum á vöggustofu Landspítalans, stuttu eftir fæðingu þeirra fékk hún þá í fangið. Næst yngsti sonur minn var hætt kominn eftir fæðingu en Binna sá strax hvað var að og kunni að bregðast t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Bæjum, Hlff 1, ísafirði. Halldór Margeirsson, Oddný Njálsdóttir, Rannveig Margeirsdóttir, Sæbjörn Guðfinnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, SIGRÚN EINARSDÓTTIR sjúkranuddari, Grenimel 9, Reykjavfk, lést 10. júní. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurlfna María Gfsladóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, KJARTANS Ó. ÞÓRÓLFSSONAR vaktformanns hjá S.V.R., Ásgarði 73. Stella Guðnadóttir, Rósa Kjartansdóttir, Jón Sig. Karlsson, Vigdfs Kjartansdóttir, Hreinn Gíslason, Guðni Kjartansson, Valka Jónsdóttir, Kjartan Ó. Kjartansson, Guðfinna Sif Sveinbjörnsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför litlu dóttur okkar, systur og barnabarns, DAGNÝJAR ÚLFARSDÓTTUR. Berglind Þorleifsdóttir, Úlfar Úlfarsson, Þorleifur Úlfarsson, Hrefna Einarsdóttir, Þorleifur Guðmundsson, Úlfar Garðar Randversson. ar samstarf hófst 1970 þegar hann kom sem yfirvélstjóri á Jón Vídalín ÁR og síðan Brynjólf ÁR 4 sem var nýtt skip frá Slippstöðinni. Árið 1974 keytpum við Auðbjörgu hf. ásamt Árna Hermannssyni, en Út- gerðarfélagið Auðbjörg hf. átti þá Arnar ÁR 55. Á þeim bát vorum við saman til 1982 er Bjarni fór í rétt við og gerði það með miklum sóma. Drengurinn fór í aðgerð 12 klst. gamall sem heppnaðist full- komlega. Mér hlýnar um hjartaræt- urnar að horfa á þennan dugmikla dreng með þakklæti í huga til þess- arar yndislegu konu sem mér fannst og hefur alla tíð síðan fundist hafa bjargað lífí hans með sínu snar- ræði. Ég er guði þakklát fyrir að hafa verið svo lánsöm að fá að verða þess aðnjótandi að kynnast þessari elskulegu ljósmóður og dætrum hennar sem eru góðar vinkonur mínar frá fyrstu kynnum. Ég vil votta þeim og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Kristín Ottósdóttir. land til að sjá um og reka Saltfisk- verkun Auðbjargar hf. og það var eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur, honum fórust þessir hlutir allir mjög vel úr hendi. Stundum þegar við vorum á spjalli saman, eftir að báðir voru hættir til sjós, vorum við sammála um það að árin sem við vorum á Arnari og allir máttu fiska eins og hæg^ var, voru þau bestu og skemmtilegustu, oft að vísu erfítt og fast sótt, en Bjarni var alltaf til í að ferðast um í fiskileit reyna að fá meira ef þess var nokkur kost- ur. Hann var aldrei að letja, alltaf til í allar reisur, léttlyndur og bjart- sýnn. Ef einhvetjir urðu þungir og leiðinlegir þá skellti hann gjarnan fram góðri vísu eða sögu, en hvort tveggja átti hann ákaflega létt með. Á þeim árum vorum við sæ- greifar. Orðið sægreifi í dag er öfugmæli frá þeim sem ekkert vita og lítið skilja. Árið 1987 seldu Bjarni og fjöl- skylda hans hlut sinn í Auðbjörgu hf. og setti þá á stofn bókhaldsskrif- stofuna B.B. bókhald. Hún sá um bókhald Auðbjargar hf. og fleiri og hann sleppti aldrei tengslunum við fyrirtækið, þetta var aðeins breyt- ing á eignaformi. Bjarni var hagmæltur og orð- heppinn og hafði næmt auga fyrir því skoplega í tilverunni ef það átti við. Án hans erum við fátækari og margt verður dauflegra en áður. Minning um góðan og skemmti- legan félaga mun lifa. Við sendum Brynju, börnum, tengdabörnum, ættingjum og vinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Sigurðsson. BLÓMIÐ Blóm - Skrcytingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kistuskrcylingar Úrval af servícttum OPIÐ FRÁ KL. 10-21 GRENSÁSVEGI 16 • SÍMI 811330 ERFIDRYKKJIR !Í)VHEIL -IBOK® Sími 11440 ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perlan sími 620200 Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt aö stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 - fax 677022 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR PÁLL BÖÐVARSSON tjónaeftirlitsmaður, Grýtubakka 6, lést á heimili sínu 19. þessa mánaðar. Sigríður Unnur Ottósdóttir, Svanhvít Gróa Ingólfsdóttir, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, Eðvarð Ingólfsson, Svanhildur M. Ólafsdóttir, Jón Steinar Ingólfsson, Berglind H. Ólafsdóttir, Dóra Ingólfsdóttir, Svavar Ingvason, barabörn og barnabarnabörn. OPNA P A P I S 1993 verður haldið laugardoginn 26. júni kl. 10 ó Hlíðarvelli, Mosfellsbæ. Leiknar verða 18 holur með og ón forgjafar. Ræst verður kl. 8 og 10, og 13 og 15. Skróning fer fram hjó Golfklúbbnum Kili til kl. 18 föstudaginn 25. júní í síma 667415. Flokkaskipting - tveir forgjafarflokkar. Allir þótttakendur fú glaðning fró STENDHflL. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, simi 671800 Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 45 þ. V. 750 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Liftback '88, sjálfsk., ek. 980 þ. Góður bill. V. 630 þ. stgr. Toyota Corolla XLI 16v, ’93, grænsans, 5 dyra, 5 g.. ek. 10 þ.km. V. 1080 þús. Dodge Mirada ’81, V-6, sjálfsk., ek. 135 þ.km., m/öllu, aöeins tveir eig. Góður bíll. V. 340 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '91, 5 g., ek. 35 þ. V. 850 þ. sk. ód. Subaru 1800 GL Station '86, 5 g., ek. 120 þ. Ný timareim o.fl. V. 420 þ. stgr. Daihatsu Charade CS 5 dyra ’88, stein- grár, ek. 87 þ. Nýl. coupling og tímareim. V. 390 þ. stgr. Willys Cj 7 '84, blár, 4 g.p ek. 76 þ. (vél „258“). Talsvert breyttur, 36“ dekk o.fl. V. 820 þ. Dk. ód. Toyota Corolla GTI '88, svartur, ek. 76 þ., sóllúga, rafm. í öllu o.fl. V. 750 þ. Ford Bronco XL '87, blár og hvitur, 5 g., ek. 117 þ., krómfelgur o.fl. Gott eintak V. 960 þ. stgr. Suaru Justy J-10 4x4 '86, ek. aðeins 43 þ. V. 290 þús. Toyota Douple Cap diesel '86, 5 g., ek. 160 þ. V. 980 þús. Ford Bronco Eddie Bauer '87, 5 g., ek 100 þ. Óvenju gott eintak. V. 1.150 þús MMC Pajero langur, diesel, turbo, m/lnt erc., '92, 5 g., ek. 67 þ., sóllúga o.fl. V 3.150 þús., sk. á ód. V.W. Jetta CL '91, svartur, sjálfsk., ek. 29 þ. V. 1.050 þús. Fjöldi bifreiða af öllum árgerðum á skrá og á sýningasvæðinu. Verð og kjör við allra hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.