Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐURB/C 169. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins A Konu leitað vegna tilræðanna á Italíu Ódæðin sögð af pólitískum toga Róm, Mílanó. Reuter. FORSETI Ítalíu, Oscar Luigi Scalfaro, hét því í gær að sprengjutil- ræðin í Róm og Mílanó í fyrrakvöld myndu í engu breyta endurbót- um á ítalska stjórnkerfinu og upprætingu á spillingu. Sagði Scalfaro tilræðismennina hafa viijað skapa valdatóm og að markmið þeirra væru ljóslega pólitísk. Lögregla í Mílanó leitaði í gær ljóshærðrar konu á þrítugsaldri í tengslum við tilræðið þar. Um 50 þúsund manns fóru í mótmælagöngur í Mílanó og syrgðu þá sex sem létust í sprengingunni þar. Bar fólkið borða sem á var letrað: „Við gefumst ekki upp“, og „Verkafólk gegn hryðjuverkum". Scalfaro sagði ekki leika vafa á að tilræðin væru pólitísk og að þau beindust gegn viðleitni þingsins til að koma á kosningum fljótlega; til- ræðismenn vildu skapa valdatóm á viðkvæmum tíma og tefja þannig framgang endurbóta. Sagði hann að áfram yrði haldið að uppræta spillingu í stjórnmálum landsins. Fyrsta sprengjan sprakk á mann- margri götu í Mílanó klukkan 21.15 að íslenskum tíma og fórust þar sex manns og 20 særðust. Fimmtíu mínútum síðar sprakk sprengja i miðborg Rómar og olli tjóni á Lat- eran-kirkjunni, þar sem páfinn þjónar sem biskup borgarinnar. Onnur sprengjan í Róm sprakk klukkan rúmlega tíu og eyðilagði hluta af San Giorgio-kirkjunni, sem er frá sjöundu öld. Lögregla í Mílanó hóf í gær leit að konu á þrítugsaldri í tengslum við sprengjutilræðið. Sagði lög- reglustjóri borgarinnar, Achille Serra, að konan hefði sést í grennd við Fiat-bifreið skömmu áður en bifreiðin sprakk. Serra tilkynnti einnig að hópur sem kallar sig „Vopnaða falangista" hefði lýst sig ábyrgan fyrir tilræðunum í fyrra- kvöld, og segðist einnig bera ábyrgð á sprengingunni sem varð fimm manns að bana og olli miklu tjóni á Uffizi-safninu í Flórens 27. maí síðastliðinn. Sagði Serra lög- regluna ekki taka yfirlýsingarnar alvarlega. Reuter Páfi kannar verksummerki JÓHANNES Páll páfi er hér í fylgd Oscars Luigis Scalfaros, forseta Ítalíu, á vettvangi sprengingarinn- ar sem varð í Lateran-kirkjunni í Rómaborg. Páfi, sem biskup borgarinnar, messar alla jafna í kirkj- unni. Sagðist páfi myndu biðja fyrir ítölsku þjóðinni. Bandaríkin gagnrýna að- gerðir Israela 1 Líbanon BBC-útvarpið segir 250.000 manns hafa flúið heimili sín Washington, SÞ, Jerúsalem. Reuter. BANDARÍKIN gagnrýndu í gær ísraela vegna árásanna á Líbanon í fyrsta sinn beinum orðum. Varaði talsmaður ríkissljórnar BiIIs Clintons við því að átök ísraela og Hizbollah-skæruliða gætu breiðst út og forsetinn hvatti deiluaðila til að stöðva átökin. Skýrt var frá því að Warren Christopher utanríkisráðherra væri í sambandi við deiluaðila og reyndi að koma á vopnahléi. Samkvæmt fréttum breska útvarpsins, BBC, í gærkvöldi hafa nú alls um 250.000 Líbanar flúið heimili sín í suðurhluta landsins vegna árása ísraelshers. „Ég tel að að Hizbollah ætti að stöðva árásir sínar,“ sagði Clinton. „Ég tel að ísraelar ættu að binda enda á loftárásirnar. Ég tel að Sýr- lendingar, sem hafa gætt mikillar varkárni, ættu nú að ganga lengra °g leggja fram sinn skerf til að stöðva átökin". Stúlkan lifði af o g reyndist bæði gleði- og harmafregn Seoul. R^uter. FJÖGURRA ára stúlka, Song-mee, sem var farþegi í Boeing 737-500 þotunni sem fórst í Suður-Kóreu á mánudag, kom í leitirnar í gær og reyndist á lífi. Þegar leit að farþegum og áhöfn þotunnar var hætt á þriðjudag sagðist faðir Song-mee enn ekki hafa fundið dóttur sína. Farþegaiisti þotunnar reyndist ófullkominn og fundust strax fjórum fleiri en hann sagði til um. Komust 44 lífs af úr slysinu en 66 biðu bana. Leit hófst að Song-mee á slysstað í gær en skömmu seinna kom í Ijós að hún var í vörslu fólks sem missti dóttur í flugslysinu. Fyrir mistök var Song-mee talin vera önnur telpa, Im Hyo-ri, og foreldrum þeirrar síðarnefndu falin umsjá hennar á sjúkrahúsi í borg- inni Kwangju eftir að gert hafði verið að sárum hennar. Var hún með það miklar umbúðir að foreldr- arnir tóku ekki eftir því að ruglast hafði verið á börnum. Voru það gleðitíðindi fyrir föður Song-mee að finna hana á lífi því hann missti konu sína og sex ára son í flugslysinu. Fundust þau í flakinu og var sonurinn í fangi móður sinnar, sem vafíð hafði hann örmum er þotan rakst á fjallið. Þannig voru þau lögð í eina kistu og borin til grafar. En gleði föður Song-mee varð að harmi foreldra Im Hyo-ri því við eftir- grennslan fannst lík hennar í líkhúsi spítalans. Flugmannamistök Fulltrúar Asiana-flugfélagsins, eiganda þotunnar, sögðu í gær að frumrannsókn á orsökum flugslyss- ins benti til þess að það yrði skrifað á reikning flugmannanna. Þeir höfðu gert árangurslausar tilraunir til að lenda á Mopko-flugvellinum og voru að hefja eina til viðbótar er þotan rak annan stélvænginn í fjallstind og fórst. Talsmaður bandariska utanríkis- ráðuneytisins, Mike McCurry, sagði Warren Christopher myndu halda fast við fyrri áætlun um að heim- sækja Mið-Austurlönd í næstu viku til að reyna að þoka friðarviðræðum araba og ísraela áleiðis. Þær hafa nú verið að mestu í hnút um margra mánaða skeið; leiðtogar Líbana og fleiri arabaþjóða á svæðinu hafa varað við því að viðræðurnar gætu endanlega strandað vegna aðgerða ísraela síðustu daga í S-Líbanon. Óafsakanlegt Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í gær ísraela fyrir að hrekja af ásettu ráði tugþúsundir óbreyttra borgara frá heimilum sín- um í S-Líbanon. Hann sagði það óafsakanlegt að nokkur stjórn í þessum heimshluta skyldi vísvitandi fylgja stefnu sem hefði í för með sér að. enn einu sinni yrði til stór hópur flóttafólks og heimilislausra. Hizbollah-skæruliðar svöruðu aðgerðum Israelshers í gær með því að skjóta tugum Katjúsha-eld- flauga á norðurhluta ísraels. Hers- höfðingi sem aðeins var kallaður „R“ sagði í gær í viðtali við útvarp Israelshers að aðgerðirnar í Líban- on hefðu gengið „nákvæmlega sam- kvæmt áætlun og árangurinn hefði verið vonum framar". Sjá einnig frétt á bls. 21. Kanadískir sjómenn Setið um verksmiðju- skip Rússa SJÓMENN í bænum Shel- burne í Nova Scotia í Kanada hafa lokað rússneskt verk- smiðjuskip af í höfninni þar frá því sl. föstudag með því að leggjá 140 bátum og trill- um umhverfis það og fylkja liði á hafnarbakkanum til að koma í veg fyrir að skipið verði affermt. Með aðgerðunum eru sjó- mennirnir að mótmæla veiðum rússneskra, japanskra og kúb- verskra togara í 200 mílna efna- hagslögsögu Kanada, að því er fram kemur í blaðinu Daily News í Halifax. Skip frá þessum löndum hafa heimild til að veiða þar fisk sem Kanadamenn sækj- ast ekki eftir sjálfír, svo sem lýsing, makríl og smokkfisk. Éftirsóttar fisktegundir eins og þorskur og ýsa mega einungis vera lítill hluti af aflanum. í viðtali við Daily News held- ur talsmaður sjómannanna í Shelburne, Gary Dedrick, því fram að meira sé af eftirsóttum tegundum í aflanum en fisk- veiðiráðuneyti Nova Scotia vilji viðurkenna og segir sjómenn hafa sannanir þess efnis. Dedrick segir að umsátrinu um verksmiðjuskipið muni ekki ljúka fyrr en ríkisstjórnin í Ottawa stöðvi veiðarnar. Ross Reid sjávarútvegsráðherra Kanada sendi aðstoðarráðherra til viðræðna við sjómennina í Shelburne í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.