Morgunblaðið - 08.07.1993, Side 34

Morgunblaðið - 08.07.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 STiÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Reyndu að forðast deilur í dag og ljúktu við verkefni sem bíður lausnar. Heima er bezt þegar kvölda tekur. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhver spenna getur ríkt í sambandi ástvina. Um- hyggjusemi leysir vandann. I kvöld gefst tækifæri til samvista við vini. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) Vinnan hefur forgang í dag, en þú þarft einnig að sinna hagsmunum heimilisins. Fjárhagurinn ætti að fara batnandi. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Þú færð góð ráð sem reyn- ast þér vel. Undirbúningur ferðalags er kominn á loka- stig. Haltu þér utan við þras og þrætur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú færð ábendingu varð- andi fjármálin sem getur leitt til tekjuaukningar. Ekki eyða peningum í óþarfa innkaup. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef ráðríki ræður ferðinni getur komið upp ágreining- ur milli ástvina. Reyndu að koma til móts við óskir ann- arra. Vog (23. sept. - 22. október) Þér geta orðið á mistök ár- degis sem leiða til ágrein- ings við samstarfsmann. Síðdegis þróast viðskiptin mjög þér í hag. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Erfítt er að semja við stygg- lyndan vin í dag, en ástar- gyðjan er þér hliðholl. Nú er upplagt að undirbúa ánægjulega helgi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Varastu þjösnaskap í sam- skiptum við aðra og reyndu að komast hjá þrætum. í kvöld gefst tími til að sinna fjölskyldumálunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) X* Þótt ekki séu allir sammála þér í dag ættir þú að varast deilur. Njóttu ánægjulegra stunda með ástvini í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Deila getur komið upp í dag vegna peninga. Framtíðar- horfur þínar eru góðar og fjárhagurinn fer ört batn- andi. Fiskar (19. febrúar — 20. mars) Félagi er eitthvað afundinn, en það lagast. Þegar hallar degi ríkir sátt og samlyndi og þið njótið ánægjulegra samvista. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. TOMMI OG JEIMNI LJÓSKA SMÁFÓLK MÝ 6RAMPA 5M5 TM05E OJ5R5 TME 6000 9M5.. Afi minn sagði að þetta hefðu verið Hvaða timar? góðir tímar ... Hann veit ekki hvaða tímar, en hann er viss um að þetta voru góðir tímar. BRIDS Chemla segist aldrei hugsa við spilaborðið, enda sé lítil þörf á því. Þetta er auðvitað hans aðferð til að tjá eigið ágæti, en í þessu leynist samt sannleiks- kom. Chemla hefur mikla spila- rútínu (sem hann hefur aðallega fengið af rommý-spilamennsku um nætur í París) og gerir því oft réttu hlutina án þess að hafa of mikið fyrir því. En ekki alltaf. Ísland-Frakkland. Spil 4. Vestur gefur; allir á hættu. Vestur ♦ K963 ♦ KG53 ♦ 32 ♦ Á86 Norður ♦ G4 V 972 ♦ 94 ♦ K75432 Austur ♦ D752 V ÁD8 ♦ ÁG76 Suður *G9 ♦ Á108 ♦ 1064 ♦ KD1085 ♦ D10 Eftir opnun vesturs í upphafi, varð niðurstaðan sú sama á báð- um borðum: 4 spaðar í austur með tígulkóng út. í lokaða saln- um höfðu sagnir Levý og Mouiel verið mjög upplýsandi: Opnun á eðlilegu laufí og svar á eðlilegum tígli. Vömin vissi því af a.m.k. fjórlit í tígli í austur. Mouiel lá lengi yfir útspilinu, en ákvað loks að drepa á ás og fara í trompið. Hann. spilaði spaða á kónginn og síðan smáum spaða frá báðum höndum. Þor- lákur átti slaginn á spaðagosa og spilaði tígli yfir á tíu ofanrit- aðs, sem tók spaðaás og spilaði lauftíu. Nú vantar sagnhafa slag og niðurstaðan var óhjákvæmi- lega einn niður. I lokaða salnum vissi vörnin lítið um spii sagnhafa. Sævar hafði opnað á gervitígli og Jón krafði í geim með annarri gervi- sögn og spurði síðan um skipt- ingu Sævars. Spilamennskan þróaðist nákvæmlega eins fram- an- af, en þegar Chemla hafði tekið spaðaásinn, þá spilaði hann sig ekki út á hjarta eða laufi, heldur tíguldrottningu (?!). Þar með fékk Jón 10. slaginn á silfurfati. Ástæðan? Chemla er ekki að þreyta sig. Perron hafði fylgt lit í tíglinum í röðinni þristur-nía. Samkvæmt þeirra aðferðum sýnir það staka tölu og Chemla gekk að því sem vísu að Perron ætti þrílit. 12 IMPar til íslands. SKAK Á hollenska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í viðureign alþjóðlega meistarans Martins Martens (2.440) og stórmeistar- ans Jeroens Piket (2.590), sem hafði svart og átti leik. 44. — Be3! og hvítur gafst upp, því eftir 45. Dxe3 — Dh3+, 46. Hh2 — Dfl+ blasir mátið við. Allir virkir stórmeistarar Hollend- inga, nema Timman, tóku þátt á mótinu, en úrslitin urðu fremur óvænt: 1. Van der Sterren 8V2 v. af 11 mögulegum, 2.-4. Cifuentí- es, Van der Wiel og Nijboer 6'/2 v. 5.-6. Piket og Riemeresma 6 v. 7. Sosonko 5 v. 8-11. Van Mil, Van Wely, Ree og Hoeksema 4‘/2 v. 12. Martens 3 v. Það voru fyrirtækin AVRO og Philips sem stóðu fyrir mótinu með miklum glæsibrag í borginni Eindhoven. Piket, sem var stigahæstur, átti aldrei möguleika á að veija titil sinn. Van der Sterren, sem er 35 ára, hefur þótt fremur litlaus skákmaður en í vor hefur hann verið óstöðvandi, sigraði t.d. á svæðamótinu í Brussel ásamt Van Wely.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.