Morgunblaðið - 08.07.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 08.07.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 8. JULI 1993 21 Mitterand ráðríkur VALERY Giscard dEstaing, fyrrum forseti Frakklands, sakaði í gær eftirmann sinn, Francois Mitterrand, um að hafa brotið gegn ákvæðum frönsku stjórnarskrárinnar. Giscard dEstaing sagði í grein á forsíðu dagblaðsins Le Monde að Mitterrand hefði seilst heldur langt þegar hann í síðustu viku ýtti umdeildu frumvarpi um menntamál út af dagskrá skyndifundar í þinginu. Með frumvarpinu hugðist ríkisstjórnin aflétta takmörkunum á stuðningi sveitastjórna við einkaskóla. Samstarfs- hugmyndir í Evrópuflugi FLUGFÉLAG Austurríkis mun ákveða í næsta mánuði við hvaða evrópska flugfélag það gengur til samstarfs, eða hvort af slíkum áformum verð- ur. Stjórnarmenn flugfélagsins hafa rætt við Swissair, KLM og SAS um samstarfsáætlun til þess að snúa vörn í sókn á erfiðum tímum í alþjóða flug- rekstri. Þá hefur verið rætt við Lufthansa og Air France um möguleika á samvinnu. Á þessu ári hefur orðið mesta tap á rekstri félagsins í sögu þess. írakar vilja dæma Clinton FORSETI íraksþings sagði í gær að írakar myndu beita áhrifum sínum til þess að fá Bill Clinton, Bandaríkjafor- seta, dreginn fyrir rétt vegna glæpa gegn írösku þjóðinni. Sagði þingforsetinn, að áætlun yrði gerð á alþjóðavettvangi til þess að krefjast réttarhalda yfir Clinton forseta. Iraskar þingnefndir yrðu að vinna með þingum annarra landa svo af réttarhöldunum mætti verða. Afram mann- fall í S-Afríku BLÓÐUG átök blökkumanna í Suður-Afríku halda áfram og er tala fallinna nú komin í 144. Sagði talsmaður lögreglu að tíu lík hefðu fundist aðfara- nótt miðvikudagsins í blökku- mannahverfunum Katlehong og Tokoza skammt frá Jó- hannesarborg. Carl Niehaus, talsmaður Afríska þjóðarráðs- ins, sagði óeirðirnar tengjast því að tilkynnt var um dag- setningu fyrstu lýðræðislegu kosninganna í landinu síðasta föstudag. Aukin harka í Abkhazíu EDÚARD Shevardnadze, for- seti Georgíu, sagði í gær að átökin stjórnarhersins og að- skilnaðarsinna í héraðinu Abk- hazíu yrðu sífellt blóðugri. Hafa hundruð manna látið lífið frá því átökin hófust í ágúst í fyrra. Samkvæmt upplýsing- um heilbrigðisráðuneytis Ge- orgíu hafa 58 stjórnarhermenn fallið frá því fyrir helgi og tæplega fjögur hundruð særst. Shevardnaze lýsti yfir herlög- um í Abkhazíu á þriðjudag og fer herinn þar nú með völd. Sagði hann að herlögunum yrði miskunnarlaust fram- fyigt- Japanir draga úr umstangi og rausn á G 7-fundi Reuter Valdamenn þessa heims LEIÐTOGARNIR sjö og fulltrúi Evrópubandalagsins á leið til hefðbundinnar „fjölskyldumyndatöku". Fremstur gengur gestgjafinn, Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra Japans, en í fararbroddi gestanna er Kim Campbell, nýkjörinn forsætisráðherra Kanada. Hún er eftirlæti japanskra fjölmiðla á fundinum enda eina konan í hópnum og talin með litríkari stjórnmálamönnum. Hætta að greiða mat ofan í fréttamennina Tókýó. The Daily Telegraph. LOGREGLAN í Tókýó hefur mikinn viðbúnað vegna leiðtogafundar sjö helstu iðnríkja heims (G-7) í borginni, alls gæta 36.000 þusund liðs- menn hennar öryggis ráðamannanna. Það hefur aukið á spennuna að sprengja sprakk nýlega á hóteli í Seoul, höfuðborg nágrannaríkisins Suður-Kóreu, þar sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti hugðist gista en hann fer til landsins að loknum Tókýófundinum. Japanar hafa dregið mjög úr þeirri rausn er fréttamönnum og öðrum gestum var sýnd síð- ast er fundað var í Tókýó. Nú verða erlendir blaðamenn m.a. að kaupa sér skyndibita en geta ekki lengur hvomað í sig krásum á kostnað japanskra skattgreiðenda. Öfgahópar til hægri og vinstri hóta ýmsum ofbeldisaðgerðum og japanskir ráðamenn hafa ekki gleymt því að þegar sjöveldin hittust í Tókýó 1986 var skotið eldflaugum að bú- stöðum nokkurra þátttakenda en enginn þeirra varð þó fyrir hnjaski. I liðinni viku skaut róttæklinga- hópur eldflaug að bandarískri her- stöð í einu af úthverfum Tókýó en tiiræðið mun ekki hafa valdið tjóni. Hægri-öfgamenn hyggjast efna til mótmæla vegna komu Borísar Jelts- íns Rússlandsforseta til landsins í Á fréttamannafundi, sem Clinton hélt í gær í Tókíó, á fyrsta fundar- degi leiðtoga iðnríkjanna sjö, kvaðst hann vera staðráðnari í því en nokkru sinni fyrr að ljúka sem fyrst við GATT-samninginn og sagði tollalækkanirnar vera merkið, sem beðið hefði verið eftir. Mickey Kant- or, viðskiptafulltrúi Bandaríkja- stjórnar, sagði samninginn frá í gær leggja grunn „að mestu tollalækk- unum sögunnar", það er GATT- samningunum, og ft'ölga störfum í Bandaríkjunum einum um 1,4 millj- ónir á 10 árum. Kvaðst hann nú viss um, að Úrúgvæ-lotu GATT-við- ræðnanna yrði lokið fyrir 15. des- ember nk. en henni átti upphaflega að ljúka í desember 1990. dag. Ekki hefur tekist að leysa ára- tuga langar deilur Japana og Rússa vegna nokkurra lítilla, japanskra eyja milli Japans og Kamtsjatka- skaga en Sovétríkin lögðu eyjamar undir sig í stríðslok. Óþarfar samkundur? Litlar vonir hafa verið bundnar við árangur af fundinum og gagn- rýni á samkundur af þessu tagi hef- ur farið vaxandi á undanförnum árum. Margir telja að um óþarfa umstang og bruðl sé að ræða; leið- John Major, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst telja, að með tollalækkununum væru 85% GATT- samninganna í höfn og hann taldi einnig, að þær myndu hafa mjög atvinnuskapandi áhrif. Frönskum embættismönnum fannst hins veg- ar, að ekki hefði verið gengið nógu langt til móts við kröfur Evrópu- bandalagsins, EB, um opna mark- aði. Sem dæmi má nefna, að tollar falla alveg niður á lyfjum og skyld- um vörum; lækningabúnaði; verk- færum og tækjum í byggingariðn- aði; stáli; landbúnaðartækjum; hús- gögnum; bjór og eimuðum vökva og lækka um allt að 50% á keramiki, gleri, vefnaðarvöru og fatpaði. togarnir noti þessi tækifæri fyrst og fremst til að komast í fréttirnar. Lægra settir embættismenn séu í reynd búnir að vinna þau störf sem leiðtogarnir hæli sér síðan af þegar einhver niðurstaða fáist af viðræðun- um. John Major, forsætisráðherra Breta, hvatti ákaft til þess að dregið yrði úr umstanginu og japönsku gest- gjafarnir hafa farið að ráðum hans. Setningin tók að þessu sinni aðeins hálftíma en ekki þrjár klukkustundir eins og síðast. Á fundinutn í Tókýó 1986 gæddu erlendir fréttamenn, sem eru um 1.600 frá 45 löndum, sér á ókeypis kræsingum. Að þessu sinni býðst þeim að maula samlokur sem þeir greiða sjálfir fyrir og sötra kaffí með. Orðspor Japana í tæknimálum beið alvarlegan hnekki að þessu sinni. Margir fréttamenn komu vopn- aðir nýtísku kjöltutölvum, að sjálf- sögðu japansk-smíðuðum, en það kom babb í bátinn. Ekki reyndist unnt að stinga tölvunum í samband við myntsímana sem þeim standa til boða og grípa varð til annarra og frumstæðari ráða eins og þess að handskrifa fréttina og lesa síðan upp í síma. III meðferð á Clarke Japönsk stjórnvöld liggja undir ámæli fyrir að hindra með ýmiss konar klókindum aðgang annarra þjóða að mörkuðum landsins og vilja augljóslega sýna að útlendir bílar séu til í landinu. Major forsætisráðherra var þannig ekið í Mercedes Benz- glæsivagni frá flugvellinum að fund- arstað. Fréttamaður breska blaðsins The Daily Telegraph bætir við að Kenneth Clarke fjármálaráðherra hafi orðið að „láta sér duga“ að sitja í Rolls-Royce breska sendiherrans í Japan. Samið um mikl- ar tollalækkanir Tókíó. Reuter. FJÖGUR mestu viðskiptaveldin, Bandaríkin, Kanada, Japan og Evr- ópubandalagið, náðu í gær samkomulagi um víðtækar tollalækkanir. Kvaðst Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, binda vonir við, að með því hefði verið rutt úr vegi helstu hindruninni fyrir nýjum GATT- samningi. Taka lækkanirnar til 18 vöruflokka og hverfa tollarnir alveg á flestum en lækka mikið á öðrum. MMC Colt, árg. '88, 3 d., rauður, ek. 61 þús. Verð 430 þús. Suzuki Swift, árg. '91, 5 g., 3 d., rauður, ek. 21 þús. Verð 660 þús. VW Golf CL 1600, árg. '91, 5 g„ d„ grár, ek. 46 þús. Verð 870 þús. BIFREIÐAR & LANDBÚNADARVÉLAR HF. Suðurlandsbraut 14, s. 681200, beinn s. 814060. Bílar til sölu MMC Lancer 1500, árg. '90, sjálfsk., 5 d„ hvítur, ek. 33 þús. Verð 890 þús. MMC Lancer 1500, árg. '89, 5 g„ 4 d„ blár, ek. 40 þús. Verð 740 þús. MMC Lancer 1500, árg. '88, 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 90 þús. Verð 520 þús. Mazda 323 LX 1300, árg. '90, sjálfsk., 3 d„ grár,. ek. 38 þús. Verð 710 þús. Volvo 244 DL, árg. '81, drappl., ek. 197 þús. Verð 190 þús. Toyota Camry GLI 2000, árg. '87, sjálfsk., 4 d„ grár, ek. 112 þús. Verð 740 þús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.