Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 4£4 + Móðir okkar, LOVÍSA MAGIMÚSDÓTTIR, Aðalstræti 60, Patreksfirði, lést í Borgarspítalanum 18. júní. Börnin. Fósturmóðir okkar, SIGURJÓNA K. DANELÍUSDÓTTIR, frá Hellissandi, lést á Hrafnistu laugardaginn 19. júní. Birna Axelsdóttir, Grétar Friðleifsson. + Ástkær systir mín, INGUNN DAGBJARTSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, lést 18. júní. Þorsteinn Dagbjartsson. + Ástkær móðir okkar, TOVE BÖÐVARSSON, lést á heimili sínu í Corvallis, Oregon, Bandaríkjunum, þann 16. júní. Guðrún Gunnarsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Örn Gunnarsson. + Maðurinn minn og faðir okkar, ÓLAFURTRYGGVASON læknir, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 20. júní. Anna Sicjríður Lúðviksdóttir, Lúðvík Olafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Tryggvi Ólafsson. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, BJARGAR JÓNSDÓTTUR, Grundarhóli 1, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks krabbameinsdeildar kvenna 21-A og Fjórðungssjúkrahúss ísafjarðar. Guðmundur Guðfinnsson og systkini. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVAVA Ó. THORODDSEN fyrrv. skólastjóri, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, - sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 17. júní, verður jarðsung- in frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. júní kl. 13.30. Jón I. Zoponíasson, Ólöf S. Jónsdóttir, Stefán Lárusson, Einar Jónsson, Soffía Guðrún Ágústsdóttir, Sigurður B. Jónsson, Sólrún Hafsteinsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir, GUNNAR MARINÓ HANSEN múrari, Vesturbergi 78, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. júní kl. 15.00. Unnur Sólveig Vilbergsdóttir, • * Vilborg Gunnarsdóttir. Kristinn J. Einars- son - Kveðja Það var glampi í augum hans og eftirvænting þegar hann sagði við mig fyrir stuttu síðan, að sumarið yrði sólríkt og gott. Hann sat á rúm- inu sínu og leit út um gluggann, á húsin handan götunnar sem voru honum vin, þar sem hann sá fuglana fljúga yfir og taka sér hvíld á rauð- eða grænmáluðum þökunum. Það var gott að eiga þennan glugga að. Útsýnið tók á sig ýmsar myndir sem í umræðum okkar dreifðu huganum frá þeirri þrauta- göngu sem ellin reynist sumum. Kristinn Júlíus Einarsson dvaldist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund síðustu þijú ár ævi sinnar. Þar bjó hann við fádæma alúð og ummönnun hjúkrunar- og starfsfólks heimilins og sem við, aðstandendur Kristins, kunnum að meta og þökkum nú fyr- ir. Þegar á háan aldur leggjast sjúk- dómar og fötlun lokast tíðast öll sund til sjálfsbjargar. Lífsstíllinn breytist, gildi tilverunnar fær á sig aðra mynd. Kristinn var Suðumesjamaður, fæddur að Miðhúsum í Garði, 6. nóvember árið 1906, sonur hjónanna Ingveldar Steinsdóttur og Einars Sæmundssonar. Hann mundi tímana tvenna. Ungur vistaðist hann hjá vandalausum í Garðinum. Fátækt og erfið lífsskilyrði fjölskyldunnar urðu þess valdandi, að systkinahóp- urinn tvístraðist í hús til þeirra sem vom aflögufærir og gátu sér af skjóli og mat í lítinn munn. Þetta var ekkert einsdæmi í upp- hafi aldarinnar. Fátækt alþýðufólk átti ekki annarra kosta völ, og eng- inn spurði um sársauka eða kvöl. Það áttu fjölskyldurnar með sjálfum sér. Frá unga aldri vann Kristinn hörðum höndum, færði húsbændum sínum björg í bú og vildi ekki verða baggi á öðrum. Hann stundaði sjó- mennsku frá Garði framan af ævi, hlífði sér hvergi og lét ekki deigan síga. Um fertugs aldurinn urðu þátta- skil í lífi Kristins. Hann kvæntist Geirþrúði Siguijónsdóttur, sem þá var orðin ekkja og bjó í Móakoti í Garði. Hún hafði ásamt fyrri manni sínum, Boga R. Guðlaugssyni, tekið í fóstur lítinn dreng, Geir Ragnar Andersen, sem var eftirlæti hennar og augasteinn. Það var ekki á allra færi að blanda sér í tveggja manna tal og fá áheyrn og traust viðmæl- enda. Lífsreynsla og umburðarlyndi Kristins leiddu til samheldni og gagnkvæmrar virðingar. Arið 1950 seldu þau hjón hús sitt og fluttust til Reykjavíkur. Þau reistu sér heimili á Hraunteigi 28 og á heimili Geirs hittumst við Krist- inn fyrst. Við Geir giftum okkur og börnin urðu þijú. Þau voru gleðigjaf- ar afa á Hraunteigi og eiga honum svo margt að þakka. Hann var þeim eftirlátur og dyggur málsvari ef á þurfti að halda. Það var ekkert of gott fyrir unga fólkið, hann langaði sjálfan svo margt þegar hann var ungur. Arið 1974 lést Geirþrúður sem hann hafði hugsað svo vel um í veik- indum hennar. Þá var starfsdögum hans að ljúka, en hjá Vatnsveitu Reykjavíkur hafði hann unnið um margra ára skeið. Þaðan átti hann góðar endurminningar um góða samstarfsmenn og vinnumenn. Svo liðu árin og samferðafólkinu fækkaði, aldur færðist yfir og tengslin við okkur á Sólvallagötunni efldust. Fyrir samveruna viljum við nú þakka. Biðin var orðin löng og ströng. í hádegisstað, hinn 14. júní sl., hélt hann inn um gullna hliðið með farsælan lífsferil að baki. Hon- um fylgdu hjartans þakkir okkar + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNLAUGUR ÞORSTEINSSON, Ránargötu 1a, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þann 19. júní sl. Guðlaug Sveinsdóttir, Aðalheiður Gunnlaugsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson, Guðrún Alexandersdóttir, Gfsli Guðjónsson, Anna Ragna Alexandersdóttir, Jimmy Tam, Sveindís Aiexandersdóttir, Guðmundur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir og systir, ERLA BJÖRG ARADÓTTIR, Kleifarseli 3, Reykjavík, er andaðist 14. júní, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 23. júní kl. 13.30. Pétur Jónsson, Pétur Pétursson, Guðrún Pétursdóttir, Haraldur Óskar Haraldsson, Bjarghildur Sigurðardóttir og systkini. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Hjallaseli 55, Reykjavík, (Seljahlíð), sem lést 15. júní sl., verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudag- inn 24. júní kl. 13.30. Steinunn Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir Wilson, Örn Steinar Sigurðsson, Sigríður S. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Geirs og bamanna fyrir góðar stund- ir og velgjörð alla. Megi hann nú eiga eilíft sumar, sólríkt og gott. Brynhildur K. Andersen. Það er tregablandinn léttir að sættast á endalok viðureignar afa á Hraunteigi við manninn með ljáinn. Þótt andinn væri löngu ferðbúinn var líkaminn þrautseigur og bjó að kröftum sem löng og ströng starfs- ævi hafði efit. Heimsóknirnar til þeirra ömmu inn á Hraunteig 28 skilja eftir sig minningar sem ilma á sinn sérstaka hátt af nýbökuðum pönnukökum og neftóbaki. „Nafni, viltu í nefið?“ spurði hann og auðvitað gat fimm ára polli ekki slegið höndinni á móti slíkri upphefð. A sólríkum sumar- dögum var ekið austur í sveitir eða suður í Garð, þar sem skyidfólk og vinir þeirra ömmu voru heimsóttir. Fullorðna fólkið drakk þessi ósköp af kaffi og talaði meðan við krakk- arnir gleymdum okkur við skemmti- legri hluti í sveitinni. Þegar kom að því að við systkinin hættum okkur og öðrum vegfarend- um út í umferðina með gljáandi ný ökuskírteini í vasanum vissi afi svo sannarlega hvað okkur vantaði. Allt- af „vildi svo heppilega til“ að hann var í þann veginn að skipta um bíl og „tæpast fengi hann mikið fyrir gamla skijóðinn". Eg ók líklegast gamla Renault-vagninum hans afa langt umfram það sem verkfræðing- amir suður í Frakklandi höfðu ætlað honum, en bíllinn bjó líka vel að umhyggjuseminni sem honum hafði verið sýnd frá upphafi. Ég átti þess kost að kynnast afa frá nýjum sjónarhóli þegar ég starf- aði tvö sumur á menntaskólaárunum hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, en þar starfaði hann sem verkamaður um árabil. Þegar við sumarstrákarnir slógum slöku við bentu verkstjórarn- ir jafnan á þennan mann á sjötugs- aldri sem hvergi hlífði sér og vék ekki frá verki nema fullunnu. Þar varð mér betur ljóst en fyrr að afi var í miklum metum á vinnustað, hjá starfsfélögum og góðum vinum. Margir hafa notið góðs af verkum og vináttu afa á langri ævi. Með slíkt vegarnesti og hlýjar kveðjur okkar veit ég að hann þarf ekki að kvíða förinni til nýrra heimkynna. Kristinn Andersen. Friöfinns Suðuilandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.