Morgunblaðið - 08.07.1993, Page 14
HflltNÖAUQ.ÝSNGASTOfA/SÍA
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
Fáein orð um frið-
un hvítabjarna
eftir Örnólf
Thorlacius
Hvítabjörn, Ursus marítimus,
er oft talinn stærsta núlifandi
landrándýrið, 2-2Mi m að lengd
og allt að 1,6 m hár á herða-
kamb. Fullorðin karldýr eru flest
420-500 kg, en dæmi eru um allt
að 800 kg dýr. Birnurnar eru
minni og léttari. Stærstu grábirnir
í Alaska verða á stærð við hvíta-
birni eða jafnvel stærri. Að meðal-
tali eru grábirnir samt mun minni.
Fæðan er einkum hringanóri og
aðrir selir, en soltinn björn leggur
sér flest til munns og fúlsar ekki
við heimskautagróðri meðan hann
býðst. Tófur éta stundum hvíta-
bjarnasaur, sem er mjög fituríkur.
Rannsóknir benda til að bestu
veiðisvæði hvítabjarna séu breiður
af lagnaðarís sem brotna í sífellu
fyrir áhrif vinda og strauma en
fijósa jafnharðan aftur saman.
Sumir birnir hafast við á ísnum
allt árið en aðrir eru landbundn-
ari, einkum á vetrum. Þá grafa
birnumar sig í fönn, leggjast þar
í híði og gjóta einum til fjórum
húnum, venjulega tveimur. Svo
líða tvö til fjögur ár að næsta goti.
Hvítabjörn hleypur uppi hrein-
dýr á stuttum spretti. Heimild er
um að björn hafí synt að minnsta
kosti 65 km á rúmsjó.
Hvítabirnir lifa við strendur
Norður-íshafsins, frá 88°N suður
undir jaðar landföstu hafísbreið-
unnar. Nokkur dýr slæðast sunn-
ar, allt suður til Pribiloveyja á
Beringshafí, um 56°N.
Menn á norðurslóð hafa löngum
veitt hvítabirni vegna feldsins og
fítunnar. Á þessari öld fóru að-
komnir menn í vaxandi mæli að
veiða þá til dægradvalar og vegna
skinnanna sem ágætt verð fékkst
fyrir. Undir miðja öldina var farið
að nota flugvélar við veiðarnar í
Alaska. Árið 1972 lagði Banda-
ríkjaþing bann við veiðum á hvíta-
birni í Alaska þegar undan eru
skildar takmarkaðar og hefð-
bundnar veiðar frumbyggja. Danir
og Kanadamenn hafa einnig ein-
skorðað bjarnaveiðar við þarfír
inúíta og Rússar og Norðmenn
hafa alfriðað dýrin, sem lifa við
norðurströnd Síberíu og á Sval-
barða. Þessar fimm þjóðir, Banda-
ríkjamenn, Kanadamenn, Danir,
Norðmenn og Sovétmenn, sömdu
árið 1973 um að takmarka veiðar
á hvítabirni, að vernda búsvæði
hans og vinna saman að rannsókn-
um á tegundinni.
Nú er talið að villtir hvítabirnir
séu samtals um 20.000 og stofn-
arnir séu í jafnvægi eða vaxandi.
Þó er varað við að lítið megi út
af bera, til dæmis gætu aukin
umsvif við vinnslu á olíu og gasi
orðið háskaleg fáliðuðum stofnum
hvítabjarna í Alaska og Kanada.
Alþjóðanáttúruverndarsamtökin
IUCN lýsa tegundinni sem vuln-
erable — ef eitthvað beri út af sé
hún í hættu.
Hvítabimir geta verið mann-
skæðir en sem betur fer lifa þeir
óvíða nærri mannabyggð. Á sjö-
unda áratugnum skapaðist þó
vandræðaástand við Hudsonflóa,
Örnólfur Thorlacius
„Samhliða friðun á
þessum dýrum yrðu
stjórnvöld að sjá til þess
að jafnan væru til taks
vanar skyttur með skot-
vopn búin svefnþornum
á þeim stöðum þar sem
bjarna er helst von.“
nærri borginni Churchill í Man-
itoba. Þar varð veruleg fjölgun
bæði á bjarndýrum og mönnum.
Stórir sorphaugar urðu til og
bangsarnir vöndu komur sínar
þangað í matarleit. Þeir réðust á
allmarga menn og drápu einn.
Stjórnin lét fella marga birni og
flytja aðra um set,.
Hingað til lands slæðast hvíta-
birnir annað veifíð og em jafnan
felldir. Vaknar þá stundum spurn-
ingin um hvort við ættum ekki að
fara að dæmi granna okkar og
friða þessi sjaldgæfu dýr. Ég mun
ekkert leggja til í því máli né held-
ur tjá mig um veiðiaðferð sem
nýlega var beitt. En mig langar
að vekja athygli á því hvað friðun
hefði í för með sér.
Þær fimm þjóðir sem friðað
hafa hvítabjöm eða takmarkað
veiðar á honum hafa innan landa-
mæra sinna alla villta stofna þess-
arar tegundar í heiminum. Þær
eru því að vernda villt dýr í nátt-
úrulegu umhverfí. Hvítabjörn sem
hingað slæðist á sér tæpast lífs
von til lengdar auk þess sem
mönnum og fénaði stendur slík
hætta af honum að engin leið er
að láta afskiptalaust. Samhliða
friðun á þessum dýrum yrðu
stjórnvöld að sjá til þess að jafnan
væru til taks vanar skyttur með
skotvopn búin svefnþornum á þeim
stöðum þar sem bjarna er helst
von. Að öðrum kosti yrði að hafa
viðbúnað til að senda slíka menn
fyrirvaralaust — með þyrlu eða
flugvél — til að svæfa hvítabirni
hvar sem til þeirra spyrðist. Síðan
þyrfti annaðhvort að fljúga strax
með dýrið eða dýrin sofandi til
síns heima eða hafa til taks ramm-
gerð búr undir þann fjölda bjam-
dýra sem eðlilegt væri að ætla að
hingað gætu borist samtímis. Þar
biði dýrið eða dýrin flutnings.
Talið er að árlega séu nú veidd-