Morgunblaðið - 08.07.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 08.07.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 Forseti Eistlands vill endurskoða „útlendingalögin“ Tallinn. Reuter. EISTLANDSÞING kemur saman í dag til þess að ræða þá ákvörð- un forsetans, Lennart Meri, að skrifa ekki undir lög um réttindi rússneskra íbúa landsins; „útlendingalögin" svonefndu. Meri hefur falið þinginu að endurskoða lögin, að sögn talsmanns for- setans, eftir að hafa ráðfært sig við landa sína og alþjóðlega sérfræðinga. Samkvæmt lögunum, sem þingið samþykkti í síðasta mánuði, þurfa Rússar, búsettir í Eistlandi, að sækja um ríkisborgararétt eða dval- arleyfí innan tveggja ára, en hverfa úr landi ella. Rök Eistlendinga eru að þeir vilji varðveita þjóðarein- kenni sín, en rússnesk yfirvöld telja lögin mismuna Rússum í Eistlandi. Meri fór þess á leit að nefnd á vegum Evrópuráðsins legði mat á lögjn áður en hann myndi sam- þykkja þau, og þegar til kom fundu nefndarmenn ýmislegt gagnrýni- vert. Auk þess höfðu fulltrúar RÖSE mælst til þess að lögunum yrði breytt, ef það mætti létta á spennu í samskiptum Eistlands og Rússlands. Griðungur í vígahug Reuter Nýr leiðtogi Lettlands Riga. Reuter. ÞING Lettlands valdi í gær Guntis Ullmanis til þess að gegna emb- ætti þjóðarleiðtoga. Hann er sonur bróðursonar fyrrum leiðtoga landsins á tímum sjálfstæðis þess fyrr á öldinni. Þá var samþykkt, að fyrrum kommúnistaleiðtogi landsins skyldi dreginn fyrir dóm. Eftir að einn frambjóðandinn dró sig í hlé í gær og lýsti stuðningi við Ullmanis, náði harin loks 53 atkvæð- um af 100. Gunars Mejerovics, leið- 5 mfnuí'hÍSamÍrelIð Mannskæðar óeirðir og mótmælaaðgerðir í höfuðborg Nígeríu flestum atkvæðum. Lettlandsleið hefur 36 þingsæti af 100 en Bænda- samtök Ullmanis 12 sæti. Þrátt fyrir hatrammar deilur milli hópa á þinginu samþykktu fulltrúar snarlega á þriðjudag að fyrrum kommúnistaleiðtogi landsins, Alfred Rubiks, skyldi leiddur fyrir rétt vegna þátttöku sinnar í tilraun til að svipta Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétleiðtoga, völdum árið 1991. FÖTHVATIR unglingar í spænsku borginni Pamplona í Navarra-héraði, klæddir þjóðbúning- um, ögra nautum á götum úti. Á hveiju ári er haldin svonefnd San Fermin-hátíð og þáttur í henni er þetta at þar sem sá þykir fræknastur er hleypir nautunum næst sér. Ekki bárust fréttir af því hvort frændur Þorgeirsbola höfðu betur í einhverju tilvikinu í gær. Herfoi’ingj astj ó rn i n sendir skriðdreka út á srötur Laafos Lairos. Reuter. ^1 * ^ * Lagos. Reuter. HERFORINGJASTJÓRNIN f Nígeríu sendi í gær skriðdreka á götur Lagos til að binda enda á óeirðir sem höfðu valdið ringulreið í borg- inni og lamað atvinnulífið. Lýðræðissinnar höfðu efnt til mótmæla í borginni til krefjast þess að herforingjasljórnin færi frá. Moshood Abiola, líklegur sigurvegari forsetakosninga sem fram fóru 12. júní en voru síðar lýstar ómerkar, kvaðst í gær vilja mynda þjóðsljórn með flokki andstæðings síns í kosningunum. Beko Ransome-Kuti, leiðtogi 12. júní. Aðeins tveir flokkar fengu hreyfingar sem berst fyrir lýðræði í að bjóða fram í kosningunum, en Reuter Kirkjumunum skilað LÖGREGLAN í ísrael hefur fundið ýmsa verðmæta kirkjumuni sem palest- ínskir þjófar höfðu stolið frá grísk-kaþólsku rétttrúnaðarkirkjunni á Vestur- bakka Jórdanar. Þýfíð er metið á jafnvirði 70 milljóna króna. Myndin var tekin þegar lögreglan skilaði mununum til presta rétttrúnaðarkirkjunnar. Nígeríu, stóð fyrir mótmælunum sem hófust á mánudag og áttu að standa í viku. Hann var handtekinn á þriðju- dagskvöld án þess að lögreglan gerði grein fyrir ástæðu handtökunnar. Ringulreið hefur verið í höfuðborg- inni frá því mótmælin hófust og að sögn óháðra dagblaða í Nígeríu biðu allt að 24 manns bana í óeirðunum á mánudag og þriðjudag. Öryggis- verðir voru sagðir hafa skotið á óeirðaseggi í gær og banað að minnsta kosti tveimur mönnum. Mótmælin eiga rætur að rekja til þeirrar ákvörðunar Ibrahims Ba- bangida, forseta herforingjastjórnar- innar, að ógilda forsetakosningamar þeir voru báðir stofnaðir að frum- kvæði herforingjastjómarinnar, sem ákvað sjálf stefnu þeirra beggja. Annar þeirra er örlítið til hægri og hinn til vinstri. Frambjóðandi þess síðarnefnda, Moshood Abiola, mun hafa borið sigur úr býtum í forseta- kosningunum, en úrslitin voru ekki tilkynnt. Babangida hefur sett forystu- mönnum flokkanna tveggja úrslita- kosti; annaðhvort fallist þeir á nýjar kosningar eða myndi þjóðstjórn til bráðabirgða og leysi flokkana upp. IÞROTTAGALLI st. S-XL TILBOÐSVERÐ 3.990,- »hummel^P SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, símar 813555 og 813655. Attali reynist Evrópubankanum dýr Kvaddur með 15 milljónum króna JACQUES Attali, sem hefur sagt af sér sem bankastjóri Endurreisn- ar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD), fær að öllum líkindum jafn- virði að minnsta kosti 15 milljóna króna þegar hann lætur af emb- ættinu, að sögn breska dagblaðsins The Financial Times. Af þess- ari fjárhæð þarf hann ekki að greiða tekjuskatt. The Financ- ial Times hafði eftir Anne Wibble, íjár- málaráðherra Svíþjóðar og formanni bankastjómar EBRD, að búist væri við að E-fli starfslokagreiðslumar til Attalis myndu nema einum árslaunum. Hún bætti þó við að það færi eftir niðurstöðu eftirlitsnefndar bankans sem hefur verið falið að rannsaka meint bruðl í starfsemi bankans. Nefndin á að skila skýrslu um málið 15. þessa mánaðar. The Fin- ancial Times sagði að samkvæmt ráðningarsamningi Áttalis frá ár- inu 1991 væru árslaun hans 147.000 punda, jafnvirði 15,7 millj- óna króna, en þau hefðu hækkað nokkuð síðan. Attali sagði af sér eftir að skýrt var frá því í apríl að rekstrar- og stofnkostnaður bankans hefði verið tvöfalt hærri en aðstoð hans við Austur-Evrópu. The Sunday Times greindi frá því að í skýrslu eftirlits- nefndarinnar yrði að öllum líkind- um hörð gagnrýni á Attali. Sífellt væru að koma fram nýjar upplýs- ingar um bruðl bankans; Attali hefði til að mynda farið á kostnað bankans til Rúmeníu til að heim- sækja franska sjávarlíffræðinginn Jacques Cousteau og bankinn hefði einnig greitt fyrir ferð fjölskyldu hans til eyja á Karíbahafí. Þá hefur Attali verið að sakaður um hafa fengið farseðil til Tókýó fyrir jafn- virði 700.000 króna endurgreiddan tvisvar. 4.000 bls Ijósrit á hvern starfsmann á mánuði Bruðl annarra yfírmanna bank- ans þótti einnig með ólíkindum. Einn af framkvæmdastjórunum er sagður hafa lagt inn reikning fyrir þyrluferð sem hann fór til að renna sér á skíðum á Ölpunum þegar hann var í Sviss. Jafnvel skrifstofukostnaðurinn var hærri en annars staðar. Til að mynda var ljósritunarkostnaður bankans jafnvirði 5 milljóna króna á mánuði, en það jafngildir því að 4.000 blaðsíður hafí verið ljósritað- ar á hvern starfsmann á hveijum mánuði. Ríkin sem eiga hlut í bankanum fá frest til að tilnefna menn í bankastjóraembættið til 21. júlí og eftirmaður Attalis verður kjörinn innan þriggja vikna eftir það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.