Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 Magdalena Schram blaðakona „Magdalena Schram fædd 11. ágúst 1948 - dáin ???“ skrifaði hún í minningarbók mína árið sem við lukum fullnaðarprófi frá Melaskól- anum tólf ára að aldri. Nú hefur tíminn veitt svarið við spumingarmerkjunum, og það svar kom alltof fljótt. Ég man enn þegar hún kom sem stormsveipur i bekkinn okkar, 8 ára A: geislandi, hvik, hárið rauðleitt og úfið, augun brún og tindrandi. Malla varð strax sætasta stelpan í bekknum en um leið einn af okkur strákunum. Við urðum. samferða sem skólafélagar allt að stúdents- prófi og Malla var alltaf sami félag- inn: Fyndin, hvöss, sönn, meðvituð og gagnrýnin án þess að glata hinni eðlislægu hiýju sinni. Þegar kvenfrelsishreyfíngunni fór að vaxa fískur um hrygg var Malla sjálfskipuð í þá forystusveit. Hún hafði alla tíð barist fyrir mann- réttindum og jafnrétti; þessir þættir vom hluti af eðli hennar og skap- gerð. Leiðir okkar lágu oft saman í blaðamennskunni. Hún var góður starfsbróðir, réttsýn, raunsæ, vönd- uð og afkastamikil. Lífskraftur hennar, sjálfstæði, dómgreind og persónuleiki nutu sín til fulls í fjöl- miðlum, hvort sem hún skrifaði í blöð, flutti pistla í útvarp eða stjórn- aði sjónvarpsþáttum. Hún var ein- faldlega góður blaðamaður. Malla var baráttukona. Hún barð- ist fyrir þeim málstað sem hún trúði á, hún barðist fyrir tilfínningum sín- um og hún barðist fyrir ástvini og samherja. Hún barðist við ólækn- andi sjúkdóm og loks við dauðann af þeim krafti og æðruleysi sem hún ein bjó yfir. Nú er baráttu hennar lokið og við taka spumingarmerki eilífðar- innar. Ingólfur Margeirsson. Við höfðum hreiðrað um okkur í hlýlegri stofunni hjá Sirrý Dúnu á Framnesveginum. Á borðinu logaði kertaljós, okkur leið vel, eftirvænt- ing lá í loftinu og við skynjuðum að framundan var tími ævintýranna. Þetta var haustið 1981 eftir fund sem við héldum á Hótel Borg til að kanna hvort hljómgrunnur væri fyr- ir því að bjóða fram sérstakan kvennalista í borgarstjórnarkosn- ingunum að vori. Okkur fannst stór- kostlegt hve fundurinn var fjölsóttur og undirtektir jákvæðar. En mundi allur þessi fjöldi mæta til leiks ef stofnað yrði formlega Kvennafram- boð? Síminn hringir, Malla er í sí- manum. Hún ásamt fleiri konum voru að ræða hvað fundurinn hefði haft sterk áhrif á þær og vildu fá að hitta okkur. Fæstar okkar þekktu Möllu nema af afspurn. Skömmu síðar stormaði hún inn ásamt nokkr- um vinkonum. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hitti Möllu. í minn- ingunni lagði hún ekki mikið til málanna þetta kvöld. En hún átti eftir að láta þess meira að sér kveða síðar, enda bjó hún yfir eldmóði frumkvöðulsins. Á þessum árum vann hún sem blaðakona á Dagblaðinu Vísi. Seinna sagði hún að áhugi sinn á Kvennaframboðinu hefði vaknað eftir blaðamannafund sem við héld- um fyrir fundinn á Hótel Borg. Rit- stjóramir höfðu auðvitað sent blaða- konu þangað. Eftir blaðamanna- fundinn lét hún Möllu heyra hvað sér fyndist framboðshugmyndin frá- leit og var yfír sig hneyksluð á sum- um tilsvörunum. Fannst ljóst að þessar konur hefðu enga afstöðu tekið til mikilvægra mála. M.a. hefði einhver spurt hvaða stefnu við hefð- um í hafnarmálum, málaflokki sem við höfðum aldrei velt fyrir okkur. Helga Kress svaraði um hæl að auðvitað myndum við beita okkur fyrir því að setja handrið á allar bryggjur svo að börnin dyttu ekki í sjóinn! Svarið var jafn fráleitt og spumingin og Möllu fannst að þama fæm konur sem hún ætti samleið með. Seinna átti ég eftir að kynn- ast Möllu betur, leiftrandi gáfum hennar, ríkri kímnigáfu og hnitmið- uðum tilsvömm. Glettnin í brúnu augunum var aldrei langt undan. Malla lét tilleiðast að vera í 3. sæti á fyrsta framboðslista Kvenna- framboðsins í sveitarstjórnarkosn- ingunum árið 1982. Sem varafull- trúi sat hún oft í borgarstjórn auk þess sem hún gegndi fjölmörgum öðmm trúnaðarstörfum fyrir hreyf- inguna. „Mér líkar ákaflega vel að vera ein af konunum á bak við kon- umar,“ sagði hún í nýlegu viðtali í Veru þegar hún var spurð hvort hún hafi aldrei verið ósátt við að hafa aldrei verið oddamanneskja í hreyf- ingunni. En þótt Malla hafi ekki verið full- trúi Kvennalistans á þingi eða haft langa viðdvöl í borgarstjórn var hún ein af máttarstólpunum okkar. Hún var sú sem leitað var til þegar mik- ið lá við. Þegar flytja þurfti ræðu, skrifa grein í Veru eða ef einhver umdeild mál komu upp á yfirborðið sem þurfti að kryfja, fínna nýja fleti eða sýn á — var Malla kölluð til. Hún var alltaf óhrædd við að gagn- rýna og viðra nýjar hugmyndir, skoða mál frá nýjum og óþekktum sjónarhóli. En hún var líka óhrædd við að skipta um skoðun, endur- skoða mál og kunni að hlusta á aðra. Landsfundarsamþykkt Kvenna- listans sem hún og Þórhildur sömdu eitt árið sýnir hve fjarri það var henni að fara troðnar slóðir. Álykt- unin var stuttorð fléttuð í kringum ljóð Jórannar Sörensen. ef þú gengur of lengi troðna slóð, hættirðu að sjá upp úr tröðunum, gakktu ótrauð beint af augum, þegar efsta tindi er náð, mun ekkert skyggja útsýni þitt, en hugaðu að fótabúnaði þínum áður en þú leggur í urðina Stærst var þó Malla þegar Hörð- ur og Arnar studdu hana upp í ræðustólinn á Hótel Borg í mars sl. á tiu ára afmæli Kvennalistans. Þar talaði hún m.a. um framtíðina, ungu stúlkurnar sem væru frjálslegri og sjálfsömggari en við hefðum verið sem sýndi afrakstur vinnu kvenna, bæði okkar og fyrri kynslóða. Á meðan hún talaði fannst mér lýsing- in eiga við hana sjálfa. í mínum huga bjó Malla yfir öllum þeim eig- inleikum sem hún tileinkaði ungu stúlkunum og framtíðinni. Uti er hlý og björt vornóttin. Við , Kvennalistakonur höfum vakað saman margar vornætur og margar minningar em tengdar þeim. Hver veit nema við munum einhvers stað- ar, einhvern tímann sitja með Möllu aftur í nóttlausri voraldar veröld og leggja á ráðin á ný. Elsku Hörður, Halla, Katrin og Guðrún, hugur okkar allra er hjá ykkur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kristín Jónsdóttir. Tíminn líður svo fljótt og allt í einu er allt orðið of seint. Hún Malla er horfín á braut, á vit ann- ars heims, þar sem hún mun ömgg- lega ekki láta sitt eftir liggja frekar en hún gerði hér í þessum heimi. Ég hugsaði alltaf um Möllu sem bestu vinkonu mína þó að samvera- stundunum fækkaði með ámnum, líklega bæði vegna breyttra áhuga- mála og ólíkra fjölskylduaðstæðna. Við kynntumst fyrst þegar Malla kom í A-bekkinn í Melaskóla í 8-ára bekk. Hún varð strax áberandi og tók fljótt forystu í stelpnahópnum. Ég man að ég dáðist mikið að því hvað hún var flink að teikna, hesta- myndir vom hennar uppáhald. Það kom líka fljótt í Ijós að hún átti auðvelt með að setja saman texta, bæði í bundnu og óbundnu máli. Hún samdi endalaust vísur um alla mögulega hluti sem vom að gerast í kringum okkur. Þegar við komum í 11 ára bekk hafði hún og Vilmundur heitinn Gylfason forystu um að stofna „klíku“ í bekknum, en það var í tísku þá. í hana vom valdar fimm stelpur og fímm strákar. Það þótti mikil upphefð í því að vera valin í þennan hóp. Markmið klíkunnar var að hitt- ast á laugardögum heima hjá ein- hveijum úr hópnum og dansa og var þá oft tjúttað af lífi og sál. Þessi hópur brallaði reyndar ýmis- legt fleira saman næstu tvö árin, en þá var komið að því að flytjast í gagnfræðaskóla. Af stelpunum í klíkunni voram það bara við Malla sem fómm í Hagaskólann. Klíkan lagðist af en við Malla héldum hóp- inn, þar sem bestu vinkonur okkar beggja fóm í aðra skóla. Við urðum upp frá því bestu vinkonur og mikl- ar samlokur næstu árin eða allt þar til leiðir skildu eftir stúdentspróf. Mér er minnisstætt sumarið eftir fyrsta bekk, en þá fómm við báðar í sveit. Við skrifuðumst á vikulega allt suniarið, það mátti ekki minna vera, það var svo margt sem við þurftum að segja hvor annarri og velta vöngum yfír. Ég á margar ógleymanlegar stundir frá þessum árum. Malla átti stóra fjölskyldu og það var alltaf gaman og gott að koma í Sörlaskjólið, þar sem ávallt var líf og fjör og vel tekið á móti manni. Við dvöldumst líka oft í sum- arbústað fjölskyldunnar, að Kross- hól í Mosfellssveit, bæði í upplestr- arfríum og við önnur tækifæri. Ekki má gleyma útreiðartúmnum í Ell- iðaárdalinn sem urðu þó nokkrir í gegnum árin. Endalaust væri hægt að draga fram minningar t.d. skíðaferðirnar í Skálafell um páskana sem vora ævintýralegar, þó að skíðakunnátt- an væri ekki upp á marga físka. í mínum huga em þessi ár öll ein skemmtun, aðallega af því að það var alltaf svo gaman þar sem Malla var og við vorum oftast saman. Eftir stúdentspróf liðu um 10 ár þar sem við vorum meira og minna til skiptis í útlöndum og hittumst ekki oft. Þó tókst okkur sumarið 1974 að mæla okkur mót í París, ég frá Svíþjóð og hún frá Englandi. Við fómm þá saman í fjögurra vikna ökuferð um Evrópu. Þetta var af- skaplega skemmtileg ferð, þar sem aldrei var gist öðm vísi en í tjaldi og aldrei keyptur matur á veitinga- húsi, fjárráðin leyfðu ekki slíkan munað. Ferðin var síst verri fyrir það. Malla eignaðist yndislegan lífs- förunaut, sem er Hörður Erlingsson og þrjár dásamlegar dætur sem nú missa mikið. Við sem fylgdumst með Möllu síðustu mánuðina dáðumst að vilja- styrk hennar og lífskrafti. Það er umhugsunarvert hvers vegna svo hæfíleikarík kona, sem átti svo mörgum verkefnum ólokið, skuli tekin frá okkur í blóma lífsins. En eins og svo oft hefur verið sagt áður þá em vegir guðs órannsakan- legir og maður verður að trúa því að allt hafi einhvem tilgang. Það er ekki hægt að láta hjá líða að dást líka að dugnaði og viljastyrk Harðar við að hlúa að Möllu þessa síðustu mánuði. Malla sagði ein- hvern tíma við mig: „Ég skil ekki hvað hann Hörður getur verið góður við mig og verið svo duglegur að hugsa um heimilið og stelpurnar." Kæri Björgvin og systkini Möllu, elsku Hörður, Halla, Katrín og Guð- rún, megi guð blessa ykkur og styrkja í sorg ykkar. Andi Möllu mun lifa áfram. Margrét Eggrún. Ein fyrsta minning mín um Möllu er frá fundi á Hallveigarstöðum haustið 1981. Þar vom saman komnar tugir ef ekki hundruð kvenna til að ræða um hvemig skyldi standa að sérstöku framboði kvenna í næstu bæjarstjómarkosn- ingum. Loftið var rafmagnað enda þótti tiltækið óhemju djarft og sýnd- ist sitt hverri hvernig væri að fram- kvæma slíka aðgerð. Malla stóð upp á stól og stýrði umræðum og at- kvæðagreiðslum og sagði alltaf með stakri ró þegar talning atkvæða og fundarsköp fóm úr böndum — Jæja, þá reynum við bara aftur! Þetta var upphafíð að ævintýrinu mikla — vorinu 1982 þegar konur settu á sig skotthúfur og geystust um bæinn á heyvögnum, boðandi nýja sýn á samfélagið, glaðar og reifar yfir því að hafa þorað — en ekki síst yfír því að hafa fundið hver aðra sem var kannski það mik- ilvægasta. En eins og í öllum ævin- týmm vom prófsteinar og þrautir sem þurfti að sigrast á og þá varð stundum að reyna aftur. Malla leit á hindranir sem ögrun sem heillandi var að takast á við. Ringulreið er upphaf allrar sköpunar, sagði hún við mig hérna á dögunum, því þá verður maður að leita nýrra leiða. Áskoranimar urðu margar og verk- efnin sem hún leysti óþijótandi. Það var alltaf eftirvænting í loftinu þeg- ar Malla hóf máls. Eldmóðurinn og heilindin fylgdu henni, ný og fijó sýn á viðfangsefnin, lýsti upp áður ógreiðfærar leiðir og gerði þau að skemmtilegum verkefnum. Aldrei var neitt gert með hálfum huga og aldrei vikist undan enda virtist ekk- ert ómögulegt þegar Malla var ann- ars vegar. Þegar líkamsþrekið þvarr varð hugurinn öflugri og hver stund nýtMil að hvetja og styrkja okkur hinar við að láta ekki deigan síga í baráttunni gegn óréttlæti og ójöfn- uði. Myrkrið meðtók ekki ljósið, segir í ritningunni og víst er að bjartsýn- in sem einkenndi glaðværan hópinn í árdaga Kvennaframboðsins hefur oft orðið að lúta í lægra haldi fyrir myrkrinu. Það er erfítt á þessu augnabliki að láta ekki sorgina byrgja sér sýn, en við verðum að halda áfram. Að leiðarljósi höfum við kyndilinn hennar Möllu sem lýs- ir okkur langt inn í myrkrið ef við sýnum bara brot af því hugrekki sem hún hafði. Við Óli eram þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með Möllu og vottum ástvinum hennar samúð okkar og um leið og við biðjum þess að almættið leggi líkn með þraut í sorg þeirra. Guð blessi minn- ingu Magdalenu Schram. María Jóhanna Lárusdóttir. Vera — tímarit um konur og kvenfrelsi kveður Magdalenu Schram með þakklæti og virðingu. Einnig með sorg og sámm söknuði. Þegar flett er í gegnum öll tölublöð- in sem út hafa komið á rúmlega tíu ára ferli Veru er augljóst að Ms, eins og stendur gjarnan undir grein- unum hennar Möllu, var bæði „fljót- ur og góður penni“ og henni var fátt óviðkomandi. Malla skrifaði um borgarmál, leikhús, bókmenntir, umferðarmál, móðurást, auglýsing- ar og karlfjandsamlegar afþreying- arbókmenntir svo eitthvað sé nefnt. Hún tók fjöldann allan af viðtölum og má þar nefna Samtalið enda- lausa sem er ómetanleg heimild um íslensk kvennabaráttu frá tímum kvennablaðsins Melkorku til þess tíma. Óhefðbundið viðtal Ms við Rebeccu fulltrúa Afríska þjóðar- ráðsins er áhrifaríkt og sýnir vel hvernig aðskilnaðarstefna stjórn- valda er skipulagt þjóðarsálarmorð, eins og segir í viðtalinu. Verk Möllu spanna allt iitróf kvenfrelsisbaráttunnar og hún var óþreytandi að þýða áhugaverðar greinar eða viðtöl úr erlendum blöð- um. Hugurinn var fijór, hugsunin skörp og hún hafði einstakan hæfí- leika til að orða hlutina upp á nýtt. Sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og benda á nýjar lausnir. Hún notaði ekki aðeins orð í baráttu sinni fyrir kvenfrelsi heldur einnig teikni- myndasögur sem endurspegla góð- látlega kímnigáfu hennar og fjöl- breytta hæfíleika. Magdalena Schram var virk í rit- nefnd Veru frá fyrstu tíð Veru til sinnar hinstu stundar. Virknin tók á sig ýmsar myndir. Fyrstu sex árin sat hún í ritnefnd með öllu sem því fylgir: Skrifaði greinar, tók viðtöl, útvegaði myndefni og stundum fyr- irsætur, lagði línur um útlit, próf- arkalas, setti blaðið, kom því í gegn- um prentsmiðju og efnistók það, teppalagði skrifstofuna og leitaði tilboða. Seinna dró hún sig í hlé frá ritnefnd en var ætíð tilbúin til að leggja sitt af mörkum, óumbeðin ef ekki beðin. Malla tók viðtöl, skrif- aði greinar og kom með ábendingar um áhugaverð efni. Vera var henni einkar hugleikin og hún var ófeimin við að láta í ljós skoðanir sínar. Hún lagði áherslu á að möguleikarnir væru óþijótandi og það væri okkar að skilgreina og skoða málin út frá okkar eigin forsendum. Feminismi væri ekki kennisetning heldur lif- andi hugtak sem ætti ekki að setja ókkur skorður. Síðasta lesendabréf- ið kom frá henni í maílok og hún var að vinna að viðamikilli grein um tabú í kvennahreyfingunni þegar hún féll frá. í viðtali við Veru síðast- liðið haust segir Malla að starf sitt með Kvennaframboði, Kvennalista og Vera hafi verið eitt af ævintýmm lífsins. Við sem vorum þátttakendur með henni í einum kafla þessa ævin- týris þökkum henni samfylgdina — og samvinnuna. Herði, dætmnum og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar. Fyrir hönd Veru, Ragnhildur Vigfúsdóttir. Það er sárt, svo óendanlega sárt, að kveðja Magdalenu Schram hinstu kveðju svona allt of snemma, þó það sé ekki óvænt. í fímm ár hefur hún tekist á við dauðann — og lífíð í senn. Malla velktist ekki í vafa um að lífíð hefði verið henni gefíð til að takast á við það og marka þar sín spor, á sama hátt gafst hún ekki dauðanum heldur veitti hún honum viðspyrnu. Það átti ekki við hana að sitja hjá og láta aðra um að búa henni lífsumhverfi. Hún trúði því að hún gæti haft áhrif og að til þess hefði hún ekki einungis rétt, heldur bæri henni skylda til að axla ábyrgðina sem í því felst. Malla hafði sérstakt lag á að velta upp nýjum flötum á málunum og ekkert var henni óviðkomandi eða heilagt. Henni tókst að varðveita bemskan frumkraft forvitninnar og virkja hann svo að eftir var tekið, ákafinn var barnslegur en þekkingin og menntunin sem að baki lá var mikil. Malla var með háskólapróf í bókmenntum og heimspeki en menntun hennar var miklu fremur fengin af lífinu sjálfu. Hún nýtti hveija stund og öll skilningarvitin til að safna brotum reynslunnar í sjóð til að byggja úr nýja og fyllri lífssýn og betri heim. Ekkert var svo smátt eða lítils virði að henni fyndist óþarfí að gefa því gaum í þeirri viðleitni. En hún var óþolin- móð, óvægin og kröfuhörð, sem bitnaði ekki síst á henni sjálfri og henni lá mikið á og þá skorti hana stundum þolinmæði til að bíða eftir okkur hinum. Þess vegna verkaði hún stundum kaldranaleg og jafnvel hrokafull á þau sem þekktu hana ekki þeim mun betur. Malla var broddflugan sem stakk án þess að gera boð á undan sér og undan því sveið stundum, en hún var líka kvenna fúsust til að leggja á sig mikla vinnu í samræður og vangaveltur, ekki til að sætta sjón- armið með því að vinda úr þeim al]an ferskleika, heldur til að skapa nýja o g umfram allt frjóa niðurstöðu úr ólíkum viðhorfum. Hún vann sér- lega vel í hóp og gekk í öll verk og Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. ■v- BÍS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.