Morgunblaðið - 08.07.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
31
Lára Ágústsdóttir
Waage — Minning
Fædd 9. október 1908
Dáin 29. júní 1993
Þegar ég frétti andlát Láru
Ágústsdóttur Blöndal fór ég yfir
það í huga mínum hvenær kynni
mín af henni hefðu byrjað og eigin-
lega fann ég á þeim ekkert upp-
haf. Þau hafa einfaldlega alltaf
verið til, allt frá því að vitund mín
kviknaði austur á Seyðisfirði í frum-
bernsku, en þar átti ég vin, jafn-
aldra og leikfélaga í næsta húsi og
Lára var mamma hans og var því
jafn sjálfsögð í huga mínum og fjöll-
in í kringum fjörðinn. Vináttan þró-
aðist eftir því sem þroski okkar
yngri jókst á meðan við enn áttum
heima við fjörðinn djúpa og slitnaði
ekki þótt að vík yrði milli vina um
sinn og ég þykist þess fullviss að
Lára og hennar skyldulið mun eiga
sitt rúm í mínu sinni á meðan ég
fæ skynjað mun dags og nætur.
Lára fæddist á Hlaðhamri í
Hrútafirði 9. október 1908, sjötta
í röðinni af sjö börnum hjónanna
Ágústs Lárussonar Blöndal og konu
hans Ólafíu Sigríðar Theódórsdótt-
ur. Fjölskyldan settist síðar að aust-
ur á Seyðisfirði þar sem Ágúst
gegndi lengi embætti sýsluskrifara.
Árið 1931 gekk Lára að eiga Sverri
Sigurðsson verslunarmann, sem
síðar starfaði lengi við útibú Út-
vegsbankans^ á Seyðisfirði. Börn
þeirra urðu Ágúst loftskeytamaður
og núverandi starfsmaður Sam-
keppnisstofu og Ólafía Hjördís, efn-
isstúlka sem lést langt um aldur
fram, aðeins tuttugu og tveggja ára
gömul. Mann sinn Sverri missti
Lára 1959 og skömmu eftir það
fluttist hún til Reykjavíkur í ná-
grenni við sína nánustu, son sinn
og fjölskyldu hans.
Lára giftist öðru sinni 1965, Sig-
urði Waage forstjóra, en hann lést
1976.
Síðasta árið dvaldist Lára á vist-
heimilinu Grund og lést þar 29.
júní sl.
Nú í bjartri sumarnóttinni þegar
Lára leggur af stað yfír móðuna
miklu fylgja henni góðar hugsanir
og þakklæti fyrir að hafa átt vin-
áttu hennar.
Aðalsteinn Gíslason.
Sumt fólk er þeirrar gerðar að
það fylgir manni alla ævi. Þar skipta
íjarlægðir engu máli.
Þannig var Lára móðursystir mín.
Eins langt og minni mitt rekur hef-
ur hún verið mér nálæg, eins þótt
samfundir hafi verið slitróttir hin
síðari ár.
Lára var fædd á Hlaðhamri í
Hrútafirði 9. október 1908, dóttir
hjónanna Ólafíu Sigríðar Theódórs-
dóttur og Ágústs Theódórs Blön-
dal. Ung fluttist hún með foreldrum
sínum til Seyðisfjarðar, ólst þar upp
og bjó þar síðan fram á miðjan ald-
ur.
Lára giftist árið 1931 Sverri Sig-
urðssyni, bankaritara á Seyðisfirði,
og eignuðust þau tvö börn, Ágúst,
f. 1931, og Ólafíu Hjördísi, f. 1936.
Utan foreldrahúsa var heimili
Láru og Sverris, Skálanes á Seyðis-
firði, mér frá unga aldri athvarf og
skjól. Það veganesti sem þessi góðu
hjón gáfu ungum sveini hefur
reynst mér dijúgt. Sverrir var ein-
Nikulás Einar Þórð-
arson — Minning
Nikulás Einar Þórðarson frá Vatns-
hóli, Teigaseli 11, Reykjavík, mun
hafa verið fæddur í Krosshjáleigu
í Austur-Landeyjum hinn 3. nóvem-
ber 1897, sonur hjónanna Þórðar
Erlendssonar og Guðnýjar Nikulás-
dóttur sem þar bjuggu. Fyrir áttu
þau einn son, Odd, fæddan 7. des-
ember 1895, síðar bónda í Vatns-
hóli. Móður sína missti Nikulás árið
1903, en árið eftir kom Guðbjörg
Sigurðardóttir ráðskona til Þórðar
og varð hún síðari kona hans.
Árið 1909 fluttust faðir hans og
stjúpa búferlum að Hrygg í Hraun-
gerðishreppi og bjuggu þar í þijú
ár, en fluttust þá aftur í Landeyj-
arnar, nú að Vatnshóli, og við þann
stað kenndi Nikulás sig síðan.
Uppeldi Nikulásar mun hafa ver-
ið svipað og annarra ungmenna í
sveitum landsins á þessum tíma,
vinna og aftur vinna til að hafa í
sig og á. Þar urðu allir fjölskyldu-
meðlimir að leggja sitt af mörkum,
hver eftir sinni getu.
Menntunarmöguleikar fyrir al-
þýðufólk voru fáir á þessum tíma,
en þó var bamafræðsla víða að
heQast og er það undravert hvað
sá grunnur varð mörgum fróðleiks-
manninum traust undirstaða raun-
Gunnu, margt í heimili og fjölskyld-
an bundin sterkum böndum. Þegar
Gunna var aðeins fimm ára, lést
Gísli faðir hennar. Bergljót bjó
áfram í Meðalnesi til ársins 1924,
þegar hún ákvað að bregða búi og
flytja með barnahópinn alla leið til
ísafjarðar. Þá voru tvær systur
hennar sestar þar að, þær Þóra
Jónsdóttir, veitingamaður, og Elín,
ljósmóðir. Gunna var því níu ára,
þegar hún kom til ísafjarðar og þar
ólst hún upp. Hún kynntist þar til-
vonandi eiginmanni sínum, Bimi
Henrý Olsen, vélstjóra, og gengu
þau í hjónaband 19. september
1935. Þau eignuðust tvö börn, Haf-
liða Þór, húsgagnasmið, f. 6. maí
1937, og dóttur, sem dó skömmu
eftir fæðingu. Gunna og Henrý
fluttu til Reykjavíkur árið 1938.
Ég kynntist Gunnu og Henry
fyrst þegar við foreldrar mínir kom-
um í heimsókn til Reykjavíkur frá
Siglufirði, þar sem við bjuggum
fyrir u.þ.b. 40 árum. Mér er enn
minnisstætt hversu gott og elsku-
legt samband var á milli þeirra
hjóna og hve annt Henry lét sér
um Gunnu sína. Ég hef ekki kynnst
hjónum sem sýndu hvort öðm jafn
mikla ástúð og umhyggju og þau
gerðu. Til þeirra var ávallt gaman
að koma og mikil gestrisni ríkj-
andi. Það var því mikill missir fyrir
Gunnu þegar Henry lést í janúar
1968. Gunna hafði þá um nokkurra
ára skeíð unnið utan heimilis við
ýmis störf, m.a. var hún aðstoðar-
verkstjóri föður míns í vinnslusal
Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík.
Hún var kröfuhörð og ákveðin, en
réttsýn og átti gott með að leið-
beina fólki, eins og starfið krafðist.
Gunna var fínleg og glæsileg
kona og hafði gaman af að blanda
geði við fólk, hún var hláturmild
og hress í viðmóti, þótt alvöruþungi
byggi oft að baki. En skörp og
skyndileg kaflaskipti urðu í lífí
hennar þegar hún fékk heilablóð-
fall árið 1981. Hún lamaðist öðm
megin og missti málið og varð upp
frá því að halda kyrm fyrir heima
við, utan við hringiðu lífsins. Getur
nærri hve erfitt hlutskipti þetta
hefur verið henni, en hún tók því
með jafnaðargeði og mikilli stað-
festu. Auk þessa lögðust á hana
önnur veikindi, sem gerðu hlut-
skipti hennar enn erfíðara á stund-
um. Hún sýndi ótrúlegt þrek í þess-
um erfiðleikum. Þó var orðið ljóst
undir það síðasta að hún yrði hvíld-
inni fegin, er dauðinn berði að dyr-
um.
Gunna átti því láni að fagna í
þessum þrengingum að eiga unga
frænku, Huldu Sigurðardóttur, sem
reyndist henni einstök hjálparhella
og verndarengill á hveiju sem gekk.
Ifyrir þetta verður Huldu seint full-
þakkað.
Ég kveð Gunnu með þakklæti í
huga fyrir liðnar stundir í þeirri
vissu að nú sé Henry farinn að
umfaðma hana í öðrum heimi og
að henni líði nú betur. Minningin
um þessa elskulegu frænku mína
verður mér ætíð dýrmæt. Blessuð
sé minning hennar.
Júlíus Sæberg Ólafsson.
vemlegrar menntunar.
Nikulás var um marga hluti
óvenjulegur maður, stálgreindur og
fjölmenntaður af sjálfsnámi og
stöðugri þekkingarleit og átti mikið
safn alls konar fræðibóka.
Efnalega var hann ágætlega
stæður sem byggðist á nægjusemi
og nýtni fyrir sjálfan sig. Við aðra
var hann örlátur og stórgjöfull.
Hann veiktist ungur af berklum og
varð því aldrei sá burðamaður sem
vöxtur hans benti til. Alla tíð vann
hann þó erfiðisvinnu, lengi við upp-
skipun og var eftirsóttur til þeirra
starfa vegna iðni og trúmennsku.
Pólitískur áhugi Nikulásar var
mikill þótt ekki ætti hann samleið
með stjórnmálaflokkum samtímans.
Hann var einlægur og sannur fé-
lagshyggjumaður sem tók virkan
þátt í fjöldahreyfíngum þeim sem
til framfara horfðu. Hann var t.d.
einn af stofnendum Eimskipafélags
íslands og mætti á fyrsta aðalfund
þess og marga síðar og lét óhikað
í ljós andúð sína á þróun mála á
seinni árum.
Vatnshóll var Nikulási hjartfólg-
inn. Þar vildi hann gjarnan vera
þó að atvik höguðu því á annan
veg. Studdi hann búskap bróður
síns með ráðum og dáð.
Þeir bræður, Oddur og Nikulás,
áttu jörðina saman. Oddur hætti
búskap árið 1966. Þegar Nikulás
seldi sinn hluta jarðarinnar hélt
hann eftir spildu. Þar dreymdi hann
alltaf um að koma sér upp athvarfi
og rækta skóg. Þó að ævin entist
ekki til þess sýndi hann hug sinn í
verki með því að láta Austur-Land-
eyjahrepp land sitt til skógræktar
og útivistar og gefa það eftir sinn
dag. Fyrir þetta ber að þakka og
nú hvílir sú kvöð á okkur sem við
þessari gjöf höfum tekið að láta
drauminn rætast.
Nikulás var ókvæntur og barn-
laus, hann lést í Borgarspítala eftir
stutta legu hinn 27. júní síðastlið-
inn.
Blessuð veri minning hans.
Magnús Finnbogason.
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
P E it L' A N sími 620200
GfflAHMAGOÐUVERÐI
wN4riT
í
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
stakur maður, einn þeirra manna
sem verðskuldaði titilinn „snilling-
ur“. Hann var ljölhæfur og listfeng-
ur og átti alltaf stund til að ræða
við mig um lífið og tilveruna. Yfir
þessu heimili hvíldi stóísk ró, sem
erill heimsins hafði lítil áhrif á.
Lára frænka rrín hafði yfír sér
tigið yfirbragð og stjórnaði heimili
sínu með reisn og mildi. Hún var
glaðlynd en hafði þó yfír að ráða
skapstyrk og festu og mátti öllum
það ljóst vera að ekki varð skoðun-
um hennar hnikað án rökstuðnings.
Af henni geislaði góðmennskan og
þótt sumum hafi ef til vill fundist
erfitt að kom - að henni hygg ég
að þar hafí raðið feimni hennar og
hlédrægni.
Árið 1958 lést Ólafía dóttir þeirra
skyndilega, aðeins 22 ára að aldri.
Þetta var þungt högg og mér líður
seint úr minni sú djúpa sorg sem
yfir heimilið lagðist né heldur sá
styrkur sem þau hjón sýndu á þess-
um erfiða tíma. En ekki hafði dauð-
inn lokið vitjun sinni í hús frænku
minnar, því aðeins rúmu ári síðar
varð Sverrir bráðkvadur, aðeins 51
árs að aldri. Úr þessum áföllum kom
Lára styrk og hljóð en sýndi þá
jafnframt best hvern mann hún
hafði að geyma.
Þarna urðu kaflaskipti í lífi henn-
ar. Hún fluttist til Reykjavíkur og
hóf störf á skrifstofu Eimskipafé-
lags íslands. Árið 1965 giftist Lára
síðari manni sínum, Sigurði Waage,
framkvæmdastjóra Sanitas hf. Sig-
urður var mikill öðlingur og aftur
eignaðist Lára heimili sem bar sömu
einkenni og Skálanesheimilið forð-
um. Sigurður lést árið 1976 og eft-
ir það bjó Lára ein á heimili sínu,
þar til Elli kerling náði undirtökum
og hún fór á vistheimilið Grund,
þar sem hún lést.
Ekki verður þessum minningar-
orðum lokið án þess að minnst sé
Ágústs, sonar Láru og Huldu
Waage konu hans. Þau reyndust
henni þannig að fágætt má teljast
allt þar til yfír lauk.
Lára frænka er horfin sjónum,
en sem fyrr skiptir fjarlægðin ekki
máli. Hún fylgir mér alla ævi.
Guð blessi minningu hennar.
Lárus Halldórsson.
Fjölskyldumót við Úlfljótsvatn
Kristinn Ólafsson
Þrautabraut
MARGIR krakkar voru við Úlfljótsvatn síðustu helgi þegar fjöl-
skyldumót var haldið þar. Margt var gert fyrir krakkana og
meðal annars sett upp þrautabraut, sem krakkarnar reyndu að
komast í gegnum án þess að fipast.
Stígvélakast og hjól-
börukapphlaup
FJÖGUR hundruð manns tóku þátt í Fjölskyldumótinu við Úlf-
ljótsvatn, sem haldið var í annað sinn fyrstu helgina í júlí. Veðr-
ið brosti við mótsgestum og var bryddað upp á fjölbreytilegum
uppákomum. Kristinn Ólafsson, einn af aðstandendum mótsins,
segir að lögð sé áhersla á að mótið sé bæði fjölskyldu- og um-
hverfisvænt. Hluti af því að hafa það umhverfisvænt er að skilja
við landið í betra ásigkomulagi en þegar tekið er við því.
Kristinn segir að 1.500 plönt-
um hafi verið plantað um helgina
og umgengni hafi verið til mikill-
ar fyrirmyndar. Á mótinu var
bryddað- upp á alls kyns uppá-
komum fyrir þátttakendur að
sögn Kristins og á laugardegin-
um var til að mynda haldið vel
sótt barnaball. Keppt var í stíg-
vélakasti og kastaði sigurvegar-
inn stígvélinu 38 metra að sögn
Kristins.
Siglt með Erninum
Önnur keppnisgrein var hjól-
börukapphlaup. Bundið var fýrir
augun á foreldrinu, sem hljóp með
börurnar, og þurfti því að hlýða
leiðbeiningum bams síns, sem sat
í hjólbörunum. í ár var eins og í
fyrra boðið upp á siglingu með
Eminum um Úlfljótsvatn en Öm-
inn er víkingaskip, sem sigldi yfír
Atlantshafið fyrir nokkmm ámm.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vináttu
við andlát
KRISTINS FRIÐRIKSSONAR
frá Borgarfirði eystra,
Vogatungu 59,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala fyrir góða umönnun.
Ágústa Gústafsdóttir.
1 1 terrgiwwl U
s Meim en þú geturímyndod þér! irj ao