Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 ,,JY\yndiréu segja.ab þó\.fátrirtlhundsLeg?‘ Með morgunkaffinu grannarnir sjái um blómin hennar meðan hún er í fríi, ætti hún að flytja af efstu hæðinni. bjóða mér út á afmælisdaginn minn, átti ég ekki von á að það væri bara út í garð. HÖGNI HREKKVlSI „HANN BR HÉR MED BÓKHALP/ARANU/U SÍNU/U." BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Skurðafræðin í Vesturbænum Frá Jóhannesi Tómassyni: Skurðafræði er nýleg fræðigrein sem hefur ekki hlotið næga at- hygli almennings. Hún er með öðr- um orðum fræðin um skurðgröft og allt sem að honum lýtur. Kemur æ betur í ljós að þetta er æði snú- in grein. Þeir sem leggja einkum stund á hana eru fulltrúar veitu- stofnana og verktaka og er hún mest áberandi í borgarsamfélög- um. Hafa t.d. Reykvíkingar verið að kynnast þessari grein síðustu árin. Eflaust hefur það komið fyrir í götu ykkar, ágætu lesendur, að vinnuflokkur mætir einn morgun og tekur að rífa upp gangstéttarhellur og malbik og grafa skurð. Jæja, er nú eitthvað bilað — þeir verða sjálfsagt búnir að þessu fyrir kvöldið. Þannig hugsuðum við Vest- urbæingar að minnsta kosti í vetrarlok þegar röskur flokkur tók að rífa upp hell- ur við Holtsgötuna og ná- grenni og grafa allt hvað af tók. Við athugun kom í ljós að skipta átti um hita- veiturör og skyldi verkið taka þrjár vikur. Fínt, hugsuðum við, mikið er gott að Hitaveitan skuli hugsa fyr- ir því að skipta um rör áður en allt bilar. Þeir vita auðvitað að fyrirbyggjandi aðgerðir eru kjörorð áratugarins. Verkinu miðaði vel og nýju rörin komust á sinn stað í skurðinum. Spurningar tóku hins vegar að vakna þegar ekkert frekar gerðist lengi vel. Börnin nutu sín í skurðin- um með nýju rörunum og kölluð- ust á gegnum þau gömlu á skurð- bakkanum. Og gamla fólkið beið við gluggann eftir því að geta nú aftur farið í sinn daglega göngutúr eftir röraskiptin. Leitað var skýringa og kemur þá til kasta skurðafræðinnar. Hita- veitan: Við erum búnir með okkar þátt, verktakinn á að moka ofaní. Ekkert gerist í viku og aftur er rætt við Hitaveituna því hún ber þó alltént ábyrgð á því að hotta á verktakann sinn. Hitaveitan aftur: Já, nú verðum við víst bara að bíða því þeir hjá Pósti og síma sáu til okkar og þeir vilja komast í skurðinn með okkur. Nú lágu Danir í því. Þurftu nú útsendarar Pósts og síma endilega að halda uppi njósnum um hvar Hitaveitan væri að grafa! Auðvit- að, hugsuðum við Vesturbæingar, ekki er betra að grafa tvisvar og helluleggja tvisvar. Drífum þetta bara af — við látum þetta yfir okkur ganga. Póstur og sími lauk sér af á fáum dögum og nú gat varla verið mikið mál að moka ofaí skurðinn. (Vonandi fréttir bara Rafveitan ekki af þessu líka!) Loksins þegar liðið var á sjöttu viku var mokað ofaní og sléttað og ekki annað eftir en að hellu- leggja. Sjötta vikan leið og sú sjö- unda og ekkert gerðist (þetta er álíka spennandi og meðganga!) og aftur var leitað skýringa hjá Hita- veitunni að muna hver hóf verkið. Hitaveitan: Nei, vinur minn, nú þýðir ekkert að tala við okkur því verktakinn okkar er búinn með sitt og nú er komið að gatnamála- stjóra. Hann sér um að helluleggja. Aftur lágu Danir í því. Hvernig gat maður verið svona illa að sér í skurðafræðinni? Talsmaður gatnamálastjóra var fullur skiln- ings en sagði samt að ekki kæmi að okkur strax. Þeir væru líka í öðrum verkum sem ljúka yrði fyrst. En við erum búin að bíða svo lengi, fer þetta ekki eftir röð hjá ykkur? Er bara kroppað hér og þar um allan bæ og ekkert klárað? Tals- maður gatnamálastjóra lét ekki slá sig út af laginu: Verkin væru mis- jafnlega mikilvæg og það kmeur ekki að ykkur strax. Eg maldaði í móinn og sagði að verkið hefði staðið í meira en 7 vikur í stað þriggja eins og boðað var. Tals- maður gatnamálastjóra: Það telst nú bara gott, tveir mánuðir er al- gengt og þið eigið bara að vera ánægð með það. Auð- vitað sættum við okkur við þetta Vesturbæingarnir og skiljum að sumir skurðir og sumar gangstéttir hafi for- gang. Það eru til mikilvæg- ari götur en hjá okkur smælingjunum við óþekktar götur í Vesturbænum. Og eins og sjá má af þessu er skurðafræðin at- hyglisverð fræðigrein og lúmsk. Á henni má líka stunda hagnýtar rannsókn- ir, t.d. kanna þróun í lengd opinna skurða með tilliti til fjölda röra, leiðslna, verk- efna, árstíma, jarðvegs og fjölda þeirra sem skurðunum ráða. Fróð- leikinn sækir maður til veitustofn- ana og verktaka, verkstjóra og verkfræðinga og ekki má gleyma sjálfum íbúunum. Hringið í þessa aðila, spyijið hvernig gengur og af hveiju þetta er svona en ekki hinsegin, hringið út og suður og fræðist. Við hina sem ekki hafa áhuga á skurðafræðinni en eru samt þol- endur skurða við húsdyrnar segi ég þetta: Flytjið að heiman á með- an. Farið til ættingja, farið í frí, farið burt. Þið getið svo bara hringt í skurðafræðingana og spurt hvernig gengur. JÓHANNESTÓMASSON blaðamaður, Bræðraborgarstíg 26, Reykjavík Yíkveiji skrifar slenzk kona, sem lengi hefur verið búsett í utlöndum hefur ekki verið heima á Islandi á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní síðustu 45 árin þar til nú. Hún vildi fylgjast með athöfninni á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins og gekk því beint að sjónvarpinu og kveikti á því. Henni til mikillar undrunar var ekkert beint sjónvarp frá athöfn- inni. Viðmælendur konunnar höfðu orð á því, að þetta kostaði peninga en hún svaraði á móti, að þá skorti ekki, þegar um væri að ræða bein- ar sjónvarpssendingar frá íþrótta- leikjum. Þetta er auðvitað hárrétt hjá konunni. Að sjálfsögðu á RÚV að senda beint út alla athöfnina á Austurvelli að morgni þjóðhátíðar- dags, þannig að allir landsmenn geti fylgzt með. Á næsta ári höldum við hátíðlegt 50 ára afmæli jýðveld- isins. Þá er eðlilegt, að RÚV taki upp þennan sið og haldi honum síð- an. XXX Koma viðræðunefndar frá Bandaríkjunum til þess að ræða við íslenzk stjórnvöld um framtíð Keflavíkurflugvallar fyrir skömmu vakti að vonum mikla at- hygli. Hins vegar fannst mörgum litlar upplýsingar að fá um þessar viðræður að þeim loknum. Líkleg skýring á því er sú, að í þessum viðræðum hafi lítið gerzt, sem máli skipti. Ástæðan er m.a. sú, að bandaríska viðræðunefndin var skipuð svo lágt settum embættis- mönnum, að þegar af þeim sökum var útilokað að nokkuð merkilegt kæmi fram. Á móti hinum lágt settu embættismönnum frá Washington sat hins vegar hátt sett viðræðu- nefnd af hálfu íslenzkra stjóm- valda, þ.á.m. margir menn með sendiherratitil. Ekki er óeðlilegt, að menn velti því fyrir sér í fyrsta lagi hvers vegna Bandaríkjamenn sendu hingað svo lágt setta embættismenn og í öðru lagi hvort það sé í samræmi við samskiptavenjur ríkja í milli, að á hinn veginn sé hver toppurinn á fætur öðrum?! Eða getur verið, að svona umgangist Bandaríkjamenn hin svonefndu bananalýðveldi? A Ifyrradag birtist hér í dálkinum Bréf til blaðsins, bréf frá konu að nafni Kristín Halldórsdóttir, þar sem hún gerir athugasemdir við móttöku, sem borgarstjórinn í Reykjavík hafí haldið, að því er virð- ist fyrir nokkra erlenda tízkuvöru- kaupmenn. Þessar athugasemdir eru réttmætar. Sá ósiður hefur lengi tíðkast hér, að útlendingar sem koma hingað til fundahalda eða í öðrum erindagjörðum fái boð um að koma í móttöku eða málsverði til áhrifamanna, hvort sem um er að ræða borgarstjóra, ráðherra eða jafnvel forseta. Þessar móttökur og málsverðir verða þannig til, að hinir íslenzku skipuleggjendur sníkja boð fyrir hina erlendu gesti. Þessi boð kosta skattgreiðendur verulega fjármuni. Þetta tíðkast hvergi hjá alvöru þjóð- um nema í undantekningartilvikum. Það er til marks um sveitamennsku okkar íslendinga, að þetta skuli tíðkast hér enn. Borgarstjóri, ráð- herrar og aðrir eiga að hafna slíkum tilmælum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.