Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI 1993 5 Flugleiðsögu- merkin máluð í blíðviðrinu sem ríkt hefur undan- farið hefur gefist gott tækifæri til margs konar viðhalds og lagfær- inga en þessir tveir herramenn nýttu sér einmitt góða veðrið til málunar flugleiðsögumerkja á Helluflugvelli. Guðmundur Guð- mundsson, t.v., sagðist í samtali við fréttaritara fara um allt land í þess- um tilgangi, að þrífa, mála og lag- færa merkin sem eru fyrir sjónflug. Einnig nýtist merkið sem geymsla fyrir sjúkrakassa og slökkvitæki á stöðum þar sem ekki er flugstöðvar- bygging. Með Guðmundi var Ólafur Bjarnason, umdæmisstjóri flugvalla á Suðurlandi, en þeir félagar hafa unnið saman af og til undanfarin 30-35 ár. Létu þeir vel af starfinu í góða veðrinu. Morgunblaðið/Alfons Ánægður með feng'inn TRILLUKARLINN Þórarinn Guðbjartsson á Hólmari SU 99 veiddi um daginn 100 kg lúðu. Það tók hann um tvo tíma að koma henni inn fyrir borðstokk- inn. Ólafsvík Setti í 100 kg stórlúðu Ólafsvík. TRILLUKARLINN Þórarinn Guðbjartsson, sem rær á trill- unni Hólmari SU 99, setti held- ur betur í þá stóru um daginn er hann innbyrti yfir 100 kg lúðu. Þórarinn gerir út á handfæri og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að það hefði tekið hann um tvo tíma að ná lúðunni inn fyrir borðstokkinn. Þetta hefði / verið töluverður barningur, þar sem hann réri einn á trillunni. Hann var staddur á Flákanum, þar sem eru gjöful fiskimið, þegar hann setti í lúðuna. Þórarinn sagði að lúðan hefði verið mjög spræk. „Ég hafði enga ífæru svo þetta reyndi talsvert á kraftana,“ sagði Guðbjartur ánægður með fenginn. Alfons. SKÓLABÓKARDÆMI UM HVAÐA BÍL BORGAR SIG AÐ KAUPA! NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI: 42600 AFULLRIFERÐ! Frumvarp um skila- gjald á bíla lagt fram næsta haust ÖSSUR Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, telur brýnt að ljúka vinnu við frumvarp um umhverfisskatta. Almennt segist hann vera þeirrar skoðunar að beita eigi umhverfissköttum til að draga úr notkun mengandi efna og beri notendur efnanna kostn- að af förgun þeirra. Hann tekur sérstaklega fram að stefnt sé að því að leggja fram frumvarp um skilagjald á bíla á næsta þingi. Þegar leitað var álits ráðherra á hugmyndum um umhverfís- skatta sagðist hann almennt vera þeirrar skoðunar að beita ætti skattlagningu til að draga úr notk- un mengandi- og heilsuspillandi efna. „Mér finnst líka að þeir sem nota efni, sem síðan þarf að eyða, eigi með einhveijum hætti að bera kostnað af því sjálfir, hvort sem það verður í formi sérstakrar skattlagningar eða með öðrum hætti,“ sagði Össur. Skilagjald í ríkara mæli Hann sagði skilgreiningaratriði hvor skilagjald væri umhverfis- skattur. „Sumir segja það, aðrir ekki. En ég er þeirrar skoðunar að nota eigi skilagjald í miklu rík- ari mæli til þess að hvetja fólk til að skila inn efnum sem geta haft óheillavænleg áhrif á umhverfið. Ég nefni sem dæmi rafhlöður, raf- geyma og bíla. Ráðuneytið stefnir að því að leggja fram frumvarp um skilagjald á bíla í haust. Vel hefur tekist með skilagjald á ýmis konar ílát og ég vil íhuga leiðir til að útfæra það frekar yfir í ýmislegt annað í umferð, sem fell- ur til og spillir umhverfi, þó þess- ir hlutir hafi ekki beinlínis skað- vænleg áhrif. Tökum málningar- dósir og slíkt sem dæmi.“ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir 1Attaþúsundtvöhundruðogsextíu lítrar af bensínil" Þú getur valið margar leiðir þegar kemur að því að kaupa nýjan bíl. Ef þú fjárfestir í nýjum Skoda Favorit iyrir aðeins 598.000, í stað þess að kaupa evrópskan eða japanskan bíl í sam- bærilegum stærðarflokki, sparar þú þér upp- hæð sem dugar fýrir bensíni fram á næstu öld! Ef þú hefur ekki þegar reiknað dæmið til enda kíktu þá við hjá okkur og reynsluaktu Favorit hlaðbak eða Forman langbak en þeir eru nú framleiddir samkvæmt kröfum og stöðlum þýskuVolkswagen samsteypunnar.sem tryggir meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Nýr framhjóladrifinn Favorit LXi 5 dyra og 5 gíra kostar aðeins kr 598.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.