Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Fleiri iðnaðarmenn án at- vinnu nú en í fyrrasumar VERULEGUR samdráttur í íslenskum byggingariðnaði veldur því að mun fleiri iðnaðarmenn eru á atvinnuleysisskrá í sumar en undangengin sumur. Sem dæmi má nefna að 60 trésmiðir eru á atvinnuleysisskrá Trésmíðafélags Reykjavíkur og 8 múrarar á atvinnuleysisskrá Múrarafélags Reykjavíkur. Samdráttarskeiðið virðist hafa minni áhrif á atvinnuhorfur málara því nýlega tæmd- ist atvinnuleysisskrá Málarafélags Reykjavíkur. Sigurjón Einarsson, starfsmaður Trésmíðafélags Reykjavíkur, sagði að á meðal 8-900 vinnufærra og útlærðra félagsmanna hefði at- vinnuleysi verið mest upp úr ára- mótum. Hefðu þá 140-150 manns verið án atvinnu en smám saman hefði dregið úr atvinnuleysinu og nú væru um 60 félagsmenn á at- vinnuleysisskrá. Hann sagðist vona að allur þessi -fjöldi fengi vinnu í sumar. Honum kæmi hins vegar ekki á óvart þó það gerðist ekki og færu atvinnu- horfur að sjálfsögðu eftir ýmsum þáttum í þjóðfélaginu, t.d. því hvort fé yrði veitt til verklegra fram- kvæmda. Aðspurður sagði Siguijón að at- vinnuleysisskrá hefði verið hreinsuð upp í fyrrasumar. Einhveijir hefði orðið eftir árið þar áður en í mörg ár á undan hafi ekki verið atvinnu- leysi á meðal trésmiða yfir sumar- tímann. Slæmar horfur Helgi Steinar Karlsson, formaður Múrarafélags Reýkjavíkur og Múrarasambands íslands, sagði að flestir hefðu múrarar verið atvinnu- lausir í febrúar og mars eða 53 en sú tala væri nú kominn niður í 8 og væru þá óútlærðir taldir með. Hann sagði að atvinnuástand í stéttinni hefðu verið mjög gott frá árinu 1968 þangað til í fyrra ef frá væru talin árin 1983 og 1984. Uppgangur hefði aftur verið 1985- 1987 en nú hefðu nýbyggingar dregist saman og aðeins hefðu ver- ið hafnar framkvæmdir við 278 ný hús í fyrra. Um horfurnar sagði Helgi að þær væru fremur dökkar. Það væri alls ekki víst að atvinnuleysisskrá tæmdist fsumar og sennilega myndi snemma byija að draga úr atvinnu í haust. Hann sagðist halda að fremur gott atvinnuástand væri meðal múrara á landsbyggðinni í sumar. Allir málarar í vinnu Magnús Stephensen, varafor- maður Málarafélags Reykjavíkur, sagði að 20-23 málarar hefðu að jafnaði verið atvinnulausir í vetur. Úr atvinnuleysinu hefði svo smám saman dregið í maí og nú væri at- vinnuleysisskráin sem betur fer tæmd. Morgunblaðið/Alfons .íu,..-. Bærinn fegraður FJÖLMÖRG ungmenni vinna þessa dagana hörðum höndum að fegrun Ólafsvíkur því nú fer aðal ferðamannatímabilið í hönd. Vilja þessi ungmenni leggja sitt af mörkum til þess að ferðamenn og aðrir gest- ir njóti verunnar í bænum. Þessi mynd var tekin af þeim stöllum Sig- rúnu, Jóhönnu, Úlfhildi og Helgu, þar sem þær voru að gróðursetja blóm við aðalgötu bæjarins. Sögðu þær að bæjarvinnan væri skemmti- legt og ijölbreytt starf og ekki væri slæmt að vinna úti við og njóta blíðviðrisins. Alfons. VEÐUR íDAG kl. 12.00 Heímitd: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 (gær) VEÐURHORFUR I DAG, 22. JUNI YFIRLIT: Yfír landinu austanverðu er dálítið lægðardrag sem eyðist, en hæðarhryggur á Grænlandshafi og færist heldur í aukana. Austur af Nýfundnalandi er síðan 980 mb víðáttumikil og nærri kyrrstæð lægð. SPÁ: Hæg vestlæg átt. Skýjað að mestu vestanlands og súldarvottur á annesjum, en víðast nokkuð bjart veður í öðrum landshlutum og nánast heiöskírt á Suðausturlandi. Hiti 10-18 stig. Hlýjast austan- og suðaustan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Hæg VNV læg eða breytileg átt á landinu en hafgola síðdegis. Með vestur- og norðurströndinni veröur þokuioft en annars bjartviðrí. Hiti verður á billnu 7-19 stig, svalast á annesjum norðanlands og vestan en hlýjast (inn- sveitum bæði sunnanlands og norðan. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt / / / / / / / / Rigning •& -ts Q Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjaö V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.4 10° Hitastig y súid = Þoka stig.. (KI.17.301 gær) FÆRÐ Á VEGUM: í Langadal, á öxnadalsheiði, í Skaftártungu og á milli Eldvatns og Klausturs er vegavinna í gangi og menn því beðnir um að sýna aðgát. Ný klæðing er á vegínum á milli Klausturs og Núps- staða. Vegavinna er á leiðinni milli Dalvíkur og Olafsfjarðar. Hálendisveg- ir eru enn ófærir vegna snjóa nema hvað Djúpavatnsleið er opin. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ágrænnilínu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígæraðísl. tíma hitt veður Akureyri 14 alskýjaS Reykjavfk 11 akskýjað Bergen 12 hálfskýjað Helsinki 17 skúr Kaupmannahöfn 16 skýjað Narssarssuaq varnar Nuuk 1 þoka Ósló 12 akúr Stokkhólmur 16 skruggur Þórshöfn 8 skýjað Algarve 23 skýjað Amsterdam 19 léttskýjað Barcelono 24 þokumöða Berlín 18 skýjað Chicago 18 alskýjað Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 16 rigning Glasgow 1* skýjað Hamborg 16 skýjað London 1B skýjað LosAngeles 18 alskýjað Lúxemborg 21 léttskýjað Madríd 26 hálfskýjað Malaga 28 léttskýjað Mallorca 27 skýjað Montreal 19 rigning NewYork 23 þokumóða Orlendo 26 léttskýjað Parfc 21 skýjað Madelra 19 skýjað Róm 27 heíðskfrt Vín 22 skýjað Washlngton 23 þokumóða Wlnnipeg 17 léttskýjað Lánskjaravísitala hækkar um 0,06% LÁNSKJARAVÍSITALA 3.282 gildir fyrir júlí og er það 0,06% hækkun frá mánuðjnum á undan að því er fram kemur í útreikn- ingum Seðlabanka Islands. Umreiknað til eins árs hefur lánskjara- vísitalan hækkað um 0,5% síðustu þrjá mánuði, 2,2% síðustu sex mánuði og 1,6% síðasta ár. Vísitala byggingarkostnaðar fyr- ir júlí er samkvæmt útreikningum Hagstofunnar 190,1 stig og er það um 0,2% hækkun frá fyrra mán- uði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,8%, en und- anfama þrjá mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar lækkað um 0,4%, sem jafngildir 1,7% verð- hjöðnun á ári. Launavísitala fyrir júnímánuð er 0,1% hærri en launavísitala fyrri mánaðar að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni, og er vísital- an 131,2 stig. Leiga fyrir íbúðar- húsnæði og atvinnuhúsnæði, sem samkvæmt samningum fylgir vísi- tölu húsnæðiskostnaðar eða breyt- ingum meðallauna hækkar því um 0,1% frá og með 1. júlí, og reiknast þessi hækkun á þá leigu sem er í júnímánuði. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í ágúst og september. Tómatar lækka enn í verði TÓMATAR lækka enn í verði í dag en undanfamar þijár vikur hefur tómataframboðið verið í hámarki. Að sögn Kolbeins Ágústssonar sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkjumanna lækkar heildsöluverðið í dag úr 198 kr. kilóið í 139 kr., og sagðist hann reikna með að verðið færi aftur hækkandi í næstu viku. Þá hefur framboð á litaðri papr- iku einnig aukist að sögn Kolbeins og lækkar heildsöluverðið á þeim úr 650 krónum kílóið í 550 krón- ur. Verð á grænum paprikum er hins vegar óbreytt eða 429 kr. kílóið. Vel horfir með uppskeru á útiræktuðu grænmeti og sagðist Kolbeinn eiga von á að kínakál kæmi á markaðinn fljótlega upp úr næstu mánaðamótum, og blóm- kál og hvítkál fylgdi svo fljótlega í kjölfarið. Truflanir í símkerfi í gær SÍMNOTENDUR á höfuð- borgarsvæðinu tengdir mið- bæjarsímstöðinni urðu varir við smá símatruflanir í gær. Ragnar Benediktsson, yfir- deildarstjóri þjá Pósti og síma, sagði að truflanirnar mætti rekja til galla í forritum sem vitað var um, en ekki var hægt að lagfæra fyrr en í gær. Truflanirnar voru þrjár og varaði hver í um eina til eina og hálfa mínútu, að sögn Ragnars. 17 þúsund númer eru tengd mið- bæjarstöðinni, þar á meðal mörg fyrirtæki. Ragnar sagði að alltaf hefði staðið til að laga gallana, en Pósti og síma hefðu ekki bor- ist breytingarnar í hugbúnaðin- um fyrr en í gær. Unnið var að lagfæringunum í gærdag og gærkvöld. Beint af Tindum í innbrot TVEIR unglingar voru hand- teknir í nótt eftir að hafa reynt að bijótast inn. í söluturn í Grímsbæ við Bústaðaveg. Lög- regla stöðvaði bifreið mannanna á Hverfisgötu og kom þá í Ijós mikið magn þýfis í bílnum. Við yfirheyrslur yfir þeim kom í ljós að þeir höfðu brotist inn í sölu- turn á Laugarásvegi. Annar drengj- anna hafði fyrr um kvöldið strokið af unglingaheimilinu að Tindum, en hinn hefur margítrekað komið við sögu hjá lögreglunni og tók meðal annars þátt í eyðileggingu sumarbústaða fyrr á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.